Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 4
F R ÉTT I R 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Varðhundur ráðherrans Og báðirfengu sömu hug- Ijómunina: Að Cohn þessi vœri eins og Hannes Hóltn- steinn Gissurarson að verja sinn McCarthy—það er Davíð Oddsson... Hannes hefur notað þessar greinar til hatrammra árása á alla þá sem ekki er hœgt aðflokka sem sérstaka aðdáendur Dav- íðs. Hann vaktar frétta- og blaðametm og lýsir þeitn sem ekki skrifa eða segjafréttir að hans skapi sem nytsömum sakleysittgjum í höttdum komtnúnista... Hannes erþví ekki svo ólíkur Cohtt. Hann er áróðursmaður og krossfari, ekki fyrir sjálfan sig heldur þanti mann sem hann treystir að muni tryggja sér laun erfið- isins.“ Gunnar Smári Egilsson í Heimsmynd. Hannes HóLmsteinn Giss- urarson, dósent við HÍ: „Þetta er auðvitað ekkert annað en fúkyrðaflaumur; í skrifum Gunnars Smára birt- ist blóðugt, botnlaust hatur á mér. Mér er þetta alveg óskiljanlegt, því ég veit ekki til þess að ég hafi gert mann- inum neitt mein — annað en það ef til vill að mér geng- ur betur í lífsbaráttunni en honum. En hann þarf nú að hata býsna marga — líklega flesta Islendinga — ef það á að vera leiðarstjaman. Eg get aðeins gefið Gunnari Smára eitt ráð: Þú hefur talsverða blaðamannshæfileika, til dæmis frumleika og gott auga fyrir skemmtilegum smáatriðum. Notaðu þessa hæfileika í guðanna bænum til að veita lesendum þínum fræðslu og skemmtun, en só- aðu þeim ekki í ólund og öf- und gagnvart mér.“ Sadistar þjóðarinnar „Svo lengi sem slíkar busa- vígslur halda áfram ergert lít- ið úr þeim göfuga anda ts- lendingsitis sem er sjálfstætt eðli hans. Göfuglyndi okkar mitinkar. Það er blettur í menntakerfi okkar að leyfa slíkri smánun á mannlegri reisn að viðgangast... Hér bregður fyrir kvalalosta... Sem sálfrœðingur og prestur geri ég mérfulla greinfyrir því hvernig slik „skemmtum" fer úr böndutn og hvernig þessar auðmýkjandi athafnir hafa skemmandi áhrif á sálarlíf viðkotnandi.“ Alfreð J. Jolson S.J. í Morgunblaðinu. Guðrún Hrefna Guð- mundsdóttir, ráðunautur menntamálaráðherra: „Ekki er vitað til þess að ráðuneytinu hafi borist kvartanir í tilefni af busa- vígslum í skólum. Busavígsl- ur eru alfarið á ábyrgð skól- anna og skólameistarar og kennarar bera því ábyrgð á að þær fari siðlega fram. Nokkrum sinnum hefur fær jon Baldvm Hannibalsson ul’anríhisráöherra fyrir að endast svo lettgi í stjórnmálum, þráttfyr■ ir að allir séu á tnóti honum. komið upp umræða um aukið ofbeldi eða siðleysi í tengslum við busavígslur og á undanförnum árum hafa einstakir skólar lagt áherslu á að breyta ásýnd busavígsl- unnar. T.d. hefur Ármúla- skóli tekið upp á að gera eitt- hvað sérlega skemmtilegt með nýnemum á busadag- inn, eins og að fara með þá út í Viðey eða upp í Heið- mörk þar sem þeim er boðið upp á pylsur og kók.“ Lúaleg framkoma „Það eitta setn virtist skilja á milli okkar og KR í þessu máli voru penitigar og við gát- um ekki keppt við það tilboð setn þeir buðu Guðjóni. Það er ettgin spurnittg að samningur Guðjóns við KR er himinhár, því Guðjótt hefitr haft það tttjög gott hér og við höfðutn ekki möguleika á að nálgast tilboð KR... Éger eintta ósátt- astur við að KR-ingar skyldu ekki hafa manndóm til að rœða þessi mál við okkur, því þeir vissu eins vel og við að Guðjótt vœri samningsbund- inn. Ég hélt að þessi vinttu- brögð tilheyrðu ekki nútíman- uttt. Mér finttst helvíti lág- kúrulegt að vinna svotta.“ Gunnar Sigurðsson ÍTÍmanum. Lúðvík Georgsson, formað- ur knattspymudeildar KR: „Guðjón Þórðarson lýsti strax yfir áhuga á að gerast þjálfari KR þegar við höfðum samband við hann. Hann tjáði okkur jafnframt að samningur sinn við Skaga- menn mundi ekki standa í vegi fýrir því, þar sem sér væri frjálst að segja honum upp. Að öðru leyti er okkur hjá KR ekki kunnugt um samning hans við ÍA. Rétt er að ítreka að um er að ræða gagnkvæman áhuga á sam- starfi. Guðjón er atvinnu- þjálfari í knattspyrnu og tek- ur ákvarðanir sínar sjálfúr. Við gerum það ekki fyrir hann.