Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 8
FRETTI R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Norræna félagið segir upp öllu starfsfólki ■ ■ HOMLUIAUSTAPREKSTUR NORRÆNA FELAGSINS Svört ársskýrsla um stööu Norræna félagsins var kynnt á sambandsþingi félagsins á dögunum, en henni er haldið leyndri afforystu- mönnum félagsins. í skýrslunni kemur fram að fjárhagsstaðan er hrunin, 16 milljóna króna taprekstur varð á félaginu 1991 og 1992 og eigið fé er orðið neikvætt um tæpar 7 milljónir króna. Ástæðan er sögð hrun á sölu ferða til Norðurlanda og að ekki var brugðist við því með samdrætti í mannahaldi og lækkun mikils ferðakostnaðar. Forsvarsmenn viðurkenna rangar ákvarðanir og hafa sagt öllu starfsfólki upp. Haraldur Ólafsson. Formaður félagsins. Tekjur vegna ferða hrundu og ekki var dregið úr kostnaði vegna mannahalds og íferðakostnaði. Haraldur neitaði blaðinu um aðgang að ársreikningum. Norræna félagið var stór- veldi í ferðaskrifstofurekstri fyrir nokkrum misserum. Það bauð afar lág fargjöld og fé- lagatalan náði 7.000 manns. Þegar Flugleiðir fóru að bjóða ódýr fargjöld og gerðu samn- inga við önnur félög hrundi tekjustofh félagsins án þess að nokkuð væri hreyft við út- gjaldaliðum þess. Niðurstaðan varð 7,5 milljóna króna halla- rekstur á árinu 1991 og 8,3 milljóna tap árið 1992. Eigið fé, sem var 8,6 milljónir árið 1990, er orðið neikvætt um 6,6 milljónir króna. Afkoman er ekki skárri það sem af er þessu ári og nú hefur verið gripið til aðgerða. öllu starfs- fólki hefúr verið sagt upp svo og leigu á húsnæði félagsins í Norræna húsinu, en óvíst er með niðurskurð í ferðakostn- aði, sem hefur verið umtals- verður. Reikningum haldiö leyndum Á sambandsþingi Norræna félagsins, sem haldið var í Hrafhagilsskóla í Eyjafirði fyrr í mánuðinum, voru ársreikn- ingar fyrir 1991 og 1992 kynntir ásamt ársskýrslu fé- lagsins. Vegna þess hve fjár- hagurinn er slæmur var lítið rætt um önnur málefni félags- ins og samþykkt að halda aukasambandsþing um leið og reikningar fyrir 1993 lægju fyrir. Eftir þingið hefur verið reynt að halda þessum reikn- ingum ffá fjölmiðlum. Sigurð- ur Símonarson, framkvæmda- stjóri félagsins, vildi ekkert ræða um reikningana né láta þá í té. Hann vísaði á formann félagsins, Harald Ólafsson, sem einnig neitaði aðgangi að reikningunum. „Það er ekkert leyndarmál í reikningunum, annað en að staða félagsins er mjög slæm og við kærum okkur ekkert um að fjallað sé mikið um það á meðan við er- um að laga stöðuna," sagði Haraldur. Hann sagði að ástandið væri ekki neinum einum að kenna þótt hann og aðrir hefðu vissulega gert mistök. Fyrst og fremst væri um að kenna tekjumissi vegna sam- dráttar í sölu ferða, sem hefði hafist um áramótin 1991 og 1992. „Þá hrundi þetta hjá okkur og við vorum of sein að átta okkur á því að þetta gaf ekki neinar tekjur. Við áttuð- um okkur hreinlega ekki á því að tekjurnar gáfu okkur möguleika á að hafa meira starfslið en nú er nauðsynlegt. Það starfslið var samnings- bundið og við þurftum að borga því laun þó að þessi tekjuliður brysti," segir Har- aldur Ólafsson. Aðspurður sagði hann að aðgerðir sem gripið væri til væru fýrst og ffemst að fækka starfsliði, en öllum fimm starfsmönnum Norræna fé- lagsins hefur verið sagt upp ffá áramótum. Þrír starfsmenn hafa verið eingöngu á vegum Norræna ráðsins en tveir hafa að hluta verið borgaðir af Norrænu ráðherranefndinni; starfsmaður sem hefur séð um Nordjobb og annar á upplýs- ingaskrifstofunni á ísafirði. Félagið hefur að auki haft að- stöðu í Norræna húsinu, sem er alltof stór, og hefur þeirri aðstöðu einnig verið sagt upp. Með þessu ætlar félagið að draga úr kostnaði, en halda starfseminni gangandi. Einnig nefndi Haraldur tímaritið Norræn jól, sem félagið hefur gefið út fyrir jól með „gífurleg- um kostnaði“. Útgáfu þess verður hætt, enda var bók- færður kostnaður af tímarit- inu 1,1 milljónárið 1992. Gríöarlegur ferðakostn- aöur Norræna félagið er þátttak- andi í alls kyns samnorrænum verkefnum og sækir fundi í tengslum við það. Það vekur þó óneitanlega athygli að ferðakostnaður og dagpening- ar eru vel á aðra milljón króna. „Það er ekki hægt að taka þátt í öllum þessum fundurn þannig að það verður skorið niður,“ segir Guðlaug- ur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari, annar tveggja félagskjör- inna endurskoðenda. „Það er mjög mikil samvinna milli fé- laganna á Norðurlöndunum, þátttaka í alls kyns þingum og fleiru. Það er búið