Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 ÓLAFUR RAGNAR Grímsson bjargaði landinu í vikunni. Það tóku kannski ekki margir eftir því, en fjölmiðlar voru blessunarlega Ólafs Ragn- ars-lausir í tvær vikur eða alveg frá því hann sigraði í banda- rísku forsetakosningunum í byrjun mánaðarins. Þangað til núna. f vikunni reis Ólaíur Ragnar upp og hótaði að fara að stjórna landinu aftur ef rík- isstjórnin gerði ekki eitthvað í málinu. Það lætur enginn hóta sér slíku tvisvar, enda öllum í fersku minni hversu bráð- nauðsynlegt er að halda Ólafi ffá landstjóminni, eins nauð- synlegt og það er að hleypa Guðmundssyni hvergi nálægt lausnum á vanda í atvinnu- og efnahagslífi. Það vakti strax traust á störfum atvinnumála- nefhdar að hún skyldi vera að gera eitthvað sem Gvendi jaka var illa við. Lengur én nokkur kærir sig um að muna hefur drunið reglulega í Gvendi að allt væri að fara til andskotans, verkamenn væru í uppreisnar- hug og gott ef ekki lægi við Suðurlandsskjálffa ef ekki yrði hlustað á hann. Það eru einu góðu fréttirnar af atvinnulífs- björgunaraðgerðunum að eng- inn skuli taka mark á honum, ekki frekar en Guðmundsson, forstjóri Hús- næðisstofnunar, býst við að nokkur taki mark á því þegar hann auglýsir húsbréfin sín í blöðunum. Þess vegna auglýsir hann bara í Alþýðublaðinu og nær þannig mörgum mark- miðum í einu: sparar auglýs- ingakostnað, styrkir safnaðar- bréf krata og tryggir að svo fáir sjá auglýsinguna að ekkert meira verður að gera hjá Hús- næðisstofnun en áður. Þetta er aðal góðra embættismanna: einfaldar, ódýrar lausnir sem hrista ekki upp í neinum og hafa yfirleitt hvergi áhrif. Þetta er líka stíllinn á embættisverk- um Guðnasonar umhverfisráð- herra. Nú hefur hann verið ráðherra í hálft annað ár og hefur tekist það sem enginn taldi mögulegt — að láta ráðu- neytið skipta minna máli en það gerði þegar Júlíus Sólnes var ráðherra. Og þó. Eiður læð- ist nefnilega með veggjum. Nú er hann búinn að upplýsa að á Ríó- ráðstefnunni frægu hafi verið samþykkt að fslendingar geti haldið áfram hvalveiðum. Reyndar sé ekki víst að við- staddir hafi vitað af þessu, en svona sé þetta samt. Þetta er undirferli sem hæfir alvöruráð- herrum. Og alveg í stíl við eina alvörufrumvarpið sem Eiður hefur lagt fram í vetur. Það er um að banna aðra umræðu um umhverfismál en þá sem Eiður vill láta fara fram. Flutningur utanríkisráðuneytis í hús Byggðastofnunar „Ekki á danskrá" segir Matthías Bjarnason, formaður stjórnar herra mun hafa tekið vel í þessa hugmynd, en formaður stjórnar Byggðastofnunar, Matthías Bjarnason, segir hana ekki vera á dagskrá. Framkvæmdasjóður er nú á einni hæð í húsinu, en um ára- mótin er reiknað með að hann flytji að Hverfisgötu 6 þar sem Lánasýsla ríkisins verður til húsa í framtíðinni, en Framkvæmda- sjóður var settur í umsjá hennar um síðustu ára- mót. Eftir að Fram- kvæmdasjóður flytur burt kemst hæðin í um- sjá Fasteigna ríkissjóðs, en ekki fékkst staðfest hvort eða hvaða starf- semi verðurþar. í kerfinu er talið að hægt sé að koma land- búnaðar- ráðu- Það lítur út fyrir að Jón Baldvin Hannibalsson og utanríkisráðu- neyti hans verði að sætta sig við nábýlið við lögregluna í Hverfi- steininum enn um sinn. Jón Bald- vin hefur lýst áhuga sínum á að flytja utanríkisráðuneytið að Rauðarárstíg 25, þar sem Byggða- stofnun, landbúnaðarráðuneytið og Framkvæmdasjóður eru til húsa. Davíð Oddsson