Pressan - 05.08.1993, Page 10
FRETTIR
10 PRESSAN
Fímmtudagurinn 5. ágúst 1993
PRESSAN skoðar skattskrána vegna ársins 1992:
TOPPARNIR HÉLDll SIG
FLESTIR A MOTTUNNI
GUÐJÓN B. ÓLAFSSON. SlS í rúst og hann með 1,3 milljónir á mánuði.
Það skiptust á skin og skúrir
í þróun tekna hjá helstu for-
stjórum, embættismönnum
og verkalýðsforingjum lands-
ins á síðasta ári, miðað við ár-
ið á undan. Úttekt PRESS-
UNNAR á tekjum tæplega 60
einstaklinga leiddi í jjós að í
heild lækkuðu mánaðartekjur
þessara einstaklinga um að
meðaltali 1,1 prósent milli
1991 og 1992, en á sama tíma
hækkaði meðaltal mánaðar-
tekna landverkafólks í ASÍ um
3,3 prósent.
Gífurlegar tekjurpg
eignir forstjóra SIS
Sveiflurnar á toppnum
voru þó allnokkrar; þannig
hækkuðu umtalsvert einstak-
lingar á borð við Guðjón B.
Ólafsson forstjóra SÍS, Láru
V. Júlíusdóttur hjá ASÍ og
Boga Nilsson rannsóknarlög-
reglustjóra. Á sama tíma
drógust tekjur nokkurra topp-
manna áberandi saman; Dav-
íðs Oddssonar forsætisráð-
herra, Magnúsar Gunnars-
sonar forstjóra SÍF, Jóns
Skaftasonar yfirborgarfógeta
og Arnars Friðrikssonar
verkalýðsforingja. Það skal
strax áréttað að tekjurnar
koma gjarnan úr ýmsum átt-
um, ekki bara vegna eins
starfs. Einnig er vert að geta
þess að ýmsar tekjur eru ekki
skattlagðar, svo sem fjár-
magnstekjur af verðbréfum og
slíku.
Þróun tekna Guðjóns B.
Ólafssonar vekja einna mestu
athyglina. Á sama tíma og SfS
hefur endanlega verið lagt í
rúst og starfsemin þar snýst
einna helst um eftirlauna-
skuldbindingar, þá hækkar
forstjórinn í tekjum á milli ára
úr 1.033 þúsundum á mánuði
í 1.300 þúsund eða um 26
prósent. Einnig vekur athygli,
að í úttekt PRESSUNNAR
kom í ljós að Guðjón greiðir
alls um 520 þúsund í eignar-
skatt og eignarskattsauka og
eiginkona hans væntanlega
annað eins. Þessar tölur benda
MAGNÚS L. SVEINSSON. Með nær
hálfa milljón á mánuði og hærri en
forsætisráðherra ogflestir ráðuneyt-
isstjóranna.
DAVÍÐ ODDSSON. Lækkaði úr 550
þúsund í 425 þúsund á mánuði.
til skuldlausra eigna upp á um
60 milljónir króna.
Annar forstjóri sem hækkar
verulega í tekjum er Kristinn
Bjömsson hjá Skeljungi, sem
fór úr 861.500 krónum að
meðaltali á mánuði í 977.700,
sem er hækkun um 13,5 pró-
sent. Á móti lækkuðu áber-
JÓN SKAFTASON. Nú loks virðast
hinar miklu aukatekjur af uppboðum
minnka. Úr einni og hálfri í eina millj-
ón á mánuði.
andi í launum Magnús
Gunnarsson hjá SÍF, um 12,4
prósent og Einar Sveinsson
hjá Sjóvá- Almennum, um 8,1
prósent.
Verkalýösforingjar eft-
irbátar umbjóðenda
sinna
Skoðun á 10 verkalýðsfor-
ingjum sýndi að þeir höfðu að
meðaltali 299 þúsund krónur
á mánuði á síðasta ári, en það
er um þrefalt meira en land-
verkafólk innan ASÍ hafði.
Hins er að gæta að verkalýðs-
foringjarnir lækkuðu um 1,5
prósent á milli ára á meðan
landverkafólkið hækkaði um
3,3 prósent.
Af einstökum verkalýðsfor-
ingjum að taka kemur í ljós
um fjórðungshækkun tekna
hjá Láru V. Júlíusdóttur, en á
BOGI NlLSSON. Sker niður hörðum
höndum hjá RLR en hækkaði í tekjum
um 30 prósent.
sama tíma lækkaði Örn Frið-
riksson um nær fimmtung.
Sem fyrr er það Magnús L.
Sveinsson formaður VR sem
er hæstur verkalýðsforingj-
anna, hann var með 465 þús-
und á mánuði. Það eru ívið
meiri tekjur en sjálfúr forsæt-
isráðherrann mátti sætta sig
við og ámóta tekjur og hæstu
ráðuneytisstjórarnir búa við.
Ásmundur Stefánsson, þá
enn forseti ASÍ, hækkaði lítil-
lega í tekjum og var á síðasta
ári með 64 prósent hærri tekj-
ur en Benedikt Davíðsson
eftirmaður hans.
Miklar sveiflur á með-
al embættismanna
Embættismönnum ríkisins
farnaðist misvel á milli ára.
Tekjukóngurinn Jóns Skafta-
son yfirborgarfógeti, sem eins
GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON. Ríkis-
sáttasemjarinn þarf stundum að
legga til mikla yfirvinnu. Hækkaði í
tekjum á milli ára um 20 prósent.
og aðrir menn í slíkum stöð-
um, hefúr haft verulegar tekj-
ur af nauðungaruppboðum
og slíku, lækkaði á milli ára úr
1,5 milljón á mánuði í 993
þúsund. Svipaða sögu er að
segja af Jóni Eysteinssyni í
Keflavík.