að ákveða núna að spara í þessu öllu saman. Það má segja að það hafi verið seint í rassinn gripið með að takmarka þetta, en ég held að megi fullyrða að stærsta skýringin er að ferð- irnar bresta algjörlega og þá er ekki hægt annað en að draga saman seglin. Síðan er alltaf álitamál hvað á að taka þátt í miklu af fundahöldum,“ segir Guðlaugur jafhframt. Hár nefnda- og funda- kostnaöur Aðrir liðir vekja athygli í þessum ársreikningum. Þegar hefur verið getið rúmlega einnar milljónar króna kostn- aðar við útgáfu tímarits og „ýmis kostnaður" og „annar kostnaður" eru liðir upp á hundruð þúsunda. Einnig má nefna Afmæli landssambands- ins, sem kostaði 620 þúsund árið 1992, og formannafund, sem kostaði um 700 þúsund krónur. Biffeiðastyrkir námu 426 þúsund krónum, kostn- aður vegna nefnda 310 þús- undum og liðurinn „Gestir, veitingar og gjafir" er upp á 130 þúsund krónur. Launa- kostnaður er 3,5 milljónir króna. Hinir félagskjörnu endur- skoðendur, Guðlaugur Þor- valdsson og Björn Stefánsson úr Keflavík, segjast hafa gert munnlegar athugasemdir við atriði í ársreikningnum frá 1991 en hafi ekki séð seinni ársreikninginn fyrr en skömmu fyrir birtingu. Þeir hafi þó einkum gert athuga- semdir við almenn atriði og hversu stór hluti væri undir „ýmis kostnaður“ og „annar kostnaður“. Útþensla í tíö viöskipta- ráðherra Sighvatur Björgvinsson var framkvæmdastjóri félagsins frá 1984 þar til í maí 1991, þegar hann varð ráðherra. Á þeim tíma jókst starfsemin til muna, félögum fjölgaði tals- vert vegna þess hve ferðir voru á hagstæðum kjörum og um- fang rekstrarins stórjókst. Deilt er um hversu stóran þátt Sighvatur á í því hvemig kom- ið er, en fleiri em þeirrar skoð- unar að hann eigi þar lítinn hlut að máli og vandræðin séu tilkomin á seinni tímum, þar sem ekki hafi verið brugðist rétt við gríðarlegu tekjutapi. Ekki hafi verið skorið nógu hratt niður það umfang sem myndaðist í kringum rekstur- inn í hans tíð, enda hafi verið hagnaður þau ár sem hann stýrði félaginu. Margir töluðu einnig um að mikill dráttur hefði orðið á bókhaldsskilum frá honum, en hann segist hafa skilað af sér í febrúar á þessu ári. „Gallinn við félagið eins og það er uppbyggt er að útgjöld- in eru að miklu leyti föst, en öfugt við önnur norræn félög er kostnaðurinn ekki borinn af ríkinu. Félagið verður sjálft að sjá um tekjuöflunina með ferðaskrifstofurekstri,“ segir Sighvatur. Hann telur erfitt að draga úr kostnaði, þar sem fé- lagið sé þátttakandi í samnor- rænum verkefnum og verði því að sækja fundi á meðan það er aðili að verkeftiunum. Ef það geri það ekki missi það verkefni og þær tekjur sem þau skila. „Þetta er því eigin- lega hálfgerður vítahringur." Hörð gagnrýni fjárhags- nefndar „Það er náttúrlega hörmu- legt að þetta skuli vera svona,“ segir Guðlaugur Þorvaldsson og bendir á að skera þurfi nið- ur á öllum sviðum. Félagatal- an hefur lækkað úr 7.000 í rúmlega 5.000, enda voru ódýrar ferðir forsenda fyrir fjölgun félaga. I tillögum fjár- hagsnefhdar er bent á að sækja um ríflegan styrk til Reykja- víkurborgar og draga mjög úr gjöldum. Hætta með öllu rekstri ferðaþjónustu, draga úr launakostnaði og skrifstofu- haldi, hætta með öllu að greiða biffeiðastyrki og starfs- menn njóti ekki fæðishlunn- inda eins og verið hefur. Hætt verði greiðslu dagpeninga og ekki ráðist í útgáfustarfsemi af neinu tagi. Nefndin gagnrýnir harðlega seinagang við færslu bókhalds og krefst þess að níu mánaða uppgjör liggi fýrir hið fýrsta. Á fundinum kom einnig fram hörð gagnrýni á hluta- fjárkaup í ferðaskrifstofunni Álís, en fjárhagsnefnd gat ekki hafnað þeim kaupum „þar sem viðskiptakrafa á hendur Alís fellur niður samkvæmt samningnum, verði honum sagt upp eða hlutafjárkaupum hafnað“. Formaðurinn, Har- aldur Ólafsson, segist ekki vera í nokkrum vafa um að það takist að koma félaginu á rétt- an kjöl. Það þurfi að grípa til „mjög drastískra aðgerða, fýrst og fremst með að segja upp fólki og húsnæði og öðru slíku, en miðað við margt annað er þetta ekki óyfirstíg- anlegt“, segir Haraldur. Stöð- ug fundahöld eru þessa dag- ana til að reyna að rétta fjár- haginn við.__________________ PálmiJónasson SlGHVATUR BJÖRGVINSSON. Framkvæmdastjóri félagsins þar til í apríl 199L Þá voru umsvifin aukin en nú er skorið grimmt. GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON. Félagskjörinn endurskoðandi. „fllitamál hve taka á mikinn þátt í fundahöldum erlendis."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.