Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 30
í Þ R ÓTTI R 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Barnungir snillingar hleypa heimdraganum Stopliö Evrópu fylgjast með Unglingar erlendis: Andri Sigþórsson f. 1977 KR/Bayern Múnchen Guðni Rúnar Helgason f. 1976 Völsungur/Sunderland Sigurvin Ólafsson f. 1976 ÍBV/Stuttgart PállPálsson f. 1976 Fram/Twende EiðurSmáriGuðjohnsen f. 1978 Valur/Ekeren Halldór Hilmisson f. 1977 Valur/Ekeren Björgvin Magnússon f. 1976 Werder Bremen Undanfarið hafa fjöl- margir af okkar efnileg- , ,-jjstu unglingum dvalið er- lendis hjá stórliðum Evr- ópu við æfingar. Margir þessara pilta verða þar vetrarlangt en aðrir hafa stoppað um skemmri tíma. Fyrstan má nefna Björg- vin Magnússon hjá Wer- der Bremen, en hann er búsettur í Þýskalandi og er samningsbundinn þýsku meisturunum. Björgvin var uppgötvaður af íslenska unglingalands- liðinu þegar fréttist af af- rekum hans hjá Bremen. Vonarpeningur KR-inga, Andri Sigþórsson, er nú hjá Bayern Munchen og hefur staðið sig frábær- lega, enda mikill marka- skorari. Þriðji „Þjóðverj- inn" er Sigurvin Ólafsson, bróðursonur Ásgeirs Sig- urvinssonar, sem að sjálf- sögðu er hjá Stuttgart. Það vakti mikla athygli þegar fréttist að ungur Húsvíkingur, Guðni Rúnar Helgason, væri að fá samning hjá Sunderland, sem er eitt af ríkustu og ^•fornfrægustu liðum Eng- lands. Hann hefur komist á unglingasamning og stendursig vel. Belgar og Hollendingar hafa þróaðasta njósna- kerfi Evrópu þegar efni- legir knattspyrnumenn eru annars vegar. Við ís- lendingar höfum orðið varir við það. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Hilmisson úr Val hafa verið hjá Ekeren í — ElÐUR SMÁRIGUÐJOHNSEN: Kominn heim frá Ekeren en þeir hafa áhuga. Belgíu, en þar er fyrir einn efnilegasti leikmað- ur okkar fyrr og síðar; Guðmundur Benedikts- son. Þeir eru nú komnir heim en Ekeren-menn munu hafa sýnt Eiði BJÖRGVIN MAGNÚSSON: Hjá Werder Bremen er einn þriggja unglinga hjá þýskum stórliðum. Smára mikinn áhuga. Hann er sonur Arnórs eins og allir vita. Allir hafa þessir strákar verið í unglingalandslið- um okkar nema Páll Páls- son, en það kemur ekki í PÁLL PÁLSSON: Hjá Twende í Hol- landi. veg fyrir dvöl hans hjá FC Twende í Hollandi, þar sem hann hefur verið við æfingar. GEORGHE MURESAN. Er kominn á samning við Washington Bullets. Þessi 2,32 metra hái Rúmeni er hæsti leikmaður sem komið hefur í NBA-deildina. Hann vakti fyrst athygli á heimsmeistaramóti unglinga í Edmonton í Kanada árið 1991. Síðan hafa öll helstu körfuknattleikslið heims fylgst með Rúmenanum Georghe Muresan af vaxandi áhuga. Já, vaxandi er kannski rétta orð- ið, því hann er ekki hættur að stækka þótt hann sé kominn á Stærsti leikmaður sem nokkurn tímann hefur tomið nólægt NBA uppskurð í Bordeaux í Frakk- landi. Uppskurðurinn heppn- aðist ágætlega en það blasir þó við að frekari meðferðar er þörf. Muresan þarf að gangast undir geislameðferð og í raun er engin leið að segja til um hvemig honum reiðir af. Þrátt fyrir þetta voru for- ráðamenn Washington Bull- ets fullir áhuga á að fá þennan risa. Að lokum gerðu þeir samning við Muresan sem færir honum 12 milljónir í laun. Kannski ekki há upp- hæð, en báðir aðilar líta svo á að þetta sé aðeins byrjunin. John Nash, framkvæmda- stjóri Bullets, segir að Mures- an verði í liðinu þegar NBA- deildin byrjar í nóvember þótt búast megi við að hann vermi bekkinn fyrst um sinn. Nash