forsætisráð- Jón Baldvin vill á Rauðar- árstíglnn. Matti Bjarna segir engu ráða um það. neytinu vandræðalítið fyrir ann- ars staðar, en Byggðastofnun á helming hússins við Rauðarárstíg og engar breytingar verða þar án samþykkis hennar. Matthías Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði að hann hefði heyrt af ofangreindum hug- myndum, en enginn hefði nefnt þær við sig formlega. Hann bætti við að ekkert ráðuneyti hefði heimild til að ráðstafa eignum Byggðastofhunar, hvorki utanrík- isráðuneytið né forsætisráðuneyt- ið, sem stofnunin heyrir undir. „Stjórnin ráðstafar eignum Byggðastofnunar og hún er kjörin af Alþingi," sagði Matthías. Hann sagði að hugmyndin væri ekki á dagskrá stjómarinnar. Utanríkisráðuneytið er nú á tveimur hæðum í Hverfisteini, varnarmáladeild þess er við Skúlagötu og önnur aðstaða er enn annars staðar í bænum. Hús Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs sem Jón Baldvin girnist. Alþýðubandalagsmenn í hreppsnefnd Grundaríjarðar VILDIIAFSLÁTT AF EIGIN GATNAGERBARGJÖLDUM Meirihluti hreppsnefndar Eyrarsveitar (Grundarfjarð- ar) klofnaði á fimmtudag f síðustu viku þegar tveir full- trúar Alþýðubandalagsins lögðu til að veittur yrði af- sláttur af gatnagerðargjöld- um við götuna Sólvelli þar i bæ. Ekki eru fordæmi fyrir slfkum afslætti, en annar hreppsnefndarfulltrúi Al- þýðubandalags er með rekstur og á iðnaðarhús- næði við götuna. Fulltrúi Framsóknarflokksins greiddi atkvæði gegn tillög- unni, að sögn viðmælenda eftir að hafa fengið fyrir- mæli frá fundi ( Framsókn- arfélagi Grundarfjarðar. Þetta olli töluverðum titr- ingi í hreppsnefndinni og talið er hugsanlegt að meirihlutinn falli vegna þessa máls. í hreppsnefnd sitja tveir fulltrúar Alþýðubandalags- ins, þeir Ólafur Guðmunds- son og Ragnar Elbergsson, og mynda meirihluta með einum fulltrúa Framsóknar- flokks, Friðgeiri Hjaltalín. Tveir sjálfstæðismenn, Kristján Guðmundsson og Ásgeir Valdimarsson, hafa verið í minnihluta. f sumar hélt meirihlutinn fund með húseigendum i götunni og varð niðurstað- an sú að hreppsnefnd veitti þeim afslátt af gatnagerðar- gjöldum sem nam um einni milljón króna. f síðustu viku átti að afgreiða málið form- lega í hreppsnefndinni, en í millitfðinni hafði málið komið til umfjöllunar á fundi í Framsóknarfélagi Grundarfjarðar. Þar var andstaða gegn hugmynd- inni og með hana í fartesk- inu greiddi Friðgeir atkvæði gegn tillögu alþýðubanda- lagsmanna. Að viðbættum atkvæðum sjálfstæðis- manna varð það til að fella tillöguna. Við Sólvelli stendur ýmiss konar iðnaðarhúsnæði sem hýsir meðal annars fiskverk- un, steypustöð, bifreiða- verkstæði, trésmíðaverk- stæði, netaverkstæði og rafmagnsverkstæði. Ólafur Guðmundsson, sem er odd- viti hreppsins, á eitt hús- anna við götuna og rekur þar steypustöðina Stólpa hf„ en bróðir hans, Lárus, rekur einnig fiskverkunina Stöð hf. við götuna. Aldrei hefur verið veittur afsláttur af gatnagerðargjöldum í Grundarfirði þótt farið hafi verið fram á það. Það mun hafa ráðið afstöðu fram- sóknar- og sjálfstæðis- manna sem töldu þetta slæmtfordæmi. Viðmælendur blaðsins í Grundarfirði töldu allt eins líklegt að meirihlutinn félii vegna þessa máls. Ekki náð- ist í meirihlutamenn, en sveitarstjórinn, Magnús Stefánsson, sagði að meiri- hlutinn stæði enn og verið væri að vinna að farsælli lausn þess ágreinings sem upp hefði komið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.