Pressan - 26.11.1992, Síða 19

Pressan - 26.11.1992, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 19 E R L E N T Straumur bátafólks að ströndum Spánar hefur aldrei verið meiri en nú og hafa yfirvöld brugðist við af hörku. Nunnan sem sat fyrir nakin Hún er ekki öfundsverð þessa dagana, ffanska nunnan Jacques- Marie, eftir að skrif bandarískra blaðamanna um fortfð hennar komust í hámæli í Frakklandi. Blaðamennirnir héldu því fram nýverið að nunnan, sem er 71 árs og hefur tilheyrt Dóminíkaregl- unni ffá 1944, hafi setið fyrir nak- in á myndum ffanska listmálarans Hetiris Matisse á árunum 1942 til 1944. Blaðamenn franska dag- blaðsins Le Figaro fóru á stúfana í kjölfar skrifanna um systur Jacqu- es-Marie, „nunnuna sem sat fyrir nakin“, og höfðu uppi á henni eft- ir mikla leit í klaustri hjá Biarritz. Nunnan segir staðhæfingar bandarísku blaðamannanna úr lausu lofti gripnar. Hún hafi að vísu setið fyrir á nokkrum port- rettmyndum Henris Matisse í kringum 1940, en listamaðurinn hafi aldrei nokkurn tímann farið ffam á það við sig að hún fækkaði fötum. Bátafólkið frá Afrík Straumur flóttafólks frá Afríku yfir til Spánar hefur aldrei verið meiri, en margir lifa sjóferð- ina á illa útbúnum fleyum ekki af og ná aldrei að sjá fyrirheitna landið. Yfirvöld á Spáni hafa stóreflt strandgæslu og vísa bátafólkinu umsvifalaust aftur á heima- slóðir, þar sem þess bíður oft ekkert annað en eymdin ein. Ástandið við suðurströnd Spánar hefur aldrei verið jafn- slæmt og útlit er fyrir að það eigi enn eftir að versna. Síðustu mán- uði hefur straumur flóttafólks ffá Afríku yfir tU Spánar náð algjöru hámarki. Suðurströnd Spánar, milli Barbate og Almería, er um 500 kílómetra löng og eftir henni endilangri má stöðugt sjá nýja drekkhlaðna báta flóttafólks leggj- ast að landi. Bátafólkið kemur ffá öllum landshlutum Aríku og safn- ast saman í Marokkó, en þaðan er leiðin yfir til Suður-Spánar greið- ust. Ferðin í frelsið er þó ekki áreynslulaus og svo sannarlega ekki ókeypis. Eiturlyfjakóngar í Marokkó, sem stundað hafa stó- fellt smygl til Evrópu um árabil, hafa margir hverjir söðlað um og hagnast nú á því að greiða leið bátafólksins yfir til Spánar. Víst er að eftirspumin er næg og því geta milligöngumennimir farið nokk- uð frjálslega með verðlagninguna. Þarf flóttafólkið að greiða aílt að 70 þúsundum króna fyrir bátsfar- ið, en það er stórpeningur í aug- um Afríkubúa og kostar þá mik- inn tíma og ómælda vinnu að ná saman svo miklu fé. FYRIRHEITNA LANDIÐ LOFAÐ í SJÓNVARPI Margir Afríkubúar eiga sér þá ósk heitasta að komast til Evrópu. Ekki er það til að draga úr löngun- inni að útsendingar spænska sjón- varpsins nást mjög vel í Norður- Afríku og eiga margir erfitt með að standast allar freistingar aug- lýsinganna í þessari „paradís neysluþjóðfélagins". Ekki bætir úr skák að margir hinna 700 þúsund Marokkobúa, sem tekist hefur að fá landvistarleyfi og fest rætur í Frakklandi, Hollandi og á Spáni, nota sumarfríið til að heimsækja ættingja og vini í Marokkó. Eins og gefur að skilja fyllast heima- menn við það útþrá, enda gefur breyttur lífsstíll þeirra brottfluttu, s.s. nýir bílar og falleg föt, til kynna að lífið í fyrirheitna landinu sé draumi líkast. Ömurlegt ástandið í Afríku hef- ur hrakið margan manninn á flótta ffá heimalandi sínu, einkum frá Marokkó, þar sem helmingur íbúa landsins lifir í algjörri fátækt og eymd. Um 60 prósent Mar- okkóbúa eru undir þrítugsaldri og er sá þjóðfélagshópur að stærstum hluta atvinnulaus. Margir eru því meira en viljugir að leggja á sig ómælt erfiði og freista þess að komast til Evrópu, enda líta menn svo á, að þeir hafi engu að tapa. FERÐAMENN REKAST Á LÍK FLÓTTAFÓLKSINS Siglingin ffá Marokkó yfir Gí- braltarsund til Spánar tekur um þrjár klukkustundir og oft enda ferðir bátafólksins með hörmung- um. Bátarnir sem notaðir eru til flutninganna eru lasburða kænur og í raun aðeins ætlaðar til fisk- veiða undan ströndum. Þegar bát- amir em í ofanálag drekkhlaðnir fólki er engin furða þótt þeir gefi sig á stundum. Til að ganga ekki í net spænsku strandgæslunnar losa bátseigendurnir sig auk þess oftlega við ólöglegan „farminn“ í sjóinn, mörg hundruð metra frá ströndinni. Afleiðingarnar eru skelfilegar, því flestir Afríkubúar em ósyndir. Ferðin til fyrirheitna landsins