Pressan - 05.08.1993, Page 25
LIF EFTIR DAUÐANN
Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993
PRESSAN 25
HALLDOR
BIRGISSON héraðsdómslögmaður:
„Ef ég myndi eiga þess kost að koma til jarðarinnar í
einhverju öðru gervi en ég er í núna þá vildi ég helst
verða tékkneska húsmóðirin Ludmíla Kratosvilova
sem átti öll heimsmet í millivegalengdarhlaupum á
árunum 1970 til 1980. Hún var þegar ég sá hana
síðast karlmaður að burðum með skegg og kýl.“
HELGA
KRISTÍN EINARSDÓTT1R blaðamaður á Morgunblaðinu:
„Ég myndi vilja verða Eva og láta Adam bíta í eplið.“
HAUKUR
HÓLM fréttamaður á Stöð 2:
„Ef ég gæti ekki komið sem ég sjálfúr, þá myndi ég
vilja vera sturtuhaus í Sundlaugunum í Laugardal.
í kvennaklefanum nota bene, ég vil ekki að fólk fái
ranghugmyndir um mig.“
EDDA
BJÖRGVINSDÓTTIR leikari:
„Ég myndi vilja endurfæðast alveg nákvæmlega
eins, enda er ég tiltölulega ánægð með sjálfa mig í
þessu formi sem ég er.“
KRISTINN
T. HARALDSSON (öðru nafni Kiddi rót) bílstjóri utanríkisráðherra:
„Ég myndi vilja koma aftur í formi mannveru með gáf-
ur Einsteins. Svo myndi ég vilja vera uppfinningamað-
ur á borð við Bell og Edison, vera ríkur og búa á ís-
landi.“
MAGNÚS
RAGNARSSON leikari og vinur Pressunnar:
„Ef ég ætti þess kost að koma hingað aftur kysi
ég helst að koma í gervi Richards Finemans sem
var nóbelsverðlaunahafi í eðlisffæði. Ég veit ekki
um nokkurn mann sem var jafh hæfileikaríkur,
afkastaði jafn miklu og naut lífsins jafn mikið.
Eftir að Sadat og Begin fengu friðarverðlaunin
þá stakk hann upp á þeim tveimur á hverju ein-
asta ári sem væntanlegum kandidötum fyrir
nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Hann taldi að
fyrst þeir fengju friðarverðlaunin þá gætu þeir
allt eins fengið eðlisffæðiverðlaunin.“
HILDUR
HELGA SIGURÐARDÓTTIR fréttaritari Ríkisútvarpsins í
London:
„Það er auðvitað erfiðara að segja hvað mað-
ur vildi vera í framtíðinni en hvað ég hefði
viljað vera í fortíðinni þar sem endalok eru
kunn. Það er ffeistandi að prófa að vera karl-
maður næst, en mér finnst svo gaman að vera
kona að ég myndi ekki tíma að afsala mér því.
Það er líka ffeistandi að skipta algerlega um
heimshluta en hins vegar en finnst mér alltof
spennandi að sjá hverju fram vindur á íslandi
næstu öldina þannig að ég held ég tími ekki
að afsala mér því að vera Islendingur. Ég held
því að þegar upp er staðið vilji ég helst endur-
fæðast sem mín eigin dótturdótturdóttur-
dóttir sirka fjórar kynslóðir fram í tímann.
Þetta er kannski voðalega sjálfhverft en bæði
væri gaman að sjá hvernig íslenska lýðveldinu
reiðir af, kannski með einhverjum auknum
þroska sem hugsanlega gæti komið góðu tO
leiðar. Svo er þetta auðvitað ómetanlegt tæki-
færi til að ráðskast með eigin afkomendur án
þess að ganga aftur.“
POPP
FIMMTU DAGU R I N N I
5. ÁGÚST
• Yrja er ný og bráðefni-
leg hljómsveit sem heldur
sína fyrstu tónleika á
Tveimur vinum. Meðlimir
eru stórsöngkonan Krist-
björg Kari Sólmundardótt-
ir, Margrét Sigurðardóttir,
Eysteinn Eysteinsson,
Ingimundur Óskarsson og
bræðurnir Stefán og
Andrés Gunnlaugssynir.
