Pressan - 04.02.1993, Side 20

Pressan - 04.02.1993, Side 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 E R L E N T að útskúfa hommum Skemmdarverk hersins og veik staða Clintons forseta verða til þess að samkynhneigðir í hernum verða að sætta sig við það sem blökkumenn þurftu að þola áratugum saman: útskúfun, fordæmingu og ofsóknir. Þar kom að því að Bill Clinton reyndi að standa við kosningalof- orð. Og þar kom að því að hann lærði fyrstu lexíuna um muninn á pólitíkinni í Washington og Little Rock. Það tóku ekki margir eítir því þegar Clinton lofaði í kosninga- baráttunni að afnema bann við því að samkynhneigðir gegni her- þjónustu í Bandaríkjunum. Þetta var eiginlega ekki-mál; svo sjálf- sagt réttlætismál innan Demó- krataflokksins að það þurfti ekki að ræða það mikið. En málshöfð- un homma í hernum varð til þess að þetta varð eitt af fyrstu málun- um sem Clinton þurfti að fást við í Hvíta húsinu. Og þar lenti hann í baráttu við herinn og áhrifamikla þingmenn — baráttu sem hann virðist hafa tapað. SKEMMDARVERK HERSINS Herinn gerði nefnilega eigin- lega uppreisn gegn forseta sínum og æðsta yfirmanni hersins. Ný- skipaður dómsmálaráðherra, Les Aspin, hafði samband við forystu- mann demókrata í öldungadeild- inni, George Mitchell, og spurði hversu mörg atkvæði hann gæti tryggt forsetanum fyrir breyting- unni. Mitchell sagðist ekki hafa örugg fleiri en þrjátíu, langt frá þeim sextíu sem þyrfti til að tryggja öruggan framgang máls- ins. Varnarmálaráðherrann sendi forsetanum minnisblað með þess- um upplýsingum. Clinton var hins vegar varla búinn að opna bréfið þegar innihald þess birtist á forsíðu New York Times og hafði þá verið lekið úr varnarmálaráðu- neytinu. Það er nánast einsdæmi að herinn reyni með svo augljósu skemmdarverki að grafa undan stefnu æðsta yfirmanns síns, for- setans. Clinton sat sem sagt uppi með það opinbert gert að í þinginu væri ekki meirihluti fýrir málinu og öllum var kunn andstaða hers- ins með formann herráðsins, Col- in Powell, í broddi fýlkingar. En Ciinton ætlaði að efna kosninga- loforð sitt og hóf samningavið- ræður við herinn og þingmenn um hvernig hægt væri að miðla málum. SPURNING NÚMER 27 Niðurstaðan varð að herinn myndi hætta að spyrja nýliða spurningar númer 27: „Ertu sam- kynhneigður eða tvíkynhneigð- ur?“ Jákvætt svar við þessari spurningu þýddi áður að viðkom- andi komst ekki í herinn. Nú er ekki spurt lengur og því lendir fólk ekki í vandræðum fyrr en mun seinna, þegar herþjónusta er The Straits Times Bosnía brennur í nærri ár hafa Sameinuðu þjóðimar og Evrópubandalagið staðið hjá á meðan harmleikurinn í Bosníu verður sífellt skelfilegri. Hvenær skyldi þessi martröð eiginlega taka enda? Það er kominn tími til að Sameinuðu þjóðirnar sýni einurð. Ágrein- ingur er þó bæði innan öryggisráðsins og Evrópubandalagsins. Aðeins sjálfbirgin forysta Bandaríkjanna getur orðið til að draga úr slíkum skoð- anamun. Ef Öryggisráðið tekur ekki af skarið munu Samtök íslamskra ríkja gefa aðildarríkjum sínum grænt ljós á að koma múslímum í Bosníu til aðstoðar. Átökin kunna að breiðast út. Hættan er of mikil fýrir þjóðir heims til að hægt sé að standa hjá á meðan Bosnía brennur. hafin. Sú verður skipan mála í að minnsta kosti hálft ár og vel hugs- anlegalengur. Það þarf lagabreytingu til að breyta því sem máli skiptir í regi- um hersins varðandi samkyn- hneigða. Við svo búið er ekki meirihluti í þinginu fyrir slíkri breytingu og það sem verra er, það er líklegt að þingið breyti lög- um þannig að fýrirætlanir Clin- tons verði aldrei að veruleika. Sú er að minnsta kosti hótun repú- blikana, sem hóta að tengja slíka breytingartillögu við fýrsta frum- varpið sem fær afgreiðslu á nýju þingi. Ef að líkum lætur verður það frumvarp sem tryggir laun- þegum launalaust leyfi vegna barnsfæðingar eða veikinda í fjöl- skyldunni — frumvarp sem er of- arlega á forgangslista allra demó- krata. Til að fella breytingartillögu repúblikana þurfa demókratar 60 atkvæði í öldungadeildinni, sem er fjarri lagi að þeim takist. CLINTON LÚFFAR Þessi vandræði forsetans minna að mörgu leyti á vandræði Jimmy Carters fyrstu mánuði hans í embætti. Þar var líka á ferð suðurrískur fýlkisstjóri sem hafði ekki mikinn skilning á valdakerf- inu í Washington og lenti í ótrú- legustu vandræðum. Eitt af uppá- haldsmálum Carters var frekar ómerkileg stíflugerð í Suðurríkj- unum, sem mikil andstaða var þó við í þinginu. Carter sat fast við sinn keip og lenti í svo ótrúlegum átökum við þingið út af tiltölulega ómerkilegu máli að flokksbræður hans veltu fýrir sér hvernig þess- um manni hefði tekist að vera stjórnmálamaður árum saman. Hér lenti Clinton í opinberri andstöðu við samflokksmenn sína í þinginu, menn á borð við Sam Nunn, formann hermála- nefndar öldungadeildarinnar, sem hefur svo gott sem neitunar- vald í málinu í þinginu. Clinton hefði átt að sjá þetta fýrir eða að minnsta kosti gera sér grein fyrir að töluverða lempni þyrfti við íhaldssama demókrata í þinginu. Eftir að andstaðan varð opinber og átökin greinileg hefði Clinton hins vegar þurft að eyða stórum hluta af sínu pólitíska kapítali til að fá málið í gegn. Það lagði hann ekki í og hefði þó varla getað fundið sér meira réttlætismál. Átökin um samkyn- hneigða í hernum bera nefnilega öll merki þess þegar aðskilnaður kynþátta þar var afnuminn skömmu eftir seinna stríð. Rök- semdir hersins nú eru þær sömu og rök samkynhneigðra þau sömu og blökkumanna þá. Þótt kyn- þáttahatur fýrirfinnist enn í hern- um — eins og í bandarísku sam- félagi yfirleitt — tókst samruninn þó með eindæmum vel. Sönnun þess er formennska Colins Po- wells í herráðinu. Vegna vand- ræðagangsins í Clinton verður þess þó langt að bíða að samkyn- hneigðir fái sama tækifæri.____ Karl Th. Birgisson „Það hef ég aldrei sagt" Niðurstaðan varð að herinn myndi hætta að spyrja nýliða spurningar númer 27: „Ertu samkynhneigður eða tvíkynhneigður?" Jákvætt svar við þessari spurningu þýddi áður að viðkomandi komst ekki t herinn. Nú er ekki spurt lengur og því lendir fólk ekki í vandragðum fyrr en mun seinna, þegar her- þjónustj pr hafin JS^Íaður vikunnar Jean-Marie LePen Leiðtogi Þjóðernisfýlkingar- innar í Frakklandi, Jean-Marie Le Pen, er ekki eins sigursæll og áður, enda maðurinn búinn að konia sér í vond mál. f sveit- arstjórnarkosningunum fýrir ári gerði Le Pen sér vonir um 15 til 20 prósent atkvæða, en fékktæplega 14 prósent. Síðan þá hafa vinsældir hans farið dvínandi og samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum fýrir þingkosningarnar í mars fengju hægriöfgasinnar aðeins 10 til 12 prósent atkvæða. Jean- Marie Le Pen hefur munað fífil sinn fegurri. Flokkur hans er hættur að vekja sömu athygli og áður og hægriöfgastefnan er ekki lengur það aðdráttarafl sem hún var á blómatíma Le Pens. Stöðugur samdráttur í efnahagsh'fi og aukið atvinnu- leysi er það sem franska þjóðin hefur mestar áhyggjur af. Auk þess sættir almenningur sig ekki lengur við þá einföldu lausn flokksins, að leggja að jöfnu innflytjendur og atvinnu- leysi. Fyrir um ári sýndu kann- anir að rúmlega þriðjungur þjóðarinnar var hlynntur stefnu Þjóðernisfýlkingarinnar í málum innflytjenda. Talað var um að flokkurinn yrði brátt annað sterkasta stjórnmálaafl- ið f Frakklandi og Le Pen mundi komast langt í næstu forsetakosningum. Engu að síður voru tveir þriðju Frakka þeirrar skoðunar að Þjóðernis- fýlkingin væri „ógnun við lýð- ræðið“. Flokkurinn hefiir aldrei verið talinn fær um að vera við stjórnvölinn. Svo virð- ist sem æ fleiri séu að komast á þá skoðun, að stjórnmála- stefna Jean-Maries Le Pen sé síður en svo ákjósanleg. Hemum enn helmilt I

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.