Pressan - 26.11.1992, Side 22

Pressan - 26.11.1992, Side 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 >&-, MHMH BSH PRESSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúar Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Blað hf. Gunnar Smári Egilsson Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Sigríður Sigurðardóttir Haukur Magnússon Aðgerðir handa öll- um og engum þó Þegar litið er yfir efnahagsaðgerðir ríkisstiórnarinnar kemur í ljós að markmið þeirra er fyrst og fremst að hafa sem flesta hags- muna- og skoðanahópa góða. I þessum aðgerðum fær hver dulít- ið af því sem hann herur óskað: Kvótasölumenn fá örlítinn vísi að kvótasölu. Háværir verkalýðsforkólfar fá hátekjuskatt. Handafls- menn og skuldarar fá lækkun vanskilavaxta. Og þar fram eftir götunum. Og eins og alltaf gerist þegar gera á alla góða fær eng- inn það sem hann bað um. Aðgerðirnar gagnast engum sérstak- lega og allra síst fjöldanum öllum. Þær eru fyrst og fremst tákn- rænar fyrir þann vilja ríkisstjórnarinnar að vera vinur allra. Hún hefur látið undan kröfunum um aðgerðir og ákvað að láta undan þeim öllum samtímis. Eitt það skrýtnasta í aðgerðunum er hinn örlitli vísir að kvóta- sölu eða auðlindaskatti. Alþýðuflokkurinn, Morgunblaðið og ýmsir hagfræðingar hafa krafist þess í nokkur ár að veiðileyfm yrðu tekin af útgerðarmönnum og þeim síðan boðið að kaupa þau eða leigja artur af ríkinu. Rökin að baki þessu eiga að vera siðferðisleg; með upptöku kvótakerfisins hafi sameign allra landsmanna, fiskimiðin, verið tekin af þjóðinni og afhent útgerð- armönnum endurgjaldslaust. Samkvæmt aðgerðum ríkisstjórn- arinnar mun þjóðin fara að endurheimta þessi auðæfi sín í smá- um skömmtum árið 1996 og líklega eignast þau síðan alfarið aft- ur einhvern tímann á næstu öld. Fyrir kvótakerfi veiddu þeir einir fisk sem áttu skip og svo er enn í dag. Munurinn er helstur að þegar menn vilja eignast skip til að fiska á í dag er búið að reikna inn í söluverðið verðmæti veiðiréttarins. Á meðan hann var ótakmarkaður kostaði hann ekkert. Með takmörkun aflaheimilda urðu því til verðmæti sem komu í hlut þeirra sem stunduðu útgerð við upphaf kvótakerfisins. Þeir eru hins vegar engu betur settir nema að því leyti að þeir fá meira fyrir skip sín ef þeir selja þau. Aðrir landsmenn eru heldur ekki verr settir utan þeir sem þrá að gera út. Þeir þurfa að reiða ffam meira fé til að láta draum sinn rætast. Þjófnaðurinn á fiskimiðunum frá þjóðinni er því ekki mjög sýnuegur glæpur. Þeir einu sem unnu í nappdrættinu eru útgerð- armenn á leið úr atvinnugreininni og þeir einu sem töpuðu eru þeir sem vilja gerast útgerðarmenn en eiga ekkert skipið. Nú eru hins vegar liðin næstum tíu ár frá því dregið var í þessu happdrætti. Síðan þá hefur fjöldi útgerðarmanna keypt kvóta og greitt hann fullu verði. Þeirra kvóti er því ekki lengur gjafakvóti neldur eign sem þeir hafa keypt á sama hátt og aðrir atvinnurek- endur kaupa atvinnutæki sín. Þessi kvótakaup og -sala hafa tryggt þá sömu hagræðingu innan greinarinnar og auðlinda- skattsmenn hafa notað sem rök fyrir sínu kerfi. Hagræðingin á sér stað án afskipta ríkisvaldsins. í dag er því nauðsynlegt að bera tap þeirra, sem vildu gerast út- gerðarmenn fyrir tíu árum en áttu ekki skip, saman við tap þeirra útgerðarmanna, sem hafa keypt kvóta á undanförnum árum en eiga von á að hann verði tekinn eignarnámi í náinni