Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19.NÓVEMBER 1992 21 Verkefnalisti Víkingasveitarinnar Handtaka mýs og mannýg naut og þeir gera sturtuhengi og kertastiaka upptæk Enginn virðist vita hvaðan hug- myndin kom en nokkrum hvat- vísum fréttamönnum tókst þó að koma henni á framfæri í spurn- ingarformi: Hefur verið rætt um að senda víkingasveitina til Tyrk- lands til að veita Sophiu Hansen vernd í forræðisdeilunni? Að sjálf- sögðu datt andlitið af viðmælend- um enda sérlega vond hugmynd! Hún segir þó ýmislegt um þann hug sem margir bera til víkinga- sveitarinnar — hún er hin ís- lenska „Special Force“, sérsveitin sem kemur til bjargar þegar öll sund virðast lokuð. Sérsveitin segir hér, því lögregl- an hefur aldrei samþykkt nafnið „víkingasveitin“ sem hún segir að sé nafngift sem frískir fjölmiðla- menn hafi fundið upp. Og deildin sem slík er í raun ekki til, ekki þurfti reglugerðar- eða lagabreyt- ingu á sínum tíma. Það var bara ákveðið að sumir lögreglumenn yrðu betri en aðrir í átökum og voru fjórir sendir út til Noregs að læra réttu handtökin. Þegar heim kom hélt Arnór Sigurjónsson, menntaður í herfræðum í Noregi, starfinu áfram. Það hefur alltaf verið leyndar- hjúpur um víkingasveitina. Deild- in er ekki sérgreind fjárhagslega, peninga fýrir vopnunum fær hún af bílapeningum lögregluembætt- isins. Enginn fær að vita hvaða vopn og tól hún á né hve margir eru í sveitinni og þá er andlitið á hetjunum hulið. Víkingasveitar- menn eru látnir gegna hefð- bundnum lögreglustörfum; næst þegar þú sérð venjulega lögreglu gæti það allt eins verið víkinga- sveitarmaður! Þrátt fýrir þetta fór furðulítið fýrir tíu ára afimæli víkingasveitar- innar, sem var fýrr á árinu. Ekki þar fýrir; margs er að minnast. Á sínum tíma var sveitin stofnuð vegna ótta við að athafnasemi al- þjóðlegra hryðjuverkamanna bærist hingað til lands. Gott ef ís- land hafði ekki fundist á lista með öðrum Norðurlöndum sem hugs- anlegur áfangastaður. Einnig fannst mönnum sem ástæða væri til að skerpa á lögreglunni ef kæmu upp alvarleg tilvik þar sem vopn væru höfð um hönd. Horfðu menn þá sérstaklega til atviks eins og umsátursins um Sportval á sín- um tíma þar sem tveir vopnaðir menn hreiðruðu um sig og tóku skúringakonu í gíslingu. Atvikinu voru síðan gerð skil í myndinni Skyttunum sem Friðrik Þór Frið- riksson gerði. Óvíst er hins vegar hvort afrekalisti víkingasveitar- innar verður kvikmyndagerðar- mönnum tilefni til frekari verka. LOKUÐU LAUGAVEGINUM VEGNA SOFANDIMANNS MEÐ STURTUHENGI Á nýársdag 1991 lokaði vík- ingasveitin Laugaveginum vegna 36 ára gamals manns sem greini- lega var ekki búinn að sofa úr sér „Víkingasveitarmenn voru við húsgaflinn. Síðan heyrðist hljóð eins og í haglabyssu og það heyrð- ist líka rijfllhljóð. Það var bíó- myndarstœll á þessu. Maðurinn var inni með einhleypu og átján skota riffil. Víkingasveitarmenn- irnir reyndu að skjóta inn tára- gassprengju og rúður brotnuðu i húsinu. Fyrst tókst það þó ekki hjá þeim. Þeir hittu ekki á glugg- ann, sprengjan lenti fyrir utan og mikill reykur blossaði upp. Okkur sýndist maðurinn skjóta út í gegnum glerið. Þetta