Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 23 STiÓRNMÁL Hugsunarleysi fréttamanna HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Ekki get ég sagt, að ég sé neinn fréttafíkill, enda eru fréttir ekkert annað en fyrsta uppkast að sög- unni, eins og útgefandi Washing- ton Post kvað eitt sinn að orði. Sagan er fróðlegri en fréttir. En svo vildi til föstudagskvöldið síð- asta, 14. nóvember, að ég hlustaði á kvöldfréttir hljóðvarpsins og fréttir Stöðvar tvö. Þá varð ég vitni að hugsunarleysi tveggja frétta- manna, sem gera verður nokkra athugasemd við, leiðrétta þessi uppköst þeirra að sögunni. Björg Eva Erlendsdóttir, frétta- maður hljóðvarpsins, spurði einn ráðherrann, hvaða tillögur ríkis- stjórnin ætlaði að gera í efnahags- málum. Ráðherrann svaraði litlu, en ljóst varð, að eitthvað mundu væntanlegar aðgerðir kosta. Þá spurði fréttamaðurinn á þessa leið: En verður þá ekki að leggja á hátekjuskatt eða skatt á fjár- magnstekjur? Hér kom fréttamaðurinn upp um fordóma sína. Hvers vegna þurfti nauðsynlega að hækka skatta til að brúa bilið í ríkisfjár- málunum? Hvers vegna mátti ekki alveg eins lækka ríkisútgjöld? Af nógu er að taka. Til dæmis fær Stofhun Sigurðar Nordals margar milljónir króna í ffamlög úr ríkis- sjóði. Hvers vegna getur sú stofn- un ekki kostað starfsemi sína með frjálsum framlögum eins og Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem ég er nokkuð kunnugur? Ekki þarf „Auðvitað eigum við að kaupa ódýrustu vöruna að gefnum sambœrilegum gœð- um, ekkifremur íslenska vöru en útlenda. Við það verður til tekjuafgangur, sem hverfur ekki út í buskann, heldur rennur tilþess að skapa ný störf “ að minnast á þá áráttu stjórn- málamanna að vilja bora göt í gegnum öll þau fjöll, sem þeir sjá álengdar. Og mér finnst kominn tími til þess, að þeir, sem njóta þjónustu ríkisins á ýmsum svið- um, greiði fyrir það sjálfir, í stað þess að senda skattgreiðendum jafhan reikninginn. Hitt dæmið sæki ég úr kvöld- fréttatíma Stöðvar tvö. Þá ræddi Jón Ársæll Þórðarson við tals- mann samtaka atvinnulausra, sem sagði, að við yrðum að kaupa íslenska vöru, ella hyrfu íslensk störf. Þessi ranga skoðun var flutt athugasemdalaust. Auðvitað eig- um við að kaupa ódýrustu vöruna að gefnum sambærilegum gæð- um, ekki fremur íslenska vöru en útlenda. Við það verður til tekju- afgangur, sem hverfur ekki út í buskann, heldur rennur til þess að skapa ný störf. Tökum dæmi til skýringa. Ég fer út í búð og kaupi skó. Ef ég á völ á góðum útlendum skóm á 5 þúsund krónur og íslenskum skóm á 10 þúsund krónur, þá á ég auðvitað að kaupa útlendu skóna. Þá hef ég sparað mér 5 þúsund krónur, sem ég get notað í eitt- hvað annað. Þetta hefur tvenns konar afleiðingar: f fyrsta lagi knýr þetta íslenska skóframleið- endur til að reyna að framleiða skó sína jafnódýrt og keppinautar þeirra erlendis. I öðru lagi nota ég þá upphæð, sem ég spara mér í skókaupum, til að kaupa eitthvað annað og skapa með því störf. Fréttamenn verða að gera fleiri sjónarmiðum skil en þeim, sem eiga sér háværa talsmenn í fjöl- miðlum. Þeir mega ekki verða óvirkir viðtakendur boða frá áhugafólki. Þeir verða í sem fæst- um orðum að hugsa._________________ Höíundur er dósent i sljórnmdlatræði i Hdskóla