Pressan - 04.02.1993, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993
9
Mál Jóns Grétars Ingvasonar yfirlyíjafræðings Landakotsspítala
HANN VAR BARA SENRIBOBI
- segir Werner I. Rasmusson apótekari
Vitnaleiðslur hófust í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær í máli
Jóns Grétars lngvasonar, yfir-
lyfjafræðings við Landakotsspít-
ala. Hann er ákærður íyrir brot á
Iögum um lyfjadreifingu, fjárdrátt
og fjársvik en alls er ákæran í sex
liðum. Þetta átti sér stað á árun-
um 1986 til 1990 þegar hann starf-
aði við Landakot. Rannsókn ríkis-
endurskoðunar leiddi í ljós meint
misferli )óns Grétars.
Við vitnaleiðslur í gær voru
meðal annars kallaðir fyrir lyfsal-
arnir Kristján Pétur Guðmunds-
son í Vesturbæjarapóteki og
Werner I. Rasmusson í Ingólfs-
apóteki. Viðskipti Jóns Grétars við
þessi apótek vega þungt í ákær-
unni enda voru þau grundvöllur
meintra íjársvika hans. Þau við-
skipta- og afsláttarkjör sem hann
naut þar skipta því miklu máli, en
Jón Grétar keypti lyf fyrir 6,7
milljónir króna hjá Vesturbæjar-
apóteki og 7,3 milljónir hjá Ing-
ólfsapótelu.
NÓTULAUS VIÐSKIPTI
Eitt af því fyrsta sem Gestur
Jótisson hæstaréttarlögmaður,
verjandi Jóns Grétars, spurði
Kristján að var hvort hann teldi að
samningamir hefðu verið til hags-
bóta fyrir Landakotsspítala eða
Jón Grétar. Kristján sagðist telja
að Jón Grétar hefði gert samning-
ana fyrir hönd stofhunarinnar en
vísaði að öðru leyti tU ókunnug-
leika um eðli samninganna, enda
hefðu þeir verið við lýði þegar
hann tók við apótekinu. Hjá hon-
um kom einnig fram.að öU þessi
viðskipti við Jón Grétar hefðu ver-
ið nótulaus og þess vegna væru
engin gögn tU um þau í apótekinu.
Werner Rasmusson apótekari: Taldi reikningana frá Jóni Grétari
vera vegna endurbóta á lyfjabúri Landakotsspítala.
Jónatan Sveinsson hæstaréttar-
lögmaður, sem skipaður var sér-
stakur saksóknari í málinu,
minnti þá Kristján á gögn sem af-
hent vom úr bókhaldinu.
Enn á ný vitnaði Kristján til
ókunnugleika um viðskiptin og
gat þess ennffemur að engir skrif-
legir samningar væru til um þau.
Gat hann tU dæmis ekki gert grein
fyrir reikningi um tölvuviðskipti
sem Jón Grétar hafði sldlað inn á
hendur Vesturbæjarapóteki.
Einnig kom fram hjá honum að
Landakotsspítali hefði aldrei feng-
ið yfirlit um þessi viðskipti, sem
hann taldi þó að hefðu verið til
hagræðis fyrir spítalann. Þess má
geta að í framburði Kristjáns kom
fram að smásöluálagning lyfja,
þegar viðskiptin fóm ffam, var 65
prósent.
JÓN GRÉTAR BARA
SENDIBOÐI
í vitnisburði Werners Rasmus-
sonar kom ff am að hann hefði tal-
ið að reikningarnir sem apótekið
tók við frá Jóni Grétari væru til
endurbóta á lyfjabúri Landakots-
spítala. Sækjandi spurði hann um
afdrif 38 þúsund króna sem veitt-
ar höfðu verið sem afsláttur.
