Pressan


Pressan - 04.02.1993, Qupperneq 18

Pressan - 04.02.1993, Qupperneq 18
i 18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 Umdeild hópnauðgun fyrir Hæstarétti Er 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing fyrir nauðgun? Síðastliðið haust var mikið fjallað um dóm undirréttar í máli fjögurra pilta sem stóðu að nauðgun fjórtán ára gamallar stúlku, enda þótti mörgum viðurlögin of væg. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, beitti heimildarákvæði um refsilækkun í málinu vegna ungs aldurs ákærðu. Mál ákæruvaldsins gegn fjórum piltum sem stóðu að því að nauðga fjórtán ára stúlku í desem- ber 1990 var flutt fyrir Hæstarétti á mánudag. Dómur héraðsdóms sem kveðinn var upp síðastliðið haust vakti mikla athygli, enda þótti mönnum fjórmenningarnir hafa sloppið vel, með fjögurra, fimm, sex og átta mánaða skil- orðsbundna fangelsisdóma. Piltarnir voru fimmtán og sex- tán ára þegar verknaðurinn var framinn og beitti Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, heimildarákvæði í hegningariögunum, þar sem segir að færa megi lágmarksrefsingu niður .ef sakborningur er yngri en átján ára þegar brot er framið. Margir urðu til að lýsa opinber- lega yfir vandlætingu sinni á úr- skurði héraðsdóms, hvort heldur var í lesendabréfúm dagblaða eða hlustendaþáttum útvarpsstöðva, og töldu að við slíkan dóm yrði ekki hægt að una. RUDDUSTINN A HFIMU.I STÚLKUNNAR Atburðurinn sem hér um ræðir átti sér stað um miðjan dag í des- embermánuði 1990. Stúlkan sem brotið var á var þá fjórtán ára. Málsatvik voru þau að stúlkan hafði farið heim til sín eftir skóla ásamt vinkonu. Þar voru fyrir yngri systir stúlkunnar og tveir vinir hennar. Piltarnir fjórir af- réðu að „heimsækja" stúlkuna, sem þeir voru málkunnugir. Þeir ákváðu að nota ekki framdyr hússins, enda hefðu þeir þannig orðið að hringja á dyrasíma. Því notuðu þeir bakdyr hússins í kjall- ara, sem reyndust ólæstar, og komust þannig óséðir inn. Stúlk- an kom sjálf tU dyra. Kvaðst hún ekki kæra sig um að hleypa þeim inn, enda væri von á móður henn- ar heim á hverri stundu. Dreng- irnir höfðu orð stúlkunnar að engu, rifú upp hurðina sem aðeins var opin í hálfa gátt, ýttu stúlkunni upp að vegg og ruddust inn. Stúlkan bað piltana að yfirgefa heimilið en þeir sinntu því engu. Létu þeir það ekkert á sig fá þótt þeir væru óvelkomnir, óðu um íbúðina og gerðu sig heima- komna. Einn drengjanna, sá sem dæmdur er fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis með að- stoð hinna, lét það ekki trufla sig þótt hann væri í ókunnugu húsi og sótti sér matföng úr eldhúsi án leyfis. Drengimir fóru þvínæst inn í herbergi stúlkunnar, kveiktu á hljómflutningstækjum og stilltu þau hátt. „YFIRGANGSSAMIR EINS OG VENJULEGA" í dómsskjölum kemur fram að vinkona stúlkunnar hafi óttast um hana innan um piltana. Nokkru eftir að þeir ruddust inn í íbúðina þurfti vinkonan að fara heim. Hafði hún miklar áhyggjur af því að skilja stúlkuna eftir eina með piltunum, enda hafi þeir verið „yfirgangssamir eins og venju- lega“. Hún taldi stúlkunni þó óhætt þar sem systir hennar og vinir hennar tveir voru hjá henni. Stúlkan fór þá niður í svefnher- bergi foreldra sinna á neðri hæð til að loka þar hurðinni, enda óttað- ist hún að piltamir kynnu að stela einhveiju úr íbúðinni. Tveir þeirra Hallvarður Einvarðsson rikissaksóknari og verjendur piltanna; Kristján Stefánsson, Hrafnkell Ásgeirs- son, Guðni Haraldsson og Örn Clausen hæstaréttarlögmenn. eltu hana þá inn í herbergið og læstu hurðinni. Að því er ffam kemur í dóms- skjölum byrjuðu drengirnir strax að gantast við stúlkuna og reyndu að færa hana úr fötunum og tók hún það fyrst sem stríðni. Hiti færðist þó í leikinn og tókst drengjunum að leggja stúlkuna í rúmið og færa hana úr að neðan. Stúlkan streittist á móti en kom ekki við vörnum, þar sem annar drengjanna sat klofvega ofan á maga hennar svo hendur voru fastar. Fljótlega bættust hinir drengirnir í hópinn. Einn þeirra reyndi að hafa samfarir við stúlk- una en tókst ekki, en var engu að síður með tilburði liggjandi ofan á henni. Sama gerðu hinir þrír, einn af öðrum. Þeim tókst þó heldur ekki að koma fram vilja sínum, þar sem stúlkan