Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 10
70 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Einstök kæra frá 34 ára konu á Akureyri vegna skurðaðgerðar Læknirinn var að flýta sér vegna veðméls“ EDWARD KlERNAN. Man ekki eftir þessu en neitar ekki ásökunum um veðmál. ÓNAS FRANKLÍN. Hefði engin áhríf á framvindu skurðaðgerðarinnar. 34 ára kona á Akureyri hef- ur sent landlæknisembættinu kvörtun vegna viðskipta sinna við lækni á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Telur kon- an að hún hafi orðið að þola veruleg óþægindi og tjón vegna aðgerðar sem gerð var á henni árið 1989. Umgjörð þessarar aðgerðar telur hún hafa verið mjög óeðlilega þar sem viðkomandi læknir hafi verið í kapphlaupi við tímann vegna veðmáls sem hann hafði í gangi við annan lækni á Fjórðungssjúkrahúsinu. „Læknirinn sagði mér frá þessu veðmáli í heimsókn minni til hans síðar,“ sagði konan sem um ræðir, en hún vill ekki láta nafhs getið. Hún ber því við að hún hafi heyrt við sjúkraskoðun eftir á hjá lækninum Edward Kiernan, sérfræðingi í kvensjúkdóm- um, að hann ætti von á viskí- flösku serii hann heíði unnið til vegna veðmáls við annan kvensjúkdómalækni, Jónas Franklín. Edward var spurður hvað hæft væri í þessari frásögn. „Ég geri ekki ráð fyrir að hún sé að búa þetta til. Ég hef sjálfsagt sagt þetta en að ég hafi sagt það í fullri alvöru er ekki rétt,“ sagði Edward í samtali við PRESSUNA. Eins og áður segir er langt um liðið síðan umræddur uppskurður átti sér stað. Það var í nóvember árið 1989 sem konan fór í einfalda aðgerð, svokallaða ófrjósemisaðgerð. Segist hún hafa skilið af við- tölum við lækna að aðgerðin yrði stutt og eftirköst lítil og kemur það heim og saman við ummæli þeirra sem hafa tjáð sig um umfang slíkra aðgerða. Á henni var hins vegar gerð önnur aðgerð en áætíað var í upphafi. Langvinn sjúkrasaga Sjúkrasaga konunnar hefur hins vegar verið langvinn og þreytandi síðan og segist hún hafa verið nánast óvinnufær fyrir vikið. Strax eftir aðgerð hafi blæðingar og verkir verið mun meiri en henni hafi verið sagt að þeir gætu orðið, en að- gerðir af þessu tagi eru taldar það smávægilegar að sjúkling- ur fer heim samdægurs. í lýsingu sinni, sem hún hefur sett saman fyrir for- mann Neytendafélags Akur- eyrar, Vilhjálm Inga Árna- son, sem aðstoðar hana við rekstur málsins, kemur fram að erfiðleikar hennar hafa ver- ið miklir. Eftir stöðuga verki og lyfjameðferð neyddist hún til að fara í aðra aðgerð í sept- ember árið 1990 vegna sam- grónings og sýkinga. Lýsing hennar á ástandi sínu í dag, nærri fjórum árum eftir aðgerðina, er svona: „Ég á enn í þessum veikindum og er rúmföst tíu til fjórtán daga í mánuði vegna hita, verkja og mikillar ógleði, sem virðast fylgja þessu. Þegar ég er svona veik er ég alveg óvinnufær, þ.e.a.s. ég er heimavinnandi og get ekki sinnt því starfi þá daga sem ég er svona slæm.“ Konan segist þegar í upp- hafi hafa kvartað yfir ástandi sínu, enda þurft mun meiri læknis- og lyfjameðferð en henni þóttí eðlilegt. Strax fyrir tveimur árum talaði hún við yfirlækni kvennadeildarinnar og fyrir einu og hálfú ári hafði hún samband við Matthías Halldórsson aðstoðarland- lækni. Það var hins vegar ekki fyrr en í vor, þegar hún hafði sett sig í samband við Vil- hjálm Inga, sem hreyfing komst á málið. I sameiningu fengu þau viðtal hjá yfirlækni kvennadeildarinnar, Kristjáni Baldvinssyni. Kristján stað- festi í samtali við PRESSUNA að hann hefði farið yfir þetta mál með þeim en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ein- staka þætti málsins. Kristján sagði þó að í athugun sinni hefði ekkert komið fram sem benti til þess