Werner taldi að það hefði í raun
aldrei verið gert og hefði hann
meðal annars persónulega haft
samband við eftirmann Jóns Grét-
ars og spurt hann hvort hann vildi
taka við peningunum, sem eftir-
maðurinn hafhaði. Hann staðfesti
fyrir réttinum afsláttarviðskipti
við Jón Grétar sem áttu sér stað
með móttöku reikninga ótengd-
um viðskiptunum. Er þar meðal
annars um að ræða reikninga ffá
Galdrastáli. Eins og áður hefur
komið fram í PRESSUNNI lét
hann stíla þessa reikninga á Ing-
ólfsapótek þrátt fyrir að vinnan,
sem Galdrastál innti af hendi, væri
fyrir allt annan aðila.
Verjandinn spurði um eðli af-
sláttarins og hvort Jón Grétar
hefði fengið hann fyrir að beina
viðskiptum til Ingólfsapóteks.
Werner sagði að langt væri um
liðið og aldrei hefði verið gerður
skriflegur samningur. Það hefði
verið ákvörðun Jóns Grétars hvert
peningarnir rynnu. Einnig sagði
Wemer að aðrir aðilar hefðu notið
afsláttar sem var færður inn í við-
skiptamannabókhald.
Hjá Werner kom eínnig fram
að apótekið hafði engin bein við-
skipti við spítalann. Þess í stað
voru viðskiptin við tiltekna ein-
staklinga, hvers lyfseðla Jón Grét-
ar kom með. Werner sagðist hafa
talið að lyfjabúr Landakotsspítala
hefði lánað viðkomandi sjúkling-
um lyfin sem Jón Grétar náði síð-
an í hjá apótekinu. Sagðist Wern-
er hafa litið svo á að Jón Grétar
væri bara sendisveinn á milli sjúk-
linga og apóteksins. Mörg fleiri
vitni voru kölluð fyrir í gær og
kom meðal annars fram hjá Loga
Guðbrandssyni, framkvæmda-
stjóra Landakotsspítala, að spítal-
inn hefði gert háa bótakröfu á
hendur Jóni Grétari. Einnig stað-
festi Bessi Gíslason lyfjaffæðingur
að viðskiptin við Vesturbæjarapó-
tek hefðu verið með þeim hætti að
greiddir voru út peningar til Jóns
Grétars og reikningar komu á
móti.____________________________
Sigurður MárJónssor
VIKAN FRAMUNDAN
4. febrúar 1942 var fyrsti ríkis-
ráðsfundur fslands haldinn á
Bessastöðum.
4. febrúar 1983 lést söngkonan
Karen Carpenter úr sjúkdómn-
um lystarstoli.
4. febrúar 1987 lést hinn
heimsfrægi píanóleikari Liber-
ace. Opinber dánarorsök er sögð
heilaæxli, en margir hallast að
því að hann hafi verið eitt af
fómarlömbum alnæmisins.
4. febrúar er þjóðhátíðardagur
Sri Lanka.
5. febrúar 1974 var hinni 19 ára
gömlu Patti Hearst rænt, en hún
er barnabarn blaðakonungsins
og milljarðamæringsins Willi-
ams Randolphs Hearst.
6. febrúar 1943 sýknuðu yfir-
völd í LA leikarann Errol Flynn
af þremur nauðgunarákærum.
6. febrúar 1958 fórst flugvél
með enska knattspyrnuliðið
Manchester United innanborðs.
Alls fómst sjö leikmenn liðsins.
6. febrúar er þjóðhátíðardagur
Nýja-Sjálands.
7. febrúar 1845
rak drukkinn gest-
ur á British Muse-
um sig í einn dýr-
mætasta vasa sem
sögur fara af. Vas-
inn, sem brotnaði í 200
hluta, var talinn vera frá því 25
árum fyrir Krist og talið að hann
hafi tilheyrt rómverska keisaran-
um Ágústusi. Drukkni gesturinn
hét William Lloyd.
7. febrúar 1971 fengu sviss-
neskar konur fyrst kosningarétt.
7. febrúar er þjóðhátíðardagur
Grenada.
