Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 13 Betri eða verri kjör... Skoðanakönnun Skáfs fvrir PRESSUNA 60 prósent þjóðarinnar býr við verri kjör en í fyrra Meirihluti þjóðarinnar telur kjör sín hafa versnað síðustu mánuðina og fæstir eygja von um að ástandið skáni. Margir telja að kjörin eigi enn eftir að versna og sú svartsýni kann að auka á samdráttinn sem þegar er farinn að mælast í hagtölum. Stór meiriMuti fslendinga telur sig búa við verri kjör nú en fyrir ári, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Skáfs fyrir PRESSUNA. Helmingur að- spurðra sagðist ekki reikna með að kjörin skánuðu næsta árið og hátt í fjörutíu prósent töldu að þau mundu enn versna. Könnunin fór ffam fyrir tveim- ur vikum. Úrtakið var 526 manns og spurt var tveggja spurninga: Býrð þú við betri eða verri kjör í dag en fyrir ári? Býst þú við að búa við betri eða verri kjör að ári liðnu? Af úrtakinu töldu 56,3 prósent sig búa við verri kjör en í fyrra, 34,8 prósent töldu þau svipuð, 3,4 prósent töldu þau betri, en 5,5 prósent voru óákveðin. Af þeim sem taka afstöðu telja því tæp sex- tíu prósent að kjör sín hafi versn- að, en um 37 prósent að þau séu svipuð. 48,9 prósent aðspurðra bjugg- ust við að kjör sín yrðu svipuð að ári liðnu, 37,3 prósent töldu þau eiga eftir að versna enn, 11,4 pró- sent áttu von á betri tíð. Hálft þriðja prósent var óvisst um af- komuna að ári. Af þeim sem af- stöðu tóku telur því helmingurinn að kjörin verði svipuð að ári. Samanburður á svörunum ber með sér að rúmlega helmingur þeirra, sem telja kjör sín hafa versnað, eiga von á að þau versni enn, en um þriðjungur að þau verði svipuð. Afþeim sem segjast búa við svipuð kjör nú og fýrir ári eiga um 80 prósent von á að þau verði enn svipuð að ári liðnu. EKKIUMTALSVERÐ AUKN- ING VANSKILA Af þessum svörum má ráða að flestir telji sig hafa liðið eða munu líða persónulega fýrir kreppuna sem nú er sögð ganga yfir landið. Slíkt mat byggist væntanlega ann- aðhvort á góðri yfirsýn yfir heim- ilisbókhaldið eða rökstuddri til- finningu fýrir því að verr gangi að ná endum saman nú en áður. En hversu mikill raunveruleiki býr að baki svörunum? Af hagtölum og samtölum við þá sem hafa fingur- inn á púlsi fjármála heimila í land- inu má ráða að alvarleg kreppa sé í raun og veru ekki komin — en jafnframt að þjóðin virðist búast við henni mjög fljótlega. Ein leiðin til að mæla afkomu heimila er hvernig þeim gengur að ná endum saman og greiða af því sem eru hjá flestum reglubundin útgjöld. Jón Pétursson, skrifstofu- stjóri hjá veðdeild Landsbankans, sem annast innheimtu lána Hús- næðisstofnunar, sagði að ekki væri merkjanleg aukning vanskila frá því sem áður var. „Skilin eru engu síðri nú en þau hafa verið undanfarna gjalddaga sem við könnuðum," sagði hann, en bætti við að stofnunin varaði viðskipta- vini nú frekar en áður við þeim kostnaði sem hlytist af vanskilum og það kynni að hafa ýtt við fólki. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Pósts og síma, sagði að vart hefði orðið fjölgunar lokana hjá símanum en þó ekki sem næmi nema um þremur prósentum fyrstu níu mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Hún sagði að svo virtist sem lokanir stæðu lengur yfir nú en áður, þ.e. að færri borguðu reikninginn fljótlega eftir lokun símans. Opinberar tölur sýna að kaup- máttur launa hefur ekki breyst svo neinu netni undanfarna mánuði. Hannféll reyndar um ein tvö prósent á milli september og október á síðasta ári og náði lágmarki um áramótin, en hefur hér um bil náð sér aftur, sam- kvœmt tölum Þjóðhagsstofnunar. FÆRRISKÓR —FLEIRI STUTTBUXUR? í smásöluverslun er ekki hægt að merkja samdrátt á fyrri helm- ingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. „Ef kreppan er komin í verslunina, þá hefiir hún komið allra síðustu mánuði," sagði Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. Á fyrri hluta ársins jókst velta í smá- söluverslun í heild um 2,6 prósent ffá sama tíma í fyrra, en breyting- in var mjög mismunandi eftir greinum. Þannig dróst sala á skófatnaði saman um 13 prósent á fyrri helmingi ársins frá sama tíma í fyrra, en í sérverslun (til dæmis íþróttavörum, leikföngum og minjagripum) jókst veltan um sama hlutfall. Að öðru jöfnu mætti ætla að skónotkun væri nokkuð jöfn, burtséð frá efna- hagsástandinu, en að neysla á sér- vöru drægist saman á erfiðleika- tímum. Þessar tölur gefa því ekki vísbendingu um kreppu, en gætu átt sér aðrar skýringar. Hins vegar dróst sala á bílum og bílavörum saman um tæp 14 prósent á fýrri helmingi ársins. Nýskráðir bílar í ágúst og septem- ber voru um 1.500, en tæplega 2.000 sömu mánuði í fyrra. Þess má vænta að bílar séu meðal þeirrar söluvöru sem hægist á fýrst þegar fólk gerist svartsýnna um elnahagsástandið. Almennur innflutningur hefur dregist saman um 8 prósent fýrstu átta mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum Hagstofimnar. Sam- dráttur í heildarinnflutningi (þar sem talin er með til dæmis fjár- festing og olíuverslun) er hins vegar meiri eða um 12 prósent. Þess ber þó að gæta að sökum smæðar hagkerfisins geta ein eða tvær ákvarðanir stórfyrirtækja breytt þessari tölu verulega og nægir að nefna flugvélainnflutn- ing Flugleiða í því sambandi. Húsnæðisstofnun upplýsir að kaup á bæði nýjum og eldri íbúð- um hafi tekið kipp aftur síðustu mánuði eftir samdrátt fýrr á árinu. Þannig hafi stofnunin í heildina ekki orðið vör við þá erfiðleika í efhahags- og atvinnulífi sem mik- ið er rætt um nú. Hjá fjármálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að velta sem ber virðisaukaskatt hefði dregist saman um þrjú prósent fýrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fýrra. Skil á virðisaukaskatti af innflutningi endurspegla sam- drátt þar og hafa dregist saman um 9 prósent. Það segir líka sína sögu að endurgreiðslur á virðis- aukaskatti hafa dregist saman um 6 prósent, en endurgreiðsla á sér stað þegar viðkomandi vara er notuð sem aðföng til annarrar fjárfestingar. Önnur tala gefur vísbendingu um minni ljárfestingu, en það er útlánaaukning banka og spari- sjóða. Aukning miðað við 12 mánaða tímabil fór fyrst niður í eins stafs tölu í maí á þessu ári, tæp 8 prósent, og hefur hríðfallið niður í 3,5 prósent í október. Und- anfarin ár hefur sambærileg tala undantekningalítið verið á milli 20 og 30 prósent. Að þessu samandregnu má álykta að innflutningur hefur dregist verulega saman, en þess sér þó ekki merki í veltu smásölu- verslunar í heild enn sem komið er. Sömuleiðis er ljóst að fjárfest- ing hefur minnkað og má reikna með að hvort tveggja sé viðbrögð innflytjenda og kaupsýslumanna við yfirvofandi samdrætti — sam- drættinum sem ætti að fylgja verulega minni þorskafla sem boðaður er á næsta ári. ER BÖLSÝNIN AÐ KAFSIGLA OKKUR? f hagffæðinni er þekkt sú stað- reynd