Við veðjum á þetta band.
• Bogomil Font og
Miiljónamæringarnir
enn við sama heygarðs-
hornið, nú á Gauki á
Stöng.
• Rúnar Þór og hljóm-
sveit troða upp á Rauða
Ijóninu.
• Bjössi greifi úr Greif-
unum bregður sér í líki
trúbadorsins á Fógetan-
um.
FOSTU DA6URINN
6. ÁGÚST
• Dos Pilas efnir til
risaballs á Hressó og
skora á gesti og gangandi
að mæta.
• Pelíkan bræður sjá um
að hrista þynnkuna af hin-
um fuglunum á Gauki á
Stöng eftir viðburðarríka
verslunarmannahelgi.
• Cuba Libra mætir á
Blúsbarinn. í stað Trausta
Ingólfssonar verður það
hinn færeyski frændi okk-
ar James Olsen sem lem-
ur húðir. Tryggvi Hubner
lofar að slá 29 sek. met
Garys Moores í að halda
tóninn.
• GCD verða með
sumarsmellina á Tveimur
vinum
• Rúnar Þór og stórsveit
hans spila fyrir þá sem
detta inn úr dyrunum á
Rauða Ijóninu.
• Óskar Einarsson
trúbador treður upp á A.
Hansen.
• Bara tveir dúóið góða
úr bítlabænum Keflavík
treður upp á Fógetanum.
LAUGARDAGURINN
7. ÁGÚST
• Bogomil Font heldur
kveðjutónleika í Perlunni
því skapari Bogomils og
lærifaðir, Sigtryggur Bald-
ursson, er að flytjast vest-
ur um haf með fjölskyld-
una í farteskinu. Milljóna-
mæringarnir ætla þó frá-
leitt að leggja upp laup-
ana heldur halda ótrauðir
áfram að skemmta gleði-
fíklum bæjarins næstu
misseri.
• Rykkrokk tónlistarhá-
tíðin haldin í sjöunda sinn
á vegum Félagsmiðstöðv-
arinnar Fellahellis, á lóð
Fellaskóla við Norðurfell í
Breiðholti. Hátíðin stendur
yfirfrá 17 til 23.30 og þeir
sem koma fram eru Sor-
oricide, Tjalz Gizur, Yuc-
atan, Dr. Gunni, Lipstick
Lovers, Megas, Kolrassa
krókríðandi, Jet Black
Joe, KK Band, SSSól,
Bogomil Font og Milljóna-
mæringarnir og Júpiters.
• Cuba Libra treður upp
á Blúsbarnum. Færeying-
urinn
James Olsen sér um
trommuleik í stað Trausta
Ingólfssonar.
• Pelíkan hefur sig til
flugs á Gauki á Stöng.
Menn skyldu vara sig.
• Rúnar Þór og hljóm-
sveit hans á Rauða Ijón-
inu.
• Óskar Einarsson
trúbador á Ijúfum nótun-
um á A. Hansen.
• Bara tveir dúóið úr
Keflavík, þeim fágæta
bítlabæ, aftur mætt á
Fógetann.
SUNNUDAGURINN
8. ÁGÚST
• Þórarinn Gíslason
leikur blús og djass á pí-
anó sem komið hefur ver-
ið fyrir á Blúsbarnum.
• Guðmundur Rúnar
trúbador með meiru á
Fógetanum.
SVEITABÖLL
FOSTUDAGURINN
6. ÁGÚST
• Þotan, Keflavík. Plá-
hnetan tryllir Suðurnesja-
menn og Tveir með öllu
fylgja með.
• Gjáin, Selfossi. Stór-
hljómsveitin Karma frá
Selfossi kveikir undir þeim
sem bregða sér austur
fyrir fjall.
LAUGAR DAG U R I N N
7. ÁGÚST
• Vagninn, Flateyri.
Rokkabillýbandið er ekki
örmagna eftir verslunar-
mannahelgina og verður
því í dæmalausu stuði úti
í sveit.