framtíð. í flestum tilfellum eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem standa sig best; þeir eiga tekjuafganginn til að kaupa kvótann fyrir. Þeim útgerðarmönnum er líka án efa betur treystandi til að fara með kvótann en embættis- og stjórnmálamönnunum í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Stofninn í hugmyndum auðlindaskattsmanna er ímyndað eignarhald þjóðarinnar á fiskimiðunum. Til að finna ógn sem réttlætir afstöðu þeirra ímynda þeir sér að allir útgerðarmenn í landinu gætu selt kvótann sinn einn daginn til Kína. Á meðan auðlindaskattsmenn vinna skoðunum sínum fylgi innan ríkis- stjórnarinnar heldur útgerðin áfram að þróast; kvóti er keyptur o'g seldur og hinn upphaflegi gjafakvóti endar í höndum þeirra sem greitt hafa fyrir hann fullt verð. Og þessi þróun mun halda áfram til 1996 og þá verður enn fáránlegra að stilla ímyndaðri eign þjóðarinnar á fiskimiðunum upp á móti hagsmunum þess- ara útgerðarmanna. Þetta atriði efhahagsaðgerðanna er um margt lýsandi fyrir fleiri þætti þeirra. Aðgerðirnar snúast fyrst og fremst um að láta undan kröfum skoðana- og hagsmunahópa í stað þess að taka á vandan- um sem við er að glíma á raunhæfan hátt. Þær gleðja fremur ímyndunaraflið en taka á raunveruleikanum. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N AÐGERÐUM í FYRSTU TEK- IÐ AÐ MESTU HÁVAÐA- LAUST Það var furðugott hljóð í hags- munaaðilum á mánudaginn þegar þeir voru inntir eftir áliti sínu á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar. Sérstaklega í ljósi þess að enginn þeirra sagðist hafa fengið það sem hann bað um en margt af því sem hann hefði aldrei kosið. Útvegsmenn voru nokkuð sáttir. Iðnaðurinn gat gleypt þetta. Verkalýðurinn þakkaði stöðug- leikann. Fiskiðnaður gat búist við einhverju verra. Sveitarfélögin sögðu þetta skárra en til stóð um tíma. Og svo fram eftir götunum. Mestur hávaðinn varð þegar að- gerðirnar voru kynntar í þing- flokksherbergi krata. Sá hávaði heyrðist út á götu og mun hafa átt upptök sín í Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Það var síðan ekki fyrr en á þriðjudag að hagsmunaaðilarnir sáu aðgerð- irnar með sömu augum og Jó- hanna og fóru að orga. Fyrst ferðaiðnaðurinn. Þá útgerðar- menn, verkalýðurinn og síðan koll afkolli. NÝR LOUIS EÐA NÝR BÚR- FISKUR Það var einkennilegt að sjá hann Ástþór Magnússon eftir öll þessi ár í fréttunum hjá Ómari Ragnarssyni. Síðast þegar fféttist af honum fór hann á hausinn með enn eitt fyrirtækið sitt og hvarf síðan úr landi. Nú kemur hann heim á einkaþotu sem heitir Spirit of Iceland (flugvél Lindbergs hét Spirit of St. Louis) og kynnir sjón- varpsáhorfendum öU þau tækifæri sem hann getur boðið þeim er- lendis. Og Omar féll að sjálfsögðu fyrir bjargvætti á flugvél og gaf þjóðinni von í öllum erfiðleikun- um í lok fréttarinnar. Vonina um að Ástþór mundi svífa með þjóð- ina út úr vandanum. Því er ekki hægt að neita að að manni læðist sá grunur að þota sem heitir Spirit of Iceland hljóti að vera veðsett út á vængenda. Annað væri ekki í anda lands og þjóðar. GÓÐALÖGGAN Þeir sem hafa velt því fyrir sér hvar góða löggan sé eftir allt það sem sakborningar í fíkniefnamál- um hafa borið upp á stéttina að undanförnu þurfa ekki að leita lengur. Hún er á Breiðholtsstöð- inni. Bæði Mogginn og DV fjöll- uðu ítarlega um góðu lögguna í Breiðholti á laugardaginn síðasta og það var hreint ótrúleg