Pressan - 04.02.1993, Side 29

Pressan - 04.02.1993, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRUAR 1993 29 Vantar dirfsku og þorsaman við skynsemina ANDVARI RITSTJÓRIGUNNAR STEFÁNSSON HIÐ [SLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG 1992 ★ ★ QAndvari, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags, er efnismikið rit sem birtir greinar um bók- menntir og sögu. Samanburður við Tíma- rit Máls og menningar er freistandi enda verður ekki annað séð en tímaritin ættu að mestu að höfða til svipaðs lesenda- hóps. Samanburður verður Andvara ekki í óhag, því þær greinar sem þangað rata virðast jafnari að gæðum en hinar sem birtast í Tímariti Máls og menningar. Þrjár Laxnessgreinar eru í tímaritinu. Sú lengsta er eftir Guðbjörgu Þórisdóttur og fjallar um Diljá í Vefaranum mikla frá Kasmír. Þetta er femínísk brussugrein byggð á alhæfingum. Guðbjörg fordæmir áhuga ungra karlbókmenntafræðinga á aðalpersónu verksins, Steini Elliða. Arni Sigurjónsson, Ástráður Eysteinsson, Hall- dór Guðmundsson og Matthías Viðar Sæ- mundsson eru að hennar áliti á villigötum í túlkun á verkinu og hún sakar þá um fullkomið skeytingarleysi gagnvart kven- persónu verksins um leið og hún spyr: „Eru þeir ef til vill haldnir dulinni kven- fyrirlitningu?“ Guðbjörg reynir síðan að svara þeirri spumingu játandi með því að afgreiða túlkanir viðkomandi fræði- manna á mjög ósanngjarnan hátt: „Vandi Matthíasar (Viðars) er ekki sér- tækur vandi hans sjálfs sem lesanda held- ur vandi fjölda karlmanna sem lesa og túlka veruleikann en eru blindir á veru- leika kvenna og skynja því ekki konurnar í verkinu." Sem sagt, það er kynferði Matthíasar Viðars sem kemur í veg fyrir að hann skilji verkið „réttum" skilningi. Jafnósanngjörn er Guðbjörg gagnvart Árna Sigurjónssyni þegar hún segir: „Di- ljá er ekíd verðug athygli Áma Siguijóns- sonar. Diljá er ekki til.“ í tilvitnun sem Guðbjörg hefur eftir Áma úr seinna bindi bókar hans um Laxness og Þjóðlífið verð- ur þó ekki annað ráðið en samúð hans sé með stúlkunni. En doktorsritgerð hans fjallar ekki um þessa ágætu stúlku, það virðist vera glæpur hans. Annars er grein Guðbjargar að mestu samansett úr einlitum staðhæfingum á borð við þessar: „Konan elskar lífið og ástin og kærleikurinn er hennar æðsta takmark. Karlmaðurinn leitar að sjálfum sér í valdi og drottnunargimd. Hann vill svæla allt undir sig.“ Á einstaka stað má finna máttlitla viðleitni til sanngimi sem verður offast skopleg eins og hér: „Ekki er hægt að kenna drottnunarlöngun karla um allt sem miður fer íhjónaböndum...“ Að lokum má geta þess að bygging greinarinnar er losaraleg og hún er ekki sérlegavelskrifuð. Gunnar Stefánsson skrifar greinina f ljósi skáldskapar sem er stutt yfirlitsgrein um viðtökur sem bækur Nóbelsskáldsins hlutu á sínum tíma. Þetta er snaggaraleg grein og vel skrifuð. Gunnar Kristjánsson á sömuleiðis ágæta og hógværa grein um Jón Prímus. Tvær greinar em um þýðingar. Eyjólf- ur Kolbeins skrifar um þýðingar á grísk- um harmleikjum og greinin verður vegleg lofgjörð til Helga