Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 Þrýst á sveitarfélögin um aðstoð við atvinnulífíð 5 mllljarða reddingar á sfðustu 5 árum '*T ' Bein framlög og veittar ábyrgðir sveitarfélaganna til handa fyrirtækjum tvöfölduðust frá 1987 til 1991. Fyrir utan Reykjavík lagði hver fjölskylda um 125 þúsund krónur í púkkið á 5 ára tímabili. Nær 3,5 milljarða aðstoð vegna fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu. Á fimm ára tímabili, 1987 til 1991, lögðu sveitarfélög landsins, með yfir 300 íbúum, alls að nú- virði yfir 5 milljarða króna til at- vinnulífsins í fjárhagslegri aðstoð. Ef Reykjavík er undanskilin nema framlög og ábyrgðir sveitarfélag- anna alls um 31.100 krónum á hvern íbúa eða sem nemur 125 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. FJÁRHAGSLEGA REDDING- IN TVÖFALDAÐIST FRÁ OG MEÐ 1989 Þessi 5 milljarða aðstoð sveitar- félaganna undanfarin ár felur í sér hlutafjárframlög, lán, niðurfell- ingu gjalda, bein framlög/styrki og ábyrgðir á lánum fyrirtækjanna. Útreikningur PRESSUNNAR byggist á gögnum félagsmála- ráðuneytisins, þar sem er að finna svör 24 af 31 kaupstað og 32 af 47 hreppum með yfir 300 íbúa. Fyrir utan Reykjavík nær þetta yfir 70 prósent íbúa kaupstaða og hreppa af þessari stærð. Ekki er ástæða til að ætla að þau sveitarfélög sem skiluðu ekki svörum skeri sig að marki frá þeim sem skiluðu inn gögnum. Þau sveitarfélög sem skiluðu inn gögnum gerðu grein fyrir framlögum upp á rúmlega 2,1 milljarð króna og veittum ábyrgð- um upp á rúmlega 1,7 milljarða til viðbótar, alls um 3,9 milljörðum að núvirði. Með tilliti til sérstöðu Reykjavíkur má ætla að heildar- talan fyrir alla kaupstaði og hreppa með yfir 300 íbúa sé í ná- munda við 5 milljarða króna og þar af séu um það bil 2,3 milljarð- ar í veittum ábyrgðum. Gögn félagsmálaráðuneytisins sýna að aðstoð sveitarfélaganna við fyrirtækin hefur farið vaxandi þrátt fyrir viðvaranir um slæmar afleiðingar. Ef aðeins er litið til þeirra sveitarfélaga sem skiluðu inn gögnum kemur í ljós að fram- lög og ábyrgðir námu nálægt 570 milljónum króna að núvirði hvort árið um sig 1987 og 1988. Árið 1989 stukku framlög og ábyrgðir þessara sveitarfélaga upp í rúman milljarð. I lok þess árs varaði nefnd félagsmálaráðherra við áframhaldandi þróun á sömu braut. TVEIR ÞRIÐJU AÐSTOÐAR- INNAR VIÐ ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU Aðstoðin jókst þó enn næsta árið og 1991 hljóðuðu framlög og veittar ábyrgðir upp á 1 milljarð króna. Fátt bendir til þess að þrýstingurinn á sveitarfélögin hafi farið minnkandi á þessu ári. Hin fjárhagslega aðstoð við at- vinnulífið snýr einkum að fyrir- tækjum í útgerð og fiskvinnslu. Miðað við þau sveitarfélög sem skiluðu inn gögnum um 3,9 millj- arða framlög og ábyrgðir fyrir tímabilið fóru 980 milljónir eða 25,2 prósent til útgerðarfyrirtækja og 1.610 milljónir eða 41,3 pró- sent til fiskvinnslufyrirtækja. Samtals til fyrirtækja í sjávarút- vegi fóru því nær 2,6 milljarðar eða tveir þriðju hlutar aðstoðar- innar. Um 590 milljónir voru 1r\íT rtnr Á Í p Byggterágögnumfrá24kaupstö5um JT t U If íí Uí (/jL LÍÍ/ F/ l/íI 32 hreppum me6yfir 300íbúa. Reynslan af þeim var svo yfirfsrb á þau sveitarfélog kaupstaða oz stœrn hreppa x x x Allar tölur eru i miiljonum ab nuviröi. 