Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar Fýlupokinn í Austurbœjarbíói Ansi er ég hræddur um að það verði engin þjóðarsátt úr því Guð- mundur J. Guðmundsson er svona ósáttur við allt og alla. Það má vel vera að Ásmundur og Þór- arinn sættist. Og jafnvel Grétar Þorsteins, örn Friðriks og Björn Grétar. Og líka Magnús Gunnars, Arnar Sigurmunds og Einar Odd- ur. Og Davíð, Jón Baldvin, Friðrik, ríkisstjórnin og meira að segja Jó- hanna. Og líka Steingrímur, Ólaf- ur Ragnar, Ingibjörg Sólrún og hinir í stjórnarandstöðunni. Og jafnvel Markús örn, Guðmundur Árni og allir hinir sveitarstjórarn- ir. Það getur vel verið að 259.999 verði sáttir þegar upp er staðið en á meðan Gvendur er ósáttur verð- ur engin þjóðarsátt. Það er ljóst. Og ef ég þekki menn eins og Gvend rétt þá þýðir ekki að lækka vextina fyrir hann. Það þýðir ekki einu sinni að fórna Þóru Hjalta- dóttur. Þegar menn eins og Gvendur fara í fýlu þá þykknar fýlan bara eftir því sem meira er látið eftirþeim. Á sínum tíma gékk Gvendur úr Alþýðubandalaginu af því honum líkaði ekki kompaníið. Honum fannst samþingmenn sínir vera helst til of menntaðir og helst til of snobbaðir. Þetta var ekki hans fólk. Síðar tók hann alla peninga Dagsbrúnar út af Útvegsbankan- um af því honum líkuðu ekki vextirnir þar. Honum fannst þeir of háir — að minnsta kosti þeir sem hann þurfti að borga af skuldum. En hann vildi ekki fara í neitt manngreinarálit varðandi vextina og fór því í fýlu við inn- lánsvextina líka. Þá hefur Gvendur margsinnis farið í fylu við Ás- mund og Þórarin V. og allar þær þjóðarsáttir sem þeir hafa staðið fyrir. Honum hefur leiðst hag- fræðilegt ff oðusnakk þeirra. Þess vegna hefur Gvendur helst viljað halda Dagsbrún utan við stjórnmál, banka og samninga. Hann hefur viljað halda félaginu í Austurbæjarbíói eða Iðnó þar sem hann getur hamið salinn. Og í raun hafa allir verið ánægðir með þetta. Allaballarnir sakna hans ekki, ekki bankarnir heldur og enn síður þeir Ásmundur og Þór- arinn V. Það er helst að almennir félagsmenn í Dagsbrún hafi verið fúlir, en það er minnsta mál í heimi að ógilda tilraunir þeirra til að steypa forystunni. Það má alltaf grafa upp einhvern gamlan ógreiddan reikning fýrir félags- gjöldum einhvers af frambjóðend- unum og skella fram á síðustu stundu. Með því getur Gvendur haldið sínu baklandi í Dagsbrún. Hann hefur reyndar meira og minna dæmt það félag úr leik í öllum kjarasamningaviðræðum en það heldur samt sem áður tilkomu- mestu félagsfundina. Og þótt fúl- lyndi Gvendar skili félagsmönn- um Dagsbrúnar ekki betri kjörum en öðrum skiptir það ekki máli. Því það er sama hvað sagt er ui Gvend — enginn er betri í því ei hann að tala lélega kjarasamninga inn á verkalýðinn. HEMMI HEILLAR EN PÓLITÍKIN ER PINLEG Engum blöðum er um það að fletta að Hermattn Gunnarsson er sá sem laðar flesta landsmenn að skjánum. Samkvæmt könnun Gallup horfa á þátt Hemma 46 til 48 prósent landsmanna 12 til 70 ára. Landsmenn á þeim aldri eru um 190 þúsund sem þýðir að 90 þúsund