íslands. STJÓRNMÁL Útlenska veikin Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson opna vart munninn um innanlands- málin þessa dagana ám þess að lýsa því yfir að í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum hafi efna- hagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar verið hafnað og þeirra stefna orðið ofan á. Af hverju var Bandaríkjamönn- um ekki sagt frá því að forseta- kosningarnar hjá þeim snerust um efnahagsstefnu Alþýðubanda- lagsins? Af hverju var verið að plata fólkið? Af hverju mátti ekki upplýsa það strax um að Ólafur Ragnar og Steingrímur væru aðalmál kosn- inganna? Ég kalla það ekki heiðarlega framkomu við þjóð sem hefur þurft að þola ógnir villta vesturs- ins, niðurlægingu Svínaflóaárás- arinnar og sundrungu Víetnam- áranna að vera í ofanálag blekkt til að kjósa yfir sig kosningastefnu- skrá Alþýðubandalagsins. Það kom okkur íslendingum þægilega á óvart hvað Steingrímur og Ólafur Ragnar höfðu mikil ítök í Ameríku. Þeir voru augljóslega báðir gegnkunnugir Bill Clinton. Steingrímur er varaformaður al- heimssamtaka frjálslyndra stjórn- málaflokka þar sem Bill er félagi og helst skilst manni að þeir Bill og Ólafur Ragnar hafi verið saman í sveit austur í Flóa. Reyndar hefur verið svo í lang- an tíma að kosningar á Vestur- löndum hafa snúist urn stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Þegar Neil Kinnock leiddi breska verka- mannaflokkinn gegn íhaldinu þar í vor fannst Ólaft Ragnari að þar færi hann sjálfur gegn Viðeyjar- stjórninni og hinum hörðu gild- um, sem hann kallar svo. Og þegar Carl Bildt fékk sænsku kratana til að sameinast „Égkalla það ekki heiðarlega framkomu við þjóð sem hefurþurft aðþola ógnir villta vestursins, niðurlægingu Svínaflóa- árásarinnar ogsundrungu Víetnam-ár- anna að vera í ofanálag blekkt til að kjósa yfir sig kosningastefnu Alþýðu- bandalagsins. “ sér um sænsku leiðina fannst Ólafí Ragnar einmitt að þeir hefðu í sameiningu sagt það sem hann ætlaði að segja og hafnað um leið hinum „hörðu gildum". Hvernig stendur á því að ekki má orðið heyrast tíst í pólitískum barka á Vesturlöndum án þe.ss að formönnum stjórnarandstöðunn- ar á íslandi frnnist það hafa komið frá sér? í fyrsta lagi gæti það verið „út- lenska leiðirí', svokallaða. Eins og kunnugt er hafa bæði Steingrímur og Ólafur Ragnar stefnt að mannaforráðum á erlendri grund. Sá fyrrnefndi er eins og áður sagði varaformaður alheimssamtaka frjálslyndra flokka og fær vafa- laust að vera það meðan hann segir ekki þar frá stefnu Fram- sóknarflokksins. Hann hefur líka lýst því yfir að hann langi til að verða aðalritari Sameinuðu þjóð- anna. Ólafur Ragnar hefur verið formaður alheimssamtaka alþing- ismanna sem berjast fyrir friði. Hanrí fær ábyggilega að vera það þangað til hann segir frá innan- flokksástandinu í Alþýðubanda- laginu. Þegar menn eru farnir að gegna svo veigamiklum embættum í út- löndum finnst þeim óhugsandi að eitthvað gerist þar án þeirra at- beina. í öðru lagi gæti skýringin verið sú að þeir reyni að hefna eigin pólitískra ósigra á innanlandsvett- vangi með því að stefna að sigrum í útlöndum. Ef þetta er rétt mun- um við halda áfram að heyra af framgöngu þeirra í erlendri kosn- ingabaráttu. Kannski reyna þeir