Pressan - 04.02.1993, Page 5

Pressan - 04.02.1993, Page 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 5 T) -LJrottvikning Gunnars Kr. Gunn- arssonar úr starfi framkvæmdastjóra HSf hefur mælst misvel fyrir meðal for- ystumanna innan handknattleikshreyf- ingarinnar. Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, boðaði stjórnarfund án vitneskju Gunnars og lagði fyrir stjórnina að hon- um yrði vikið úr starfi. Ekki var einhugur um þessa tillögu í stjórninni og meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn brott- vikningunni var Ólafur Schram, sá hinn sami og verið hefur í fféttum vegna áhuga síns á kvenfélagi Bessastaðahrepps. Þá var Kjartan Steinbach, þungavigtarmaður í stjórn handknattleikssambandsins, er- lendis þegar fundurinn var haldinn, en fullvíst má telja að tillaga Jóns hefði verið felld hefði Kjartan verið á landinu og Gunnar væri því enn framkvæmdastjóri HSf... M örgum þykir vinnubrögð Jóns Ásgeirssonar, formanns HSI, undarleg í þessu máli. Gunnar kom gersamlega af fjöllum þegar honum var tilkynnt um brott- vikninguna, enda hafði hann aldrei fengið við- varanir eða bendingar í þá átt að eitthvað væri aðfinnsluvert við störf hans. Því var fleygt að Jón, sem er án atvinnu þessa dagana, hafi með þessum gerningi reynt að útvega sjálfúm sér í vinnu. Jón hefúr hins vegar haldið því ffam að hann hyggist ekki taka við starfi Gunnars. Þess má svo geta að HSf var rekið með hagnaði fyrstu sjö mánuðiársins 1992... —^------------------------------ A 1L \. skömmum tíma hafa fféttastofúr beggja sjónvarpsstöðvanna hleypt veður- fræðingum sínum í baráttu fyrir hærri launum í miðjum fréttaútsendingum. Stöð 2 reið á vaðið fyrir skömmu þegar Eggert Þorkelsson lýsti rétt- mæti launakrafna BHMR í viðtali og birt- ist síðan skömmu síðar og sagði fólki fféttir af veðri. Fyrir nokkr- um dögum gerði Ríkissjónvarpið það sama. Þá settist Haraldur Ólafsson veð- urfræðingur hjá Árna Þórði Jónssyni fféttamanni og lýsti fyrir honum nauðsyn þess að hækka laun veðurfræðinga og bæta starfsaðstöðu þeirra. Síðan sneri hann sér að því að segja veðurfféttir. Það er sérkennilegt að þessum starfsmönnum sjónvarpsstöðvanna skuli gert kleift að nota fféttaútsendingar til að þrýsta á um launahækkun. Það eru augljósir hags- munaárekstrar milli þeirra hlutverka sem þeir Eggert og Haraldur Iéku í þessum fféttaútsendingum... F 1 Jinar Kárason rithöfundur gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Fyrir skömmu samdi hann við frændur vora Svía og Dani um útgáfú á nýjustu bók sinni, Heimskra manna ráð- um, og gert er ráð fyrir að bókin verði einnig geftn út í Noregi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bækur eftir Einar eru gefnar út á erlendum tungumálum því Eyjabækur hans hafa komið út í sex lönd- um, þ.á m. Færeyjum og Finnlandi... Auglýsing um gjaldeyrisumsóknir og afgreiðslur hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum viðskiptaaðilum með gjaldeyri. Hinn .1. janúar sl. gengu í gildi nýjar reglur um öll gjaldeyrisviðskipti með reglugerð viðskiptaráðuneyt- isins nr. 471/1992. Reglugerðin er byggð á lögum um sama efni nr. 87/1992. Hömlum hefur þegar verið aflétt á flestum algeng- ustu þáttum gjaldeyrisviðskipta. Þeim hömlum, sem enn eru til staðar, verður aflétt á næstu misserum. Eftir sem áður er gert ráð fyrir upplýsingaskyldu til Seðlabankans vegna gjaldeyrisviðskipta. Það gerir bankanum kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu á sviði hagskýrslugerðar og eftirlits. Til að rækja þetta hlutverk sitt hefur bankanum m.a. verið falið að setja reglur um skráningar- og tilkynningaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta, þ.m.t. um framlagningu gagna þegar gjaldeyrisviðskipti eiga sér stað. Seðlabankinn vekur athygli á 22. gr. reglugerðarinn- ar þar sem m.a. er lögð sú skylda á aðila, er heimild hafa til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti (nú bankar og sparisjóðir), að þeir sjái til þess að allar viðskipta- beiðnir vegna kaupa og sölu á erlendum gjaldeyri skilgreini tilefni þeirra. Telji starfsmenn þessara aðila að forsendur viðskiptanna fái ekki staðist skulu þeir vísa slíkum beiðnum til umsagnar og úrskurðar Seðlabankans áður en afgreiðsla getur farið fram. Með viðskiptabeiðnum fylgi gögn eftir því sem við á, svo sem reikningar, samningar, farseðlar, vottorð o.fl. Nánari upplýsingar um framkvæmdina er að finna í greindum lögum, reglugerð og auglýsingu Seðla- bankans dags. 23. desember 1992, og hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum viðskiptaaðilum með gjald- eyri og hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Reykjavík, 26. janúar 1993. Seðlabanki íslands - S Þú ræður auðveldlega við að fjárfesta í Ráð hugbúnaði fyrir þitt fyrirtæki. ...og yfir 600 notendur segja að það sé vel þess virði! RÁÐ FJÁRHAGSBÓKHALD, RÁÐ VIÐSKIPTAMANNAKERFI, RÁÐ SÖLUKERFI, RÁÐ LAGERKERFI OG RÁÐ LAUNAKERFI V .að auki bjóðum við fjölda sérkerfa t.a.m Búðarkassakerfi, Hótelkerfi, Bflasölukerfi, Myndbandaleigukerfi ofl. WRÁÐHUGBÚNAÐUR VIKURHUGBUNAÐUR I5;ejaihr;iim 20. Hafnart'ii Oi Simi: 65 4S 70 20% AFSLÁTTUR Á HERBERGISÞRÆLUM Nottambulo fatastandur B Gæðahönnun ítalskra arkitekta D=sf©RM Brautarholt 3 - 3. hæð, sími: 624775 Vii prenlura ó boli og húfur _______ Eígum úrval oí bolum m.a. frá Screen Stars --- Vönduð vinna og gæði í prentun. Langar og stutiar ermar, margir litir. Hettubolir Húfur í mörgum litum. Fiimuvinnum myndir. Gerum tilboð í stærri verk. Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Komdu með ljósmynd eða teikningu og við ljósritum myndina á bol eða húfu fyrir þig. Smíðjuvegur 10 • 200 Köpavogur Sími 7 91 90 • Fax 7 97 88 l

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.