að minni neysla og minni fjárfestingar sökum svartsýni al- mennings og fyrirtækja verða til þess að hægist á efnahagslífinu. Þannig geta huglægar orsakir orð- ið til þess að kreppa verði alvar- legri en mælanleg ytri skilyrði gefa tilefni til. í ljósi svaranna í þessari könnun vaknar því sú spurning hvort svartsýni fólks hafi slík áhrif nú og þá líka hvort „kreppan" sé að einhverju leyti hugarsmíð sem verður til vegna bölsýni og heims- endaspádóma í fjölmiðlum. Um það verður ekki fullyrt af þessari könnun, enda ekki spurt frekar um á hverju fólk byggði svör sín. Ofangreind könnun Skáfs var gerð á meðan Iítið hafði enn frést af störfum atvinnumálanefndar ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hver áhrif hugmyndir um úrbætur í efnahags- og atvinnumálum hefðu — það færi væntanlega eftir því hvernig þær lentu á Iaunafólki, hversu mikil samstaða tækist um þær og hvernig gengi að sannfæra fólk um að þær hefðu tilætluð áhrif._________________________ Karl Th. Birgisson Páll Þorgeirsson flutti sig með telefaxtækið yfir á Lækjartorg. Hann gerði ný- lega tilboð í veiðarfæradeild Kristjáns Ó. Skagfjörðs. Asiaco Fréttu af innheimtu- manninum og hirtu allt lauslegt Engin starfsemi fer nú ffarn á skrifstofum Asiaco hf. á Vest- urgötu 2 en eigendur fýrirtæk- isins hafa gefið upp í Morgun- blaðinu að fyrirtækinu hafi verið lokað um stundarsakir vegna „endurskipulagningar“ á rekstri. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR munu for- ráðamenn fyrirtækisins hafa heyrt af því fyrir skömmu að til stæði að loka Asiaco en meðal annars munu vera verulegar virðisaukaskattskuldir hjá fyr- irtækinu. f kjölfar þess var haf- ist handa við að hirða allt laus- legt úr fyrirtækinu. Núverandi stjómarformaður og forstjóri, Páll Þorgeirssoti, hefur hreiðr- að um sig úti á Lækjartorgi en einn af fyrri eigendum, Kjart- an R. Jóhannsson, mun einnig hafa tekið eitthvað af skrif- stofubúnaðinum til sín og flutt það í lagerhúsnæði sitt úti á Granda. Fyrir þetta húsnæði hefur Asiaco greitt um 700.000 krónur á mánuði í húsaleigu. Sá búnaður sem fluttur hefur verið í burtu er fýrst og ffernst húsgögn og tölvubúnaður. Hefur móðurtölva fyrirtækis- ins með öllu viðskiptamanna- bókhaldinu verið tekin í burtu. Viðskiptin með Asiaco hafa verið nokkuð flókin en fyrir tveim árum keyptu þeir Eyjólf- ur Brynjólfsson og Gunnar Óskarsson fyrirtækið af feðg- unum Kjartani R. Jóhannssyni og Kjartani Emi Kjartanss)’ni. Eftir þvf sem komist verður næst var kaupverðið á bilinu 180 til 200 milljónir, enda Asi- aco eitt af stærri fyrirtækjum landsins. Reksturinn gekk hins vegar mjög illa effir kaupin og öllum að óvörum gekk Páll inn í viðskiptin með skilyrtum kaupsamningi við þá Eyjólf og Gunnar fyrr á árinu. Gaf Páll þá út að hann myndi fjár- magna kaupin með erlendu fjármagni sem mun vera búið að vera á leiðinni allt árið en ekkert bólar á. Rekstur fyrirtækisins hefur hins vegar verið hörmulegur og hafa vöruumboðin tfnst í burtu. Á miðju sumri lokaði Landsbankinn á bankavið- skipti við fyrirtækið en þá var skuld þess á hlaupareikningi komin í á bilinu 23 til 25 millj- ónir króna. Þá mun Búnaðar- bankinn hafa tekið það í við- skipti. Síðan fékk fyrirtækið greiðslustöðvun sern átti að nýtast til endurskipulagningar. Nú hefur fýrirtækinu verið lok- að, sömuleiðis til endurskipu- lagningar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.