manns glápa á Hemma. Enginn kemst með tærnar þar sem Hemmi hefur hælana. Grín- istarnir í Imbakassa Stöðvar 2 náðu til um 56 þúsund manns og um 50 þúsund manns horfðu á Manstu gamla daga? með Ólafí Gauki og á Matlock. Annar af fjórum þáttum Hrafns Gunn- „Ogþóttfúllyndi Gvendar skilifélagsmönnum Dagsbrúnar ekki betri kjörum en öðrum skiptir það ekki máli. Þvíþað er sama hvað sagt er um Gvend — enginn er betri íþví en hann að tala lélega kjarasamninga inn á verkalýðinn.“ 111. Cll t sé eraR”h< ga | ja I Jón Helgason framsóknarbóndi. Þegar stefnuræðu forsætisráð- herra var sjónvarpað gáfu margir Davíð séns og flestir þeirra gáfu líka Steingrími séns. En svo komu Jón og allir hinir. laugssonar um Hvíta víkinginn náði 55 þúsund áhorfendum, en áður en þættinum lauk höfðu 7 til 8 þúsund manns gefist upp. En menn gáfust upp á fleirum en víkingunum hans Hrafns. Skoðum til að mynda áhorf á um- ræður um stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þeg- ar Davíð hóf tölu sína kl. 20.30 sátu tæplega 44 þúsund manns og Aorfðu. Hópurinn skiptist nokkuð jafht milli kynja og stétta, en fólk yfir 50 ára var sjö sinnum líklegra til að horfa en fólk 12-24 ára. 15 Hemmi Gunn: 90 þúsund manns á aldrinum 12 til 70 ára horfðu á hann, þar af7 afhverjum 10 yfir fimmtugu. mínútum síðar höfðu 11-12 þús und gefist upp og enn 15 mínút- um síðar, þegar Steingrúnur Her- manttsson hafði iokið sér af og Jón Helgason var að tala, höfðu nær 6 þúsund til viðbótar gefist upp. Eftir þetta gafst fólk jafnt og þétt upp. Horfun var komin niður í 15 þúsund manns kl. 23.15 og mínútu síðar lauk umræðunum. Að jafnaði gáfust 173 áhorfendur upp á hverri mínútu umræðn- anna. Nokkrar kvikmyndir misstu óðum hylli eftir því sem leið á þær. Á laugardegi byrjaði 51 þús- und manns að horfa á Lethal Weapon með Mel Gibson, en áð- ur en myndinni lauk var horfunin komin niður í 36 þúsund. Ríkis- sjónvarpið bauð upp á franska mynd með Navarro um mið- nætti. 19 þúsund manns byrjuðu að horfa, en áður en myndin var búin höfðu yfir 14 þúsund þeirra gefist upp. Stöð tvö bauð á sunnu- daginn upp á „gamansama, róm- antíska og hugljúfa" mynd með Cybill Shepherd kl. 23.30. Þar byrjuðu einnig 19 þúsund að horfa, en áður en yfir lauk höfðu 11 þúsund gefist upp. Ekki einu sinni Don Johnson hélt uppi dampi. Stöð 2 sýndi mynd með honum á þriðjudegi kl. 23.30. Um 10.500 byrjuðu að horfa, en áður en myndinni lauk var talan komin í 2.800. Innan við 1 prósent horfði á Þingsjárþátt lngimars Ingimars- sonar eftir 11-fréttir á fimmtudegi og einungis 2 til 3 prósent horfðu á Listamannaskálann og Lögmál listarinnar á sunnudagssíðdegi hjá Stöð 2. Ýmsir skemmtiþættir fá og hróplega litla horfun miðað við tilstand; undir 10 prósentum horfir á þætti eins og Auðlegð og ástríður, Sækjast sér um líkir, Ad- dams-fjölskyldan, Vistaskipti, Fólkið í Forsælu, Auður og undir- ferli og f ljósaskiptunum. Og ef einhver skyldi halda að Eiríkur Jónssott stöðvaði flótta frá Stöð 2 yfir í 8-fréttir ríkissjónvarpsins þá er það rangt. 