hefur því kostað margan Afríkubúann lífið og einasta í borginni Cádiz hefur 25 líkum skolað á land á þessu ári. Sam- kvæmt opinberum tölum hafa alls um 400 manns látið h'fið úti fyrir ströndum Suður-Spánar. Ferðamenn á Spáni hafa á óþægilegan hátt orðið varir við bátafólkið frá Afríku. Gíbraltar- sundið hefur mikið aðdráttarafl fyrir seglbrettafólk, enda aðstæður hinar ákjósanlegustu, og laðar það að fólk frá Þýskalandi, Frakklandi og jafnvel Ástralíu. Síðastliðið sumar, er flóttamannastraumur- inn að sunnan var tekinn að auk- ast, sigldi seglbrettafólkið ffam á fjöldann allan af líkum í sjónum, og var skiljanlega bmgðið. Þá gátu hótelgestir við ströndina fylgst með því út um herbergisgluggana hvar hópar af þeldökku fólki flykktust að landi. STRANDGÆSLAN STÓREFLD Yfirvöld á Spáni hafa bmgðist við hinum síaukna flóttamanna- straumi af mikilli hörku og stóreflt gæslu við suðurströnd landsins. f september síðastliðnum voru fimm nýir hraðbátar teknir í notk- un, búnir vélbyssum og fullkomn- um tækjum til leitar í sjónum að næturlagi. Bátamir sinna stöðugri gæslu undan ströndum Spánar og þeim til aðstoðar em tvær þyrlur. Menn em sífellt á verði, enda fyr- irmælin ffá yfirboðurunum í Madrid skýr: „Enginn má sleppa í gegn.“ Það sem af er árinu hafa strandgæslumenn tekið um 1.500 flóttamenn höndum í Cádiz-borg einni, sem er nær helmingi fleira en allt síðasta ár. Þeir sem þannig næst til eru sendir innan sólar- hrings aftur yfir sundið til Affíku. Lögregluyfirvöld áætla að þrátt fyrir hertar aðgerðir í strandgæslu gangi meira en helmingur allra, sem freista þess að komast ólög- lega yfir til Spánar, þeim úr greip- um. Ástandið á Suður-Spáni er að sönnu slæmt og reikna yfirvöld með að það eigi enn eftir að versna. Straumur bátafólksins hefur ffam til þessa verið ffá Mar- okkó en nú er óttast að Alsír bæt- ist í hópinn sem nýr „stökkpallur út í ffelsið“. Þrátt fýrir ömurleg örlög margra þeirra sem leitað hafa á vit ævintýranna er engan bilbug á bátafólkinu að finna. Margir stefna á Frakkland eða lengra í norðurátt, þar sem ættingjar og vinir hafa komið undir sig fótum. Flestir freista þess að komast á ólöglegan hátt inn í landið, enda næsta vonlaust að reyna að sækja um landvistarleyfi. Bátafólkið hef- ur látið sannfærast um, m.a. úr sjónvarpinu, að í velferðarþjóðfé- lögum Evrópu sé lífið nánast vandamálalaust og þeirra bíði ekkert annað en tóm hamingja. Euro-Disney í vondum málum Það lítur ekki vel út hjá Euro- Disney í París, þessari evrópsku útgáfu af skemmtigarðinum bandaríska sem svo miklar vonir voru bundnar við. Garðurinn var sem kunnugt er opnaður með miklum látum síðastliðið vor og geysimiklum fjármunum varið til auglýsinga. Engu er líkara en búist hafi verið við þvi að íbúar Vestur- Evrópu legðu þegar í stað land undir fót til að beija Disneyheim- inn augum, slíkar voru vænting- arnar. En draumurinn varð ekki að veruleika og standa ráðamenn skemmtigarðsins nú ffammi fyrir miklum vanda, gífurlegu rekstrar- tapi og mikilli óvissu um ffamtíð- Helsta ástæða rekstrartapsins mun vera dræmari aðsókn en ætl- að var og töluvert minni fjárútlát þeirra er heimsótt hafa Disney- garðinn. Síðustu vikurnar, sem verið hafa kaldar og vætusamar, hefur aðsókn verið í algjöru lág- marki og garðurinn einna líkastur draugaborg. Fjármálasérfræðing- ar eru ekki trúaðir á að þetta breytist mjög til batnaðar á næst- unni. Efnahagsvandi Þýskalands og gengislækkanir í Evrópu muni hafa þær afleiðingar í fbr með sér að heimsókn í Euro-Disney verði allt að 20 prósentum dýrari fyrir Breta, ítali og Spánvetja. Reiknað hafði verið með að helmingur gestanna kæmi ffá þessum fjórum löndum. Forráðamenn Euro-Disney leita nú leiða út úr ógöngunum og er ýmislegt á döfinni. f hyggju er að draga úr rekstrarkostnaði og lækka aðgangseyri í skemmtigarð- inn snemma á næsta ári, en hátt verðlag er eitt af því sem mjög hef- ur verið gagnrýnt. Þá er ætlunin að beina athyglinni í auknum mæli að Frökkum sjálfum, en þeir hafa algjörlega „brugðist“. Verða einkum skólafólki og ellilífeyris- þegum boðin sérstök kjör fyrir hópferðir. Og í tilefni jólanna hef- ur geysimiklu verið varið til skreytinga, svo garðurinn megi hafa sem mest aðdráttarafl fyrir gesti um hátíðirnar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.