Pressan - 26.11.1992, Síða 33

Pressan - 26.11.1992, Síða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 33 „Það er óskandi aðfranska tengingin verði núverandi og upp- rennandi myndasagnahöfundum hvatning og innblástur til metnaðarfullra dáða‘c. GUNNARJ.ÁRNASON Veitingahús sem lifir kreppuna af KlNAHÚSIÐ í lækjargötu HELSTIKOSTUR: LAGTVERÐ. HELSTU GALLAR: ÓLUNDARLEG ÞJÓNUSTA, BRAGÐDAUFIR RÉTTIR. ★★ OKínahúsið í Lækjargöt- unni getur horft fram á bjarta tíð i kreppunni. Eigendur þess eru meðal örfárra veitingamanna í Reykjavík sem hafa tekið þá stefnu að gæta hófs í verðlagningu og freista þess að fá því fleiri gesti. Langstærstur hluti veitingamanna getur þetta ein- faldlega ekki. Þeir líta svo á að hver og einn gestur þurfi að standa undir rekstri veitingahúss- ins og væntingum veitinga- mannsins um þægilega lífsaf- komu. Þess vegna reyna þeir að græða nógu mikið á hverjum gesti í stað þess að miða að því að gest- irnir geti í sameiningu borgað rekstrarkosmað hússins og jafnvel örlítinn afgang til veitingamanns- ins fyrir framtakið. Vegna verðlagsstefnu Kína- hússins er þar oft fúllt út úr dyr- um þegar aðrir veitingastaðir eru hálftómir. Fólk sem ekki býr við matargjafir hins opinbera í mötu- neytum getur séð sér fært að borða í Kínahúsinu í hádeginu. Og það getur jafnvel skroppið þangað út að borða án þess að hafa til þess tvöfalt tilefhi. Og þar sem matargestir koma í Kínahúsið mun það lifa á meðan aðrir staðir sem selja sig helmingi dýrar fara á hausinn. Maturinn í Kínahúsinu er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Eins og annar austurlenskur matur í Reykjavík á hann það til að vera helst til bragðlítill, nema þá helst Van Tan- súpan sem er góð. Kokkamir verða heldur ekki sakaðir um frumleik eða ævin- týraþrá, enda varla hægt að ætlast til þess á veitingastað sem býður upp á hefðbuncfria matargerð. Þó væri þess óskandi að þeir leituðu frekar hefða í kínversku eldhúsi en íslenskum matvælageymslum. En þrátt fyrir galla stendur matargerðin á Kínahúsinu fylli- lega undir verði réttanna og mættu önnur veitingahús taka mið af því. Það eitt að hækka verð réttanna eykur ekki gæði þeirra. Því miður er þjónustan í Kína- húsinu frekar döpur. Þjónarnir taka ólundarlega í óskir gestanna og þola illa það sem er ekki eftir þeirra eigin höfði. Á stundum minna þeir á strætisvagnabílstjóra sem vonast til að þurfa ekki að stoppa á næstu stöð og lætur bjöll- una því alltaf fara í taugarnar á sér. Guðdómleg innri spenna og vinurErrós (pína) FRANSK-fSLENSKA MYNDASÖGU- SÝNINGIN OG J J. LEBEL, KJAR- VALSSTÖÐUM íslenskir myndasögu- höfundar hafa tekið höndum saman við frönsk starfssystkini sín og slegið upp sýningu til að kynna íslensk- um almenningi hinn fjölbreytta heim myndasagna. Mörgum sög- um fer af dálæti Frakka, fúllorð- inna jafnt sem barna, á mynda- sögum, þannig að það er forvitni- legt að sjá hveijir þar teljast í far- arbroddi. En íslenski hópurinn sem stendur á bak við mynda- blaðið GISP stendur fyllilega fyrir sínu, og mun meiri ástæða fyrir okkur að komast í tæri við þau. Það er vel að sýningunni staðið og henni er fylgt úr hlaði með vand- aðri myndabók, sem er jafhffamt fimmta heffi af GISP, með sýnis- homum íslenskra og fr anskra höf- unda, ásamt ffóðlegum greinum. Hafa teiknimyndasögur, sem tilbrigði við menninguna, ekki verið metnar að verðleikum? Þær hafa átt sér fáa formælendur, nema helst meðal barna og ung- linga: afþreying fyrir þá sem nenna ekki að lesa, segja sumir, afætur á kvikmyndum og sjón- varpi, segja aðrir. Nú berast