Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 Skaðabótamáli gegn Fjórðungssjúkrahúsinu á Akurevri áfrýjað til Hæstaréttar Fyrir fimm árum hlaut drengur á Akureyri 100 prósent örorku fyrir lífstíð vegna súrefnis- og næringarskorts við fæðingu. Foreldrar barnsins halda því fram að um stórfelld mistök starfsmanna Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar hafi verið að ræða og höfðuðu skaðabótamál á hendur sjúkrahúsinu. Þau töpuðu málinu í undirrétti en áfryjuðu til Hæstaréttar og var málið tekið til dóms í gær. Þann 17. desember 1986 fædd- ist sveinbarnið Karl Guðmunds- son á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir að fæðing var sett af stað, sem talið var ráðlegt af sér- ffæðingi. f fæðingunni kom í ljós að ekki var allt með felldu og þeg- ar drengurinn kom í heiminn var hann lífvana og hvorki fannst hjartsláttur né öndun. Enginn læknir var viðstaddur fæðinguna, enda þótt móðurinni hefði nokkru áður verið sagt skýrum orðurn að svo yrði, og tók nokk- urn tíma að fá lækni á staðinn til aðstoðar sem gat framkvæmt réttu lífgunaraðgerðirnar. Dreng- urinn reyndist hafa hlotið alvar- legan heilaskaða vegna súrefnis- skorts í fæðingu og telst 100 pró- sent öryrki. Við rannsókn málsins sem á eftir fylgdi að kröfu foreldra barnsins, Ingibjargar Auðuns- dóttur og Guðmundar Svavars- sonar, kom ýmislegt í ljós varð- andi fæðinguna og viðbrögð starfsfólks spítalans, sem foreldr- unum þótti ekki hafa verið með eðlilegum hætti. Varð það til þess að þeir ákváðu að höfða skaða- bótamál gegn Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar, persónulega og fyrir hönd sonar síns, Karls, vegna meintra mistaka starfsmanna þess við fæðingu drengsins. Mál- inu töpuðu þau í undirrétti og var dómur kveðinn upp í bæjarþingi Akureyrar 31. mars sl„ þar sem ekki var talið að um vanrækslu eða gáleysi starfsmanna hefði ver- ið að ræða. Foreldrar drengsins vildu ekki sæta þessum úrskurði og áfrýjuðu til Hæstaréttar, þar sem málið var tekið til dóms í gær. LANDLÆKNIBERST KVÖRTUN Móðir bamsins, Ingibjörg Auð- unsdóttir, var 37 ára þegar sonur- inn Karl fæddist og hafði áður eignast barn tæplega 16 árum fyrr, en sú fæðing gekk fremur erfíðlega. Af þessum sökum, og einnig vegna þess að Ingibjörg var komin talsvert framyfir skráðan fæðingartíma, eru stefnendur í málinu þeirrar skoðunar að um svokallaða „áhættufæðingu" hafi verið að ræða. Viðbúnaður á sjúkrahúsinu var þó í engu sam- ræmi við það og var til dæmis enginn læknir viðstaddur, enda kemur ffam í skýrslum starfsfólks, að svo hafi verið litið á að um eðli- lega fæðingu yrði að ræða. I byrjun árs 1987 sendu foreldr- arnir sjúkrahúsinu kröfu þess efn- is að starfsemi á fæðingardeild yrði endurskipulögð með tilliti til slyssins sem varð við fæðingu sonar þeirra, svo koma mætti í veg fyrir að það sama endurtæki sig. Engin rannsókn fór þó fram á vegum spítalans á tildrögum at- viksins. f september 1987 gripu foreldrarnir til þess ráðs að senda skriflega kvörtun til landlæknis, þar sem þau töldu að starfsmönn- um hefðu orðið á mistök við fæð- ingarhjálpina sem leitt hefðu til örorku sonar þeirra. I kjölfarið, 9. febrúar 1988, hélt landlæknir fund á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri með læknum, ljósmæðrum og forráðamönnum sjúkrahússins annars vegar og foreldrum drengsins hins vegar. Að ósk landlæknis var Reynir Tómas Geirsson, sérfræðingur í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp, dó- sent við læknadeild Háskóla fs- lands, fenginn sem ráðgefandi að- ili og hann beðinn