10 til 14 prósent horfðu á Eirík. Það er svona álíka hópur og horfir á Staupastein eða gömlu Klassapíurnar. Ingimar Ingimarsson. Fimmtu- daginn 8. október sýndi hann Þingsjá eftir 11-fréttir. Innan við 1 % nennti að fylgjast með. Á að lækka vexti með handafli? Halldór Ás- grímsson al- þingismaður: „Það er alltaf spurning hvað menn eiga við með handafli. Ég tel að það sé ekki hægt að lækka vexti nema með opinberum að- gerðum að verulegu marki. Þær geta falist í því að draga úr fjár- lagahallanum, að ríkissjóður beini viðskiptum sínum meira að erlendum fjármagnsmörkuðum en innlendum, að Seðlabankinn breyti bindiskyldu eða kaupi pappíra á markaði. Það er því al- veg sama hvernig litið er á málin; vextir ráðast að verulegu leyti af ákvörðunum og athöfnum hins opinbera. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það nægi ekki að ákveða að vextir skuli vera þetta miklu lægri og síðan hagi opinber yfirvöld sér ekki í samræmi við þá ákvörðun. Ég tel að ákvörðun um að lækka vexti með leiðandi hætti verði að fýlgja stuðningsaðgerðir. Handaflið eitt mun aldrei ganga, en oftast eru menn nú að tala um handafl í þeim skilningi að hið opinbera gangi á undan.“ Matthías Bjarnason al- þingismaður: gjaldi og verðlagi tel ég að það þurfi einnig að halda niðri verð- lagi á peningamálunum." Vilhjálmur Egilsson, þing- maður: „Já, ég tel það alveg tvímæla- laust. Á sama tíma og það er nauðsynlegt að halda niðri kaup- „Nei, það á ekki að gera. Hand- aflsstýring á fjármagnsmarkaðn- um er ekki til góðs og hefur sömu slæmu áhrifin og handhaflsstýr- ing á öðrum sviðum; leiðir til þess að skömmtun á lánsfé í einu eða öðru formi verður nauðsynleg á nýjan leik og það spor eiga menn að hræðast. Það sem þarf að gera er að tengja fjármagnsmarkað okkar þeim erlenda eins og frek- ast er kostur. Sú tenging sem þeg- ar er orðin hefur ieitt til þess að vextir á fslandi geta ekki verið úr samhengi við það sem gerist er- lendis, þetta á þó fyrst og fremst við um langtímafjármagn. Meg- inviðfangsefhið er að tengja kjör á skammtímafjármagni betur því sem gerist erlendis." Grétar Þorsteinsson, form. Trésmiðafé- lags Reykjav.: „Ég er þeirrar skoðunar að í þeirri stöðu sem við erum í í at- vinnu- og efnahagsmálum sé það eitt af lykilatriðunum að vextir verði lækkaðir og ef það er ekki framkvæmanlegt öðmvísi en með handafli þá hef ég ekkert á móti því. Ég sé ekki betur — ef litið er á nafnvextina fyrir ári, sem voru 20 prósenta raunvextir — en handhafli hafi þá verið beitt til að halda þeim uppi og því skyldi ekki mega lækka þá við svona krítískar aðstæður með handafli? Ég sé heldur ekki annað en að flest það, sem menn eru að velta fyrir sér að gera í þessari stöðu, eigi að gera með handafli og því skyldi ekki mega beita því á vexti eins og hvað annað ef önnur úr- ræði fmnast ekki? Það er auðvitað æskilegt að gera það með öðrum hætti en ef önnur úræði finnast ekki er ég alveg tilbúinn til að mæla með þessari leið.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.