þau tíðindi ff á Frans að í þágu listræns réttlætis hafi opinberar stofnanir loks tekið við sér og mælt svo fyrir að teiknimyndasögur eigi tilkall til sömu upphefðar og aðrar list- greinar; safria, skóla og verðlauna. Um sömu mundir berast válegar ffegnir ffá Ameríku um að Súper- mann sé allur. Enda er kominn tími til að Súpermann, Andrés Önd, Disney og hans nótar séu ekki lengur allsráðandi í mynda- söguheimi. Myndasögur eru á sveimi á ein- hverju gráu svæði milli myndlist- ar, bókmennta, kvikmynda og sjónvarps, án þess að tilheyra einu frekar en öðru. Ég sé enga sér- staka ástæðu til að efna til saman- burðar eða metings milli list- greina. Myndasögugerð tengir saman ólíka miðla, frekar en að sérhæfa sig og einangra á afmörk- uðu sviði, og það er einmitt í því sem möguleikar hennar eru fólgn- ir. Við núverandi aðstæður, þar sem öllu ægir saman, ætti teikni- myndasagan að geta dafnað. Það er óskandi að franska tengingin verði núverandi og upprennandi myndasagnahöfúndum hvatning og innblástur til metnaðarfúllra dáða. Sá sem deilir Kjarvalsstöðum með myndasagnahöfundum, Frakkinn Jean Jacques Lebel, gæti hæglega verið fígúra í teikni- myndasögu, róttæklingur og list- ræn ótemja frá París. öll verkin nema tvö eru gerð á árunum ’58 til ’63 og bera vitni um ákafan áhuga hans á konubrjóstum, enda man ég ekki effir að hafa séð jafn- mörg konubrjóst á einni sýningu. Ein myndin heitir reyndar „Brjóstadýrkun" og væri það við- eigandi yfirskrift á sýningunni. En þessar myndir eru óáhugaverðar og undarlega forneskjulegar, þar að auki er Lebel mun þekktari fyr- ir uppákomur sínar, gjörninga og þátttöku í pólitíska sjónarspilinu í París sumarið ’68. Eðlilega er fátt eftir af því nema fáein auglýsinga- spjöld. Á meðan á þessu stóð hætti hann að skapa verk í varan- leg efni, enda þótti það hin mesta afturhaldssemi, en sneri síðan við blaðinu með breyttum tíðaranda og á sýningunni eru tvö verk frá ’82 og ’90, sem espa varla forvitni til að vita hvað hann gerði á miili ’82 og ’90. Sýningin hlýtur því að vera einhver misskilningur; hún gefúr litla hugmynd um feril lista- mannsins og samanstendur aðal- lega af gömlum og lúnum verkum sem hafa sárah'tið gildi. En eitt hef ég ekki nefnt og kannski þarf ekki að segja meira: Hann er vinur Errós. Gunnar J. Árnason 17.30 fþróttaauki E 18.00 Stundin okkar E 18.30 Babar 18.35 Táknmálsfréttir 19.00 Or ríki náttúrunnar. Klifurgasellur í Israel. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður. 20.00 Fréttir. 20.35 fþróttasyrpan. Golf, íslenskur handbolti séður með vélum danskra sjónvarpsmanna og íþróttaviðburðir. 21.15 Spuni. Nýjasta tækni og vísindi. Loftskip, gervigreind og geimflugvél í lífseigasta sjónvarpsþættinum. 21.30 ★★ Eldhuginn 22.20 Tvennir tímar Katrín Pálsdóttir tekur viðtal við Júrí Rechetov, sendiherra Rússa á (slandi. Jón Baldvin segir frá leynifundi sem hann átti eitt sinn við sendi- herrann. 23.00 Fréttir 23.10 Þingsjá 17.30 Þingsjá E 18.00 Hvarer Valli? 18.30 Barnadeildin 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Magni mús 19.25 Ed Sullivan. Allt það nýjasta og besta. 20.00 Fréttir. 20.35 Kastljós 21.05 ★* Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn hrindur árás Svia. 21.40 ★★ Derrick Góðir þættir, en þreytumerki farin að sjást. 22.40 ★★ Ást og hatur Love and Hate. Kanadísk, 1989. Fyrrihluti sjónvarpsmyndar um milljónamæring sem skilur við konu sína. Þegar hún krefst forræðis yfir börnunum lætur hann drepa hana. I meðallagi. LAUGARDAGUR 14.20 Kastljós. E 14.