“ Gylfi Þ. Gíslason. fyrrverandi ráðherra, varpar nýju Ijósi á viðreisnarárin í væntanlegri bók um árin á milli 1959 til 1971.1 bókinni sýnir hann fram á að hagur bióðarinnar hafi vænkast verulega á þessum tima, öfugt við það sem halaið hefur verið fram. Gylfi Þ. Gíslason prófessor, fyrrverandi ráðherra og al- þingismaður í 32 ár er um þessar mundir að senda frá sér bók um mesta stöðugleika- tímabil í íslenskum stjórnmál- um, tímabilið frá 1959 til 1971 þegar sömu flokkar og nú, Al- þýðuflokkur og Sjálstæðis- flokkur, ríktu í landinu. Bók Gylfa — sem er á sjötugasta og sjötta aldursári — ber heit- ið Viðreisnarárin. Hann sækir margt í eigin viskubrunn, enda menntamálaráðherra öll viðreisnarárin og stjórnaði sama ráðuneyti í þrjú áður í stjórnartíð Hermanns Jónas- sonar, þáverandi forsætisráð- herra og formanns Framsókn- arflokksins. Sjálfsagt kemst Gylfi næst því að rita um eigin störf í þessari bók, því hann segist hafa ákveðið að taka ekki þátt í að gefa út ævisögu sína. Kemur eitthvað nýtt fratn í bókintti? „Já, það kemur margt nýtt fram um aðdraganda við- reisnarstjórnarinnar, við- fangsefni hennar og ekki síst endalok hennar árið 1971, þar sem bókinni lýkur. Það sem ég tel þó áhugaverðast og haf- ið er yfir allan efa eru rann- sóknir mínar, sem gefa tví- mælalaust í skyn að hagur þjóðarbúsins hafði vænkast verulega frá upphafi stjórnar- samstarfsins. Viðreisnar- stjórnin bætti hag þjóðarinnar og ekki síst hag launþega. Við þóttumst vita þetta í kosn- ingabaráttunni 1971 en vor- um sagðir ljúga. Hver einasti maður með viti ætti nú að sjá hve tíðin batnaði mikið á þessum árum þegar hann les þessa bók. Það kemur meira fram í bókinni en það sem snertir pólitíkina eingöngu, til dæmis rita ég um handritamálið og greini frá úrslitum þess. Þar koma alveg nýir hlutir ffam.“ í lokakafla bókarinttar, sem ber yfirskriftina „Hvað má af þessu lœra?“, segir þú að ágreiningur um landbúnaðar- stefnutta hafi verið til staðar í ríkisstjórtiinni án þess að hatm hafi verið látinn koma fram í fiölmiðlum. Fjölmiðlaumfiöll- tm utn þau mál hefði verið tal- in veikja ríkisstjórnina. Á þetta eitthvað skylt við landbúnaðar- ágreining stjórnarflokkanna síðastliðin misseri? „Sá ágreiningur var með allt öðrum hætti. Eg vil ekkert tjá mig um nútímann. Það er nóg að hafa sagt allt það sem kemur fram í þessari 270 blaðsíðna bók. Ég segi frá öll- um ágreiningnum um land- búnaðarmálin á viðreisnarár- unum, sem stóð að mestu á milli mín og Ingólfs Jónsson- ar landbúnaðarráðherra. Það var sameiginleg skoðun okkar í stjórninni að deilur um svona stórmál mundu veikja hana. Hvort það er rétt eða rangt er annað mál. Eins og kemur ffarn í bókinni held ég satt best að segja að mikill stuðningur Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar við ýmis áhugamál mín hafi leitt til þess að sjónarmið mín um landbúnaðinn urðu undir.“ Nú hlýtur þú að hafa ein- hvern satnanburð við aðrar ríkisstjórnir. Hvað var það sem öðru fremur bar viðreisnar- stjórtiitia öllþessi ár? „Samstarf í ríkisstjórn ber mestan árangur mótist það af heiðarleika og gagnkvæmum trúnaði. Vinni einn stjórn- málamaður með öðrum verð- ur að ríkja gagnkvæmt traust. Engin brögð mega vera í tafli. Af hverju viðreisnarstjórnin lifði í öll þessi ár og bar þenn- an árangur má rekja til þess að í henni ríkti alveg sérstakur starfsandi, og meira en það, því vinátta var á milli okkar sjálfstæðis- og alþýðuflokks- ráðherranna, sérstaklega á milli Ólafs Thors og Bjarna Ben. Tengslin voru einnig sterk á milli mín og Emils Jónssonar. En stjórnarand- staðan var einnig virk og hafði á mörgum hæfileikamönnum að skipa, meðal annars Ólafi Jóhannessyni, Eysteini Jóns- syni, Lúðvílci Jósepssyni og Einari Olgeirssyni. Þetta voru sterkir andstæðingar.