Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 19. NÓVEMBER 1992 19 E R L E N T Svarið vinur minn er fokið út í vind Um þessar mundir er haldið upp á þriggja áratuga listamannsafmæli Bobs Dylan. Um áhrif hans sem lagasmiðs og textahöfundar verður vart deilt, þó svo segja megi að sól hans sem listamanns hafi tekið að hníga til viðar þegar árið 1966. Dylan hefur alla tíð þótt einrænn og dulur. Feril hans geta allir kynnt sér en manninn ekki. Minningar þeirra, sem hafa kynnst hon- um allt frá því hann var miðstéttardrengur í Minneapolis til þess að hann var orðinn útbrunnið goð í New York, segja hins vegar sína sögu. STEVEBARD lögfræðingur í Minneapolis „Ég raan alltaf eft- ir honum sem frekar smávöxn- um burstaklippt- um strák með meira en eðlileg- anroðaíkinnum. Það var eins og hann hefði aldrei almennilega vaxið upp úr gelgj- unni. Sannast sagna fannst mér — og ég var ekki einn um það álit — að hann væri sú týpa, sem allir stríddu í skóla...“ JAHARANA ROMNEY kærasta í Minneapolis f heimavistinni þar sem ég bjó var tónlistarher- bergi með gömlu píanói, sem eng- inn lék á, og Dyl- an kom oft til að glamra á það og læra á munn- hörpu. Ég keypti fyrsta munn- hörpueykið handa honum í hljóð- færaverslun Schmidt’s. Og sem sagt, hann kom á heimavistina til oldcar og spilaði á píanóið, alveg hræðilega. Sjálfum sér til samlætis blés hann um leið í munnhörp- una, sem hann kunni ekkert á. Síðan komu vinkonur mínar inn og spurðu hvaða hálfviti þetta væri. Ég vildi endilega að hann spilaði ffekar á gítarinn, sem hann kunni mjög vel á, þó ekki væri nema til að sýna vinkonunum hvað hann gæti. En hann mátti ekki heyra á það minnst og var alltaf að leita að þessum eina sanna tóni. Mér fannst þetta öm- urlegt en honum var hundsama. Annars kenndi þetta mér mjög mikilvæga lexíu í lífinu: að láta sig engu skipta hvað öðrum finnst og kýla á það, sem manni er eigin- legt—“ BOBBYVEE söngvari „Okkur vantaði píanóleikara og hann sagði bróð- ur mínum að hann hefði spilað með Conway Twitty, sem var lygi, en hún dugði til og hann fékk djobbið. Hann hét Bob Zimm- erman á þessum tíma, en hann vildi endilega að við kölluðum sig sviðsnafninu Elston Gunn. Við keyptum skyrtu handa honum, sem var lítil fjárfesting að leggja út í fyrir nýjan hljómsveitarmeðlim þannig að hann væri eins og við á sviði. Við fórum á túr og spiluð- um á nokkrum stöðum í Norður- Dakóta, ferlega litlum stöðum. Hann var svona lítill óásjálegur kall, en það var grúv í stráknum. Hafði æðislega gaman af því að rokka, en hann var ekkert sérlega flinkur í spilamennskunni...“ DAVE BERGER tónlistarmaður „Hann bjó hjá ná- unga í Madison, Wisconsin, sem var kallaður Fritz. Ég ákvað að keyra til New York í fríinu ásamt strák frá Bronx, sem hét Roger. Mig minnir endilega að þetta hafi verið 1961. Hann var farinn að kalla sig Dylan þá þegar, því ég kallaði hann Dillon fógeta alla leiðina eftir fógetanum í Gun- smoke. Hann átti ekki sent og í hvert skipti sem við stoppuðum til að fá okkur í svanginn ætlaðist hann til þess að ég gæfi sér. Við keyrðum nær viðstöðulaust alla leið og hann söng alla leiðina. Þetta var mjög pirrandi söngl, svona eintóna og tilbreytingar- laust. Algert ógeð. Þegar við fór- um yfir ríkismörkin inn í New Jersey fékk ég loksins nóg og sagði honum að steinhalda kjafti...“ JOEBOYD útsetjarl „Ég fór til Boston sumarið 1964 og hitti dömu, sem ég hafði alltaf verið skotinn í, en aldrei þekkt neitt sérstaklega. Nú, ég hafði ekki reddað mér hús- næði, svo hún bauð mér að búa með sér. Hún var að vinna á ein- hverjum veitingastað og ætlaði á tónleika með Bob Dylan strax eftir vinnu og hafði einhverjar vænt- ingar um að komast baksviðs ásamt einhverjum vinkonum sín- um á eftir, svo hún sagði mér bara að koma heim til sín upp úr mið- nætti. Ég var harla ánægður með hvernig ræst hafði úr þessu hjá mér hugsandi um glaðninginn sem í vændum var. Um hálfeitt- leytið renni ég upp að dyrum hjá henni og undir útidyramottunni finn ég lykilinn og miða til mín, en svefnherbergisdymar eru lokaðar. Skilaboðin voru: „Joe, ég er hrædd um að aðstæður hafi breyst iítil- lega. Þú trúir því aldrei hver er hérna!