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik stór- liðanna Arsenal og Manchester United í London. 16.45 fþróttaþátturinn. Islandsmótið i handbolta, bein útsending. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Strandverðir 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Fyrirmyndarfaðir. Cosby og fjölskyldan, allt það lið er farið að eldast ískyggilega. 21.10 Manstu gamla daga? Söngur og síld. Lögin og Ijóðin frá gullöld síldarinnar sungin af Stefáni Jóns- syni, Berta Möller, Ara Jónssyni, Margréti Eir Harðar- dótturog fleirum. 21.50 Einn á ferð. Kanadísk sjónvarpsmynd sem gerist fyr- ir rúmri öld og segir frá dreng sem ferðast um og reynir að hreinsa föður sinn af morðákæru. Annars er lítið vitað um myndina, en varla rétt að búast við miklu. 23.20 ★★ Ást og hatur. Love and Hate. Kanadtsk, 1989. Seinni hluti sjónvarpsmyndarinnar um forræðisdeil- ur sem fara út í öfgar. —niHIHT— 13.30 Meistaragolf. Bandarísk skoðanakönnun leiddi f Ijós að golf er sú fþrótt sem flestum finnst leiðinlegust f sjónvarpi. Samt horfa kannski einhverjir. 14.35 Ástir skáldsins. Frægur barítónsöngvari, Hermann Prey, syngur eitt meistaraverk söngbókmenntanna, Dichterliebe eftir Schumann við Ijóð Heines. 15.10 Heimavanur f óbyggðum. Semsé dýralffsmynd frá Afrfku. 16.10 Tré og list. Æsandi norræn þáttaröð um tré og notkun þeirra á Norðurlöndunum. Hér er fjallað um danskan stólasmið. 16.50 Öldin okkar. Blekkingarnar miklu. Franskur mynda- flokkur um helstu viðburði aldarinnar. Hér er fjallað um árin frá 1928-39, kreppuna miklu, uppgang fas- ista á Italfu og nasista í Þýskalandi. 17.50 Sunnudagshugvekja. Hjalti Hugason. 18.00 Stundinokkar 18.30 Brúðurnarfspeglinum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bölvun haugbúans. Kanadísk börn og álagahaug- urvíkingahöfðingja. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður. 20.00 Fréttir. 20.35 ★ Vfnarbióð. Valsakóngurinn er loksíns farinn að semja almennilega valsa. 21.10 Dagskrá næstu viku 21.40 Mannlíf f Reykjadal. Gísli Sigurgeirsson heimsækir Þingeyinga sem stunda landbúnað og iðka menntir og blómlegt mannlff. 22.30 Jóhann Jónsson. Þáttur um löngu dáið skáld sem varla eru til neinar myndir af. I staðinn er leikari látinn paufast við skriftir við birtu frá Ijóstýru. Ógn hug- myndalaust og vont sjónvarpsefni. E 23.20 Sögumenn. Frá Suður-Afríku, sagan um hænuna og krókódílinn. 17.00 Hverfandi heimur. Þáttaröð um þjóðflokka hér og þar um heiminn sem öllum stafar ógn af í nútlman- um. Hér er fjallað um Azande-þjóðflokkinn I Afríku og áhrif sem töfralæknar hafa á hann. 18.00 Borgarastyrjöldin á Spáni Prýðileg þáttaröð um geigvænlega atburði sem skildu eftir mikil sár. S U NNUPAGUR 17.00 Áttavitar. Um fólk sem fer I ævintýraleg ferðalög. 18.00 Dýralíf. Fjallað um Cook-eyjar í Kyrrahafi, llfrlki sem er I hættu vegna ágangs túrista. 16.45 Nágrannar. 17.30 Meðafa E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.30 ★★ Eliott-systur 21.25 Aðeins ein jörð 21.35 Laganna verðir 22.25 ★ Glæfraspil. The Big Slice. Amerisk, 1990. Þunn gamanmynd um vini sem ákveða að sökkva sér I glæpaheiminn með það fyrir augum að skrifa trú- verðuga sakamálasögu. 23.50 ★ Klessan. The Blob. Amerísk, 1988. Eftiröpun gam- allar B-hryllingsmyndar sem var fjarskalega viðkunn- anleg og vitlaus. Endurgerðina vantar hins vegar all- an sjarma. E FÖSTUDAG U R 16.45 Nágrannar 17.30 Áskotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 NBA-tilþrif E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.30 Sástóri 21.00 ★ Stökkstræti 21 21.50 ★★★ Grunaður um morð It's a Lonely Place. Am- ertsk, 1950. Eins konar Leikmaður, árgerð 1950. Humprey Bogart leikur skapvondan handritshöfund I Hollywood sem er handtekinn fyrir morð. Hann er I þingum við konu sem hefur efasemdir um sakleysi hans. Leikstjóri er Nicholas Ray, sem oft var mjög snjall. 