Pressan - 05.08.1993, Side 22
SKEMMTANIR OG DAUÐ
22 PRESSAN
Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993
Bjössi í World Class tekur yfir Kjallarann
Þjoðleikhuskjallarinn
í andlitslyftingu
Björn Leifsson, betur þekkt-
ur sem Bjössi í World
Class, hefur tekiö rekstur
Þjóöleikhúskjallarans á
leigu. Eins og margir vita á
hann Ingólfscafé fyrir og er
því öllum hnútum kunnugur
í veitingabransanum. Hann
hefur fengiö Guörúnu
Margréti Ólafsdóttur og
Oddgeir Þóröarson, innan-
húsarkitekta, til aö sjá um
endurbætur á staönum, en
þær veröa þó nokkrar. Aðal-
breytingin felst í því að sett-
ur verður bar þar sem fata-
hengiö var áöur. Pallarnir
veröa teknir, sett ný gólf,
lýsing og þiljur auk þess
sem stólar og borð veröa
endurnýjuð. Reiknað er með
aö breytingarnar muni kosta
15 til 20 milljónir og miöaö
er viö aö opna staðinn með
haustinu.
Aldurstakmark veröur 23 ár
og Björn sagöi í stuttu sam-
tali viö PRESSUNA að mark-
hópurinn væri á aldursbilinu
30-40 ára. „Viö förum
þarna töluvert yfir þann ald-
urshóp sem er í Ingólfscafé
og að mínu mati á þetta eft-
ir aö efla miðbæinn. Þarna
er töluvert af fólki og auðvit-
aö leikarar og leikhúsgestir.
Þetta er staöur sem er bú-
inn aö ganga í 45 ár, meira
aö segja án þess aö aug-
lýsa, þannig aö meö því aö
gera andlitslyftingu á hon-
um á hann skilið að ganga í
önnur 45.“
Búiö er aö ráöa Sigurjón
Þórðarson til aö sjá um
matreiðsluna en hann var
um tíma á Naustinu og hef-
ur rekið Hótel Flókalund í
Vatnsfirði á sumrin. Einnig
hefur Jón Páll, sem vinnur í
afgreiöslunni í World Class,
veriö ráöinn yfirdyravörður.
bilinn minn?
INGVAR ÞÓRÐARSON errekstr-
arstjóri Regnbogans og ekur um
borgina á svartri Fólksvagen
bjöllu, árgerð 1964.
„Af því að hann er end-
urholdguð svört prinsessa
að nafni Obi Kanobi.
Pabbi prinsessunnar var
frægasti höfðingi Súlú-
manna og sá sem Bretar
óttuðust mest.“
SlGARETTU R
DAUÐANS
ZIP.BIACK •
OB j
CHROME) I
14 mg Tar 1.2 mg Nicotine
Healtii íiepartrnentv Chlef Medlcal Officers:
SMOKING WHEN PREGNANT IIARMS YOIJR BABY.
VMOKJNO KILJLS. SMOKING CACSES CANCER. SMOKING CAUSES HEART
DISEASE AND OTIIER fATAl. DISEASES.
PROTT.tn C HIIJDREN: IKJN’ T MAKE THEM BREATHE YOUR S.MOKT.
NOTE: IF YOU CAN T BUY OEATM
AT YOUR tOCAL TOBACCO SHOP
ASK WHY NOT.
S6E LAST PAGE
EOfl PRICE
ANO DESCRIPTION
OE
MEBCHANDISE.
TO Pl.ACE OROER
USE
MAIL OROER
Útlit er fyrir að nýtt fyrir-
tæki sé að ryðja sóf til rúms
á breska tóbaksmarkaðn-
um og hpitir það einfald-
lega DEATH (Dauði). I
auglýsingu ífá fyrirtækinu
segir að forráðamenn þess
hyggist nota helsta veik-
leika annarra tóbaksfram-
leiðenda til að koma sjálf-
um sér á framfæri, nefni-
lega þá óhrekjandi vitn-
eskju að tóbaksreykingar
valda dauðsföllum. Frekar
en að horfast í augu við
vandann, segir í auglýsing-
unni, hafa tóbaksframleið-
endur gert vonlausar til-
raunir til að fela sannleik-
ann. Það hafa reynst ör-
lagarík mistök og opnað
dyrnar fyrir samtök sem
hafa tóbaksvarnir að leiðar-
ljósi.
Ennfremur er litið til þess
með hryllingi að málstaður
þeirra sem andstæðir eru
notkun tóbaks geti í ffarn-
haldi af öflugum kynning-
arherferðum leitt til algers
banns við tóbaksreyking-
um í framtíðinni. Mark-
aðssérfræðingar DEATH
telja slíka þróun ógnvæn-
lega og líta á hana sem
verulega skerðingu á per-
sónufrelsi reykingamanna.
Þess vegna segja þeir að
mun skynsamlegra sé að
upplýsa fólk um skaðsemi
reykinga fremur en að setja
því höft eða jafnvel banna
reykingar með öllu, en
upplýsingar felast einmitt í
þeim sannsöglu auglýsing-
um sem fyrirtækið hefur
látið ffá sér fara: „DEATH
reynir ekki að fela tóbaks-
varnarauglýsingar. DEATH
er tóbaksvarnarauglýsing"
og ennffemur: „Það ert þú
sem deyrð. Þetta verður
þín eigin jarðarför.“
Tóbakið sem fyrirtækið
notar er innflutt og er
magn tj,öru í hverri síga-
rettu haldið í lágmarki. 10
prósent innkomunnar
rennur til rannsókna á
krabbameini því forráða-
menn fyrirtækisins álíta að
þeim sem reykja sé skylt að
greiða hluta þess fjármagns
sem notað er til rannsókna
á þeim sjúkdómum sem
tóbaksreykur getur valdið.
Auk tóbaks má kaupa
áprentaða boli, töskur,
kveikjara og barmmerki.
Pöntunarlisti hefur þegar
verið gefinn út og gildir
hann um heim allan.
Heimilisfangið er Under-
world Death, 11-15 Tudor
Road, London E9 7SN.
Mumyndin
er af Ólafi Sigurössyni fréttamanni. Sú eldri er frá árinu 1973 þegar hann var stjóm-
arformaður Plastiöjunnar hf. á Eyrarbakka, sú yngri fremur nýleg. i stuttu máli er
óhætt aö segja að á tuttugu ámm hafi allt þykknaö á Ólafi nema bindið og hárið.