Pressan - 26.11.1992, Qupperneq 36

Pressan - 26.11.1992, Qupperneq 36
N. okkrir þingmenn voru nýlega á ferð í Evrópu. Þeirra á meðal var Ingi Björn Albertsson, sem talsvert hefur I beint spjótiun sínum að ýmsum kostnaði vegna I æðstu stjórnar ríkisins, svo sem ferðakostnaði . og risnu. í þessu sam- V bandi vekur athygli að Ingi Björn var sá eini 1 þessara þingmanna sem sá ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig, en slíkt hefur drjúgan auka- kostnað í för með sér... JL járfestingarfélögum fjölgar stöðugt hér á landi. Nú hefur verið skrásett nýtt félag, Fjárfestingarfélagið Brúskur hf„ í þeim tilgangi að fjár- festa í hlutabréfum, skuldabréfuni og öðru því líku. Eigandi og stjórnarformaður er enginn annar en ; Werner í. Rasmus- son apótekari í Ingólfs- apóteki og er félagið skráð í Kringlunni. Brúskur virðist fýrst og fremst vera fjöl- skyldufýrirtæki því með Werner í stjórn er sonur hans. Hlutafé er skráð ein millj- ónkróna... ST að vom nokkrir sem hjóu eftir því í sjónvarpsþætti Arthúrs Björgvins Bollasonar og Sigurðar A. Magnús- sonar að Sigurður hafði þýtt þekkta prent- villu í bréfi í bók James Joyce, Ódysseifur, samkvæmt merkingu en ekki í anda orða- leiksins. Joyce lætur bréfritara vísvitandi segja „another world“ (annar heimur) í stað „another word“ (annað orð). Sigurð- ur las upp úr þýðingu sinni á bréfinu og þegar kom að prentvillunni sagði hann „annar heimur". Með því mundi glatast ákveðin merking á þankagangi síðar í bókinni en þessi prentvilla leiðir af sér misskilning sem James Joyce leikur sér að. Þeim sem óttuðust að sá leikur væri glataður skal bent á að Sigurður mun hafa breytt þýðingunni eftir þáttinn... innan lögreglunnar er dóms í kókaín- málinu beðið með eftirvæntingu, enda getur hann haft úrslita- áhrif á veru Björns Halldórssonar í stöðu yfirmanns fíkniefna- deildar. En það er ekki eitt, heldur allt, sem Birni er fundið til for- Vcitingosuiður -þar sem hjnrtað sLer- Leikhúsgestir Við bjóSum veitingar bœðijýrir og eftir leiksýningar. Verið velkomin Eldhúsið opið til kl. 11:30 áttu þessa dagana. Nú heyrum við að al- mennir lögreglumenn við hraðamælingar tali sín á milli um aksturslagið á Birni, enda hefur það gerst oftar en einu sinni undanfarið að undir stýri bíls sem þeir æduðu að sekta sitji bara yfirmaður fikni- efnadeildar á leið úr eða í vinnu... s kiptum lauk nýverið í þrotabúi slönguverksmiðjunnar Enteks á íslandi, sem úrskurðuð var gjaldþrota fýrir tveim- ur árum. 11 milljónir greiddust upp í alls 59 milljóna króna veðkröfúr með sölu á vélum, en fyrir gjaldþrot hafði verk- smiðjuhús fyrirtækisins verið selt. Reynd- ar var ekki öllum kröfúm utan skuldarað- ar lýst. Um 2 milljónir greiddust upp í 4,3 milljóna króna forgangskröfur. Ekkert fékkst hins vegar upp í um 36 milljóna króna almennar kröftir... + Skólabrti við Austurvöll sími 62 44 55

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.