var orðið virkilega spennandi og stóð yfir í nokkrar mínútur. Það voru tveir víkingasveitarmenn alveg við húsgaflinn en maðurinn var i glugganum fyrir ofan þá. Þegar skotið kom tóku víkingasveitar- mennimir við sér og hlupu niður fyrir húsið. Við sáum þá beina byssunum upp. Síðan skutu þeir upp að gluggunum. Eftir smá- tíma kom svakaleg sprengingfyr- ir utan húsið og mikill blossi — það var svo mikill hávaði að það bergmálaði á millifjallanna. Eftir þetta ruddust víkingasveitar- mennirnir inn. Þeir fóru upp tröppur á annarri hæð með gas- grímu á sér og skjöldjyrirframan sig. Þetta var eins og í Rambó- Frá handtöku Malagafangans í nóvember 1989. Vopnið skelfilega reyndist kertastjaki. gamlárskvöldið. Nágranni mannsins hafði eitthvað verið að ergja hann og fyrir vikið hótaði hann honum öllu illu. Nágrann- inn sá eitthvað í farteski hans sem hann taldi vera byssu. Fullur ang- istar hringdi hann í lögregluna, sem mætti á staðinn. Þegar hún talaði við þann skapvonda sagðist hann vera með kindabyssu og var þá víkingasveitin kölluð til og um- kringdi hún staðinn. Sá skapvondi fór hins vegar að sofa og svaf ijóra af þeim sex tímum sem umsátrið stóð. Að Iokum braust lögreglan inn í íbúð hans og hafði af honum „vopnið“ sem reyndist vera sturtuhengi. Sá skapvondi fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en dómarinn taldi viðbúnað lögreglunnar eðlilegan. Vopnið sem víkingasveitin gerði þarna upptækt minnir um margt á vopnið sem hún tók af „Malagafanganum“ effir umsátur í Vogunum fýrir nokkrum árum. Eftir fullt útkall var heill kerta- stjaki tekinn af Malagafanganum, sem hafði haft í hótunum við fólk. Sem betur fer var hann ekki vopn- aður öðru. SÁ BYSSUÓÐIBAÐ UM VENJULEGA LÖGGU f maí 1990 kom upp alvarlegt atvik á Ólafsfirði eins og sagði í fýrirsögn DV: „Byssumaður hélt Ölafsfirðingum í heljargreipum“. Maðurinn hafði orðið sér úti um byssu hjá frænda sínum og hreiðrað um sig í gagnfræðaskól- anum. Víkingasveitin kom á stað- inn í flugvél Flugmálastjórnar og Fokker Landhelgisgæslunnar og hafði mikinn viðbúnað þannig að sjálfsagt hefur slegið óhug á byssumanninn, sem hafði dundað sér við að skjóta gamla skólann sinn. Hann bað því um að fýrrver- andi lögregluþjónn á Ólafsfirði, Stefán Eiriksson, yrði fenginn á staðinn, en hann vann þá á Akur- eyri. Þegar Stefán birtist sagði sá byssuóði: „Ertu loksins korninn," og gafst upp. Reyndar má finna nokkur mál sem lögreglan hefur orðið að leysa vegna þess að ekki vannst tími til að kalla út víkingasveitina — og ekki annaö að sjá en „venjulegar" löggur geti þetta líka. f ágúst 1989 voru þrír byssuglaðir við Sogaveg- inn og var reyndar einn þeirra ör- yggisvörður kominn af vakt. Tæpri klukkustund eftir að lög- reglan kom á vettvang voru mennirnir yfirbugaðir, en vík- ingasveitin var ekki kölluð út. Sama var upp á teningum í Fossvoginum fýrr á þessu ári, en þar var lögreglan að skakka heim- ilisófrið þegar húsráðandi mætti til dyra með haglabyssu undir hendinni. I ffétt DV sagði: „Gafst því ekki tóm til að senda sérsveit lögreglunnar á staðinn." Maður- inn var afvopnaður. f október í fýrra missti