Pressan - 26.11.1992, Side 25

Pressan - 26.11.1992, Side 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 25 Kópal er alíslenskt sjampó. Hver man ekki eftir Man- eggjasjampóinu? Islenska lopapeysan var hresst við og gerð litríkari og viti menn; Islendingar fóru afturaðkaupa hana. Framsóknarflokk- urinn átti sæti í flestum hafta- stjórnum á íslandi á árunum milli 1930 og 1960. komast í ríkisstjórn og hann. Að vísu telst hann enn Hinn íslenski bændaflokkur, en af kosninga- stefnuskrám hans að dæma er hann fjöllyndastur í íslenskri flokkapólitík og því einstakur á Norðurlöndum; jafnvel þótt víð- ar væri leitað. Utan málgagni Tímanum, stóð um árabil: „Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára“. Þessi setning hefur nú verið tekin úr haus Tímans en ekki fylgir sögunni það var vegna þess MÚLAKAFFI Þegar minnst er á séríslenska veit- ingastaði koma fá- ir upp í huga fólks. Múlakaffi var þó nefhdur af þeirri ástæðu að hann býður reglulega upp á íslenska kjötsúpu og súran þorramat. Einnig var Naustið nefnt sem matsölustaður með ís- lensku ívafi, ekki þó matargerðin sjálf, heldur eru innviðir Naustsins óneitan- lega þjóðlegir. All- ir aðrir mat- sölustaðir á fslandi eru meira og i n n a anskir ítalsk- ir. F á u m finnst íslenskt Monts Bleus ereina íslenska ilmvatnið sem framleitt hefur verið. Það er með það eins og flestar islenskar iðnaðar- vörur: Þær enda í Rammagerðinni eða hjá Islenskum heimilisiðnaði. Islenska gæran, fláði hesturinn og tekkið vekja minningar... sælgæti standa því erlenda að baki. fslenskur lakkrís er þar í öndvegi og þykir jafnvel sá besti í heimi þótt ekki hafi enn tekist að byggja risalakkrísverksmiðju í Kína. fslendingar borða yfirleitt mikið af íslensku gotteríi. Fátt er þó í þeirri flóru sem hefur ein- hverja sérstöðu nema ef vera skyldi rauða ópalið, sem reynt hefur verið að setja á erlendan markað. íslenska brennivínið er óneit- anlega alíslenskt fyrirbæri og hef- ur meira að segja orðið svolítið „trend“ meðal þungarokkara, en það varð hins vegar aldrei Eld- ur/ís-vodkinn sem átti að koma íslandi á kortið. Icy-vodki gekk mun betur og gengur enn, en aldrei hafa íslensku líkjörarnir ímyndar maður sér að sú tegund sé bröndótt, nokkuð vel í holdum og matfrek, líkist með öðrum orð- um Vesturbæjarljóninu marg- fræga. íslenska hestinn þarf svo ekki að hafa mörg orð um. Hér hefur aðeins fátt eitt verið Innlent sælgæti þykir nokkuð gott, sér- staklega rauða ópalið sem felur allan brennivínsfnyk, og lakkrísinn þykir sá besti í heimi þótt ekki hafi enn tekist að framleiða hann í Kína. Merkurdögg og Jöklaglóð náð neinni útbreiðslu. Hvannarótar- brennivínið og Kláravínið nutu þó nokkurra vinsælda um tíma, svo fátt eitt sé nefnt. Af íslenskum matvælum hefur sauðkindin auðvitað sérstöðu, þótt æ fleiri hneigist í átt til ann- arra kjöttegunda, eða þá bara grænmetið. íslenska skyrið er ein- stakt og nokkuð vel er látið af flestum íslenskum mjólkurafúrð- um. fslenska vatnið stendur upp úr. Það er að JJ~: flestra það besta sem hefúr upp á að bjóða. BÓSI OG VESTURBÆJ- ARLJÓNIÐ Allir vita að íslenski fjárhundurinn hefur alltaf verið vita vonlaus smali. Hann vakti þó at- hygli nokkurra útlendinga árið 1956. í kjölfar þess voru íslenskir hundar fluttir út og urðu tveir þeirra meira að segja frægir í bandarísku sjónvarpi. Það voru tíkin Brana úr Jökuldal og Bósi úr Skagafirði. Eftir þetta urðu þó fáir til að veita íslenska fjárhundinum sérstaka athygli fyrr en Sigríði á Ólafsvöllum tókst að bjarga hon- um frá því að deyja út. Nú er meira að segja farið að halda utan um séríslenskt kattarkyn, íslenska fjósaköttinn, sem útlendingar vilja fá á alþjóðlegar kattasýningar. Einhvern veginn talið sem vekur