1200 900 600 300 mmrn '87 88 '89 90 '91 Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga: „Sveitarfélögunum hefur verið stillt upp við vegg og þar sem um burðarása byggðarlagsins er að ræða hafa þau ekki getað sagt annað en já, hvaða áhrif sem það annars hefur á fjár- hagsstöðu þeirra." vegna iðnaðarfyrirtækja eða um 15 prósent og um 265 milljónir eða tæplega 7 prósent til fyrir- tækja í verslun og þjónustu. Stór hluti af því sem eftir stendur fór til atvinnuþróunarfélaga eða í sér- stök átaksverkefni. Sé reynslan af þessum tilteknu sveitarfélögum yfirfærð á þau sveitarfélög sem skiluðu ekki inn gögnum má ætla að framlög og veittar ábyrgðir til útgerðarfyrir- tækja hafi á tímabilinu numið samtals um 1.300 milljónum króna og til fiskvinnslufyrirtækja um 2.200 milljónum króna. STILLT UPP VIÐ VEGG OG VERÐA AÐ SEGJA JÁ Sveitarfélögin eru ákaflega mis- jafnlega fær um að taka þátt í áframhaldandi björgunaraðgerð- um. Allnokkur þeirra eru skuld- sett langt yfir opinber viðmiðun- armörk en önnur eru í góðri að- stöðu til að leggja út í nýjar lán- tökur til framkvæmda og fjárfest- ingar. Dæmi um sveitarféíög þar sem skuldastaða er þokkaleg eru Sandgerði, Grundarljörður, Seyð- isfjörður, Dalvík, Höfn og Húsa- vík. Dæmi um sveitarfélög sem fram að þessu hafa verið um eða yfir hættumörkum í skuldsetn- ingu eru Suðureyri, Stykkishólm- ur, Þórshöfn, Bíldudalur, Sauðár- krókur, Flateyri, Blönduós, Vest- mannaeyjar og ísafjörður. Á fjármálaráðstefnu sveitarfé- laga, sem hefst á Hótel Sögu í dag, fimmtudag, fjallar Þórður Skúla- son, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga, sérstaklega um framlög og ábyrgðir sveitarfé- laganna vegna atvinnulífsins. Þórður sagði í samtali við PRESS- UNA að tímabilið 1987 til 1991 hefði einkennst af gríðarlegum erfiðleikum atvinnulífsins og þrýstingi á sveitarfélögin um að- stoð. „Þrýstingurinn hefur ekki bara komið frá fyrirtækjunum, heldur og frá opinberum sjóðum og bankastofnunum. Sveitarfélög- unum hefur verið stillt upp við vegg og þar sem urn burðarása byggðarlagsins er að ræða hafa þau ekki getað sagt annað en já, hvaða áhrif sem það annars hefur á fjárhagsstöðu þeirra. Þau sem mest hafa komið til aðstoðar voru verulega skuldug fyrir og standa verr eftir þessi fjárútlát. í dag sjá- um við að ábyrgðir eru víða að falla á sveitarfélögin.“ VERULEGIR FJÁRMUNIR MUNU TAPAST í GJALD- ÞROTUM Þórður sagði ekkert benda til þess að dregið hefði úr þessum þrýstingi á yfirstandandi ári, nema síður væri. „Þetta heldur áfram. Nú hefur vaxandi atvinnu- leysi bæst við, sem er nýtt, og það eykur á þrýstinginn. Það er verið að knýja á sveitarfélögin um að leggja sitt af mörkum, en stað- reyndin er sú að sveitarfélögin eru eini aðilinn sem hefur viðhaft raunhæfar aðgerðir og viðleitni í þessu sambandi,“ sagði Þórður. Nefnd á vegum félagsmálaráð- herra fjallaði sérstaklega urn verst stöddu sveitarfélögin og skilaði skýrslu fyrir þremur árum. Hún fjallaði m.a. um þessa fjárhagslegu aðstoð og sá fyrir sér óheillaþróun í kjölfarið: „Sveitarfélög munu tapa verulegum fjármunum vegna erfiðleikanna. Hlutafjáreign sveit- arsjóðs tapast í gjaldþrotum. Skattar, fasteignagjöld og ýmis þjónustugjöld tapast í gjaldþrot- um. Fyrirtæki sem komast hjá gjaldþroti safna upp skuldum við sveitarfélög. Óskum um niðurfell- ingu gjalda hefur fjölgað. Beiðn- um um skuldbreytingar hefur fjölgað, m.a. frá ríkisvaldinu.