Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 32

Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin (• Sinfóníuhljómsveitin leikur undir stjórn Petri Sak- ari Hugleiðingu um L, verk eftir Pál P. Pálsson, Selló- konsert nr. 1 eftir Sjostakóvits og Petr- usku eftir Stravinskí. Einleikarinn er sænskur, Frans Helmerson. Háskóla- bíó kl. 20. LAUGARDAGUR fer vel á sviði, segir Lárus Ýmir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Clara S. Nemendaleikhúsið, Lind- arbœr kl. 20.30. • Tónlistarfélagið heldur tónleika og koma þar fram Martynas Svegzda- von Bekker fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari. Verkin eru eftir Prokofieff, Brahms og Ravel. ís- lenska óperan kl. 15. SUNNUDAGUR • Hræðileg hamingja Sýning Al- þýðuleikhússins. Hafnarhúsið kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Platanov Borgarleikhús, litla svið, kl. 17. • Hamrahlíðarkórinn á 25 ára af- mæli og heldur tónleika með flutningi á sálmum eftir Grieg og kantötu eftir Britten. Gunnar Ólafur Hansen, Þorgeir Andrésson og Bergþór Pálsson syngja einsöng, en að vanda stjórnar Þor- gerður Ingólfsdóttir. Langholtskirkja kl. 16. • Reykjavíkurkvartettinn leikur á tónleikum Kammermúsikklúbbsins strengjakvartetta eftir Mozart, Beetho- ven og Sjostakóvits. Bústaðakirkja kl. 20.30. Leikhús MTUDAGUR • Sannar sögur. Leiklesin dagskrá sem byggist á sög- um eftir Guðberg Bergsson. Gerðuberg kl. 20.30. • Hræðileg hamingja. Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikar- ans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson. Alþýðu- leikhúsið, Hafnarhúsið ki 20.30. • Sex persónur leita höfundar Klassískt verk eftir ítalann Pirandello í uppfærslu skólaleikfélags MH. Frum- sýning. Menntaskólinn í Hamrahlíð kl. 20.30. F I M • Uppreisn Þrír bandarískir ballettar í uppfærslu íslenska dansflokksins, sem er að vakna aftur af værum blundi undir stjórn Maríu Gísladóttur. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgar- lcikhúsið kl. 20. • Vanja frændi. Vanja geldur sam- flotsins við Platanov, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leik- hússkemmtunina, segir Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. MMil'IM'liR • Platanov. Sýningin á Platanov er þétt og vel leikin og skemmtileg, skrif- ar Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Heima hjá ömmu Amerískur gamanleikur eftir Neil Simon. Borgar- leikhúsið kl. 20. • Vanja frændi. Borgarleikhús, litla svið, kl. 20. • Dýrin í Hálsaskógi. Þjóðleikhús kl. 14 & 17. • Bannað að hlæja Leikbrúðuland, Frikirkjuvegi 11, kl. 15. • Hræðileg hamingja Alþýðuleik- húsið, Hafnarhúsið, ki 20.30. • Stræti. Smíðaverkstœði Þjóðleik- hússins kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið kl. 20.30 • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. • Clara S. Nemendaleikhúsið. Lind- arbœr ki 20.30. Myndlist Teiknimyndasagan Ifær inni í þeirri virðulegu Jmenningarstofnun Kjarvals- _______Istöðum, nánar tiltekið teiknimyndasögur frá Frakklandi, en þar stendur þetta tjáningarform með hvað mestum blóma og segja sumir að það sé list. Á sýningunni eru verk eftir sextán höfunda, þeirra frægastur er Enki Bilal. Opiðkl. 10-18. • Jean-Jacques Lebel er franskur hugmyndalistamaður, uppreisnar- seggur og róttæklingur, sem hefur verið flokkaður með Fluxus-hreyfing- unni. Sýning á verkum hans verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Opiðkl. 10-18. • Halldor Ásgeirsson sýnir mynd- verk úr bræddu hraungrýti í Slunkaríki á ísafirði og kallar sýninguna Hraun- hvörf. Opiðkl. 