Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Páll Þorgeirsson í Asiaco Nú er búið að innsigla húsnæði Asiaco hf. á Vesturgötu og virðist formlegri starfsemi hætt. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Páll Þorgeirsson, hefur flutt sig yfir á Lækjartorg í hús SVR. Eins og áður hefur komið fram í PRESSUNNI keypti Páll fyrir- tækið Asiaco með skilyrtum kaupsamningi af þeim Eyjólfi Brynjólfssyni, endurskoðanda og fyrrum eiganda Jöfurs, og mági hans, Gunnari Óskarssyni. Flestir sem til þekkja telja ólíklegt að Páll hafi verið þess umkominn að greiða nokkuð, enda gjaldþrota. Þá er hann kunnur fyrir að flagga erlendum viðskiptasamböndum sem eru orðin tóm. Má í því sam- bandi benda á fyrirtækið Rex In- vestments, sem þrátt fyrir alþjóð- legan titil er bara með íslenskt síma- og faxnúmer. KEYPTIBÍLINN ÞRISVAR Á TVEIMUR ÁRUM Þá hefur það vakið athygli að fram til þessa hefur Páll keyrt um á bíl sem hann á sínum tíma keypti af Eyjólfi þegar hann var hjá Jöfri. Um er að ræða nýjan Wagoneer-jeppa. Páll mun hafa borgað bílinn með innstæðulausri ávísun og varð það upphafið að kynnum þeirra Eyjólfs! Páll keypti bílinn í upphafi í nafni Strandavarar hf. en lét síðan annað fyrirtæki í sinni eigu, Strandanaust hf., kaupa bílinn. Bíllinn var síðan aftur skráður til Jöfurs í upphafi árs en nú í sept- ember er það fyrirtækið Xim Tra- de Corporation sem kaupir bílinn. Enn sem fyrr er Páll á honum og var reyndar allan tímann sem Jöf- ur var skráður fyrir bílnum. Þetta fyrirtæki er skráð með pósthólf í Reykjavík en að öðru leyti er litið um það vitað. Eyjólfur og Páll munu þó báðir hafa pró- kúruumboð fyrir fyrirtækið, sem er skráð með heimilisfang erlend- is. Eins og kom ffam hér í blaðinu í síðustu viku var allt fémætt hirt út úr slcrifstofum Asiaco áður en fyrirtækið var innsiglað. Ekki er vitað hvort það hefur einhvern eftirmála, en að minnsta kosti virðist fátt að hafa þar ef menn hafa hug á að gera fjárnám í fyrir- tældnu. Enn eru þó skemmur fyrirtæk- isins vestur á Seltjarnarnesi opnar, en þar er lager Asiaco til húsa. Rex Investments Limited Nutifinxt Houb« Santon Ueplv telfphom*: W>4 1 UrtBOll Isle i*l Mhh Replv fnv :ir».l.|.«7KJ‘)0 Merki Rex Investments, sem var sagt vera á eyjunni Mön, en þó voru öll síma- og faxnúmer á fslandi. Upphaf kynna Páls við Eyjólf Brynjólfsson voru þau að hann keypti af honum bíl og greiddi með inn- SigurðurMárJónsson stæðulausri ávísun. Hækkun skatts á almennar launatekjur: Skattleysismörk aldrei verið lægri Aðgerðir ríkisstjórnarinnar þýða að frá upptöku staðgreiðslunnar hafi raunveru- legt skatthlutfall meðallauna hækkað úr 13,1 prósenti í 19,5 prósent. Án hækkun- ar persónuafsláttar greiðir maður með 110 þúsund á mánuði 21.500 krónur í skatt, en hefði greitt 14.400 í ársbyrjun 1988. Með ákvörðun um 1,5 prós- entustiga hækkun á staðgreiðslu- hlutfalli, úr 39,85 prósentum í 41,35 prósent, hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sett nýtt met