Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 10
F R ETT 1 R PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 Deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í arðbæru aukastarfi hjá tollstjóra Nleð milljón fyrir að stefna fyrndum fjðrnámum í um það bil ár hefur deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu unnið við að útbúa stefnur fyrir Toll- stjóraembættið í Reykjavík á hendur þeim sem hafa engar eignir átt við íjárnám. Um er að ræða að lögtaks- fresturinn sé fyrndur en krafan hins vegar í fullu gildi. Til að fá henni fram- gengt þarf hins vegar að stefna henni fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur, þar sem tollstjóraembættið á nú ein- mitt tugi slíkra mála fyrir- liggjandi. Að sögn Björns Her- mannssonar tollstjóra hefur alltaf verið reynt að fylgja þessum kröfum eftir. Þetta væri oft sama sagan upp aft- ur og aftur og þá oft hjá sama fólkinu. Það sem af er þessu ári hefur embættið sent inn á annað hundrað slíkar stefn- ur og eru þær allar útbúnar af sama aðila, Gylfa Gaut Péturssyni, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Vinnur sem verktaki „Gylfi forvinnur þetta fyr- ir okkur og þá sem verk- taki,“ sagði Björn þegar hann var spurður um starf Gylfa fyrir embættið. Var hann þá látinn gera tilboð í verkið? „Nei, ekki var það gert, en það sem hann tekur fyrir þetta er bara brot af taxta lögmanna.“ Afhverju var leitað til hans öðrum fremur? „Ég er nokkuð frjáls að því, en hann er mjög kunn- ugur þessum málum og það er nú aðalatriðið.“ Björn sagði að Gylfi Gaut- ur þekkti vel til þessara mála þar sem hann hefði oft unn- ið að framtaki á þessum lög- tökum á sínum tíma. Björn hafði ekki nákvæma tölu yfir hve margar slíkar stefnur væru gerðar á ári, en taldi þær á annað hundrað það sem af er árinu. Kunn- ugir telja að þær geti verið á milli 200 og 300 á ári. Það sem Gylfi fær fyrir hverja stefnu er um 9.000 krónur að sögn Björns, þannig að ef miðað er við 200 slíkar á ári þá gæti verið um aukastarf að ræða sem færir 1,8 millj- ónir króna í tekjur á ári. Það er auðvitað breytingum undirorpið þar sem fjöldi mála er mismunandi. Það sem af er árinu hefur Gylfi útbúið 120 stefnur sem færir honum um milljón. Ef fram heldur sem horfir og inn koma um tíu stefnur á mán- uði þá færir aukavinnan honum 90.000 á mánuði til viðbótar, en rétt er að taka fram að um tímabundið starf er að ræða. Björn taldi að hér væri um vinnu að ræða sem ekki væri hægt að „massavinna“ held- ur yrði að taka hvert mál fyrir sig. Gylfi Gautur mætir hins vegar ekki fyrir toll- stjóra í réttinn heldur for- vinnur aðeins málin. Þegar í réttinn er komið taka starfs- menn embættisins við. Nú er Gylfi starfsmaður hins opinbera. Gengúr alvég að hann sé í fullu starfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu utn leið og hann sinnir þessu? „Það er þeirra mál. Hann verður að eiga það við Vetrarnámskeið í frönsku verða haldin 13. september til 9. desember. Innritun fer fram alla virka daga frá kl 15 til 19 á Vestur 23870 Menningarsetyr Frakklands á íslandi Vesturgötu 2 101 Reykjavík_________ BJÖRN HERMANNSSON tollstjóri: „Gytfi forvinnur málin fyrír okkur sem verktaki. vinnuveitendur sína þar,“ sagði Björn og sagðist aldrei hafa heyrt gagnrýnisraddir út af þessu fyrirkomulagi. Telur sig ekki þurfa leyfi 1 lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna er gerður greinar- munur á því hvort opinberir starfsmenn vinna aukavinnu fyrir hið opinbera eða stofna til atvinnurekstrar, en þá ber starfsmanni að fá leyfi fyrir því. Sagði Gylfi að auka- vinna sín félli ekki undir það og því hefði hann ekki talið sig þurfa að fá leyfi vinnu- veitanda fyrir þessari auka- vinnu. Einnig kæmi það til að hann ynni að þessu fyrst og fremst um helgar og í sumarleyfi sínu. Það er reyndar álitamál hvort þetta kemur heim og saman, þar sem komið hefur fram að um verktakavinnu er að ræða en ekki tímakaup. Gylfi sagði að tollstjóri hefði verið í vandræðum vegna krafna um að auka ekki við mannskap um leið og þessi verkefni, sem hann taldi tímabundin, komu upp á. Þar sem hann þekkti til þessara mála hefði hann ver- ið beðinn að hlaupa í skarð- ið. „Hann bað mig að taka mál og forvinna þau með því að íeggja mat á hvort rétt væri að stefna þeim og út- búa svo uppkast að stefnun- um. Síðan legg ég þetta bara niðureftir til þeirra og málið er úr mínum höndum. Þau taka ákvörðun um hvort máli sé stefnt og reka það fyrir dómstólum,“ sagði Gylfi. Það kom fram hjá Gylfa að kaup hans væri undir því sem tíðkaðist hjá lögmönn- um, þannig að kostnaður tollstjóraembættisins væri töluvert minni en ella. Þá má geta þess að á síð- asta ári féll dómur í Hæsta- rétti þar sem stefndum lög- taksúrskurði, sem fógetafull- trúinn Jón H. Snorrason hafði gert, var hafnað. Var það vegna þess að Jón var mægður þeim sem bað um lögtakið, nefnilega tollstjóra. Þá kom fram að Jón og Gylfí Gautur, sem eru skólabræð- ur úr lagadeild Háskóla ís- lands og vinir, höfðu um árabil haft mjög arðbært aukastarf hjá tollstjóra við að framkvæma lögtök. Sú vinna datt upp fyrir við rétt- arfarsbreytinguna 1. júlí í fyrra, en síðan hefur Gylfi haft með höndum núver- andi aukastarf.___________ Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.