Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992
Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður
AMINNTUR FYRIR RON
ARO RÁOHER
Stjórn
Lögmanna-
félags fs-
lands hefur
áminnt Jórt
Oddsson
hæstaréttar-
lögmann
f y r i r
,, t i 1 -
efn -
i s -
laus,
óvið-
ósmekkleg“ ummæli um Eið
Guðnason umhverfisráðherra í
bréfi til stjórnarinnar. í bréfinu lét
Jón orð falla sem Eiði þóttu vega
að æru sinni og starfsheiðri.
Upphaf málsins eru deilur á
milli umhverfisráðuneytis og
landeigenda á Heiðarfjalli á
Langanesi. Landeigendur hafa
krafið ríkið um háar skaðabætur
vegna meintrar mengunar sem
bandaríski herinn skildi eftir sig á
fjallinu. Fyrir ári bauðst ráðuneyt-
ið til að kosta rannsókn á þessari
meintu mengun, en því boði var
hafnað og hafa staðið harðar deil-
ur síðan. Jón Oddsson er lögmað-
ur landeigenda í málinu.
f lok ágúst kærði Eiður lög-
manninn til Lögmannafélagsins
vegna meints símaónæðis, móðg-
ana og ærumeiðinga í sinn garð
og fjölskyldu sinnar. f kærunni
segir að Jón hafi hringt í umhverf-
isráðherra seint á laugardags-
kvöldið 15. ágúst og viljað
ræða mál tengt Heiðar-
fjalli. Ráðherrann
kvaðst frekar hafa
viljað ræða málið í
ráðuneytinu eftir
helgina og hefði
hann tjáð Jóni það.
Við því brást Jón
illa, segir í kær-
unni, og kallaði hann ráðherrann
„fífl og hálfvita" og fleira í þeim
dúr. Eiður lauk þar með samtal-
inu, en von bráðar hringdi síminn
aftur og endurtók Jón þá svívirð-
ingar sínar, segir í kærunni. Svip-
uð ummæli lét hann falla síðar
þegar eiginkona ráðherra svaraði í
símann og linnti ekki hringingum
fyrr en síminn var tekinn úr sam-
bandi.
Eiður taldi þetta háttalag ekki
samrýmast góðum starfsháttum
og siðareglum lögmanna og vildi
ekki una því að heimilisfriði sín-
um væri raskað á þennan hátt.
Heimildir PRESSUNNAR herma
að lögmaðurinn hafi einnig hringt
í Sigurbjörgu Sœmundsdóttur,
þann starfsmann ráðuneytisins
sem fer með Heiðarfjallsmálið,
með þeim hætti að ráðherrann
taldi ekki við unandi.
I fyrra bréfi sínu til stjórnar
Lögmannafélagsins harðneitaði
Jón Oddsson ásökunum Eiðs.
Stjórnin spurði þá hvort skilja
mætti bréf hans sem svo að sím-
tölin hefðu átt sér stað og þá um
hvað þau hefðu verið. 1 seinna
svarbréfi sagðist Jón aldrei hafa
hringt í Eið Guðnason, hvorki fyrr
né síðar, og kvaðst ekki hafa talað
við Eið nema einu sinni,
„skömmu eftir að hann illu heilli
tók við ráðherradómi“. Upp frá
Kostar minnst 10 milljónir
að flytja hálfónýtt hús
Ákveðið hefur verið að flytja
hluta húss í Fischersundi 1, sem
talinn er vera frá árinu 1850, og á
hann framvegis að standa við
Mjóstræti. Óánægja hefur gert
vart við sig meðal íbúa Grjóta-
þorpsins, sem álíta tilfærsluna
bæði kostnaðarsama og vart
þjóna tilgangi. Segja þeir húsið
mjög illa farið og að það þyrfti svo
mikla viðgerð að eftir stæði það
gjörbreytt og ætti lítt skylt við
upprunalega mynd; herbergja-
skipan yrði umsnúið og húsið
reist á steyptum kjallara. „Við vilj-
um auka notagildi hússins og það
styrkir byggð í Grjótaþorpinu,"
segir Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavörður. „Það verður
reynt að flytja það í heilu lagi.“
Ljóst er þó að húsið þarf að rífa í
sundur þar sem hluti þess er
byggður úr steini, sem eykur mjög
á kostnað. Undrast íbúarnir mjög
fjármagn það sem lagt verður í
viðreisn hússins, en kunnáttu-
menn álíta að sú upphæð gæti
endað í 10-15 milljónum króna.