í skatdagningu á almennum launa- tekjum. Að óbreyttu þýðir þessi breyting að af meðallaunum, 110 þúsund krónum á mánuði, hækk- ar raunskattur um 1.650 krónur eða um 8,3 prósentustig. Þetta þýðir ennfremur að frá upptöku staðgreiðslukerfisins hafa skatt- leysismörk aldrei verið lægri og hafa þau lækkað að raungildi um 11 þúsund krónur eða 16 prósent frá 1988. Þegar staðgreiðslan var tekin upp í ársbyrjun 1988 var skatt- hlutfallið 35,2 prósent. Ári síðar hækkaði það í 37,74 prósent. Næstu tvö árin var hlutfallið 39,79 prósent, en 39,85 prósent í ár. Nú boðar ríkisstjórnin nýtt hlutfall: 41,35 prósent. Ríkisstjórnin hefur á hinn bóg- inn ekki boðað hækkun á per- sónuafslætti. Að núvirði hefur persónuafslátturinn haldist á bil- inu 23.600 til 24.400 krónur á staðgreiðslutímabilinu. Hann er nú 24.013 krónur. Sé tekið mið af meðalheildarlaunum fólks í ASÍ, sem nú eru um 110 þúsund krón- ur, þýðir óbreyttur persónuaf- sláttur raunskatt upp á 21.470 krónur. Það er 1.650 króna hækk- un frá því sem nú er eða 8,3 pró- sent. Miðað við forsendur í árs- byrjun 1988 og framreiknaðan persónuafslátt þess tíma þýðir þetta um leið að frá upptöku stað- greiðslunnar hefur raunskattur af 110 þúsund króna mánaðarlaun- Raunskattur meöallauna hækkar um helming Mebalheildarlaun ASÍ-fólks er nú um 110.000 krónur á mánuði. Miöað viö skattprósentu fyrri ára og framreiknaöan persónuafslátt má finna út hvaö maöur með slík laun hefði greitt frá upphafi staðgreiöslunnar og hversu raunverulegt skatthlutfall af slíkum launum hefur hækkaö. 25 þúsund krónur--------------------------- 3ÚS jnc 1 >nu J 1 1 1 ;gr '88 '89 '90 '91 '92 '93 Skattleysismörk aldrei lægri Skattleysismörk eru hámark mánabarlauna, þar sem persónuafsiátturinn þurrkar út þann skatt, sem greiöa skyldi. Hér aö neðan má sjá þróun skattleysismarkanna, framreiknað til núviröis, fyrri og seinni hluta hvers árs. Hér er reiknaö meö því að persónuafslátturinn hækki ekki um næstu áramót. um hækkað úr 14.425 krónum í 21.470 krónur eða um tæp 50 pró- sent. Raunverulegt skatthlutfall hefur um leið hækkað úr 13,1 pró- senti í 19,5 prósent. Áður hafði þetta hlutfall náð hæst 18,4 pró- sentum hjá Ólafi Ragnari Gríms- syni fýrrihluta árs 1990. Þá er athyglisvert að skoða þró- un skattleysismarkanna, þ.e. hversu há laun mega vera án þess að skattur sé greiddur (persónuaf- sláttur þurrkar út skattínn). í upp- hafi staðgreiðslunnar voru skatt- leysismörkin 69.040 krónur að núvirði. Þau hríðiækkuðu hjá Ól- afi Ragnari og félögum, aiiar götur niður í 59.370 krónur fyrrihiuta árs 1990. Frá þeim tíma hafa þau haldist nálægt 60 eða 61 þúsundi. Boðuð skattahækkun þýðir hins vegar að skattleysismörkin fara niður í 58.050 krónur á mánuði. Munar 2.250 krónum ffá því sem nú er. Um leið hafa skattleysis- mörkin lækkað að raungildi um tæplega 11 þúsund krónur eða urn nær 16 prósent frá því stað- greiðslan var tekin upp. Friðrik Þór Quðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.