Pressan - 04.02.1993, Side 12

Pressan - 04.02.1993, Side 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 ■■■■■■■■■■■ Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Þrjú mjúk mál sem hafa grjótharðan kjarna I stjórnmálaumræðu liðinna ára hafa viðfangsefni pólitíkusa stundum verið flokkuð í mjúk mál og hörð. Mjúku málin eru þau sem konur og tilfinningasamir karlar hafa áhuga á. Hörðu málin eru hins vegar viðfangsefni karlanna, alvörupólitíkusanna. í PRESS- UNNI í dag er fjallað um þrjú mál sem öll mætti flokka undir mjúk mál. Þau eiga það hins vegar öll sameiginlegt að vera grjóthörð, mun harðari en til dæmis ráðning Seðlabankastjóra, skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði eða hvað það annars er sem heltekur huga hörðu karlanna. f PRESSUNNI í dag segir ung kona frá baráttu sinni fyrir að fá bætur vegna fráfalls eiginmanns síns. Hann lagðist inn á sjúkrahús til að láta taka úr sér hálskirtla en átti ekki afturkvæmt. Þrátt fyrir að krufningarskýrsla staðfesti að maðurinn hefði látist vegna mistaka lækna og hjúkrunarliðs spítalans hafa yfirvöld hans ekki greitt kon- unni bætur. Þau tæpu tvö ár sem liðin eru ffá sviplegu láti mannsins hefur málið þvælst um kerfið. Læknaráð íslands hafði það til dæmis til meðferðar í rétt tæpt ár. Á meðan hefúr konan barist fyrir því að halda eigum sínum samhliða því sem hún þarf að reka dýran og tímaffekan málflutning fýrir rétti sínum. PRESSAN hefur áður fjallað um læknamistök og með hvaða hætti kerfið tekur á slíkum málum. Því miður virðist þetta tiltekna mál að- eins styðja það sem hér hefur áður verið sagt um slík mál. Kerfið miðast fýrst og ffemst við að vernda læknastéttina fýrir álitshnekki. Fórnarlömbum vanbúnaðar og mistaka á spítulunum er gert það eins erfitt og kostur er að sækja rétt sinn. Þessi dæmi eru orðin það mörg að fyrir löngu er kominn tími til að einhverjir af hörðu körlunum í stjórnmálunum íhugi lagabreyt- ingar til að tryggja rétt þessa fólks. í PRESSUNNI er einnig fjaliað um svokallað barnaránsmál. I um- fjöllun blaðsins kemur ffam að viðbrögð stjórnvalda við málinu og öðrum sambærilegum virðast stjórnast af einhverju sem ekki er hægt að skýra með skynseminni einni. í einu málinu hneppir ríkið menn í gæsluvarðhald en í því næsta hefst það ekkert að. Því miður er ekki hægt að skýra þennan mun með öðrum hætti en þeim, að framkvæmdavaldið skoði málin ekki út ffá staðreyndum heldur út ffá tilfinningum — og þá fyrst og ffemst þjóðerniskennd. Það virðist einnig vera hægt að hafa áhrif á ákvarðanir lögreglu og saksóknara með þokkalegum þrýstingi. Það er náttúrulega óþolandi ef Islendingar geta ekki gengið út frá því að samræmis sé gætt í jafhviðkvæmum málum. Þegar lögreglan, ákæruvaldið og dómstólar bregðast misjafnlega við sambærilegum málum býr almenningur ekki lengur við réttaröryggi. Þá er í PRESSUNNI fjallað um nauðgunarmál sem vakti mikla at- hygli síðastliðið haust þegar undirréttur dæmdi fjóra unglingspilta til skilorðsbundins fangelsis í fáeina mánuði. Þótt ef til vill megi segja að þetta tiltekna mál sé ekki dæmigert — og margt í málavöxtum og aðstæðum piltanna eigi að reiknast þeim til refsilækkunar — þá af- hjúpaði það hyldýpið sem er á milli afstöðu almennings og dómstóla til alvarleika nauðgunar. Því miður virðist mega ráða af niðurstöðum dómstóla að þeir líti á nauðgun sem jafnalvarlegan — eða álíka létt- vægan — glæp og tékkafals eða krítarkortamisferli. Þótt ekki sé ástæða til að hvetja dómstóla til að elta refsigleði al- mennings er fúll ástæða til að hvetja dómara til að ígrunda hvort kvenlíkami sé ekki í það minnsta jafnmikils virði og þrjú tékkaeyðu- blöð. Og það er skýlaus krafa að samræmis verði gætt í dómum í nauðgunarmálum milli emstakra dómstóla og dómara. Það er erfitt að sætta sig við að dómstólarnir sem heild leggi á af- brot mælistiku sem er í hróplegri andstöðu við siðferðisvitund al- mennings. Það er á engan hátt hægt að sætta sig við að einstakir dómarar komist upp með að reka sitt eigið sérsinna réttarkerfi. f þessu tiltekna tilfelli var það dómari sem hefúr á undanförnum árum í raun náðað menn sem ákærðir hafa verið fýrir alvarleg brot með því að draga málsmeðferðina á langinn. Sú staðreynd — og einnig það að meðferð alvarlegra mála lá í raun niðri til margra ára hjá fíkniefnadómstólnum með þeim afleiðingum að nær öU alvarlegri mál sem komu til kasta hans ónýttust — er til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar. Nýbýlavegi 14-16,sími 643080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjá n sdótti r, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjómmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson,Óli Björn Kárason, RagnhildurVigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Pólitísk verkföll? ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Vinnumarkaðurinn minnir æ meir á hræringarnar við Kröflu; ólga undir niðri, land rís og sígur á víxl og öll teikn gefa til kynna að eldgos geti orðið fyrr en varir. MiUi ríkisstjórnarinnar og Verkó er gliðnun í gangi, sem gæti auð- veldlega brotist út í pólitískum Suðurlandsskjálfta. Ríkisstjórnin hefur ekki talað gætilega tU forystu verkalýðs- hreyfingarinnar. Það hefúr satt að segja gengið á með skítkasti á báða bóga, þegar menn hefðu mUdu fremur þurft að setjast nið- ur og finna flöt á samstarfi. Fram- lag VSf hefúr til þessa verið einna jákvæðast; atvinnurekendur hafa réttilega bent á að snertiflötur Verkó og ríkisstjórnarinnar hljóti að vera vopnaskak gegn hryUingi atvinnuleysisins. Á meðan talast Verkó og ráðherrar við með skatt- yrðum. Er hægt að komast hjá tUgangs- lausum verkföUum? Vafalaust. En það verður erfitt að róa vinnu- markaðinn, ekki síst vegna þess að forysta Verkó hefur skapað væntingar hjá sínu liði; menn hafa talað sig upp í stríðsham og reynslan sýnir að það er ævinlega erfitt að tala sig niðrúr honum aft- ur. Hverjar yrðu afleiðingar verk- faUa í dag? TU að svara því þurfa menn fyrst að gera sér grein fýrir um hvað verkföU myndu snúast. Verkalýðshreyfingin sjálf skilur að hún hefur ekkert að sækja í greipar atvinnurekenda; sá skiln- ingur birtist í því að forysta henn- ar hafði frumkvæðið að því að létta miklum álögum af fyrirtækj- um landsins og vildi raunar ganga lengra en stjórnvöld féllust á. Verkföll myndu því ekki snúast um kauphækkanir frá atvinnurek- endum. Úr forystusveit verkalýðshreyf- ingarinnar, einkum BSRB, er því haldið ffam að rUdsstjórnin sé að rústa velferðarkerfið og á því góða fólki er helst að skilja að verkföU séu nauðsynleg til að leiðrétta kompásskekkju ísfirðingsins Sig- hvats Björgvinssonar. Meðan reynsla er að komast á nýlegar breytingar í heUbrigðiskerfinu er vafalítið hægt að finna dæmi um fóUc sem fer sérlega iUa út úr þeim. En ísfirðingurinn hefúr áður sagt að eftir föngum verði reynt að slípa af þá agnúa sem reynslan leiðir í ljós. Efúr standa staðreynd- ir, sem styðja ekki ásakanir um að velferðarkerfið sé á leið til and- skotans: Þrátt fyrir allt eyðir íslenska rík- ið hlutfaUslega meiru tíl heUbrigð- ismála en næstum öll lönd í Evr- ópu; meiru en velferðarríki Dan- merkur og Noregs. Og samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár greiðir rík- issjóður fleiri krónur á núvirði á hvern þjóðfélagsþegn tíl heUbrigð- ismála en það gerði í fýrra. Sömu- leiðis er sá hlutur sem ríkið ver af tekjum sínum til heilbrigðismála hærri á þessu ári en síðasta heila árið sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var við völd. Þeir sem sjá fyrir sér hrun hinnar rómuðu íslensku velferðar ættu líka að skoða hvað er að ger- ast í málefnum fatlaðra: Á sama tíma og þjóðartekjur dragast verulega saman aukast ffamlög til fatlaðra um næstum sjö prósent. Á þessu ári hefjast sex ný verkefni í þeim málaflokki; Ijögur á lands- byggðinni og tvö í Reykjavík. Varla fellur það undir hrun vel- ferðar á íslandi, — eða hvað? Breytingar á heilbrigðiskerfinu réttlæta því fráleitt verkföll. Stað- reyndin er sú að við núverandi að- stæður hefðu verkfÖU einungis eitt markmið: að koma ríkisstjórninni ffá. Um leið væri verið að misbeita verkalýðshreyfinguna í pólitískum tilgangi og tilraunir til þess gætu ekki annað en leitt til djúptæks innbyrðis klofnings í hennar eigin röðum. Núverandi forseti ASI hefúr um langt skeið verið í innsta kjarna Alþýðubandalagsins; setið áratug- um saman í miðstjórn og lengi í ffamkvæmdastjóm, sem er helsta valdastofnun flokksins. Hann