að vinna Davíð og Jón Baldvin í frönsku þingkosningunum á næsta ári. En þriðja tilgátan er líklegust. Nefnilega að missir ráðherrastól- anna og skemmdegið á Islandi hafi leitt til þess að þeim finnist í raun og veru að þeir séu Bill Clin- ton og A1 Gore. Ekki veit ég þá hvorn þeirra Bush hefði kallað ósonmanninn. Líklega hefði það verið Steingrím- ur, sem á köflum getur verið dálít- ið loftkenndur til höfuðsins. En ef þetta er skýringin er auð- vitað skiljanlegt að Bush skyldi bresta í grát viku eftir kosninga- ósigurinn. Þá loksins gerði hann sér grein fyrir að hann hafði ekki tapað fyrir Clinton og Gore, held- ur Hermannsson og Grímsson. Hötundurer aðstoðarmaöur iðnaöar- og viöskiptardðherra. U N D I R Ö X I N N I Ætlarðu ekki að fara að drífa Dig í framboð, Örn? „Ég hef í raun bara eitt svar við því. f upphafi ASÍ- þings verður sett á laggirnar kjör- nefnd og ef eftir því verður leitað að ég gegni einhverj- um störfum fyrir Alþýðusam- þandið finnst mér eðlilegast að ég geri henni grein fyrir því. Mér finnst ekki að þessi mál eigi að vera uppi sem vangaveltur í fjölmiðlum. Það eru ekki þeir sem eiga að hafa áhrif á það hverjir veljast til forystu. Ég geri auðvitað fé- lögum mínum grein fyrir því hvort og hvað ég væri tilbú- inn að gera í verkefnum fyrir Alþýðusambandið." Hefurðu gert það að undan- förnu? „Ég geri það fyrst og fremst við kjörnefndina, en, jú, ég hef rætt við nánustu sam- starfsmenn um hvernig þetta litur út frá mínum bæjardyr- um séð. Það eru samtöl sem fara ekki lengra." En ef eftir því væri leitað, þá mundirðu væntanlega gefa kost á þér? „Ég héf ekki svarað því. Þú færð mig ekki til að svara því öðruvísi en ég er búinn að gera. Ég gef kjörnefndinni svar við því, ef hún leitar eftir því." Það hefur verið leitað til þín um þetta? „Já, það hefur verið gert. Og margra annarra. Meira get ég ekki sagt um það." Hvernig líst þér á þau fram- boð sem eru komin fram? „Menn hafa verið nefndir í fjölmiðlum, en ég þykist Kka vita að fleiri komi til greina en þar hafa verið nefndir. Það eru út af fyrir sig ágætismenn og ég efast ekki um að þeir gætu staðið ágætlega að þeim verkum sem þarf að vinna." Nú kom Ásmundur inn sem hagfræðingurog starfsmaður AS( á sínum tíma. Finnst þér eðlilegra að verkalýðsforingj- ar úr grasrótinni eða einhverj- ir sérmenntaðir menn séu látnir kljást við Þórarin V. og félaga? „Reynslan af starfi Ásmundar er mjög góð, en ég veit ekki hvort það eru margir aðrir eins og hann sem hægt er að grípa upp og gæfu jafngóða raun. Auðvitað er eðlilegast í flestum tilvikum að menn komi beint úr hreyfingunni, en Ásmundur var líka búinn að starfa lengi hjá ASf og Verslunarmannafélagi Reykja- víkur, þannig að tengsl hans við hreyfinguna hafa verið mjög mikil og góð. Hann hef- ur haft þetta rótarsamband. Ég mundi ekki setja mér nein prinsipp um þetta til eilífðar, en auðvitað er eðlilegast að leitað sé fyrst í þeirri forystu sem er til staðar í félögunum eða samböndunum." Orn Friðriksson erformaður Málm- og skipasmiðasam- bands fslands. Hann hefur ítrekað verið orðaður við framboð til forseta Alþýðu- sambands (slands, en hefur enn ekki látið neitt uppi op- inberlega um áform sín.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.