lesning. Löggan þar er svo góð að ungling- arnir kalla hana gælunöfnum, leita hjá henni svara við lífsins gát- um og læra meira að segja heima á stöðinni hjá henni. Miðað við frá- sögn góðu löggunnar hefur hún í raun tekið yfir flestalla félagslega þjónustu í hverfinu og gott ef ekki þá andlegu líka. Og svo lokar hún einni bruggverksmiðju í viku — svona með vinstri hendinni á meðan hún skiptir á bömunum í hverfinu með þeirri hægri. HVERS VEGNA Dugar gengisfellingin efórói er á evrópskum gengismarkaði heldur áfram? GUÐMUNDUR MAGNÚSSON HAGFRÆÐINGUR „PRESSAN hefur lag á að orða spurningar á þann veg að um þverstæður virðist að ræða fremur en þær megi skýra með eðlilegum hætti. Til hvers var gengið fellt? Hverju var gert ráð fyrir í 6 pró- sentunum? Eitt gilt svar á prófi gæti verið á þessa leið: Seðlabank- inn breytti um gengisviðmiðun um síðastliðin áramót, frá því að styðjast við svonefnda útflutn- ingsvog í að miða við myntkörfu þar sem eka (ecu) vegur 76 pró- sent, bandaríkjadalur 18 prósent og japanskt yen 6 prósent. Gengis- breytingar á alþjóðamarkaði hafa orðið til þess að íslenska krónan hefur styrkst og samkeppnisstaða útflutningsgreinanna versnað miðað við fyrri tilhögun um 2-3 prósent. Þetta er aðallega vegna þess að þýska markið vegur þungt í eku og það hefur staðið af sér alla storma. Segjum að þetta „mis- gengi“ hafi verið hluti af 6 pró- senta gengisfellingunni. Það sem eftir er hlýtur því að vera af öðru tilefni, svo sem vegna bágrar stöðu sjávarútvegs, væntra geng- isbreytinga erlendis o.s.frv. Þá hefur Seðlabankinn heimild til að breyta gengisskráningu krónunn- ar til hækkunar eða lækkunar inn- an tiltekinna marka fyrirvaralaust. Því má segja að borð sé fyrir báru í ólgusjó gengisbreytinga á erlend- um markaði. Reyndar ætti öld- urnar að hafa lægt þar að mestu. Ég vil geta þess til gamans í lok- in að svo var að skilja á ráða- mönnum þegar þeir útskýrðu gengisfellinguna að það væri eink- um spánski pesetinn sem hefði gert okkur grikk. Það kemur mér óneitanlega spánskt fyrir sjónir að hann sé allt í einu orðinn helsti gjaldmiðill heimsins og að ekki skuli lengur minnst einu orði á bandaríkjadal. Þetta er að vissu leyti tímanna tákn og sýnir breytta viðskiptahætti okkar og aðlögun að væntanlegu evrópsku efna- hagssvæði. Að hinu leytinu vildi svo illa til að dollarinn hafði hækkað og það hafa sennilega ekki verið talin góð rök fyrir að rýra verðgildi íslensku krónunn- ar.“ „ Gengisbreytingar á alþjóðamarkaði hafa orðið til þess að íslenska krónan hefur styrkst og samkeppnisstaða útflutningsgrein- anna versnað mið- að viðfyrri tilhög- un um 2-3 prósent. Þetta er aðallega vegna þess að þýska markið vegurþungt í eku ogþað hefur staðið afsér alla storma. “ FJÖLMIÐLAR Rökstudd gagnrýni og órökstuddur dónaskapur Það kemur mér ekki á óvart að ýmsum menningarvitum þyki það fyrir neðan allar hellur að gagnrýnendur PRESSUNNAR skuli gefa bókum, plötum og öðr- um listvörum stjörnur. Það pass- ar ekki við þann upphafna hátíð- leika sem þeir vilja að leiki um listina. Þeir eru svo áfjáðir í þessa upphafningu að þeir þreytast aldrei á að kvarta yfir að stjórn- málamenn skuli kasta henni effir hátíðarræðurnar. Ég held það væri frekar ástæða til að óttast um menninguna og blessaðar listirnar ef stjórnmálamenn færu að taka þær upp á arma sína; eins og ætla má af hátíðarræðunum að hugur þeirra standi til. Þeir