Pressan - 04.02.1993, Side 25

Pressan - 04.02.1993, Side 25
-f FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 25 LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK „Þessi vinna er öðruvísi skemmtileg og ákaflega gaman að koma að fslensku óperunni í ekki alvarlegra verki en þetta er. Mér hefur verið Ijómandi vel tekið," segir Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir í fyrsta sinn í (s- lensku óperunni. það því að nokkru breytt ffá upp- runalegri mynd og söguþráður að einhverju marki endursaminn, hlutverk stækkuð og aðrar nauð- synlegar endurbætur gerðar. Operetta er líka þannig uppbyggð að talað mál tekur jafnmikið pláss og söngvar og því engin íurða að Bessi Bjamason fari með burðar- hlutverk þótt sjaldan hafí hann verið kenndur við óperuhús íyrr. Önnur aðalhlutverk eru í höndum Signýjar Sæmundsdóttur, Þor- geirs J. Andréssonar, Bergþórs Pálssonar og Jóhönnu Linnet, en einnig fara Sigurður Björnsson, Kristinn Flallsson og Sieglinde Kahman með stór hlutverk. Ballett í hádeginu íslenski dansflokkurinn hefúr tekið upp þá nýbreytni að setja upp nokkrar ballettsýningar í Tjarnarsal Ráðhússins um hádegis- bil. Er um að ræða fjögur dansverk, hvert öðru ólfkt, bæði klassísk og módem. Eitt þeirra er „Pas de six“ úr Raym- onda í sviðsetningu dansstjórans Alans Howard, en hin þrjú verða frumflutt og eru samin af Nönnu Ólafsdótt- ur, Maríu Gísladóttur og William Soleau. Sýningartími verkanna er aðeins um hálf klukku- stund og eru uppákomurnar hugsaðar sem þægi- legt innlegg í eril dagsins. Flokkurinn hefur hugs- að sér að nota húsið sjálff sem umgjörð og er leikmynd því af skornum skammti. Auk þessara sýninga er flokkurinn að hefja æf- ingar á Coppelíu, sem vænt- anlega verður sviðsett í Borgarleikhúsinu í kringum páska. 4* Skipið skrúfað saman Kjartan Ragnarsson leikstjóri vinnur nú við að setja Sardasfurstynjuna upp á fjölum Gamla bíós eftir æfingar víða um bæinn. Islenski dansflokkurinn með sýningar í Ráðhúsinu. gr íslensku óperunnar á íþmjunni" eftir Emme- íjs standa nú sem hæst. „Nú erum víð að skrúfa „skipið“ saman, en það liefur verið í smíð- um víða um bæinn,“ segirKjartan Ragnarsson leikstjóri. ,)S|$þið“ reynist vera óperetta sem Blf^| áhugafólk um tónlist og leikhuf ætti að fagna, „góð, vönduð klass- ísk sönglist og létt, skemmtileg leiklist“ eins og leikstjórinn lýsir verkinu. „Sardasfurstynjan“ er farsakennt verk, rómantísk gam- ansaga. Sagan gerist á fýrstu ára- tugum aldarinnar þegar heims- styrjöldin fýrri er að brjótast út, sem kemur þó ekki í veg fyrir að- allinn stundi sitt ljúfa líf í borgum austurrísk-ungverska keisara- dæmisins, elskendur finni ástina og karlstertar elti stúlkuskjátur. Áhyggjuleysi einkennir tilvenma. Þetta er í fýrsta sinn sem Kjart- an leikstýrir í Óperunni og segir hann það öðruvísi en venjulegt leikhús þar sem hann vinni fýrst og fremst með tónlistarfólki. „Þessi vinna er öðruvísi skemmti- leg og ákaflega gaman að koma að fslensku óperunni í ekki alvar- legra verki en þetta er. Mér hefur verið ljómandi vel tekið og húsið er óvenjulega elskulegt og fullt af andrúmslofti.