upp minningar fólks þegar það heyrir töff aorð- in „Veljum íslenskt!" Ótal- margt annað hefur sömu áhrif... Mokkajakkar, Light Nights, glíma, VÍR-fatnaður, Gefjun, Volcano Show í Hellusundi, Þursaflokkur- inn, SpUverk þjóðanna, HaUbjörn Hjartarson... Guðrúr Kristjánsdóttir íslenski hundurinn enqum líkur. ★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★★★ ★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★★★ smaa letrið Það er illt í efni. Horfur eru ekki góðar. Ekki vegna þess að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp. Það eru smámunir. Og ekki heldur vegna vaxandi kreppu um allan heim. Það er tittlingaskítur sem.tekur því ekki að hugsa um. Mál málanna er að árið 2126 mun halastjarn- an Swift- Tuttle skella á jörðinni og þurrka mannkynið út. Og það eru engar líkur til þess að það velti fyrir sér ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eða gengiskörfu Evr- ópubandalagsins á meðan það ger- ist. Ef einhver heldur að það sé of snemmt að hafa áhyggjur af Swift- Tuttle þá skal þeim hinum sama bent á að miðað við meðalaldur ís- lenskra kvenna þá munu öll mey- börn sem fæðast eftir 2045 þurkast út (að meðaltali). Og ef einhver heldur að það sé langt þangað til árið 2126 rennur upp þá skal þeim bent á að það er álíka langt og síð- an árið 1858 rann sitt skeið. Það var árið sem Eyfellingaslagur braust út. Þegar bændur neituðu að baða fé sitt og gerðu aðsúg að stiftamtmanni og sýslumanni. Og árið 1958 dó Þorleifur Guðmunds- son Repp. Og þá hóf gufuskip póstflutninga. Ef fólki finnst þetta fyndið og ein- hvern veginn týnt í sögunni þá má gera ráð fyrir að mannkynið muni glotta — um það leyti sem það þurrkast út — þegar það heyrir um þá Davíð og Jón. Fyrir þá sem lifa í voninni um að Swift-Tuttle hitti ekki jörðina má benda á að ef halastjarnan grandar okkur þá mun eitthvað annað gera það. Til dæmis: Lengri dagar og lengri nætur. Samkvæmt útreikningum er dagur- inn á jörðinni alltaf að lengjast. Fyrir 350 milljón árum var hann aðeins 22 tímar. Ástæða þessa er að tungl- ið er að fjarlægjast jörðina og það dregur úr snúningi hennar. Með tíð og tíma mun dagurinn lengjast sí- fellt og plöntur og dýr ruglast og mannkynið farast. Stjörnuþoku-yfirtaka. Stjörnuþok- an okkar, Vetrarbrautin, nálgast næstu stjörnuþoku, Ándrómedu, með miklum hraða. Með tíð og tíma mun þeim hafa tekist að loka því 2 milljón Ijósára gati sem er á milli þeirra. Og þegar það gerist er ekki von á góðu. Þar sem Andró- meduþokan er fjórum sinnum stærri en Vetrarbrautin verður þetta líkt og óvinsamleg yfirtaka stórfyr- irtækis á smákompaníi. Og allir vita hvernig fer fyrir smákompaníinu við þær aðstæður. Útþensla sólarinnar. Sólin okkar stækkar sífellt. Það mun þó ekki draga til tíðinda fyrr en eftir svo sem 5 milljarða ára. Þá mun hún fitna eins og fjósakona og bræða í orðsins fyllstu merkingu allt líf á jörðinni. Samdráttur af stjarnfræðilegum toga. Alheimurinn þenst út. En að- eins upp að ákveðnu marki. Þegar því marki er náð mun hann skreppa saman aftur og þá með ógnar- hraða. Og þá verður ekki kátt í heimi. Uppreisn pró- tónanna. Þegar alheimurinn hef- ur skroppið sam- an mun hann þenjast aftur út. Og síðan koll af kolli. Þó eru til vísindamenn sem segja að þegar þetta hefur gengið í nokkra milljarða ára muni prótón- urnar, sem allt í alheiminum er búið til úr, einfaldlega gefast upp á þessu og leysast upp innanfrá. Þá verður alheimurinn ein stór kjarn- orkusprenging í örkotsstund. Síðan ekkert nema geislavirkt ekkineitt. Og í ljósi þessa er ekki mikil ástæða til að býsnast yfir veiðileyfa- gjaldi á árinu 1996. ★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★★★

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.