að rita skýrslu um fundahöldin og veita faglegt álit á atburðunum sem þar var fjallað um. Skýrsluna lagði Reynir Tómas fram 18. apríl 1988, en hún er mjög ítarleg og verður vitnað til hennar hér á eftir sem „greinar- gerðarinnar". Auk hennar byggist umfjöllun blaðsins á dómi undir- réttar og skýrslum starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. FÆÐINGIN GANGSETT ÁN GILDRARÁSTÆÐU? Ingibjörg, móðir drengsins, kom alls þrettán sinnum í mæðra- skoðun á Fjórðungssjúkrahúsið og virtist allt vera með eðlilegum hætti. Við síðustu skoðun, á 41. viku, reyndist hún þó hafa lést um hálft kíló og var gangsetning fæð- ingarinnar þá ákveðin, en Ingi- björg var þá gengin með framyfir skráðan fæðingartíma. í greinargerðinni segir að hvergi í mæðraskrá eða öðrum skýrslum sjúkrahússins sé getið um þörf á eða ástæðu fyrir gang- setningu, né heldur hvenær eða af hverjum sú ákvörðun var tekin. A ofangreindum fundi landlæknis með starfsfólki sjúkrahússins kom þó fram, að ákvörðun var tekin af Bjarna Rafnar, yfirlækni fæðing- ar- og kvensjúkdómadeildar, með tilliti til aldurs konunnar. Að morgni 16. desember 1986 var fæðingin sett í gang með lyfjagjöf. Síritun (monitor), sem m.a. gefur stöðugar upplýsingar um hjart- slátt fósturs, var ekki beitt við komu Ingibjargar á deildina, né síðar þann dag. Var þar brugðið út af reglum sjúkrahússins þegar um gangsetningu er að ræða, að því er fram kemur í dómi undir- réttar. Síritun var fýrst fram- kvæmd daginn eftir, 17. desem- ber, í þrjá stundarfjórðunga um þremur klukkustundum fyrir fæðinguna, sem varð þá um kvöldið, tímasett kl. 21.20. hjartslAttur barnsins Eraa STÖÐUGT MÆLDUR í greinargerð sinni segir Reynir Tómas að lágur grunnbreytileiki („grunnbreytileiki" þýðir ákveðn- ar sveiflur í síriti sem teljast eðli- legar, innsk. blm.) og ein sein dýfa í hjartslætti, sem fram komu á sí- ritanum þann tíma sem tækið var í gangi, hefðu átt að leiða til frekari síritunar, stöðugt eða síðar í fæð- ingunni. Þetta er einnig álit þrigg- ja reyndra sérfræðinga í kven- lækningum. Ytri síritun var gerð einu sinni um það leyti sem fæð- ingin var að komast í gang, en innri síritun, þar sem leiðsla er leidd upp leggöngin og rafskaut sett á höfuð barnsins, var ekki notuð, en með þeirri aðferð fást mjög nákvæmar upplýsingar um ástand ófædds barns. Höfundur greinargerðarinnar segir jafhframt, að við fyrstu sýn virðist ritið vera innan eðlilegra marka. „Eftir á, eins og hér er gert, má þó greina mynstur í ritinu sem gœtu hafa verið grunsamleg um fósturstreitu (fetal distress), þ.e. að næringar- og súrefriistilfærslu til fóstursins gæti hafa verið áfátt.“ Jónas Franldín, sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómafræði, skoðaði síritastrimilinn á kvöld- stofugangi um klukkan 18 daginn sem drengurinn fæddist og dæmdi ritið eðlilegt. f greinargerðinni segir að frek- ari síritun hafi ekki verið gerð og belgir ekki verið sprengdir, en með tilliti til þess að um gangsetn- ingu var að ræða hefði verið aukin ástæða til að reyna að sprengja belgi fyrr en síðar. Vatn hafi því ekki farið sjálfkrafa fýrr en rétt fyrir sjálfa fæðinguna, en þá hafi það verið grænt, sem bendi til þess að barnið hafi átt við súrefn- is- og næringarskort að etja. í hjúkrunarskýrslu eru fósturhljóð í fæðingunni sögð eðlileg „fýrst“, en hægari rétt fýrir fæðingu, sem bendi líklega til „vægrar brady- cardíu“, þ.e. of hægs hjartsláttar, að því er fram kemur í greinar- gerðinni. ENGINN læknir við- STADDUR Ingibjörg, móðir drengsins, fór sérstaklega í síðustu