Pressan - 05.08.1993, Page 27

Pressan - 05.08.1993, Page 27
G A G N R Ý N 1 Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN 27 MYNDLIST Bœði-og- Sjötti norræni textílþríær- ingurinn, Kjarvalsstöðum. Samkvæmt hefðbundinni skiptingu hafa textíllistgrein- ar, vefnaður og tauþrykk, verið taldar til nytjalista. Maður gæti í sakleysi sínu spurt hvaða not væri fyrir þá listmuni sem eru til sýnis á sjötta norræna textílþríær- ingnum á Kjarvalsstöðum, annað en að vera til skrauts og prýði? Textíl hefur þó aldrei einskorðast við fram- leiðslu brukshluta, vefnaður sem sérstök listgrein á sér langa sögu og gríðarstór veggteppi héngu víða í sölum löngu áður en olíumálverkið kom til sögunnar. En mig grunar að vegur textíllista hafi nokkuð dalað frá því sem áður var. Ef nokkuð er að marka þessa sýningu þá er textíllistin annars vegar að reyna að við- halda stöðu sinni sem alvar- leg listgrein og hins vegar að reyna að aðgreina sig frá hönnun og fjöldaframleiðslu. tsmi GUNNAR ÁRNASON Hið síðarneínda kemur fram í ákveðinni upphafningu á handverksmanninum, sem vinnur sitt efni og þróar sínar aðferðir í einrúmi, eins og skapandi listamanna er siður. Textíllistamenn hafa frekar sótt samlíkingar við heimilis- iðnað og alþýðulist en tækni- vædda framieiðslu. Á hinn bóginn vilja þeir ekki vera eft- irbátar annarra listamanna í leitinni að nýjum möguleik- um í formum og tjáningu. Þegar lengst er gengið verður útkoman nokkurs konar meta- veínaður, vefnaður um vefnað. Verk íslenska þátttak- andans, Guðrúnar Gunnars- dóttur, púpulaga hylki úr mjög lausriðnu táganeti, bundið saman með snæri, er dæmi um tilraun með inn- viði vefnaðarlistarinnar sem gæti eins átt heima á skúlp- túrsýningu. Of mörg verk á sýningunni enda í miðju moði, bæði-og-isma, milli „Stæða" Guðrúnar Gunnarsdóttur. listrænnar „róttækni“ og handverksins sem markmiðs í sjálfu sér. Þau verk sem koma einna best út, í þeim samanburði sem sýningar sem þessar óhjákvæmilega skapa, eru þau sem eru hvorki of fram- úrstefnuleg né of upptekin af handverkslegum pælingum. Maisa Tikkanen, frá Finn- landi, sýnir fallegt hringlaga veggteppi, „Korona“, gert af handgerðu filti úr flosmjúkri ull. Filtið myndar áferð sem geislar út frá miðju rneð ljós- um baug umhverfis. Verkið er einfalt í formi, eins og eðli- leg náttúrumyndun, auk þess sem náttúrulegt efnið fær að njóta sín. Vegghengi Irene Agbaje, frá Svíþjóð, „Ak- wete“, er fi'nlega ofið úr bóm- ullarþráðum sem skipta lit- um og mynda sín á milli fjöl- breytileg litbrigði. Blessað barnalán Börn verða seint flokkuð sem forréttindastétt í þessu landi. Foreldrarnir vinna myrkranna á milli til þess að kaupa nýjan bíl, vídeótæki, eggjasuðutæki og fótanudd- tæki. Það verður jú að tryggja blessuðum börnunum fjár- hagslega örugga framtíð. Á meðan ganga börnin sjálfala ef ekki eru ömmur og eldri systkini til þess að bjarga þeim frá mestu glötuninni. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Yngsta kynslóðin hefur að jafnaði átt möguleika á dagvistarplássi sem þó er sjaldnast nema hálfan daginn. Nema náttúrlega ef foreldr- arnir eru svo skynsamir að skilja á pappírunum eða láta skrá sig í Háskólann. Starfs- menn fyrirtækja og stofnana hafa í flestum tilvikum rétt á sumarleyfí en það hefur nú sjaldnast flokkast undir góða pólitík að loka þeim á meðan. Sumarleyfi starfsmanna dreif- ast á sumannánuðina og af- leysingafólk úr skólum fyllir tímabundið í skörðin. Þannig er það hins vegar ekki hjá dagheimilunum. Einhver snillingur hefur reiknað út að nauðsynlegt sé að loka stofn- unum í nærri einn og hálfan mánuð yfir sumartímann. Lok, lok og læs og hver er POPP sjálfúm sér næstur. Ekki er tal- ið skynsanrlegt í atvinnuleys- inu að fá afleysingafólk til starfa til þess að nýta ónotað- ar byggingar. Betra er að borga fólki atvinnuleysisbætur og láta húsin standa tóm. Það er undarlegt að snillingurinn hafi fundið út að dagheimilin væru einu stofnanir landsins sem hagur væri í að loka yfir sumarið. Hvernig væri til dæmis að loka landbúnaðar- ráðuneytinu í maí, Húsnæð- isstofnun í júní, sjúkrahús- unum í júlí og elliheimilun- um í ágúst? Af því að böm og barnafólk eru hvort eð er undirmálsskríll er sjálfsagt að hafa sérreglur um slíkt hyski. Liðið getur bara tekið sumar- frí þegar Dagvist bama finnst að ákveðinn hópur fólks skuli taka sér sunrarfrí. Ekkert múður. Þetta bindur jú fjöl- skylduna traustum böndum. Sérstaklega þær fjölskyldur sem eru að færa barnið sitt á milli dagheimila vegna aldurs. Gamla heimilið fer í sumarffí í lok júní og fram í miðjan júlí. Þá á barnið að byrja á nýja heimilinu sem hins vegar ákveður að nú sé kominn tírni á sumarleyfi og það stendur til ágústloka. Á meðan er fjöl- skyldan í sæluvímu uppi í sveit og bíður þess eins að vita hvenær barnið á að koma úr sumarleyfinu. Status Quo ú landsbyggðinni BARÐIOG LÁRUS Opp Jors verða í Glætunni, Hafnarstræti í kvöld YMSIR FLYTJENDUR LANDVÆTTAROKK LÖG UM LANDIÐ VÍNLAND/JAPIS ★ í ár hafa líklega kornið út fleiri safnplötur en dæmi eru um. Allir og ömmur þeirra virðast vera í hljómsveit og þegar Sporskífan setur stólinn fyrir dyrnar er bara brugðið á það ráð að gefa út sjálfúr eða í hóp. Leiðin á geisladiskinn er greið og ef ákafinn er nógu mikill getur næstum hver sem er komist á disk ef smá aur er fýrir hendi. Safnplatan Landvættarokk virðist vera ættuð frá Borgar- nesi miðað við auglýsingarnar á umslaginu. Þar leiða saman hesta sína tólf hljómsveitir víða að af landsbyggðinni. Hve víða get ég því miður ekki frætt ykkur um, því hvergi kernur fram hvaðan sveitirnar eru, sem er auðvit- að klúður í uppsetningu um- slagsins. Allar sveitirnar eiga það sameiginlegt að vera starfandi ballsveitir í sínu heimahéraði sem þýðir að vanir spilarar eru hér á ferð- inni. En þó spilamennskan sé nokkuð fagmannleg er laga- og textagerðin aftarlega á merinni. Sveitirnar eru næst- um allar jafn leiðinlegar og ófrumlegar og því má segja að platan sé heilsteypt. Tónlistar- smekkur sveitanna kemur berlega í ljós í lagasmíðunum og því er auðvelt að staðsetja böndin á rokklandakortinu. Iðnaðarpopp á borð við Asia og Journey og enskt blöðru- þungarokk í ætt við Iron Mai- den er enn vinsælt á lands- byggðinni (Draumalandið, Dykk, Munkar í meirihluta o.s.frv.); Óðfluga hafa gaman af Ný danskri, og Eiríkur Ein- arsson af