að læknarnir hefðu staðið óeðlilega að mál- um. Vilhjálmur benti hins vegar á að læknarnir hefðu aldrei verið spurðir beint út í veðmálið og fjölda aðgerða. Sjö aðgerðir á stutt- um tíma Konan telur að umræddan nóvembermorgun fyrir fjór- um árum hafi verið settar sjö aðgerðir á dagskrá, þar af tvær ófrjósemisaðgerðir. Með eðli- legum vinnuhraða hefðu þess- ar aðgerðir átt að standa fram til klukkan 13.30, en þar sem veðmálið gekk út á að ljúka þeim fyrr hafi Edward viljað vera búinn fyrir klukkan 11.30 og það tekist. Édward sagðist eiga erfitt með að rifja upp umræddan dag fýrir fjórum árum, enda tiltölulega nýlega sem hann hefði frétt af því að konan vildi rannsókn. Hann sagðist þó treysta sér til að fullyrða að ekkert hefði verið við vinnu- hraðann að athuga. Að sögn Edwards tekur slík ófrjósemisaðgerð frá tuttugu mínútum upp í hálftíma, allt eftir ástandi sjúklings og að því tilskildu að allt gangi vel. Hann tók einnig ffam að þessi tímasetning gæti auðveldlega breyst, það væri eðli skurðað- gerða. Þá sagði Edward að- spurður að á milli tíu og fimmtán mínútur tæki að sótthreinsa skurðstofuna milli aðgerða. Neitar ekki veðmál- inu Eins og áður segir dregur Edward frásögn konunnar af veðmálinu ekki í efa, en hún segist byggja hana á ummælum hans sjálfs. „Ég get ómögulega mun- að eftir þessu en ég er ekki að neita því að það sé möguleiki að ég eða einhver annar hafi sagt þetta og þá í einhverju gríni. Ég held að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af því enda, ef ég man rétt, þá var talað um vínflösku eða svoleiðis. Ég man ekkert um það en enga vínflösku hef ég fengið eða lát- ið annan hafa. Það hefur ekki rist djúpt ef ég á annað borð hef sagt það. Það sýnir bara að óskaplega auðvelt er að mis- skilja og snúa hlutum á verri veg ef vilji til þess er fyrir hendi,“ sagði Edward. í gær náðist síðan samband við Jónas Franklín og kom þá fram að hann hefði fyrr um morguninn farið yfir skjöl vegna málsins ásamt Edward. Sagðist Jónas ekki sjá neitt óeðlilegt við framkvæmda- hraðann. „Enda má segja að sýkingarhætta sé meiri eftir því sem uppskurðir standa lengur.“ En er mögulegt að þið, þótt í gamansemi vœri, hafið getað varpað þessari veðmálshug- myndfram? „Já, sjálfsagt væri það, en það hefði ekki átt að hafa áhrif á framkvæmd verksins því það þykir góð latína að vera fljótur að gera aðgerðir,“ sagði Jónas. Það kom einnig fram hjá honum að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði verið spurður beint um aðild sína að veðmálinu. Það kemur glögglega fram í viðræðum við konuna að hún telur ástand sitt eftir aðgerð- ina mega rekja til hennar. Einnig segist hún hafa heim- ildir fyrir því að að minnsta kosti ein önnur kona, sem var skorin upp um svipað leyti, hafi átt við samskonar eftir- köst að stríða. Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir staðfesti til- vist kærunnar og sagði að hún biði meðferðar. Hann benti reyndar á að konan hefði ekki valið stystu leiðina til að fá úr- lausn sinna mála, þar sem eðlilegast væri að fólk sneri sér milliliðalaust til landlæknis- embættisins. En hvað finnst honum utn þetta mál? „Ég vil ekki tjá mig um ein- stök mál, en ef um veðmál er að ræða við slíkar kringum- stæður þá er það mjög ósmekklegt og fyrir neðan all- ar hellur. Ég á þó bágt með að trúa því, þama hlýtur einhver missldlningur að vera á ferð- inni.“ Siguröur Már Jónsson Baáberinn nashuatec P295 snara baáum þínum hratt ag örugglega hvert sem er. / Úrval faxtækja fyrir venjulegan pappír / Faxtæki vinnustaáarins V Faxtæki heimilisins \'/ ■ OPTiMA Armúla 8, "s 679000

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.