skoðun með- göngunnar til Jónasar Franklín sérfræðings og spurði þá hvort Iæknir yrði viðstaddur fæðinguna. Fékk hún þau svör að svo yrði, og skildi það þannig að um yrði að ræða sérfræðing í fæðingarhjálp. Annað kom þó á daginn, því eng- inn læknir var viðstaddur þegar barnið kom í heiminn. Svo háttaði til á þessum tíma að aðstoðar- læknir fæðingar- og kvensjúk- dómadeildar var ekki hafður á vakt á deildinni á kvöldin, heldur var hann á bakvakt utan hússins með kalltæki. Hann var ekki kall- aður til ef sýnt þótti að um eðlilega fæðingu yrði lfldegast að ræða, en svo var hjá Ingibjörgu. í bréfi ljósmæðranna tveggja sem önnuðust Ingibjörgu, Nínu Munoz og Guðríðar Armanns- dóttur, kemur fram að undir lok fæðingarinnar, um klukkan 20.50, þegar útvíkkun var lokið, reyndi sjúkraliði tvisvar að ná til vakthaf- andi aðstoðarlæknis, Oddgeirs Gylfasonar. Hann var starfandi á lyflækningadeild spítalans, en svo virðist sem kalltæld hans hafi ekki virkað, því ekki náðist samband við hann. Þá var starfsmanni á skipti- borði falið að ná í Oddgeir og um klukkan 21.20 pípti loks í kalltæki hans. Þegar á fæðingarganginn var komið voru, að sögn ljós- mæðranna, þrjár mínútur liðnar ffá því drengurinn fæddist. Sam- kvæmt skýrslu sem Oddgeir skrif- aði um þessa atburði ári síðar minnist hann þess ekki að hafa vitað af fæðandi konu á spítalan- um, þegar umrætt atvik átti sér stað. DRENGURINN fæðist líf- VANA Þegar ljóst varð að hjartsláttur barnsins var orðinn hægari en eðlilegt gat talist var ffamkvæmd- ur svokallaður spangarskurður til að flýta fæðingunni. Eins og áður sagði kom mikið grænt legvatn með barninu, en það sást ekki fýrr en höfuðið var komið ffam undan spönginni. Barnið var lífvana við fæðingu og litur þess fölblár, eða eins og segir í hjúkrunarskýrslu „mjög slappt og andar ekki“. Að- stoðarlæknir, Oddgeir Gylfason, hóf þegar í stað lífgunartilraunir, en barnið var bæði í hjarta- og öndunarstoppi og var aðeins kominn hægur hjartsláttur fimm mínútum eftir fæðingu. Aðstoðarlæknirinn bað strax um að hringt yrði í Geir Friðgeirs- son, sérfræðing í barnalækning- um, og tvo reyndari aðstoðar- lækna, Harald Bjamason og Guð- mund Rúnarsson, sem hann vissi af á lyflækningadeild. Þá var einn- ig hringt í Jónas Franklín sérffæð- ing. Oddgeir telur þá hafa komið þremur mínútum á eftir sér, en Geir mun hafa borið að um tíu mínútum eftir að bamið fæddist. Aðstoðuðu læknarnir Geir við að koma lífi í það með því að soga legvatn úr vitum barnsins og hjartahnoða. Geir Friðgeirsson segir í læknabréfi sínu að þremur til ^órum mínútum eftir að hann hóf lífgunaraðgerðir hafi barnið fengið betri lit og farið að hreyfa sig. Sjálfkrafa öndun barnsins hófst um einni klukkustund og fjömtíu mínútum eftir fæðingu. MEÐ 100 PRÓSENT ÖR- ORKU FYRIR LÍFSTÍÐ Stefán Hreiðarsson, yfirlæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins, lagði fram mat á andlegri og líkamlegri líðan drengsins 25. september 1987, og telur hann barnið vera með heilalömum á al- varlegu stigi vegna súrefnisskorts í fæðingu. Hreyfihorfur taldi hann óvissar, en andlegan þroska innan eðlilegra marka, miðað við aldur. í greinargerðinni ffá 1988 segir höfundur að sennilega hafi barnið fengið fósturstreitu í fæðingunni og sé frumástæða heilalömunar- innar að líkindum sú, að barnið fæddist lífvana. Þá bendi sýmstig blóðsins, sem var enn mjög lágt um einni og hálfri klukkustund Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- J|| maður, lögmað- t ur áfrýjenda. -Ui

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.