Það er annars áberandi að
starfsmenn dóms- og lög-
regluvaldsins lækka yfirleitt í
tekjum og því er eftirtektar-
vert að sjá væna tekjuhækkun
hjá Boga ísak Nilssyni rann-
sóknarlögreglustjóra. Hann
hækkar úr 305 þúsund á
mánuði í nær 400 þúsund eða
um rúm 30 prósent. Á sama
tíma hefur hann barist hart
fyrir því að draga úr vinnu-
kostnaði hjá RLR. Þá vekur
athygli væn hækkun hjá
Hrafni Bragasyni hæstarétt-
ardómara eða 28,7 prósent.
Davíö og ráðuneytisstjórar
á ráöherralaunum
1992 1991
Þorsteinn Geirsson........457.700...447.100
Magnús Pétursson..........402.600...387.400
Páll Sigurðsson..........401.000 ...353.000
Sveinbjöm Dagfinnsson...379.700 ....309.300
Ólafúr S. Valdimarsson...278.200...317.600
Ámi Kolbeinsson..........352.100...385.500
Þorsteinn Ingóifsson.....435.600...372.300
Bjöm Friðfinnsson........367.300...376.900
Mánaöartekjur MEÐALTAL..................384.300 368.600 + 4,3%
áhrlfamanna sam- DavíðOddsson..............424.600 550.800
kvæmt álagningu
vegna tekna 1992
og 1991, á verölagi
hvers árs. Tll aö
framreikna tekjurnar
til núviröis má marg-
falda tekjurnar 1991
meö stuðlinum
1.083 og tekjurnar
1992 meö stuðlinum
1.042.
Ýmiss konar embættismenn
Davið Á. Gunnarsson 408.800.... 452.900
Guðlaugur Þorvaldsson 496.400.... 413.100
Ólafúr Skúlason 283.900.... 274.400
Georg Ölafsson 317.300 321.400
227.300 ....283.700
Gunnlaugur Claessen 418.600.... 426.800
Ólafur Ólafsson 397.000.... 412.900
Jakob Jakobsson 252.200.... 272.400
Gunnar Bergsteinsson 283.100.... 234.300
Brynjólfúr Sandholt. 419.800.... 449.000
Halldór V. Sigurðsson 366.200.... 435.000
MEÐALTAL 351.900.... 361.400-2,6%
Hinir umdeiidu kjaradómsmenn
Jónas Aðalsteinsson.....1.021.400..1.076.200
Brynjólfúr 1. Sigurðsson.444.200 ..366.500
Jón l'orsteinsson.......338.700....247.600
Jón Finnsson............479.800 402.800
Olafur H. Nilsson.......661.400 549.200
MEÐALTAl................589.100 528.500 + 11,5%
MEÐALTAL allra á listanum.. 489.800.495.200 - 1,1%
Fáeinir hæstaréttardómarar
Haraldur Henrýsson...264.000 250.300
Hjörtur Torfason.....273.800 307.500
Hrafn Bragason.......369.500 287.100
Þór Vilhjálmsson.....267.100.. 253.800
Verkalýðsforingjarnir og Þórarinn V.
1992 1991
Benedikt Davíðsson...........239.200....—
Ásmundur Stefánsson........393.300.....
Lára V. Júlíusdóttir.......372.900.....
Öm Friðriksson............. 182.900....
Ragna Bergmann 248.200..............—
Guðmundur J. Guðmundsson... 221.800....
Magnús L. Sveinsson........465.100.....
ögmundur Jónasson..........215.600.....
Björn M. Amórsson..........263.600.....
Birgir B. Siguijónsson.....389.600.....
MEÐALTAL...................299.200.....
Þórarinn V. Þórarinsson....572.100.....
Nokkrir nafntogaðir forstjórar
Magnús Gunnarsson..........775.100.....
Einar Sveinsson............795.100.....
Jóhann G. Beigþórsson......647.600.....
Hörður Sigurgestsson.......1.090.900...
Sigurður Helgason yngri....876.900.....
Brynjólfur Bjamason........723.600.....
lngimundur Sigfússon.......617.500.....
Kristinn Bjömsson..........977.700.....
Gunnar M. Hansson..........849.600.....
Guðjón B. Ólafsson.........1.300.200...
Stefán Friðfinnsson........846.600.....
MEÐALTAL...................863.700.....
.375.100
.297.500
.226.000
.232.700
.450.700
.212.100
.253.000
.381.000
.303.700 -1,5%
.585.500
.884.400
.865.000
.1.026.800
.833.400
.732.300
.597.000
.861.500
..797.600
..1.033.000
..858.800
..848.900 + 1,7%
Dóms- og lögregluvaldsmenn
Jón Skaftason............992.900........1.532.000
Jón Eysteinsson..........884.200........950.100
Már Pétursson............376.500........391.700
Hallvarður Einvarðsson...367.000 .......484.200
Bogi Nilsson.............398.300 .......305.400
Böðvar Bragason..........395.300 .......392.800
Bjöm Hemiannsson.........550.800 .......645.200 - 14,6%
Og almenningur til samanburðar
ASÍ-landverkafólk........108.700.......105.200 + 3,3%
Þ.a. verkafólk...........97.500........95.900 + 1,7%
Þ.a. skrifstofúfólk......116.700........108.500 + 7,6%