“ Eins og gjarnan er við uppsetn- ingu á óperettu er handritið sniðið að sýningunni og leikurunum. Er Vantarjafnvœgi HÚSVÖRÐURINN EFTIR HAROLD PINTER PÉ-LEIKHÓPURINN (SLENSKU ÓPERUNNI LEIKSTJÓRI: ANDRÉS SIGURVINS- SON ★★ Þegar Húsvörðurinn var fhimsýndur fýrir þijátíu árum var leikdómur Harolds Hobson í The Times fremur harður. Hann sá þetta verk sem misheppnaða tilraun til að semja gamanleikrit: „Ekki nógu fýndið, herra Pinter,“ skrif- aði Hobson. Pinter, sem yfirleitt tjáir sig afar lítið um verk sín, taldi nauðsynlegt að svara þessu um hæl: „Leikritið er fýndið upp að vissu marki, hættir þá að vera fýndið, en það er þess vegna sem ég skrifaði það.“ („This play is funny, up to a point. Beyond that point it is not funny, and it is bec- ause of that point that I wrote it.“) Þessi sýning Pé-leikhópsins nær að vera fýndin, en aðalgall- inn er sá að hún nær sjaldan lengra. Hún nær aldrei því marki að bjóða upp á annað en gaman- leikrit. Allir þrír leikararnir, Ró- bert Arnfmnsson (Davis), Arnar Jónsson (Mick) og Hjalti Rögn- valdsson (Aston), fara á kostum með nánast allt sem telst fyndið, en þeir virðast ekki takast á við innbyggðan harmleik verksins. Eitthvað skortir, en það er að- allega „tempó“ eða jafnvægi á milli þess sem gerist hratt og þess sem gerist hægt, á milli tals og þagnar, á milli þess sem er fýndið og þess sem á að vera grafalvar- legt. En hver ber ábyrgð á þessu ójafnvægi? Ekki leikaramir. Þess- ir þrír leikarar kunna að tala eins hratt eða hægt og þeir em beðnir um. Arnar Jónsson sannar það fullkomlega með því að tala eins og hraðlest og ganga þess á milli um í slómósjón. En ég hafði alltaf á tilfmningunni að tempóið væri án forsendna. Það leiddi til þess að það dró oftast úr spennunni þegar hún hefði átt að vera í há- marki. Tökum nokkur dæmi: Þegar Mick kemur fýrst að gamla flækingnum á hann að koma honum (og okkur) á óvart og hræða hann hryllilega. En það gerist alls ekki. Atriðið virðist ennþá vera á æfingastigi. Seinna, þegar Mick bíður eftir gamla flækingnum í dimmu herbergi og hræðir hann m.a. með því að kveikja á ryksugu, dregur enn einu sinni úr spennunni. Davis liggur á gólfinu, Mick fer um sviðið með ryksuguna og áhorf- endur bíða eftir því að annar hvor þeirra segi eitthvað fyndið. Það sama má segja um atriðið þar sem flækingurinn dregur aÚt í einu upp hníf og hótar að nota hann á Mick. Okkur bregður ekki. Leikmyndin — ágæt sem eftir- lfldng af subbulegu húsi í London á sjötta áratugnum — hefúr þó einnig slæm áhrif á spennuna sem leikritið hefur upp á að bjóða. Til hvers er hluti hússins framsviðs, þar sem atburðarás verksins fer aðeins fram í einu herbergi? Það að sjá leikarana koma og fara tvisvar í hvert sinn gerir lítið annað en tefja fýrir. Það hefði stundum verið áhrifaríkara að vita ekki hver var að koma inn eða hvenær. Hléin voru tvö þar sem eitt hefði dugað (á milli annars og síðasta þáttar). Helst voru það skiptingarnar á milli atriða sem fóru allt of hægt fram. Pinter er með nógu mikið af pásum í leik- ritunum sínum. Það þarf ekki að auka við þær. Róbert Arnfinnssyni og Amari Jónssyni tókst strax að ná til áhorfenda. Hjalti Rögnvaldsson var aðeins seinni til, aðallega vegna þess hversu sérviska hans