16-18. • Reykjavíkurhöfn er mótífið á sýn- ingu sem hangir uppi í Hafnarhúsinu. Þar eiga til dæmis verk Kjarval, Ás- grímur, Jón Stefánsson og Engilberts. Opið kl. 12-18, utn helgar frá kl. 14-18. • Kjartan ólason, sem þykir með snjallari listamönnum af yngri kynslóð, sýnir í Gallerí G15 stórar andlitsmyndir sem hann hefur unnið með kolum á pappír. Opið á verslunartíma. • Ella Magg leitar í rómantíska og erótíska strauma á milli manna og sýnir í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma. • Hræðileg hamingja. Alþýðuleik- húsið, Hafnarhúsið, ki 20.30. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Clara S. er leikrit frá Austurríki og þar sögð saga af því þegar og ef Clara Schumann lendir í höllinni hjá saurlíf- isseggnum Gabriel d'Annunzio. Nem- endaleikhúsið, Lindarbœr kl. 20.30. • Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir grafíkverk unnin á silki með sáldþrykki, ætingu og einþrykki, í Sneglu Listhúsi. Opið kl. 12-18, en kl. 10-14 á laugar- dögutn. • Kristinn E. Hrafnsson hefur opn- að sýningu á skúlptúrum og vegg- myndum í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Opið fös. kl. 10-16, lau. kl. 13-16, sun. kl. 14-17, annars kl. 10-22. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. ís- lenska óperatt kl. 20. • Kæra Jelena. Ungu og efnilegu leikararnir í snjallasta leikritinu sem fært var upp á síðstasta leikári. Þjóð- leikhúsið ki 20. LAUGARDAGUR • Bannað að hlæja Leikbrúðusýn- ing sem hefur fengið mikla og verð- skuldaða athygli. Leikbrúðuland, Frí- kirkjuvegi 11, kl. 15. • Dunganon Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftjr að sýningu er lokið, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson í leik- dómi. Borgarleikhús kl. 20. • Platanov Borgarleikhús, litla svið, kl. 17. • Vanja frændi. Borgarleikhús, litla svið, kl. 20. • Dýrin í Hálsaskógi Hlutverkaskip- un var að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húmor, skrifaði Lárus Ýmis Ósk- arsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur • Safnsýning á verkum Níelsar Haf- stein og Þórs Vigfússonar stendur yfir í Nýlistasafninu. Sýnd eru bókverk sem Níels setti saman og eftir Þór málverk í 12 hlutum og hins vegar skúlptúr í 24 teningslaga einingum. Opiðkl. 14-18. • Guðmunda Andrésdóttir, gamal- kunn listakona sem telst til Septem- hóps helstu afstraktlistamanna þjóð- arinnar, heldur málverkasýningu í list- húsinu Nýhöfn. Opiðki 14-18. • World Press Photo er árleg sýn- ing á fréttaljósmyndum sem hæst ber hverju sinni. Fallegar myndir, en líka átakanlegar, sýndar í Ustasafni Al- þýðu. Opið kl. 14-22. • Steingrímur Eyfjörð sýnir í Ný- listasafninu fimmtíu teikningar og textaverk, sem hann hefur unnið á síðustu árum. Opið kl. 14-18. • Daði Guðbjörnsson er farinn norður til Akureyrar með myndirnar sínar og hefur opnað sýningu í Gallerí Allrahanda í Grófargili. Opið ki 13-18, lau. ki 10-12. • Orðlist Guðbergs Bergssonar í tilefni af sextugsafmæli Guðbergs hef- ur Gerðuberg sett upp sýningu á myndverkum eftir hann. Opiðfös. kl. 10-16, lau. kl. 13-16, sun. kl. 14-17, annarskl. 10-22. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Margar fallegar myndir af landslagi og sumar dulræn- ar. Opið kl. 12-18. Tólamvndirnar í bíó EKKI MIKLU BETRI EN ALLA HT DAGAN Það er svosem upp og ofan hversu merkilegar þær eru kvik- myndirnar sem sýndar eru í bíó- húsum bæjarins, kannski er held- ur ekki nein brjálæðisleg blómatíð í kvikmyndagerðinni í heiminum. Eins og stendur hlýtur ástandið þó að teljast gott, í flestum bíóum eru prýðismyndir og jafnvel af- bragðsmyndir: nefnum Leik- manninn í Regnboganum, kín- versku myndina Forboðin ást í Háskólabíói, Bitran mána í Stjörnubíói, Blade Runner og