“ Þannig að ég legg mig bara á sófanum og daginn eftir borða ég morgunmat með henni og Dylan. Hún sagði mér seinna að hún hefði verið spennt fyrir mér, en að hún hefði bara ekki getað látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga...“ D.A. PENNEBAKER kvikmyndagerðarmaður „Dylan fílaði Donovan áður en hann hafði heyrt í honum. Honum fannst einfaldlega Donovan vera meiriháttar kon- seft. Þegar þeir svo hittust var Donovan mjög upprifmn og álcvað að spila fyrir hann lag. Dyl- an sagðist hafa gaman af Catch the Wind, en Donovan sagðist hafa samið nýtt lag, sem hann vildi frekar spila og gerði það, lag sem hét My Darling Tangerine Eyes. Gallinn var bara sá að lagið var nákvæmlega eins og Mr. Tamb- ourine Man! Og þarna sat Dylan með furðusvip og Júustaði á Mr. Tambourine Man með einhverj- um fráleitum texta og reyndi að stilla sig. Þegar Donovan var bú- inn sagði Dylan bara: „ Þú veist, þetta lag... ég verð að játa að ég hef ekki samið öll lögin, sem mér eru kennd, en þetta er óvart lag, sem ég samdi í alvöru sjálfur!11 Eg hugsa að Donovan hafi aldrei spil- að þetta lagaftur..." PAUL McCARTNEY tónlistarmaður „Dylan hafði mik- il áhrif á okkur. Hann kom úr þessu skáldaum- hverfi í New York og við hittumst öðru hverju. Það eina sem hann sagði var eitthvað eins og: „Hey, hvar er jónan ma’r?“ og við komum öldungis af fjöllum um það hvað hann var að fara. Hann hafði heyrt I Wanna Hold Your Hand vegna þess að það komst á toppinn vestra, en hann hafði misskilið textann eitt- hvað því þar sem segir „I can’t hide, I can’t hide“ hélt hann að við syngjum „I get high, I get high“. Og svo röflaði hann heil býsn um það hvað honum fyndist stórkost- legt að heyra okkur syngja um það hvað við værum skakkir...“ MUFF WINWOOD útgáfustjóri „Dylan var að spila í Birming- ham þegar ég hitti hann og hann fór að segja okkur frá því hvað hann hefði mikinn áhuga á reimleikum og hvað honum fyndist England yndislegt land vegna sögu þess og að hann væri sannfærður um að ekki væri þverfótandi fyrir draug- um. Við vissum af gömlu húsi í Worcestershire, þar sem eigand- inn og lumdurinn hans höfðu far- ist í eldsvoða, og sögðum Dylan frá því að þeir sæjust stundum saman í gönguferðum í kringum húsið. Dylan varð gersamlega frið- laus og heimtaði að við færum þangað eftir giggið og það varð úr að ég og Steve bróðir færum með hann. Við fórum á staðinn í fjór- um lengdum límúsínum, við þrír, bandið, grúppíurnar, rótararnir og aðrir áhangendur, og vöfruð- um um svæðið góða stund. Þetta var stjömubjört nótt, fullt tungl og húsið var stórfenglegt. Og þá gerð- ist það: einhvers staðar gelti hund- ur. Nú vill þannig til að það er fremur líklegt að hundur gelti um miðnæturbil í miðri sveitinni í Worcestershire, en Dylan var öld- ungis sannfærður um að hann hefði heyrt í hundsdraugnum og var eins og barn, hoppandi og skoppandi af æsingi...“ MARIA McKEE söngkona „Við vorum að taka upp eitt af lögunum hans, Lone Little Boy. Hann kom í stúdíóið og kenndi okkur lagið og fylgdist síðan með upp- tökunum. Hann kom með Ron Wood með sér og þeir spiluðu báðir í því, en það teygðist úr upp- tökunum og við vorum að langt fram á nótt vegna þess að hann var ekki ánægður með sönginn hjá mér. Þetta var mjög pirrandi og endaði með því að ég söng lag- ið nákvæmlega eins og hann, hermdi beinlínis effir honum og stældi röddina. Þá ljómaði hann allt í einu og sagði að núna væri ég loksins farin að syngja af viti!“ R0NW00D gítarleikari „Neil Diamond er uppáhaldsóvinur minn og ég man eftir því að f The Last Waltz — enginn okkar hafði hugmynd um hvað hann var að gera þarna — þá kemur hann af sviðinu rétt áður en Bob á að fara á svið. Og sem hann er að fara í búningsklef- ann segir hann við Bob: „Þú verð- ur að standa þig í stykkinu til þess að fylgja mér eftir. Ég var meiri- háttar.“ Og Bob svarar: „Hvað viltu að ég geri? Fari á sviðið og sofni?