var ýkt til að byrja með, en hann fékk gott og verðskuldað klapp fýrir langa og erfiða ræðu um reynslu Astons á geðveikrahæl- inu. Niðurstaðan: Það er margt gott í þessari sýningu, en hún er of löng og vantar hraða. Það mætti skera tuttugu til þrjátíu mínútur af henni (með ýmsum aðgerð- um), en fyrst og fremst ætti að kippa tempóinu í lag. Ef það ger- ist á næstu sýningum verður Húsvörðurinn mun skemmti- legri. Efekki... Martin Regal „Þessi sýningPé- leikhópsins nœr að verafyndin, en aðalgallinn er sá að hún nœr sjald- an lengra.<( MYNDLIST • Birgir Andrés- son & Þór Vigfús- son sýna verk sín í Nýlistasafninu. • Bjarni Þórarinsson opnaði sjónþing í Gallerí 11 um síðustu helgi. • Pétur Halldórsson opnar sýningu á olíumálverkum og vatnslitamyndum í Hafnar- borg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á laug- ardag. • Gunnhildur Pálsdóttir opnar sýningu sína á mál- verkum og skúlptúr i Portinu, Hafnarfirði, á laugardag. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Hreinn Friðfinnsson. Yfir- litssýning á verkum hans verður opnuð í Listasafni (s- lands á laugardag. Sýningin er samstarfsverkefni safnsins og ICA, nýrrar sýningarstofn- unar i Amsterdam sem helg- uð er nútímalist. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. • Guðjón Bjarnason opnar sýningu á olíumálverkum og skúlptúr í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, á sunnudag. • Japönsk samtímalist nefnist sýning sem nú stend- ur yfir á Mokka. Lýkur á sunnudag. • Hólmfríður Sigvalda- dóttir sýnir verk sín í Galleríi Sævars Karls. • Haraldur Jónsson sýnir lágmyndir og skúlptúra Gerðubergi. Verkin eru rýmis- verk, unnin úr ólíkum efnum en viðfangsefnin eru gegnsæi og takmörk. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugar- daga kl. 13-18. • Skoskir grafíklistamenn, 26 talsins, sýna verk sín í | Geysishúsinu. Opið daglega kl. 10-18. • Guðmundur Karl hefur opnað fyrstu einkasýningu sina hér á landi á Kaffi Splitt. Verkin eru 15 myndasam- stæður unnar með tölvu. • Erlingur Jónsson mynd- höggvari og lektor i Osló, hef- ur opnað sýningu í húsnæði Bílakringlunnar í Keflavik. • lan Hamilton Finlay, listamaðurinn skoski, sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum á menningarhátíðinni SKOTTfS, skosk- íslenskum menningar- dögum. Á sýningunni gefur ] að líta myndverk Finlays, nokkra neonskúlptúra og lit- skyggnur af Stonypath-garð- inum i Lanarkshire. Lýkur á sunnudag. • „Outsider USA". Banda- rísk utangarðslist í Hafnar- borg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Sýn- ingin hefur verið sett upp víða um Norðurlönd. • Ásmundur Sveinsson. Ásmundarsafni stendur yfir sýningin Bókmenntirnar i list Ásmundar Sveinssonar. Opið alladagakl. 10-16. SÝNINGAR • Nanna Bisp Buchert opnar Ijós- myndasýningu ( | Galleríi Umbru í dag, fimmtudag. Sýningin nefnist Öðru visi fjölskyldumyndir”. ð Kaj Franck. Sýning á list- iðnaði eftir hönnuðinn finnska í Norræna húsinu. Þar gefur að líta glervörur, borð- búnað, skrautmuni og ýmsa nytjahluti. Opið daglega kl 14-19. Paul Nedergaard. (Boga- sal Þjóðminjasafnsins. • Víkin og Viðey. Nýhöfn.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.