Pressan - 19.11.1992, Page 27

Pressan - 19.11.1992, Page 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 27 Þorvaldur Örlygsson hefur verið í byrjunarliði Forest undanfarið og staðið sig þokkalega. Þorvaldur stendur sig þokkalega en Guðmundur finnursig ekki Þorvaldur örlygsson hefur ver- ið fastur leikmaður í byrjunarliði Nóttingham Forest undanfarið og staðið sig nokkuð vel, að minnsta kosti ef marka má einkunnagjafir ensku fótboltablaðanna Match og Shoot. Ef skoðaðar eru einkunnir sem hann hefur fengið fyrir frammi- stöðu sína í níu leikjum nú und- anfarið er meðaleinkunnin 6,5, sem er alveg viðunandi. Einkunnin sex þýðir að leik- maðurinn hefúr staðið sig þokka- lega og það er sú einkunn sem Þorvaldur hefur oftast fengið eða fjórum sinnum. Hæsta einkunn hans er átta, mjög gott, en hana fékk hann í bikarleik gegn Stock- port. f þeim leik skoraði Þorvald- ur sigurmarkið. Þrisvar sinnum fær hann sjö, gott, meðal annars í bikarleik gegn Crewe, en í þeim leik skoraði Þorvaldur eina mark leiksins. Einu sinni fær hann fimm í einkunn sem þýðir að hann hefúr verið slakur. I heildina Guðmundi Torfasyni hefur ekki gengið nægilega vel hjá Saint Johnstone undanfarið, en erfið meiðsli hafa sett strik í reikning- inn hjá honum. er Þorvaldur sem sagt mitt á milli þess að vera þokkalegur og góður; hefur því staðið vel fyrir sínu án þess kannski að gera einhverjar stórkostlegar rósir. Gubmundur Torfason byrjaði mjög vel hjá Saint Johnstone í Skotlandi og raðaði inn mörkum. Guðmundur meiddist illa fyrir nokkru og hefur ekki náð sér á strik eftir að hann reis úr rekkju. Yfirleitt fær hann þó mjög viðun- andi dóma fyrir frammistöðu sína, sex og sjö, en virðist detta niður inn á milli. Fyrir leik sinn gegn Hibernian 24. október fékk hann ekki nema fjóra í einkunn, sem er það lægsta sem Match gef- ur og þýðir að leikmaðurinn hefúr verið lélegur. Guðmundur virðist líka hafa verið langt ffá sínu besta í leik á móti Celtic fyrir skemmstu, en þá fékk hann einungis tvo í ein- kunn hjá Shoot eða „absolute stinker" eins og það heitir upp á ensku. í Þ R Ó T T I R Hvererbestí línumaðurinn ? Geir Sveinsson er fyrsti línu- maður landsliðsins í dag. Þor- gils Óttar segir Geir ekki hafa spilað betur í annan tíma. GeirSveinson Val BEST „Geir er reyndasti línumaður okkar í dag og helsti kostur hans er hversu sterkur hann er. Honum hefur farið geysilega mikið fram undanfarin ár og aldrei spilað bet- ur en nú í ár og í fyrra; hefur greinilega náð afar miklum ffarn- förum á Spáni. í dag er hann orð- inn mjög alhliða línumaður hvað varðar blokkeringar og það að skapa sér færi og hann nýtir færi sín vel. Geir er líka afburða varn- ar- og keppnismaður," segir Þor- gils Ottar Mathiesen. „Geir ber höfuð og herðar yfir þessa fjóra pilta og hann spilar mjög vel fyrir liðið. Hann er einn besti línumaður heims í dag, af- burðavarnarmaður og hann er líka foringi á leikvelli, sem er gíf- urlegur kostur,“ segir Guðjón Guðmundsson. „Geir er hvorttveggja góður varnarmaður og góður línumað- ur. Hann bætti sig gífurlega sem línumaður á Spáni og er farinn að nýta færi sín mun betur en hann gerði,“ segir Viggó Sigurðsson. VERST „Galli hans áður var sá að hann var ekki nógu hreyfanlegur á lín- unni og skapaði sér þarafleiðandi ekki nægilega mörg færi sjálfur, en þetta er breytt í dag og ég sé fáa galla á honum nú,“ segir Þorgils Ottar. „Gen er mjög einhæfur í skot- um, hann skýtur nánast undan- tekningarlaust hægra megin við markvörðinn og það eru menn auðvitað fljótir að lesa,“ segir Guðjón. — Fylkismaðurinn Indriði Einarsson eða VinnyJo- nes íslands eins og margir vilja kalla hann — Ninja- Vinnyerenda uppáhaldsleikmaður Indriðaaðokkurer sagt — leikur nú í vetur með Hibernians á Möltu eins og kunnugt er. Indriði (sem eralls óskyldur leikritaskáld- inu kunna) hefur staðið sig vel hjá Hibs, eins og liðiðer kallað, og er fastamaður í liðinu. Hibs er eitt frægasta og besta lið Möltu en þjálf- ari þess er enginn ann- aren gamla kempan Brian Talbot, sem hér á árum áður stjórnaði leikenska landsliðsins