“ Hvað tengir þú að öðru leyti Viðreisnarárunum? „Ég lýsi rækilega stjórn Hermanns Jónassonar, að- dragandanum að henni og af hverju hún sprakk. I bókinni er einnig að finna nákvæma lýsingu á sögu og uppruna Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Þá sögu varð ég að segja, því Samtökin leiddu til þess að Alþýðuflokkurinn tapaði svo miklu fýlgi í kosn- ingunum 1971. Ég rek sögu Samtakanna allt afitur til 1946, til þess tíma þegar við Hanni- bal Valdimarsson komum ’ báðir inn á þing. Eru tveggja flokka stjórnir hugsanlega þær einu sem geta stjómað landinu? „Aðalatriðið er að flokkam- ir vinni saman af heiðarleika, hvort sem þeir eru tveir eða þrír. Tveir flokkar eiga óneit- anlega auðveldara með að stjórna en þrír. Það er kjam- inn í málinu.“ Guðrún Kristjánsdóttir Vorum sagðir lúga debet___________Guðión Magnússon k r e d i t Metnaðarfullur hugsjóna- maður — eða hamslaus og einráður? „Guðjón er greindur, vel máli farinn og mikill og góður fundamaður. Hann er metnaðarfuUur í bestu merkingu og hugsjónamaður, sem hæfir vel því starfi og hugsjónum sem hann vinnur að. Fljótur að greina hismið frá kjarnanum. Hann hefúr kímni- gáfú sem ég met mikUs, hefúr fágaða ffamkomu og er mikill diplómat,“ segir Anna Þrúður Þorkels- dóttir sem hefúr setið með Guðjóni í stjóm Rauða krossins til margra ára. „Guðjón er ákaflega til- lögu- og úrræðagóður maður sem oftast nær er feikilega vel inni í málum. Með fáum mönnum er eins gott að hugsa upphátt, hann er geysilega snjall í því,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, sam- starfsmaður hans í heilbrigðisráðuneytinu. „Hann er fljótur að ná aðalatriðum í flóknum málum og í þröngri stöðu. Hann er vinnuhestur og hefur mikið úthald til að fýlgja málum effir og hann er drengur góður,“ segir Bjarni Arthúrsson, rekstrarstjóri Landakots og stjómarmaður í Rauða krossinum. „Guðjón er skipulagður, úthaldsgóður og reglusam- ur. Hann nær örugglega oftast settum markmiðum og virðist bera gæfit til að nýta sjálfan sig út í hörg- ul,“ segir Páll Bragi Kristjánsson, forstjóri Þjóð- sögu, gamall bekkjarbróðir og fyrram spilafélagi. Gubjón Magnússon, formaður Rauða kross ís- lands, hefur verið í fréttum vegna harkalegra viðbragða vlð væntanlegum spilakössum Há- skóla íslands. „Hann tekur sér of mikið fyrir hendur og mætti gjarnan deila verkefnum með öðrum. Metnaður er góður en þarf að vera í hófi; innan þess ramma sem heilsa og tími leyfa,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir sem hefur setið með Guð- jóni í stjórn Rauða krossins til margra ára. „Það er ljóst að jafnhæfileikaríkur maður og hann er beðinn um framlög á öðrum vígstöðvum, eins og hjá Rauða krossimun og alþjóðadeild Rauða krossins erlendis. Maður saknar því þess að geta ekld notið kraffa hans eins oft og maður vildi,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, samstarfsmað- ur hans í heilbrigðisráðuneytinu. „Honum hættir tfi að láta verkefnin bera sig of hratt áfram og gleymir þá að hafa samráð við samstarfsaðila. Hann hefur ekki nógu góða innsýn í málefni deilda landsbyggðarinnar. Dugnaður hans í fé- lagsmálum hlýtur að bitna á fjölskyldu hans,“ segir Bjarni Artliúrsson, rekstrarstjóri Landakots og stjórnarmaður í Rauða krossinum. „Hann hef- ur vegna þolgæðinnar stundum virkað á mann eins og streðari,“ segir Páll Bragi Kristjánsson, forstjóri Þjóðsögu, gamall bekkjarbróðir og fyrr- um spilafélagi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.