Pressan - 04.02.1993, Page 30

Pressan - 04.02.1993, Page 30
„Ég hef aldrei orðið var við neitt líkt því sem bresku blöðin lýsa að eigi sér stað í opinberum veislum þar í landi," segir Har- aldur. „Ég man ekki einu sinni til þess að nokkur hafi boðið mér heim, hvað þá annað." Ásakanir breskra blaða um framhjáhald Johns Major með kon- unni sem sá um opin- berar veislur ALDREI ORÐIÐ VAR VIÐ NEITT SLÍKT HÉR - segir Haraldur Magnús- son yfirþjónn, sem starfað hefur við flestar opinberar veislur hérlendis. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins „ÉG VIL VIÐSKIPTA- RÁÐUNEYTIГ Það er kominn tími til að einhver verji almenning fyrir vöxtunum, - segir Össur, sem vill Jón Sig. í Seðlabankann og það sem fyrst. Reykjavík, 4. febrúar. Allt virðist nú stefna í harða baráttu innan Alþýðu- flokksins í kjölfar þess að Jó- hannes Nordal ákvað að hætta sem bankastjóri Seðla- bankans. Það nýjasta í málinu er að össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks krata, hefur lýst því yfir að hann vilji Jón Sig. í bankann en sjálfan sig í viðskiptaráðuneytið. „Almenningur þarf vernd fyr- ir vaxtaokrinu," sagði Össur á blaðamannafúndi í morgun. „Ég ætla mér ekki bara að tala gegn vaxtaokrinu heldur berjast gegn því.“ Össur var í sérstökum búningi á fundinum og lýsti því yfir við blaðamenn að hann hygðist klæðast honum í ráðherratíð sinni. „Gamli tíminn er liðinn,“ sagði Össur. „f dag skiptir ímyndin meira máli en áður. Haldið þið til dæmis að banka- stjórarnir rnuni ekki frekar lækka vextina ef ég segi þeim það svona klæddur en ef ég væri í jakkafötum með bindi, alveg eins og þeir? Munduð þið geta sagt nei?“ spurði hann blaða- menn. „Ég veit ekki hvað össur er að fara,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðu- flokksins, þegar GULA PRESS- AN bar undir hann yfirlýsingar Össurar. „En það er viss tilbreyt- ing í að hafa hann svona til fara á þingflokksfundum.“ Össur Skarphéðinsson segistþess albú- inn að vernda íslenskan almenningfyr- ir vaxtaokri bankastjóranna. „Ég verð ykkar maður í viðskiptaráðuneytinu, “ segir Össur, sem á myndinni er í nýja Kjartan hefur staðið sig þokka- lega í starfi þau tvö ár sem hann hefur ritstýrt GULU PRESSUNNI og þakkar útgáfustjórnin hon- um þann tíma sem hann var við- látinn á skrifstofunni. Ritstjóraskipti á GULU PRESSUNNI KJARTAN HÆTTUR Hefði fundist eðlilegra að menn segðu mér hreint og beint upp í stað þess að fela sig á bak við einhverja könnun, - segir Kjartan og er fúll. Reykjavík, 4. febrúar. Kjartan Tryggvason, rit- stjóri GULU PRESSUNNAR, lætur af störfum frá og með þessu tölublaði blaðsins. Finn- ur Erlingsson markaðsstjóri gegnir störfum hans þar til nýr ritstjóri verður ráðinn. „Mér er engin launung á því að ég tel að mér hafi verið bolað út,“ segir Kjartan. Framhald af viðtali við hann bíður birtingar. Þessar starfsstúlkur í fjármálaráðuneytinu hótuðu málsókn ef gufu- baðið yrði ekki sett upp. „Við höfum fitnað í mötuneyti ríkisins og teljum því eðlilegt að rfkið beri kostnað af því að grenna okkur aft- ur," segir Dúna Baldursdóttir, talsmaður hópsins. Dúna er lengst til vinstri, Karen Lárusdóttir við hlið hennar og Bára Ólafsdóttir er lengst til hægri. Að baki þeim má sjá Hildi Guðjónsdóttur, sem starf- ar ekki í ráðuneytinu en er gift einum starfsmanna þess. Fjármálaráðuneytið setur upp umdeilt gufubað ÞAÐ VAR ANNAÐHVORT AÐ SETJA UPP BAÐIÐ EÐA FÁ Á OKKUR MÁLSÓKN - segir Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri, en starfsstúlk- ur í ráðuneytinu hótuðu að fara í mál við ríkið vegna sér- deilis fitandi fæðis í mötuneytinu í Arnarhvoli. Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra kvik- myndaframleiðenda ÁTTUM EKKERT SAMAN VIÐ BARN SRÆNIN G JANA AÐ SÆLDA Alger tilviljun að félagar í sambandinu voru staddir á Café Óperu sama kvöld og barnaræningjarnir áttu pantað borð. Reykjavík, 4. febrúar. GULU PRESSUNNI hefur borist yfirlýsing frá Sam- bandi íslenskra kvikmynda- framleiðenda þar sem segir að sambandið vilji að gefnu tilefni taka fram að hvorki sambandið né einstakir fé- lagsmenn þess hafi haft neitt saman að sælda við amerísku barnaræningjana sem kynntu sig sem kvikniynda- framleiðendur frá stórfyrir- tækinu Carolco Pictures. Þótt einstakir félagsmenn sam- bandsins hafi verið staddir á Café Óperu kvöldið sem barnaræningjarnir áttu þar pantað borð var það algjör tilviljun. Eins og greint var írá í GULU PRESSUNNI fyrir viku voru óvenjumargir kvikmyndagerð- armenn á Operu þetta kvöld; til dæmis Hrafn Gunniaugsson, Friðrik Þór Friðriksson, Lárus Ýmir Óskarsson og Þráinn Bert- elsson. Gestir veitingastaðarins tóku eftir að þeir höfðu allir meðferðis myndbönd með sýn- ishornum af myndum sínum. „Ég var að fara með mynd- bandið heim og leit aðeins inn á Óperu til að fá mér snarl," segir Hrafn Gunnlaugsson. „Auðvitað mundi það vekja athygli í okkar hópi ef amerískir stórframleiðendur ættu hér leið um, en því fer fjarri að við höf- um tekið nokkurt mark á frétt Tímans þar um,“ sagði Þráinn Bertelsson í samtali við GULU PRESSUNA. „Það væri ósköp svipað og ef forstjórar stóriðju- vera kæmu hingað. Ég er hand- viss um að Jón Sigurðsson væri fljótur að panta næsta borð við slíka menn.“ „Ég hafði engan áhuga á þess- um mönnum,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson í samtali við GULU PRESSUNA. „Ég var bara að fá mér snarl.“ Fullyrðing: GULA PRESSAN DALAÐIIJÚNÍ OG JÚLÍ ÞEGAR KJARTAN TRYGGVASON RITSTJÓRIVAR f SUMARFRfl s6 < J < | 3,27% Sw - -- :v| Viðhorfskönnun GULU PRESSUNNAR Blaðið dalaði íjúní ogjúlíþegar Kjartan Tryggva- son ritstjóri var ísumarfríi 21,67 prósent sammála - 72,33 prósent ósammála í viðhorfskönnun GULU PRESSUNNAR var þeirri fullyrð- ingu varpað ffam að blaðið hefði dalað í júní og júlí á síðasta ári þegar Kjartan Tryggvason ritstjóri var í sumarfríi. Tæplega 22 pró- sent þeirra sem svöruðu voru því sammála en rúm 72 prósent voru ósammála fúllyrðingunni. Aðeins 3,27 prósent aðspurðra voru mjög sammála því að blaðið hefði dalað þegar ritstjórinn var í ffíi. 18,40 prósent voru því ffekar sammála. Alls voru því 21,67 pró- sent frekar eða mjög sammála fúllyrðingunni. 56,18 prósent voru hins vegar mjög ósammála því að blaðið hefði dalað þegar Kjartan var víðsfjarri og 16,15 prósent voru því frekar ósammála. Alls voru því 72,33 prósent því frekar eða mjög ósammála að það hefði nei- kvæð áhrif á blaðið að Kjartan væri ekki á vinnustað. 6,0 prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.