og þótti frábær miðju- maður. „Hans helsti galli hefúr verið að hann hefur skorað illa af línunni, en það hefur hann bætt mikið,“ segir Viggó. Birgir Sigurðsson Víkingi BEST „Birgir er mjög hreyfanlegur og á auðvelt með að skapa sér færi. Hann er geysilega sterkur og fer auðveldlega inn með mann ábak- inu ef því er að skipta. Birgir skor- ar mjög mikið af mörkum aflínu- manni að vera og er oftar en ekki markahæstur í sínu liði,“ segir Þorgils Óttar. „Birgir er mjög góður leikmað- ur — sérstaklega fyrir sjálfan sig. Hann skorar mikið af mörkum og er sterkur mjög. Það er réttnefúi á hann sem Danirnir fúndu um ár- ið, þeir kölluðu hann „ísskápinn“ og það segir eiginlega allt sem segja þarf um Birgi,“ segir Guðjón. „Birgir er feikiöflugur línumað- ur og hefúr flesta kosti góðra línu- manna. Hann skorar mikið og nýtir færi sín ákaflega vel,“ segir Viggó. VERST „Helsti galli hans er sá að hann sinnir blokkeringunum kannski Birgir Sigurðsson skorar mikið af mörkum en mætti spila meira fyrir liðsheildina. ekki nægjanlega vel, hugsar meira um að koma sjálfum sér í færi. Það hefúr líka háð honum í lands- liðinu að hann hefúr ekki náð að tryggja sér fast sæti sem varnar- maður í byrjunarliðinu; hefúr ver- ið skipt inn á í sókn en út af í vöm. Það háir honum mjög, því það er mjög vont fyrir línumann að spila eingöngu sókn vegna sérstöðu línumannsins," segir Þorgils Ótt- ar. „Birgir skorar mikið en á kannski bágt með að leika fyrir liðið; spilar ekki eins mikið fyrir liðsheildina og hann gæti gert. Hann er afleitur vamarleikmaður og þar kemur náttúrlega smæð hans til. Mér finnst Birgir líka oft mistækur á afdrifaríkum augna- blikum," segir Guðjón. „Hann tekur allt of mikla áhættu í leikjum. Hann á það til að fara inn hvar sem er, er svolítið villtur. Þótt Birgir sé alveg ágætur varnarmaður þá gæti vamarleikur hans verið betri,“ segir Viggó. Gústav Bjarnason Selfossi BEST „Gústav er mjög útsjónarsamur og á auðvelt með að skapa sér færi og nýtir þau mjög vel. Hann er líka mjög snöggur í hraðaupp- hlaupum, kannski sneggri en hin- ir,“ segir Þorgils Óttar. „Gústav er geysilega flinkur og hann er góður hraðaupphlaups- maður. Hann er efni í stórspilara en á hins vegar margt ólært,“ segir Guðjón. „Gústav er góður leikmaður en mér finnst hann þó ekki vera í sama klassa og hinir þrír,“ segir Viggó. VERST „Hann er ekki eins sterkur lík- amlega og Geir og Birgir til dæmis og það háir honum einna helst,“ segir Þorgils Óttar. „Það er mín skoðun að hann hafi ekki gott stöðumat, það sást Gústav Bjarnason er snöggur, lipur og góður f hraðaupp- hlaupum en skapið er honum fjötur um fót, segir Guðjón Guð- mundsson. vel í úrslitakeppninni í fýrra. Varnarlega er hann ekkert sér- staklega sterkur. Ég held að hann þurfi að læra að hemja skapið þannig að hann geti beitt sér rétt. Án þess að ég þekki manninn nokkuð held ég að skapið sé svo- lítill akkilesarhæll hjá honum,“ segir Guðjón. „Hann tekur of mikla sénsa að mínu mati og nýtir færi sín á lín- unni ekki nógu vel,“ segir Viggó. Hálfdán Þórðarson FH BEST „Hálfdán hefúr sýnt alveg ótrú- legar ffamfarir undanfarin ár og er orðinn mjög sterkur bæði hvað varðar blokkeringar og það að skapa sér færi. Hann er mjög sterkur líkamlega, eins og Geir og Birgir, og fer auðveldlega inn með mann á bakinu. Hann er sterkur varnarmaður og einn af þeim sem gefast aldrei upp og taka alltaf á að fúllu,“ segir Þorgils Óttar. „Hálfdán hefúr verið mjög vax- andi undanfarið og hann er kannski sá maður sem maður sér Sigur Dana sannar að Evrópuboltinn er lélegur Johan Cruyjf er óumdeilanlega ernn besti knattspymumaður sem uppi hefur verið. Þessi snjalli Hol- lendingur er nú einn af þekktustu knattspyrnuþjálfurum heimsins og lið hans, Barcelona, er eitt besta félagslið í heimi og hefur unnið marga stóra titla undir stjóm Crayffs. Cruyff hefúr ákveðnar skoðanir á flestu sem viðkemur fótbolta og meðal annars er hann ekki par hrifinn af danska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð í sumar. „Mér fannst danska landsliðið ekki neitt sérstaklega