Hálfdanarsonar. Þorgeir Þorgeirsson skrifar grein um þýðingar Geirs Kristjánssonar og þar er líldega komin best ritaða grein heftisins. Hin skemmtilega stríða lund Þorgeirs mótar skrif hans og gerir þau ögrandi og ánægjuleg aflestrar. Af öðra efhi ber að nefna langa og fróð- lega grein Guðmundar Arnlaugssonar um Sigurð Guðmundsson skólameistara, skemmtilegar samræður Þorsteins Gylfa- sonar og Sigurðar Steinþórssonar um list og vísindi. Helgi Skúli Kjartansson skrifar áhugaverða og verulega góða grein um Sturlungaöld. Arnheiður Sigurðardóttir á tLAÐU VIÐ OKKUR UM i BÍLASPRAUTUN GAR '&fmt Auðbrekku 14, sími 642141 nokkuð öruggri fræði- mennsku, sem kann þó að vera fullþunglama- leg, það mœttijafnvel skíra hana gamaldags. Fœstgefur vísbendingu um það á hvaða áratug blaðið ergefið út“ vel skrifaða grein um baráttuár Jóns Trausta í Kaupmannahöfn. Gunnar Jó- hannes Árnason skrifar fallega grein um Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Baldur Óskarsson og Bolli Gústavsson eiga ljóð í tímaritinu. Þetta heffi Andvara einkennist af nokk- uð öruggri fræðimennsku, sem kann þó að vera fullþunglamaleg, það mætti jafii- vel skíra hana gamaldags. Fæst gefur vís- bendingu um það á hvaða áratug blaðið er gefið út. Það vantar örlítið meiri dirfsku og örlítið meira þor í bland við skynsem- ina. Og hið sama gildir hér og um Tímarit Máls og menningar; það vantar meiri og betri skáldskap. Það sem finnst af skáld- skap virðist eins og notað til uppfyllingar. I ritstjómargrein kemur fram að fram- hald á útgáfu tímaritsins er í nokkurri óvissu. Andvari á vissuiega erindi til landsmanna og ástæða er til að taka undir ósk ritstjóra þess efnis að tímaritið lifi og dafni. Kolbrún Bergþórsdóttir 3 Bikarkeppni HSI Úrslitaleikir VALUR - STJARNAN í kvennaúrslitum, sunnud. 7. febr kl. 16:30 í Laugardalshöll. VALUR - SELFOSS í karlaúrslitum, sunnud. 7. febr. kl. 20:00 í Laugardalshöll. Valsarar, mætum öll og styðjum okkar félag. . \ Ají JMAk pumnv Agæta foreldri Nú fer í hönd tími ferminganna. Potturinn og pannan c/o Matreiðslumeistarinn hf. hefúr um árabil sérhæft sig í veislum og veis- luþjónustu í heimahúsum og sölum á höfuðbor- garsvæðinu, jafnframt rekstri veitingastaðanna Potturinn og pannan og Steikhúsið Laugavegi 34, og viljum við með þessu bréfi bjóða fram þjónustu okkar. TILBOÐ I Kalt borð: 1.390.- kr. á mann* Reyktur og grafinn lax, roastbeef, reykt svínalæri, kjúklingar, djúpsteiktur svínapottréttur með sætsúrri sósu og hrísgrjónum. Meðlæti: Heitar steiktar kartöflur, hrásalat, kartöflusalat, sinnepssósa, remólaði, kokteilsósa, grænmeti, rauðkál, steiktur laukur, heit brún rjómasósa og brauð. Kransakaka fylgir öllum matarveislum. TILBOÐ II Kaffihlaðborð: 1.090.- kr. á mann* Tveggja hæða áletruð marsipanterta, súkkulaði- terta, peruterta, þrjár tegundir af snittum, tvær tegundir af brauðtertum, flatbrauð með hangikjöti og rúlluterta. ‘Lágmarksfjöldi: 25 manns POTTURINN OG PRNNflN LAUGAVEGI 34A Símar 13088 og 11690 BRAUTARHOLTI 22

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.