“ Ég man eftir því að öðru sinni vorum við í stúdíói saman að taka upp stoff, sem ég var að gera með The A1 Green Band. Og þessir strákar frá Memphis náðu engan veginn hljómaröðunum hans Bob. f hvert skipti sem hann byrjaði á nýju lagi byrjaði hann á nýjum hljómi eða þegar við vor- um að spila sama lagið aftur og affur þá byrjaði hann samt á nýj- um hljómi í hvert skipti. Ég get svo sem alveg elt hann hvað þetta varðar, en bandið var að ganga af göflunum og strákarnir tíndust einn af öðrum út. Loksins voru bara við tveir effir ásamt tveimur þolinmóðustu gæjunum úr band- inu. Og þeir sögðu: „Þú ert ágætur Woody, en hver í andskotanum er þessi vinurþinn?““ JOECOCKER söngvari „Mér finnst hann besti lagahöfund- ur í heimi. Ég spilaði á ein- hverri gítarhátíð í Sevillu og hitti Bob nokkrum sinnum. Hann er mjög margbrot- inn persónuleild. Hann sat t3 hlið- ar við sviðið með hatt dreginn niður að augum og tönnlaðist á því að hann spilaði aðeins pening- anna vegna nú orðið. Miðað við það sem hann er að gefa út trúi ég því ekki, en mér skilst að hann sé óhamingjusamur.“ J0NB0NJ0VI söngvari „Dylan var mjög vinsamlegur í minn garð. En hann er ekki mesti samræðu- snillingur í heimi, svo ég vissi ekki alveg um hvað ég átti að tala við hann. Ég ákvað að spyrja hann um boxarann. Ég heyrði orðróm — eða ekki orðróm, ég veit að þetta er satt — um að Dylan hefði boxara með sér á túrum til þess að æfa með, það er líkamsræktin hans. Ég þekki að minnsta kosti 50 manns, sem hafa séð þá æfa. Nema hvað að ég spyr hann út í þetta og hann segist ekki hafa boxara með sér og ég eigi ekki að trúa öllu sem ég heyri. Sagði þetta eins og ekkert væri. Og ég lét bara eins og hann hefði farið með heil- agan sannleik." IANDURY söngvari Þegar við vorum að taka myndina Hearts of Fire var einhvern tímann verið að meika mig klukkan fimm um morg- un og ég óskaði þess að ég fengi að sofa í sjö tíma í viðbót. Þá sé ég allt í einu mann í speglinum, sem leit enn verr út en ég, og hugsa með mér „hver í andskotanum er nú þetta?“ Um leið fatta ég að þetta er Bob sjálfur. Þegar ég geng út úr vagninum er hann fyrir utan, svo ég segi: „Ekki allt í góðu lagi, for- ingi?“ Hann lítur á mig og segir „Gene Vincent!" Ég svaraði „Sá er maðurinn" og við tókumst í hend- ur...“ LEONARD COHEN skáld og söngvari „Ég hitti Bob síðast eftir tón- leika í París. Við hittumst á kaffi- húsiogtöluðum lengi saman um lagasmíð- ar. Gerðum það frá mjög tæknilegu sjónarmiði. Það eru ekki til menn sem vinna jafn- ólíkt og við tveir. Hann sagði mér að hann fíiaði lag eftir mig, sem heitir Hallelujah, og spurði hvað ég hefði ver- ið lengi að semja það. Ég svaraði eins og satt var að það hefði tekið mig næstum tvö ár. Hann var soldið gátt aður á því. Við töluðum næst lag eftir hann, sem heitir I and I from Infidels, og ég spurði hvað hann hefði verið lengi að semja það. „Svona kortér," svaraði hann. Þá var komið að mér að verða gáttaður, en hann hló bara...“ Samviska heillar kynslóðar reynir að reykja og raula í einu. KINKYFRIEDMAN glæpasagnahöfundur „Bob er alltaf að ræða um hjóna- bandið. Hann segir mér að ég ætti að giftast. f síðustu viku sagði hann mér að allir ættu að eiga konu einhvers staðar í heiminum. Sem er ekki slæmur frasi. En ég hef alltaf rílcar efasemdir um það sem Bob Dylan stingur upp á að ég geri. Hann gerir mikið af því að gefa ráðlegg- ingar fólki, sem er hamingjusam- ara en hann sjálfur...“ WIM WENDERS kvikmyndagerðarmaður „Ég hitti Bob í há- tíðarkvöldverð- inum við afhend- ingu Grammy- verðlaunanna. Við sátum tólf til borðs og það var spenna í loftinu, fólk talaði án af- láts og var skemmtilegt, vitandi vits að hans var von. Síðan kom Bob og enginn sagði orð. Hann pantaði stóran teketii og við sát- um bara og horfðum á hann drekka te. Síðan pantaði hann annan ketil og annan þar á eftir. Það var bara spurning um hversu mikið te hann gæti drukkið. Það umgekkst hann enginn eins og fólk, en ég safnaði í mig kjarki og við áttum hreint ágætt og einlægt samtal um Fassbinder. Honum virtist létta við að einhver skyldi loksins tala við sig_“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.