8. febrúar 1925 fórust togararn-
ir Leifur og Robertson á Hala
miðunum í affakaveðri og með
þeim 68 manns, þar af 63 íslend-
ingar. Þá fórust einnig fimm
manns í landi í þessu mikla fár-
viðri.
9. febrúar 1827 var framið hið
svokallaða Kambsrán, en þá
bmtust fjórir grímuklæddir
menn inn í sveitabýlið Kamb í
Flóa.
9. febrúar 1881 lést Fjodor Do-
stojevskí, einn þekktasti rithöf-
undur Rússlands.
9. febrúar 1959 fórst togarinn
Júlí við Nýfundnaland og með
honum 30 menn. Alls urðu 39
börn föðurlaus í þessu hörmu-
lega sjóslysi.
9. febrúar 1981 lést Bill
8. febrúar
1587 var María
Skotadrottning -
Blóð-María - hálshöggvin. Böð-
ulinn hjó tvö högg áður en höfð-
inu fór af. Sagan segir að varir
Maríu hafi hreyfst 15 mín. eftir
aftökuna.
Haley, einn frægasti
rokkari allra tíma.
10. febrúar 1923 lést
William Röntgen. Hann var
þýskur vísindamaður og kunn-
astur fyrir uppgötvun sína á
röntgengeislanum.
AFMÆLI
4. febrúar
Charles Lindberg flugkappi
fæddist þennan dag árið 1902.
Alice Cooper, tónlistarmaður
og áhugamaður um hrollvekjur,
verður 45 ára.
5. febrúar
Bob Marley reggae-konungur
fæddist árið 1945.
Ml
Friðjón Þórðar-
son, sýslumaður
og fyrrverandi
ráðherra, verður
_ 70 ára.
Óli H. Þórðarson umferðar-
frömuður á stórafmæli, verður
50 ára.
Bessí Jóhannsdóttir sjálfstæð-
iskona verður 45 ára.
Jónas Kristjáns-
son, ritstjóri DV,
verður 53 ára.
Karl Sigurbjömsson prestur
verður 46 ára.
Bolli Héðinsson verður 39 ára.
6. febrúar
George Herman hornabolta-
leikari fæddist þennan dag árið
1895. Nýverið var gerð kvik-
mynd um feril þessa manns, sem
ávallt gekk undir nafninu Babe
Ruth.
Zsa Zsa Gabor, leikkona frá
Ungverjalandi, verður 73 ára.
Ragnar Áma-
son, prófessor í
fiskihagfræði,
verður 44 ára.
7. febrúar
Charles Dickens, eitt frægasta
skáld Breta, fæddist þennan dag
árið 1812.
Páll Bragi Kristjónsson, fyrr-
um yfirmaður hjá Hafskip, verð-
ur 49 ára.
Ásgeir Thoroddsen lögff æð-
ingurverður51 árs.
Jón Finnsson, fráfarandi for-
maður Kjaradóms, verður 59
ára.
Ragnar Jónsson í Smára útgef-
andi fæddist árið 1904.
Sverrir Kristjánsson sagnfræð-
ingur fæddist árið 1908.
8. febrúar
Jack Lemmon kvikmyndaleik-
arifæddist árið 1925.
James Dean kvikmyndastjarna
hefði orðið 62 ára væri hann á
lífi.
Jóhann Hjartarson skákmeist-
ari verður þrítugur.
9. febrúar
Mia Farrow, leikkona og fyrr-
um ástkona Woodys Allens,
fæddist árið 1945.
Haukur Ingibergsson, fram-
sóknar- og bílafrömuður, verður
46 ára.
Magnús Bjarn-
ffeðsson, fyrrver-
andi fréttamaður,
verður 59 ára.
10. febrúar
Berthold Brecht, ljóð- og leik-
ritaskáld frá Þýskalandi, fæddist
árið 1898.
Ólafur ísleifsson, hagfræðing-
ur og varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokks, verður 38 ára.
Sigurbergur Sigsteinsson
íþróttaþjálfari verður 45 ára.