23.20 ★ Nico. Above the Law. Amerísk, 1990. Hreysti- og ofurmennið Steven Segal gengur í skrokk á alls kyns drulludelum. Um leikhæfileika Segals hefur verið sagt að í samanburði við hann sé Chuck Norris eins og Laurence Olivier. 00.55 SBræðralagið Band of the Hand. Amerísk, 1986. Hryllilega klisjukennt rugl. um gamla Vletnamhetju sem þjálfar götustráka til að berjast gegn eiturlyfja- sölum. Bob Dylan syngur titillagið, slík hefur á köfl- um orðið niðurlæging hans. E LAUGARDAG U R 09.00 Meðafa. 10.30 Lisa i Undralandi. 10.50 Súper Maríó-bræður 11.15 Sögurúr Andabæ 11.35 Ráðagóðirkrakkar. 12.00 Dýravinurinn Jack Hanna. Heimsókn (dýragarð. 12.55 Visasport E 13.25 ★★ Ur öskunni í eldinn. Men at Work. Amerísk, 1990. Emilio Eztevez skrifar handritið, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið ásamt bróður sínum Charlie Sheen. Gallinn er sá að Estevez veldur varla nema einu af þessu þrennu, hvað þá öllu. E 15.00 Þrjúbíó. Kærleiksbirnir. Löng teiknimynd um þessar fígúrur. 16.20 Sjónaukinn. Hestamennska og gæðingar. E 17.00 Leyndarmál. Sápuópera eftir Judith Krantz. 18.00 Tom Petty, Teenage Fan Club og The Wonder Stuff. Þessar hljómsveitir á tónleikaferðalagi. 18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir. 19.19 19.19, 20.00 Falin myndavél. 20.30 Imbakassinn 20.55 U2. Bein útsending frá tónleikum hljómsveitarinnar. Sumum finnst þetta fínt sjó, aðrir telja það skrípaleik þegar söngvarinn Bono þykist reyna að hringja I for- seta Bandaríkjanna á miðjum tónleikunum. 22.25 ★★ Út og suður ( Beverly Hills Down and Out in Beverly Hills. Amerisk, 1986. Mynd sem leikstjórinn Paul Mazursky byggir á sígildri franskri mynd en nær þvl miður ekki jafngóðri útkomu. Nick Nolte leikur fylliraft sem leggur undir sig heimili I Beverly Hills þar sem búa hjón, leikin af Richard Dreyfuss og Bette Midler. 00.05 ★★★★ Fjandskapur. Do the Right Thing. Amerisk, 1989. Besta mynd Spikes Lee, meistaraverk. Fyndin mynd en líka átakanleg. Óeirðir brjótast út eftir að kastast í kekki milli svartra manna og Itala sem reka pizzustað. E S U N N U D A G U R 09.00 Regnboga-Birta. 09.20 ÖssiogYlfa 09.45 Myrkfælnu draugarnir. 10.10 PrinsValíant 10.35 Maríannafyrsta. 11.00 Brakúla greifi 11.30 Blaðasnáparnir. 12.00 Fjölleikahús 13.00 NBA-tilþrif. 13.25 Italski fótboltinn Bein útsending. 15.15 Stöðvar 2-deildin. Handbolti, svipmyndir frá lands- mótinu í þeirri íþrótt. 15.45 NBÁ-körfuboltinn. Sýnt frá leik. 17.00 Listamannaskálinn. Terry Gillam, mistækur leik- stjóri sem starfaði með Monty Python-hópnum og hefur leikstýrt myndum á borð við Brazil, Munchau- sen og Fisher King. 18.00 60 mínútur. Bandarískur fréttaþáttur. 18.50 Aðeins ein jörð. E 19.19 19.19 20.00 ★ Klassapíur 20.30 ★★ Lagakrókar. 21.25 ★★ I lífsháska Anything to Survive. Amerísk, 1990. Sjónvarpsmynd um fjölskyldu sem verður skipreika við strönd Alaska. Barátta við kulda, sem mun byggð á sannri sögu. 22.55 Tom Jones og félagar. Kvennagullið tekur á móti gestum, þar á meðal söngkonunni Cyndi Lauper. 23.55 ★★ Ungu byssubófarnir. Young Cuns. Amerisk, 1989. Emilio Estevez, Kiefer Sutherland og fleiri ung- leikarar í byssuleik [ villta vestrinu. Myndin er þó aldrei neitt sérstaklega spennandi. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.