mótaðist á þeim árum þegar Marx var guðinn og spámennirnir höfðu austrænt yfirbragð. Leið- togar úr stjómarliðinu hafa haldið því fram að hann hyggist beita tökum sínum á ASI tU að búa í „Núverandi forseti ASÍ hefur um langt skeið verið í innsta kjarna Alþýðu- bandalagsins; setið áratugum saman í miðstjórn og lengi í framkvœmdastjórn, sem er helsta valda- stofnun flokksins. Hann mótaðistá þeim árum þegar Marx varguðinn og spámennirnir höfðu austrœnt yfirbragð. “ haginn fyrir Alþýðubandalagið og sjálfúr talaði hann helsti óvarlega rétt effir glæsUega kosningu sína á þingi ASIá Akureyri. En Benedikt Davíðsson er bæði harðgreindur og varkár og sem gamaU lenínisti veit hann að ef markmið barátt- unnar eru ekki vel skilgreind og auðsldlin er alltaf hætta á að for- ystan verði viðskila við hreyfing- una. Það er því aUtof snemmt að halda því fram að fýrir honum vaki að beita afli hreyfingarinnar tU pólitískra verkfaUa. En þar skipta viðbrögð ríkis- stjórnarinnar mildu máli. Og sannast sagna hefur verið of stríð- ur tónn af hennar hálfu; í pusi verður að stýra skútunni á lygnari sjó. Menn verða að ræðast við öðmvísi en með köpuryrðum og ríkisstjórnin verður að hafa frum- kvæði um það. Ella getur komið tíl pólitískra verkfaUa, sem fáir ut- an harðasta kjarna stjórnarand- stöðunnar vUja, — og engum vití- bornum manni hefði komið til hugar að væri mögulegt fýrir eins og hálfú ári. ___________ Höfundur er tormaöur þingllokks Alþýöu- flokksins FJÖLMIÐLAR boðar stalínska söguskoðun „Auðvitað hefur Víkverji rangtfyrir sér. í raun er hann að boða stalínska söguskoðun: Að öll óþæg- indi úrfortíðinni skuli graf- in oggleymd. Að einungis skuli leggja áherslu á það úr fortíðinni sem erfagurt, gott ogþessari silkihúfu Mogg- ans að skapi. “ Mogginn Morgunblaðið kemur manni aUtaf jafnmikið á óvart. í Víkveija fýrir rúmri viku var tíl dæmis eft- irfarandi klausa. „Upprifjun á fféttum fýrri tíð- ar er oft fróðlegt og stundum skemmtilegt lesefni fýrir blaða- lesendur. Slík upprifjun er hins vegar varasöm. Fyrir kemur, að sagt er frá atburðum, sem gerð- ust fýrir nokkmm áratugum, sem hafa að geyma slæmar minningar fýrir einstaklinga og fjölskyldur. Þetta eru atburðir, sem heyra tU liðins tíma, eiga ekkert erindi við nútímann og valda einungis sárs- auka og leiðindum fýrir þá, sem hlut áttu að máli, atburðir, sem þeir vUja helzt gleyma. Slíkir atburðir voru rifjaðir upp í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins fyrir rúmri viku, þegar vikið var að verkum svonefnds „Náttfara“ íýrir fjöldamörgum árum. f upprifjun af þessu tagi birtist tillitsleysi gagnvart fólld, sem lifað hefur ^ðlilegu lífi um langt árabU og samfélagið á ekk- ert sökótt við. Hér er auðvitað um hugsunarleysi að ræða, sem fúU ástæða er tíl að biðja þá, sem hlut eiga að máli, velvirðingar á.“ Víkverji er sem kunnugt er skrifaður af nokkrum silkihúfúm Moggans. f þessum pistli skammast ein þeirra út í verk einhvers minniháttar blaða- manns sem fékk það verkefni að skrifa „Fréttaljós úr fortíð“, en það er fastur dálkur í sunnudags- blaði Moggans. f raun er ekkert út á upprifjunina að setja. Vitnað var til ummæla fólksins sem Náttfari braust inn hjá og einnig til þjófsins sjálfs, án þess þó að nokkur væri nafngreindur. Það er erfitt að skUja hvað þessi silkihúfa Moggans meinar. Finnst henni útgáfa Iðunnar á öldinni okkar ekkert erindi eiga við nútímann, sé tUlitslaus gagn- vart þeim sem samfélagið á ekk- ert sökótt við og að forlagið eigi að biðjast velvirðingar á henni? Hvað með tuttugu ára afmæli Vestmannaeyjagossins? Var ástæða til að rifja upp að tugir íjölskyldna horfðu upp á heimili sín brenna eða hverfa undir ösku og hraun? Auðvitað hefur Víkverji rangt fýrir sér. f raun er hann að boða stalínska söguskoðun: Að öU óþægindi úr fortíðinni skuli graf- in og gleymd. Að einungis skuli leggja áherslu á það úr fortíðinni sem er fagurt, gott og þessari sUkihúfu Moggans að skapi. Þessi skrif VUcverja eru í raun svo kostuleg að það er fáránlegt að andmæla þeim eða velta þeim frekar fýrir sér. Það er hins vegar sorglegt að þau skuli koma úr penna manns sem vinnur við upplýsingamiðlun. Gunnar Smári EgUsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.