hélt uppi vömum og klemmdi fætuma saman. HRINGDIALDREIÁ LÖG- REGLU Drengimir höfðu allir klætt sig úr síðbuxum og einn þeirra af- klæðst. Sá síðasttaldi gerði þá aðra tilraun til að þvinga stúlkuna til samræðis með hjálp hinna pilt- anna þannig að einn hélt hægri fæti stúlkunnar og annar þeim vinstri. Náði pilturinn með þessu móti að koma fram vilja sínum. A meðan handléku hinir þrír kyn- færi sín og ffóuðu sér. f því bank- aði vinur systur stúlkunnar, sem var á effi hæð hússins, á dyrnar og sagði að nágrannakonan hefði kvartað vegna hávaða í tónlist og væri búin að hringja á lögregluna. Piltarnir spruttu við það upp og létu sig hverfa af vettvangi. Lögreglan kom reyndar ekki, enda hafði henni ekki verið til- kynnt um það sem ffam fór í hús- inu. Þegar nágrannakonan hringdi og kvartaði undan hávaða ffá tónlist höfðu vinir systurinnar skýrt henni þá frá því að „það væru strákar niðri sem væru að nauðga henni“. Um hálftíma síðar bönkuðu piltarnir upp á hjá kon- unni og spurðu hvort hún hefði hringt á lögregluna. Kom þá í ljós að hún hafði ekki tekið mark á drengjunum, enda haldið að þeir væru að grínast. Stúlkan kærði málið til Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Við skýrslutöku viðurkenndu piltarnir að atferlið hefði verið gegn vilja stúlkunnar. Fyrir dómi gerðu þeir minna úr ætluðum ofbeldisþætti sínum og héldu þvf fram að stúlk- an hefði „aðstoðað" piltinn sem náði fram vilja sínum. Framburð- ur fjórmenninganna þótti ekki trúverðugur. Einum piítanna var gefið að sök að hafa þröngvað stúlkunni til holdlegs samræðis með ofbeldi og aðstoð hinna þrig- gja, sem tóku þátt í að færa stúlk- una úr fötunum og héldu henni á meðan á samræði stóð. Hinum þremur var gefið að sök að hafa aðstoðað þann fyrmefnda og einnig að hafa áður lagst ofan á stúlkuna. Jafiiframt var þeim gefið að sök að hafa fækkað fötum og handleikið kynfæri sín. ÁMÖRKUMÞESS AÐVERA VANGEFINN Við meðferð málsins var lögð fram greinargerð Trausta Vals- sonar skólasálfræðings um af- skipti hans af tveimur piltanna á skólaárum þeirra og greindarpróf- un sem hann gerði á þeim 1988 og 1989. Þar kemur ffarn að heildar- greindarvísitala annars þeirra reyndist vera 85 stig en hins 70 stig og taldist sá við neðri mörk tomæmis. Báðir höfðu átt við erf- iðleika að stríða í skóla og nutu sérstakrar námsaðstoðar í grunn- skóla. Sá fýrrnefndi hafði aðeins notið sérkennslu síðasta námsár sitt, en var rekinn úr skóla fýrir of- beldi. Hinn piltanna hafði dregist mjög aftur úr í námi og þrátt fyrir mikla námsaðstoð var hann illa Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum sagði í samtali við PRESSUNA að það væri von sín að Hæstiréttur þyngdi refsingu fjórmenninganna, enda væri dómur héraðsdóms Reykjaness fordæmisgefandi og því afar vafasamur. „Nauðgun er mjög alvarlegt mál, sem hefúr alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Verknaður- inn er enn óbærilegri í tilviki sem þessu, þar sem hópur manna stendur að því að nauðgu konu. Þegar ofan á bætist að fórnar- lambið er unglingur þarf ekki mjög mikið hugmyndaflug til að sjá að slík reynsla markar djúp spor. Vitanlega er ég ekld þeirrar skoðunar að fylgt skuli þeirri stefnu þar sem aðeins gildir „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“. Sldlaboðin til nauðgara verða að vera skýr, skilaboð um að samfélagið samþykki ekki slíka hegðun. Um það snýst mál- ið.“ Guðrún sagði það vera af- dráttarlausa skoðun innan Stíga- móta að nauðgunarmál væru mál sem kæmu öllum við. „Sam- félag sem tekur lint á slíkum mál- um er í raun að gefa nauðgurum til kynna að slík afbrot séu ekki alvarlegs eðlis. Um leið eru fóm- arlömbum gefin skilaboð um að hafa ekki hátt, enda sé nauðgun ekki mál til að gera veður út af. Þá er erfitt að sjá ákveðna stefhu í viðurlögum í nauðgunar- málum hér á landi. Dómar sem kveðnir hafa verið upp hér í slík- um málum virðast allir vera í neðri kantinum miðað við refsi- ramma. Ekki þarf annað en líta til Bretlands og Bandaríkjanna til Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, kvað u þyngri dóma í kríta kortamisferlum en í máli fjórmenningann sem nauðguðu unglingsstúlkunni. læs og nánast óskrifandi fjórtán ára gamall. í maí sl. gerði Gylfi Ásmunds- son sálfræðingur greindarmat á síðarnefnda piltinum og segir svo í niðurstöðu þess; „Gert er greind- armat á N.N. vegna ákæru um hlutdeild í nauðgun og með tilliti til þess hvort refsing sé líkleg til að bera árangur vegna vanþroska hans. Á almennu greindarprófi mælist N.N. á mörkum þess að vera vangefinn (borderline de- fective) með greindarvísitölu 73... Enda þótt N.N. sé ekki van- gefinn samkvæmt strangri skil- greiningu tel ég refsingu ólíklega til að bera jákvæðan árangur, nema síður væri, enda eru hugsun hans, dómgreind og félagsþroski undir efri mörkum vangefiti.