Fríðu og dýrið í Sögubíói og Hina vægðarlausu í Bíóhöllinni. Home Alone II í SAM-bíóunum. Nú setur piltur New York á annan endann. Að ógleymdum íslensku mynd- umum: Sódómu Reykjavik, Svo á jörðu sem á himni, Veggfóðri og Bömum náttúmnnar. Það eru semsagt ærnar ástæður til að stunda kvikmyndahús þessa dagana og það fýrir fleiri en ung- lingana, sem þar eru náttúrlega langþaulsetnastir. Venjan hefur alltaf verið sú að bíóin skarti sínu fegursta um jóla- leytið. Hér áður fyrr fannst manni oft að sama og ekkert væri í bíó nema um jól og páska, en það hef- ur sannarlega breyst. Núna koma amerískar myndir nánast álíka fljótt til fslands og annarra landa í Evrópu og varla mikill munur á kvikmyndaúrvalinu á jólum eða á öðrum árstíma. En það skaðar þó ekki að huga að því hvað verður helst í bíóunum yfir hátíðarnar. Regnboginn frumsýnir í des- emberbyrjun Síðasta móhíkan- ann, indíána- og ævintýramynd sem byggist á frægri sögu rithöf- undarins James Fennimore Coo- pers. Aðalhlutverkið leikur Eng- lendingurinn og Óskarsverð- launahafmn Daniel Day Lewis og er til þess tekið hversu fimlega og íþróttamannslega hann fer með hlutverk sitt. Annars er þetta mynd sem hefur hlotið ágæta dóma og viðtökur, þykir kannski nokkuð blóðug á köflum, en vita laus við kynlífsatriði. Ætlunin er að myndin verði í A-sal bíós- ins mestallan desember- mánuð. Regnboginn sýnir einnig um jólaleytið talsetta teiknimynd í fullri lengd og er umfjöllunarefnið ævin- týri Tomma og Jenna. Örn Árnason talar fyrir köttinn, en Sigrún Edda Björnsdóttir fýrir músina. Laugarásbíó sýnir gam- anmyndina Death Bec- omes Her með Bruce Willis, Goldie Hawn og Meryl Streep. Leikstjórinn er Robert Zemeckis, en fjallað er á háðskan hátt um konur sem eiga í sam- keppni um að halda í æskuþokka og fegurð. Myndin, sem einnig verður sýnd í einhverju SAM-bíó- anna, hefur fengið misjafna dóma. I Háskólabíói ber hæst Karla- kórinn Heklu, nýja íslenska gamanmynd eftir Guðnýju Hall- dórsdóttur. Hún verður frumsýnd um miðjan desember. Þar verður einnig sýnd Ho- ward’s End, nýjasta verk hins svokallaða Merchant-Ivory-hóps. Líkt og vinsælasta mynd þeirra til þessa, A Room With a View, er þessi mynd byggð á sögu eftir rit- höfundinn E.M. Forster, en í aðal- hlutverkum eru meðal annarra Helena Bonham-Carter og stór- leikarinn Anthony Hopkins. Síðasti móhíkaninn í Regnboganum. Goldie Hawn og Meryl Streep leiða saman hesta sína í Death Becomes Her, svartri kómedíu í Laugarásbíói og SAM-bíóunum. Jennifer Jason Leigh í Single White Female; pen stúlka sem reynist kexrugluð í Stjörnubíói. Myndin var sýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes síðastliðið vor og hlaut feiknagóðar viðtökur. Háskólabíó sýnir líka norska æv- intýramynd í anda Róbinson Krúsó og heitir hún Hákon Hákonsen. í Sambíóunum er óhætt að spá metaðsókn að Home Alone II, en þar leika sem fyrr Macauley Caulkin og Joe Pesci. Nú gerir strákur allt vitlaust í New York, en foreldrar hans eru náttúrlega víðs fjarri. Þar verður einnig sýnd jóla- mynd með Prúðuleikurunum og Michael Cane, auk Death Becomes Her sem áður var get- ið. Loks er það Stjörnubíó. Þar verður sýnd myndin ingle White Female eftir leik- stjórann Barbet Schroe- der. í myndinni leikur Bridget Fonda stúlku sem auglýsir eftir með- leigjanda. Stuttu síðar birtist viðfelldin stúlka sem Jennifer Jason Leigh leikur. Sú reynist snælduklikkuð. Þetta er mynd sem hefur fengið nokkuð góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorf- enda. Howard's End f Háskólabíói. Vönduð stórmynd eftir höfunda A Room with a View.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.