Einnig óttast menn nálægð
hússins við önnur í kring, en þau
eru einungis í 2-4 metra fjarlægð,
sem brýtur í bága við brunareglu-
gerðir. „Reglur hafa verið þver-
brotnar og undanþágur fengnar
frá því sem aðrir þurfa að beygja
sig undir,“ segir Kolbeinn Árna-
son, íbúi í Grjótaþorpi. „Við styðj-
um friðun húsa en viljum að það
sé gert með öðrum hætti.“
Ákvörðun um flutninginn var
tekin í borgarráði, að fenginni til-
lögu frá borgarminjaverði og hús-
friðunarnefnd, þrátt fyrir að bæði
Markús örn Antonsson borgar-
stjóri og Hjörleifur Kvaran ffam-
kvæmdastjóri hefðu áður lýst sig
andvíga aðgerðinni. Gert er ráð
fyrir að húsið verði selt að upp-
byggingu lokinni og má telja vfst
að Reykjavíkurborg fái einungis
brot af fyrrnefndri upphæð til
baka. Er talað um 2-3 milljónir í
því sambandi. Tilboð barst í húsið
þar sem það stendur nú en því var
hafnað.
Stjórn Lögmannafélags fslands
taldi ummæli Jóns Oddssonar
hæstaréttarlögmanns um Eið
Guðnason umhverfisráðherra
honum sjálfum og lögmanna-
stéttinni til vansa.
því hafi umbjóðendur Jóns mátt
þola „lygaáróður“ Eiðs um Heið-
arijallsmálið.
I ljósi neitunar Jóns kvaðst
stjórn Lögmannafélagsins ekki
geta metið hvort Jón hefði brotið
gegn siðareglum félagsins. Þar
stæði fullyrðing gegn fullyrðingu.
Hins vegar þótti stjórninni ástæða
til að áminna Jón vegna ofan-
greindra ummæla í bréfinu til
stjórnarinnar. Þau voru að mati
stjórnarinnar „ámælisverð og til
þess fallin að rýra álit hans sem
lögmanns, auk þess sem þau
verða að teljast lögmannastéttinni
ósamboðin“, eins og segir í úr-
skurði stjórnarinnar.
Hæstiréttur
Dæmdi eftir
norsku
lagaákvæði
frá 17. öld
Hæstiréttur hefur kveðið
upp dóm 1 innsetningarmáli
þar sem fyrirtækið Sigurplast
hf. fórþess á leit að fá plastmót
sem voru í eigu Burstagerðar-
innar hf. Sigurplast vann málið
fyrir fógetarétti en Burstagerð-
in áf'rýjaöi.
Dómur Hæstaréttar er ekki
síst athyglisverður fyrir þá sök
að þar leitar rétturinn aftur til
norskra lagaákvæða frá 17. öld.
Segir svo í dómnum: „Er hér
um að ræða réttarágreining
sem ekki verður skorið úr í
innsetningarmáli á grundvelli
Norsku laga Kristjáns konungs
V. frá 15. apríl 1687, VI. bók
14. kapitula 6. grein, um ofríki
og herverk...“ Ákvað réttur-
inn að fella hinn kærða úr-
skurð úr gildi og snúa dómi
undirréttar við. Burstagerðin
heldur því mótunum sem Sig-
urplast taldi sig vera lögmætan
vörsluaðila að. í fyrravetur
dæmdi dómari við þáverandi
borgardóm eftir lagaákvæði úr
Jónsbók, en það ber ekki oft
við að dæmt sé eftir gömlum
erlendum lagaákvæðum.
Verið er að flytja hús við Fischersund um 15 metra og mun kostnað-
urfyrir Reykjavíkurborg verða i það minnsta tíu milljónir.
A U PPLEIÐ...
Þóra Hjaltadóttir. Eða telst það ekki til af-
reka að hafa komið Guðmundi Jaka út úr
húsi?
Greiðslukortin. Sá tími
er runninn upp að of-
notkun þeirra verður
útbreidd.
Hafnarfjörður.
Eða hlýtur bærinn
ekki að vera það
fyrst þeirætla að
reisa milljónahót-
el fyrir alla ferða-
mennina.
A NIÐU
Seltjarnarnes.
Friðsælasta og
prúðasta bæjarfé-
lag á landinu er
að breytast í víg-
völl.
IÐ % • •
SÍF. Einn góðan veð-
urdag vöknuðu salt-
fiskmenn upp og
höfðu ekki lengur
einokun.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir. Þegar hún er
farin að bera í bæti-
fláka fyrir „davíð-
ismann" er varla nema
kippkorn úr herbúðum
stjórnarandstöðunnar
yfir í stjórnarliðið.
Pétur Sigurðsson.
Þar til annar býður
sig fram í forseta-
embættið hjá ASÍ.
Keflavíkurflugvöllur.
Það er skuggalegt ef
fslendingar þurfa
sjálfir að fara að
borga kostnaðinn af
því að fljúga í Kefla-
vík.
Ögmundur Jónasson. For-
maður 25 þúsund manna
stéttarfélags og enginn tal-
ar við hann. Kaffi og marm-
arakaka og eitt viðtalsbil
hjá Davíð meðan allir hinir
voru á fundum.
fslenski dansflokkurinn.
Vegna þess að hann er orðinn
yngri og betri.
Njörður P. Njarðvík. Sem hvetur menn til að gleyma því ekki að Rithöfundasam-
bandið er líka félag fyrir skussana — þá sem ekkert geta skrifað.