“ AÐSTÖÐUGJÖLDIN: FRÁ 6 UPP í 30 PRÓSENT AF TEKJ- UM Og nefndin tók einarða afstöðu til þessarar þróunar. „... leggur nefiidin til að sveitarfélögin forð- ist þátttöku í atvinnurekstri eftir því sem frekast er unnt. Einnig er varað við því að leysa vanda at- vinnufýrirtækja á kostnað sveitar- félaga. Lagt er til að í fyrstu verði reynt að setja ákveðnar viðmiðan- ir í þessu efni. Reynist það ekki bera árangur verði ákvæði um þetta bundin í sveitarstjórnarlög- um.“ Ekki er beinlínis hægt að segja að farið hafi verið eftir varnaðar- orðum nefndarinnar, sem fyrr segir. Eitt af því sem nú er rætt um að gera til að létta undir með fyrir- tækjum landsins er að feila niður aðstöðugjöld sveitarfélaganna, en aðstöðugjöld eru sveitarfélögum misjafhlega drjúg tekjulind. Sveit- arfélög eins og Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes fá að- eins 6 til 7 prósent af rekstrartekj- um sínum í gegnum aðstöðu- gjöldin. Útsvarstekjur þeirra þyrffu aðeins að hækka um 8 til 9 prósent til að vega upp niðurfell- inguna. Ófá sveitarfélög fá hins vegar yfir 20 prósentum og hátt í 30 prósent rekstrartekna sinna með aðstöðugjöldum. Sem dæmi má nefna Reykjavík, Njarðvík, Sandgerði, Ólafsvík, Bíldudal og Skagaströnd. Ólafsvík og Bíldu- dalur eru síðan í hópi allra skuld- settustu sveitarfélaga landsins. Friðrik Þór Guómundsson Ólafsvík: Fjárhagsaðstoð kaupstaðarins á aðeins einu ári, 1991, nam um 200 milljónum króna. Það sam- svaraði 154 prósentum af heildarskatttekjum þessárs — og 173 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Gufubaðið í Fjármálaráðuneytinu VÍÐAR GUFUBÖÐ Eins og PRESSAN greindi frá fyrir nokkru er fjármálaráðuneyt- ið nú að láta innrétta einhvers konar gufubaðsaðstöðu fyrir starfsfólk stjórnarráðsins. En það er víðar í kerfinu sem fólk getur slakað á í og eftir vinnutíma. Við lauslega athugun PRESSUNNAR kom í ljós að í það minnsta þrjú ríkisfyrirtæki til viðbótar bjóða starfsfólki þessa þjónustu. f kjallara Seðlabankahússins er íþróttaaðstaða, leikfimisalur með þrekhjóli og æfmgatækjum — og gufubað. Þessi aðstaða er ein- göngu ætluð starfsmönnum Seðlabankans og er grannt fylgst með að aðrir notfæri sér hana ekki. f Byggðastofnun er líka gufu- bað, en „lítið“, að sögn starfs- manna. Það er hluti af aðstöðu sem alltaf hefur verið í húsinu og hefur meðal annars verið notuð fyrir læknisskoðanir. Landsbankinn rekur heilsu- ræktarstöð í Mjóddinni fyrir sitt starfsfólk. Hún er vel úr garði gerð og meðal annars er boðið upp á gufubað. „Nei, því miður höfum við ekki tyrknesk gufuböð," sagði Hösku- Idur Jónsson forstjóri ÁTVR, þeg- IKERFINU ar blaðið spurðist fyrir um slíka aðstöðu hjá ríkinu. Hann bætti við að í húsinu á Stuðlahálsi væru tvær eða þrjár sturtur sem sjaldan eða aldrei væru notaðar, en reglu- gerðir hefðu kveðið á um. „Hins vegar eigum við enn töluvert af gömlum eikartunnum sem brennivín var lagerað á. Mig minnir að tyrknesk saunaböð séu hálfgerðar tunnur sem menn fara ofan í, svo það er kannski athug- andi að breyta ámunum þannig. Þetta hafði reyndar ekki hvarflað að mér áður, en þetta er ekki svo fráleit hugmynd,“ sagði Höskuld- „Því miður höfum við ekki tyrknesk gufuböð," sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.