UB40. Svona má halda áfram. Stundum eru áhrifin svo mikil að það er stór spurning hvort sum lögin geti talist frumsamin. Flestum textanna virðist hafa verið hnoðað saman í flýti og bera ekki vitni um mikla heilastarfsemi. Þeir eru að vísu allir á íslensku sem er ljósglæta í myrkrinu. Vinsæl- asta sögn plötunnar er að fíla en í öðru sæti er að pæla. „Ég er ástfanginn og fila það vel,“ syngja Dykk og Draumalandið er í svipuðum fílingi og spyr: „Viltu koma með mér í nótt og sofa hjá mér?“ Hljóm- sveitin Örkin hans Nóa er líklega best- versta hljóm- sveitin á land- inu í dag og textinn í laginu „Tár“ verður að teljast með því hrikalegasta sem heyrst hefur. Þar er öllum vemmi- legustu textaklisjunum hrúg- að saman í safaríkan vemmi- ópus sem fer svo gjörsamlega yfir væmnistrikið að rnaður verður ekki samur eftir að hafa heyrt það. Ekki tekur betra við þegar böndin ætla að gerast fyndin. Pandemoni- um er með grínlagið „Þú ert í skónum mínum“ um bilaðar lyftur og rúnk sem væri kannski sniðugt ef maðu-r heyrði almennilega textann og Sniglabandið... ja, segjum bara að þeir hafi verið þreyttir þegar þeir tóku upp lagið „Hugleiðing um atvinnu- ástand“ þetta kvöld á Gaukn- um. Landvættarokkið er ótrú- lega gamaldags plata. Það er leiðinlegt að segja það, en miðað við þessa plötu eru ballsveitir á landsbyggðinni engan veginn í stakk búnar til að keppa við það besta sem er að gerast í Reykjavík. Það er 1993 en ekki 1983 og „Gaggó Vest“ er ekki lengur á toppi vinsældalistans! GÖRN Þriðja spóla Opp Jors komin út Hljómsveitin Opp Jors er kannski ekki beint á allra vör- um enda ekki mikið í sviðs- ljósinu. Sveitin er dúó skipuð þeim Lárusi og Barða og nú er þriðja spóla sveitarinnar komin út. Hinar tvær hétu „Mongólían Bóbó“ og „Plan B: Dauði“, en sú nýja heitir „Görn (breskur skemmtistað- ur)“ „Já, við urðum að hafa „breskur skemmtistaður" í sviga,“ segir Barði í símavið- tali. „Annars gæti fólk mis- skilið texta eins og „I’m gonna take you in the Görn“ og „Ég tek börn í Görn“. Það má auðvitað ekki gerast.“ Nýja spólan hefur að geyma 24 lög og tvær kynn- ingar frá útvarpsmanninum Barða Fökkenn. Elstu upp- tökurnar eru frá 1987 þegar meðlimirnir voru þrettán ára. Einnig eru tónleikaupptökur — „til að fólk kynnist tón- leikastemmningunni“ — en megnið eru lög sem tekin voru upp á síðustu tveimur árurn. Spólunni fylgir blað sem fjallar nákvæmlega um hvert lag og árituð mynd af sveitinni. Barði segir tónlist sveitarinnar vera „allsherjar- tónlist“, en á í mestu vand- ræðum með að útskýra efnið að öðru leyti. „Við höfum fengið góð viðbrögð hjá fólki en sérstak- lega þótti okkur vænt um ummæli norska stórpoppar- ans og næstsíðasta mannsins í símaskránni, Öyvind Glömmi, sem segir að við sé- um tvímælalaust eitt fremsta band Norðurlanda.“ Barði segir bandið alls ekki vera neitt flipp heldur háal- varlegt dæmi: „Fólk misskilur okkur bara.“ Til að fagna útgáfúnni ætlar Opp Jors að troða upp í kvöld í Glætunni í Hafnarstræti og taka nokkur lög í Karaoke. Áhugasömum er bent á að spólan „Görn (breskur skemmtistaður)“ fæst í Hljómalind og Þrumunni.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.