hafa lagt sínar köldu náhendur á nógu margt hingaðtil. Fyrir mitt leyti finnst mér stjörnugjöf kurteisi. Ef ég rekst á mann niðri í bæ og spyr hann hvernig nýja bókin hans Thors sé þá ætlast ég til að hann svari í einni eða tveimur setningum. Jafnvel þótt hann segði; „ja, svona lala“, þá teldi ég það enga sérstaka móðgun við Thor. Ef ég rækist á skemmtilegan mann væri ég til í að setjast með honum inn á kaffihús og hlusta á hann lýsa skoðunum sínum á bókinni í lengra máli. Á sama hátt svara gagnrýnendur PRESSUNNAR spurningum lesenda á tvennan hátt; annars vegar með stjörnu- gjöf og hins vegar með rök- studdri gagnrýni í lengra máli. Þeir svara því bæði þeim lesend- um sem fara á hundavaði í gegn- um blaðið og eins hinum sem eru tilbúnir að hlýða á lengra mál. Gagnrýni Kolbrúnar Berg- þórsdóttur um nýjustu bók Þór- unnar Valdimarsdóttur í síðustu PRESSUvakti mikla athygli. Kol- brúnu fannst bókin vond og rök- studdi þá skoðun sína á sama hátt og hún hefur rökstutt gagn- rýni sína um þær bækur sem henni hefur þótt góðar. Það fór hins vegar fyrir brjóstið á sumum að Kolbrún gaf bók Þórunnar núll á einkunnaskala stjörnugjaf- arinnar (þar er hauskúpa tákn fyrir núllið eins og hefð er fyrir í stjörnugjöf)- í sjálfu sér bjóst ég ekki við að allir yrðu sammála Kolbrúnu, enda er það ekki tilgangurinn með gagnrýni. Það kom mér hins vegar á óvart hversu hatrammt sumt það fólk var sem taldi sér málið svo skylt að það annað- hvort hringdi í mig eða stöðvaði mig á götu. Á þriðjudagsmorgun varð ég alveg standandi hlessa þegar ég hlustaði á pistil Jóhönnu Sveins- dóttur í Ríkisútvarpinu. I þessum pistli sínum ædaði Jóhanna auð- sjáanlega að gera lítið úr gagnrýni Kolbrúnar og þó einkum Kol- brúnu sjálfri. Hugmyndin virtist vera sú að láta líta svo út sem Kolbrún hefði gefið bók Þórunn- ar falleinkunn án þess að rök- styðja það nánar eða jafnvel að hún hefði ekki einu sinni lesið bókina. Jóhanna kunni sér hins vegar ekkert hóf. Pistillinn var samansafn rætins slúðurs, dóna- skapar, aulafyndni og sjálfbirg- ingsháttar. Einu rökin sem ég hjó eftir um að hugsanlega ætti bók Þórunnar betri gagnrýni skilda voru þau að þetta væri sjötta bók höfundar. Það eru álíka fíflaleg rök og að gagnrýnendur ættu að fara sér- stökum höndum um fyrstu ljóða- bók Þórs Whitehead. Það furðulegasta við þennan pistil var að hann byggðist í raun á því að gagnrýnendur ættu ekki að dæma bækur eftir eigin smekk. Og þar sem Kolbrún virt- ist haldin þeirri villutrú fannst Jó- hönnu að Rithöfundasambandið ætti að útvega henni kórónu og veldissprota til að hún væri í við- eigandi búningi þegar hún dæmdi lifendur og dauða. Auð- vitað eiga gagnrýnendur að dæma bækur eftir eigin smekk. Það vita allir og ég nenni ekki að hafa frekari orð um það. Hápunktur smekkleysu Jó- hönnu í þessum pistli var síðan sá að hún nefndi Kolbrúnu aldrei á nafn heldur uppnefndi hana „konukind“ og fannst það svo fyndið að hún þrástagaðist á þessu uppnefni. Kannski hefur Jóhanna talið þetta vera í anda nafnleyndarstefnu Ríkisútvarps- ins, en þar eru glæpamenn nafn- lausir þar til þeir hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi í það minnsta. I lokin óska ég Jóhönnu alls hins besta og þá sérstaklega þess að lestur hennar á fretrúnunum hafi virkað, svo aðrir verði ekki fyrir uppbelgdum dónaskap hennar í framtíðinni. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.