gott í Sví- þjóð og á köflum var liðið hrein- lega lélegt. Það eina sem Danir gerðu var að verjast og notfæra sér síðan mistök andstæðinganna, þeir vinna aldrei neitt aftur með sömu spilamennsku. Það segja all- ir að úrslitin séu það eina sem skiptir máli í fótbolta, það er ekki rétt. Það verður að spila leikinn á mannsæmandi hátt. Sigur Dana í Evrópukeppninni sýnir ^ð fót- boltinn í Evrópu er á lágu plani um þessar mundir; það er allt of mikil áhersla lögð á hlaup en of lítil á gæði,“ segir Cruyff og er ekki að skafa af hlutunum. Crayff hefur líka skoðun á nýju reglunum í fótbolta: „Mér finnst þær tóm vitleysa. Það eina sem þær gera er að flækja málin fyrir dómarana, þjálfarana og leik- mennina. Þetta er dæmigerð afurð fólks sem leikur sinn fótbolta sitj- andi við skrifborð á skrifstofum og hefur aldrei út á knattspyrnu- völl komið,“ segir hann. Ef Hollendingar ná að tryggja sér sæti í heimsmeistarakeppn- inni í Bandaríkjunum árið 1994 mun Cruyff stjórna landsliðinu í keppninni. Hann hefur'þó ekki í hyggju að hætta með Barcelona og snúa sér alfarið að þjálfun lands- liðsins, heldur ætlar hann aðeins að stjórna því í heimsmeistara- keppninni. Hann er ekkert hræddur um að erfiðlega gangi að Johan Cruyff hefur ekki mikið álit á Evrópumeisturum Dana og segir sigur þeirra í Svíþjóð eingöngu sanna að evrópsk knattspyrna sé í lægð. samræma störf sín hjá Barcelona þjálfun landsliðsins. „Meiningin er að ég stjórni liðinu aðerns í úr- slitakeppninni sjálfri í Bandaríkj- unum og þá er keppnistímabilinu hjá Barcelona lokið. Ég sé engin vandkvæði á þessu. Ég þekki alla hollensku leikmennina og við töl- um sama tungumálið," segir Cra- yff og lætur engan bilbug á sér finna. helstan sem arftaka Geirs. Hann klárar færi sín mjög vel, er afburða hraðaupphlaupsmaður og ber boltann mjög vel uppi í hraðaupp- hlaupum,“ segir Guðjón. „Ég tel Hálfdán einn sterkasta línumanninn í dag. Honum hefúr farið mjög mikið fram, hann er farinn að skora gríðarlega mikið af mörkum og nýtir færin mjög vel,“ segir Viggó. VERST „Hans helsti galli hefur verið sá að hann er ekki nógu hreyfanlegur á línunni, en það hefúr lagast mik- ið,“ segir Þorgils Óttar. „Hann er smávaxinn og ekki góður varnarmaður og nýtist liði illa varnarlega. Hann skilar varn- arhlutverkinu að vísu ágætlega með FH, en á alþjóðlegan mæli- kvarða held ég að hann eigi svolít- ið langt í land,“ segir Guðjón. „Þótt Hálfdán sé alveg þokka- legur varnarmaður mætti hann bæta sig talsvert á því sviði,“ segir Viggó. Hálfdán Þórðarson. Kannski verður hann arftaki Geirs en til að svo geti orðið þarf hann að bæta hjá sér varnarleikinn. Um helgina uiiúiúaa.'i'ji.m-m'ju KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Keflavík - Breiðablik kl. 20.00. Keflvikingar hafa reynst ósigrandi í vetur enda með gríðarsterkt lið. Blikarnir hafa ekki náð að sýna sín- ar bestu hliðar og Keflavíkurförin veröur þeim ugglaust erfið. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Keflavík - Grindavík kl 18.00. Hálfgerður Derby-leikur þarna. KÖRFUBOLTl - BIKARINN MEISTARAFLOKKUR KARLA Snæfell - Haukar b kl. 20.00. Snæfellingar ættu ekki að vera í vandræöum með að vinna b-lið Haukanna. WMqCTiiaiKiiMm KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Tindastóll - (R kl. 14.00. Sauðár- króksstúlkurnar eru liprar í körfu- bolta rétt eins og strákarnir. KHMiMiAlXlUmLI KÖRFUBOLTI - BIKARINN MEISTARAFLOKKUR KARLA Njarðvfk - Haukar kl. 20.00. Haukamenn spila glimrandi körfu- bolta þessa dagana en Njarðvík- ingar hafa veriö hálfdaprir. Breiðablik - Grindavík b kl. 20.00. Blikarnir ættu að vera sterk- ari aðilinn þarna. Valur - ÍR kl. 20.00. Valsmenn eiga eitt sterkasta lið úrvalsdeild- arinnar og ættu að eiga sigurinn vísan. Skallagrímur - Þór kl. 16.00. Skallagrímsmenn eru f úrvals- deildinni og geta.spilað skemmti- lega ef sé géllinn er á þeim og hljóta aö verða Akureyringum of- jarl. Keflavík - (S kl. 16.00. Stúdentar eiga væntanlega litla möguleika á að leggja Keflvíkinga að velli.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.