Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 40

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 40
, VI. ’ ■- HK ' hjí. 4 , “8 i ' 2ff0 krónur í lausasölu [Wkuritid PRESSAN fylgir án endurgjalds) T U R H L J Svínin tjá sig um skinkudeiluna: „Viljum vera hjá Halldóri" Broutorholti, 9. september. „Svínin hafa mjög ákveðnar skoðanir á þess- ari skinkudeilu,“ sagði Þór- ólfur Snæbjörnsson, vinnu- maður á svínabúinu á Brautarholti á Kjalarnesi, í samtali við GP. Þar hefur hann unnið frá því hann man eítir sér og hefur tekist að læra að skilja svínin. I ljós kemur að svínin fylgjast vel með fréttum af deilum um undir hvaða ráðuneyti skinku- innflutningur á að heyra. „Þau segjast vilja vera áfram hjá Halldóri Blöndal," sagði Þór- ólfur. „Þau finna til svo mikillar öryggiskenndar hjá honum. Hall- dór passar upp á að kjötið af þeim sé svo dýrt að það vilji enginn kaupa það. „Það hefur engum ver- ið slátrað hér síðan í tíð Stein- gríms J. Sigfússonar,“ sagði elsta svínið við mig um daginn og bætti við að Halldór skildi þau greini- lega miklu betur. Það er einhver samkennd á milli svínanna og ráðherrans. Þau treysta honum eins og hann væri einn af fjöl- skyldunni,“ sagði Þórólfur. Gölturinn Garpur segist aldrei hafa haft það betra en eftir að Halldór Blöndal varð landbúnaðarráð- Nýtt embætti umboðsmanns barna Hrafn Gu siaifskiDac I fl E % i B Mjög ánægd, segir Jóhanna Sigurdardóttir Stjómarráðinu, 9. september. „Ég er mjög ánægð með þetta val og vænti mikils af störfum Hrafns," sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra þegar tilkynnt var að Hrafn Gunnlaugsson hefði verið skipaður í nýtt embætti um- boðsmanns bama. „Hrafn hefur sýnt í verki að hann ber hag bama fyrir brjósti,“ sagði Jó- hanna. „Ég bendi á að það hafa aldrei fleiri börn komið ffam í Sjón- varpinu eða verið sýnd jafnmikil ábyrgð og eftir að hann varð ffam- kvæmdastjóri. Auk þess vitum við að sjónvarpsgláp barna er útbreitt vandamál og mér sýnist Hrafh hafa gætt þess í efnisvali að sem fæsta langi til að horfa á Sjónvarpið, böm sem aðra. Allt vegur þetta þungt þeg- ar skipað er í slíka ábyrgðarstöðu.“ Hrafn var einn átta umsækjenda, en hinir sjö drógu umsóknir sínar til baka þegar þeir heyrðu af umsókn Hrafns. „Það tók því ekki að halda umsókninni til streitu, það stenst enginn svona samkeppni," sagði Óskar Nafhleyndar í samtali við GP. „Manninum hefur aldrei verið neit- að um stöðu sem hann hefur sótt um.“ Átökin um landbúnaðinn harðna Sighvatur lærir karate — Madur veröur að læra að verjast neðanbeltishöggum Hauks Hall- dórssonar, segir vióskiptarádherra. Bændasamtökin halda áfram að krefja menn um afsökunarbeiðnir Vilja að Baldur biðji sauð- kindina af- sökunar. VI LfUf MM$At Við kennum alla samkvæmisclansana: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Svo kennum við líka barnadansa. Einkatímar fyrir þá sem vilja. Fjölskyldu- og systkinaafslattur. Innritun og upplýsingar 1. -10. september kl. 10-22 í síma 64 1111. Kennsla hefst mánudaginn 13. september. Kennsluönn lýkur með jólaballi í desember. "Opið hús" öll laugardagskvöld. Supadance skór á dömur og herra. DANSSKÓLI , SIGURÐAR HAK0NARS0NAR AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI 7 ri Reykjavík, 8. september. „Það sjá allir sem vilja sjá að afdrei hefiir nokkur lífvera verið jafnfrek- lega móðguð og sauðkindin í þess- um þáttum Baldurs Hermannsson- ar. Þess vegna finnst okkur eðlilegt að fara ffam á afsökunarbeiðni frá honum,“ sagði Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands bænda. „Við teljum okkur geta farið fram á þetta fýrir hönd sauðkindarinnar þar sem við stöndum henni næst hér á jörðu,“ sagði Haukur. „Afsökunarbeiðniáætlun" bænda- samtakanna er í fúllum gangi og sam- kvæmt heimildum GP hyggjast sam- tökin fara fram á eina afsökunar- beiðni á viku fram til áramóta. Er þetta liður í áætluninni „Snúum vörn í sókn“, en svo stendur á leyniplaggi sem GPhefúr undir höndum. Samkvæmt plagginu geta ýmsir menn og samtök í þjóðfélaginu átt von á að verða krafin um afsökunar- beiðni. Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur verður krafinn um afsök- unarbeiðni vegna úrtreikninga sinna og sömuleiðis Hagfræðistofnun Há- skólans. Neytendur verða krafðir um afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki keypt nóg kindakjöt og Jón Baidvin verður krafinn um afsökun fýrir það eitt að vera til. „Æææííí“ heyröist af skrifstofu viöskiptaráðherra á annarri hæð Arnarhvols í morgun.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.