víkinga- sveitin af umsátri um ölvaðan mann í Hafnarfirði sem skotið hafði af haglabyssu. DV sagði svona frá atvikinu: „Lögreglunni tókst að handtaka manninn tœpri klukkustund síðar, en þá var víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík á leiðinni á staðinn Áður hafa hin svæfandi áhrif víkingasveitarinnar verið rakin en í ágúst 1991 var sveitin send vest- ur á Seltjarnarnes þar sem hún lokaði svæði vegna skothvella sem tilkynnt var um. Þegar víkinga- sveitin braust inn var skotmaður- inn sofnaður en fjögur skot voru á veggjum innanhúss. HANDTÓKU MÚSINA OG SNÖRUÐU NAUTIÐ Betur tókst þó til í desember í fyrra þegar kona í Árbæ gekk fram á dauða mús á gólfinu hjá sér. Konunni brá svo að hún hringdi óðamála í lögregluna og bað um aðstoð. Lögregluþjónin- um á vakt þótti ekki ástæða til að taka neina áhættu og sendi upp- eftir sérstakan eftirlitsbíl, sem allt- af er til taks mannaður tveimur víkingasveitarmönnum. Frásögn Morgunblaðsins var þannig: „Þeir líta út eins ogaðrir lögreglumenn en tilheyra í raun þeirri úrvals- sveit sem fengið hefur langa og stranga þjálfun, bœði hér heima og erlendis, íþví hvernig bregðast skuli við hinum etfiðustu neyðar- tilvikum.“ Þeir fjarlægðu að sjálf- sögðu músina. Nú síðast 30. október reyndi aftur á snarræði víkingasveitar- manna þegar mannýgt naut Iék lausum hala á Akureyri. Flótti nautsins var skiljanlegur, enda á leiðinni í hakk hjá Kjötvinnslu B. Jensen. Sem betur fer var eini vík- ingasveitarmaður lögreglunnar á Akureyri á vakt og greip hann með sér skammbyssu ef skjóta þyrfti nautið eins og sagði í Morg- unblaðinu. Ekki kom til þess að þyrfti að nota byssuna og snaraði víkingasveitarmaðurinn nautið. „EINS OG í RAMBÓMYND“ En víkingasveitin hleypir svo sannarlega lífinu í skammdegið, eins og sannaðist í apríl í fýrra á Búdudal. Þá hafði einn af þessum frægu „aðkomumönnum“ hreiðr- að um sig í verbúðunum með skotvopn. Við skulum gefa einum áhorfandanum orðið: „Ég varð fyrst var við ástandið um klukk- an átta þegar ég var að fara í vinnuna. Þá var lögreglan að visa öllurn í burtu. Skömmu síðar kom víkingasveitin ogfórað raða sér í kringum húsið. Lögreglu- mennirnir kölluðu á manninn í gegnum gjallarhom - báðu hann að leggja vopnin frá sér og koma út - en án árangurs. Það var svo klukkan hálfellefu sem hlutirnir fóru að gerast og lœtin byrjuðu," sagði Rúnar Gunnarsson, íbúi á Bíldudal, við DV og hélt áfram: tnynd. Svo komu þeir með mann- itm út. Þetta voru mikil læti,“ sagði Rúnar og bætti við að nán- ast allar rúður hefðu verið brotnar í húsinu, kúlnagöt voru í gluggum, körmum og á útihurð. Maðurinn sjálfur hafði hins veg- ar aldrei hleypt af en var með byssumar hlaðnar allan tímann. Fyrir ári uppgötvuðu menn síð- an nýtt notagildi fýrir víkinga- sveitina. Þá var í samráði við Stjórnunarfélagið skipulagt nám- skeið sem þjálfa átti forstjóra ís- lenskra fýrirtækja til að kynna þeim nýjar víddir og efla andlegan styrk. Námskeiðið hét Víkinga- stjórnun. Ekki hafa borist neinar fréttir um árangur þessa nám- skeiðs en allir vita hvert efhahags- ástandið er. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.