Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 17 F JL_if byggð verða þau ríflega 90 hús sem áætlað er að rísi á viðkvæma svæðinu vestast á Seltjarnarnesi verða samt sem áður 40 hektarar lands eftir. Til saman- burðar má geta þess að óbyggða svæðið á Valhúsahæð er 12 hektarar. Þessu sjónar- miði kemur bæjarstiórinn á framfæri í bæjarblaði Nesbúa. Óhætt er að segja að Seltjarnarnesbær standi fyrir miklum lóðakaupum um þessar mundir, því bæj- arstjórinn, Sigurgeir Sigurðsson, segir að ákveðið hafí verið kaupa ísbjarnar- landið svokallaða á næstu 10 árum en hins vegar sé búið að ákveða hvað gera skuli við landið sem er í námunda við miðbæ bæjarins... XT að þykir sæta nokkrum tíðindum að í nýju kvæðasafhi Snorra Hjartarsonar, eins af helstu ljóðskáldum fslendinga á þessari öld, birtast tutt- ugu og sex áður óbirt kvæði eftir hann. Þessi kvæði getur meðal ann- ars að heyra í Norræna húsinu í kvöld, fimmtu- dagskvöld, en þá gengst Mál og menning fyrir upplestrarkvöldi til kynningar á útgáfu- bókum sínum. Það er enginn annar en Helgi Hálfdanarson sem les upp hin óbirtu kvæði Snorra, en að auki les hann þýðingar sínar á kínverskum og japönsk- um ljóðum. Af öðrum sem lesa upp má nefna Einar Kárason, Lindu Vil- hjálmsdóttur, Gyrði Elíasson, Thor Vilhjálmsson og Ingu Huld Hákonar- dóttur... A JL \.ð uppnefna skemmtistaði eftir því hvaða fólk sækir þá hefur löngum verið ein uppáhaldsiðja fslendinga. Til að mynda hefur Glæsibær gjarnan verið kall- aður Elliheimilið og Hótel fsland Veiði- •Vantar blaðbera í • Haqa Kvisthaga Ægisíðu Lynghaga Fálkagötu Starhaga Grímshaga Dunhaga Hjarðarhaga • einnig vantar blaðbera á Laugarásvegi Nýbýlavegi 14-16 Sími 64 30 80 Níu stækkaðar mvndir af barninu/börnunum þínum, þar af ein í ramma Ljósmyndastofurnar 3 ódýrastir Ljósmyndastofan Mynd sími 65 42 07 Barna og fjölskyldu Ijósmyndir sími 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 húsið. Nú hefur gleðistaðurinn Amma Lú einnig fengið viðurnefni og er stundum kallað Endurvinnslan... i byrjun árs eignaðist ungt reykvískt par, nýskriðið á þrítugsaldurinn, tvíbura. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en skömmu eftir að tvíburarnir komu í heiminn varð konan ófrísk aftur og viti menn; hún gengur með þríbura sem hún á einnig að eignast á þessu ári, nánar til- tekið í desember. Þetta þýðir að unga par- ið eignast fimm börn á einu ári! Þess má geta að ein af hverjum áttatíu meðgöng- um er tvíburameðganga og ein af hverj- um sexþúsund og fjögurhundruð með- göngum þríburameðganga. Líkurnar á því að sama konan eignist bæði tvíbura og þríbura og það á sama árinu eru hverf- andi... Bók um jólin Hamborgari kr. 149 Franskar kr. 99 Sósa kr. 29 ^ RC-dós kr. 48 OPIÐ FRÁ KL 11-21 ALLA DAGA iHamraborg 14 — simi 40344 ;o DTULSUIH d Ibók a irnar 'kað' tuut Á hinum árlega og vinsæla bókamarkaði okkar í Hafnarstræti 4, seljum við barna- bækur á 50.- kr. stk., íslenzkar ævisögur á 200.- kr., héraðslýsingar, ævisögur stór- menna, ljóðabækur gamlar og nýjar, gömul hefti af fágætum tímaritum, svo sem Sýslumannaæfum, Náttúrufræðingi, Skírni, Almanaki og ótal ótal öðrum á stórhlægilegu verði til að rýma fyrir nýjum birgðum. Mörg hundruð skáldverk á dönsku, ensku og þýsku á 1 krónu - eina krónu stykkið. BÓKAVARÐAN -Bækur á öllum aldri- Hafnarstræti 4 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.