“ f dómsskjölum segir að þrátt fýrir þetta sálffæðimat verði ekki útilokað að refsing geti komið að gagni gagnvart ákærða. Piltarnir fjórir voru allir komnir yfir lögald- ur sakamanna, 15 ár, og töldust því sakhæfir. Af hálfú ákæruvalds- ins var þess krafist að piltarnir yrðu allir dæmdir til refsingar. Af hálfu allra ákærðu voru gerðar þær kröfur aðallega að þeir yrðu sýknaðir, en til vara að þeir yrðu dæmdir í vægustu refsingu sem lög heimila. Af hálfu eins piltanna var auk þess gerð krafa um að refsingin yrði þá færð niður fýrir lágmark refsiramma. ATHUG ASEMD VIÐ DÓM- INN SEND RÍKISSAKSÓKN- ARA Dómur var sem fýrr segir kveð- inn upp í héraðsdómi Reykjaness í september. Piltarnir hlutu allir skilorðsbundna fangelsisdóma, í fjóra, fimm, sex og átta mánuði. Segir í dómnum að þegar virt sé hvað ungir allir ákærðu séu þyki rétt að færa refsingu þeirra nokk- uð niður fyrir lágmarksrefsingu þá sem getið sé um í 1. mgr. 194 gr. almennra hegningarlaga (varð- ar fangelsi ekki skemur en 1 ár, innsk. blm.). Eftir atvikum þyki rétt að fresta fullnustu refsingar ákærðu og skuli hún falla niður hjá hveijum unt sig að tveimur ár- um liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Niðurstaða héraðsdóms vakti hörð viðbrögð meðal almennings, enda töldu margir refsinguna of væga. Meðal þeirra sem einkum Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum. að sjá að dómar í nauðgunarmál- um eru í flestum tilfellum allt of vægir hér á landi. Það er hlutverk réttarkerfisins að vernda einstak- linginn og eins og málum er nú háttað í nauðgunarmálum á ís- landi uppfýllir réttarkerfið ekki hlutverk sitt.“ urðu varir við óánægju fólks voru starfsmenn Stígamóta, en margfr hringdu og hreyfðu mótmælum. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamót- um sagði í samtali við PRESSUNA að hún hefði sent ríkissaksóknara bréf í byijun nóvember sl., þar sem vakin var athygli á mikilvægi þess að umræddum dómi yrði vísað til Hæstaréttar. Sagði í bréf- inu að í héraðsdómi hefðu piltam- ir hlotið stuttan skilorðsbundinn dóm vegna ungs aldurs, þeir hefðu þó allir verið sakhæfir og sannað að um nauðgun væri að ræða. I ljósi þessa og vegna for- dæmisgildis teldu Stígamót afar mikilvægt að leitað yrði úrskurðar á umræddum dómi. MÁLINU ÁFRÝJAÐ VEGNA OPINBERRAR GAGNRÝNI? Kristján Stefánsson hæstarétt- arlögmaður, verjandi eins af fjór- menningunum, sagðist í samtali við blaðið vera þeirrar skoðunar að umræddum undirréttardómi hefði aldrei verið áfrýjað ef ekki hefði skapast neikvæð opinber umræða um dómsúrskurðinn. „Sú mikla umræða og allur sá há- vaði sem varð í kringum dómsmál þetta varð, að því er ég tel, þess valdandi að ákæruvaldið tók ákvörðun um að áffýja dómnurn. Ég er þeirrar trúar að málinu hefði annars ekki verið vísað til Hæsta- réttar.“ Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari sagði í samtali við PRESSUNA að ekki hefði verið um neinn áhrifavald að ræða sem ráðið hefði því að hann að hann ákvað að áfrýja dómnum. „Ástæðan fyrir áfrýjuninni er ein- föld. Mér þótti viðurlögin í máli fjórmenninganna of væg og því full ástæða til að dómurinn yrði endurskoðaður af Hæstarétti." Mál ákæruvaldsins gegn fjór- menningunum var flutt fýrir Hæstarétti á mánudag. Ríkissak- sóknari fór ffarn á þyngingu refs- ingar. Verjendur fjórmenning- anna, þeir Örn Clausen, Guðni Haraldsson, Kristján Stefánsson og Hrafnkell Ásgeirsson hæsta- réttarlögmenn, gerðu allir kröfu um staðfestingu héraðsdóms Reykjaness._________ Bergljót Friöriksdóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.