tók ffam að ekki væri við því að búast að Muresan gerði neinar rósir til að byrja með, en ef hann fengi eðlilegan bata og þjálfun mætti búast við að hann gerði rósir í framtíðinni. „Svona risar eru sjaldgæfir,“ sagði Nash. 22. árið og orðinn 2,32 metrar á hæð. Þessi endalausi vöxtur hefur reyndar vakið áhyggjur manna og varð meðal annars til þess að forráðamenn Barcelona kröfð- ust þess að Mures- an færi í heila- skoðun áður en þeir skrifuðu und- ir samning við hann. Barcelona bauð honum samning í sumar upp á um 270 milljónir króna til næstu fimm ára. Mures- an hefur leikið með franska liðinu Pau Orthez undanfarið. I heilaskoðuninni fannst svo ástæða þess að Muresan var enn að stækka. Æxli við heiladingul stuðlaði að óeðli- legri vaxtarhormónafram- leiðslu, sem enn var virk. Barcelona setti tilboð sitt í biðstöðu og Muresan fór í Hvernig er liðið sem Þórður fer í? Uppeldismiðstöð frekar en storveldi AUt bendir til þess að sóknar- maðurinn snjalli Þórður Guð- jónsson semji við fyrstudeildar- liðið VFL Bochum í J>ýskalandi. Lið Bochum er nú efst í deild- r inni og stefhir upp. Það hefur verið hlutskipti liðsins að ferðast reglulega á milli Bundesligunnar og fyrstu deildarinnar án verulegra af- ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON. Fer í væn- lega uppeldismiðstöð. reka. Margir leikmenn hafa komist til þroska hjá liðinu eftir að njósnarar þess uppgötvuðu þá hjá minni liðum. Þar má nefna Stefan Kuntz, Christian Schreier og Uwe Leifeld. Boc- hum er meðalstór borg, mitt á milli Essen og Dortmund. Völl- ur liðsins heitir Ruhrstadion og tekur 55 þúsund áhorfendur. STORY FROM BROOKLYN INDVERSKA PRINSESSAN LEONCIE í fyrsta sinn á íslandi; 16 laga danstónlist á geisladisk, til sölu í Hljómalind, Austurstræti 8, og Kryddkofanum, Hvrefisgötu 26. Söngkonan Indverska, Leoncie, vill skemmta um land allt. Sími: 91 - 42878 Gamli maðuninn aldrei betri Unglingurinn ógnaði Páli sem hrökk í gang „Þetta er bara að smella saman hjá öllu liðinu. Ég hef kannski spilað þessa leiki vel og svo tekur einhver annar við næstu leiki, það kemur maður í manns stað og ef ég klára það ekki þá klárar það bara ein- hver annar. Það hefur kannski verið hlutskipti mitt í tveimur síðustu leikjum að gera hlut- ina,“ segir Páll Olafsson, handknattleiksmaður í Hauk- um. Haukarnir hafa leikið liða best það sem af er vetri og unnið alla sína leiki, gegn FH, Stjörnunni, Val og KA. Páll Ólafsson hefur ekki síst verið maðurinn á bak við velgengn- ARON KRISíJÁNSSON. Unglingalands- liðsmaðurinn sem hræddi Pál í gang. ina og hefur skorað 27 mörk, þar af 9 úr vítaköstum. Eink- um stóð hann sig vel í síðustu tveimur leikjum, skoraði 9 mörk í hvorum leik. Ein skýr- ingin á góðu gengi Páls er að unglingalandsliðsmaðurinn Aron Kristjánsson hefur spil- að vel að undanförnu og var Páll því farinn að óttast um stöðu sína í liðinu, þar sem þeir keppa um sömu stöðuna. „Já, það er rétt. Fyrir tíma- bilið, þegar verið var að ýja að því að Aron væri að komast í svaka form, þá sagði ég það nú meira í gamni en alvöru að ég ætlaði að láta hann hafa fyrir því að komast í liðið,“ segir Páll og hefur að mestu tekist það. Aron er einn af okkar efnilegustu handknatt- leiksmönnum. Hann er 21 árs, alinn upp í Haukum og hefur leikið afar vel með ung- lingalandsliðinu. Páll segir að það sé enginn galdur á bak við velgengnina en þeir hafi æft vel og undir- búningurinn verið með öðr- um hætti, þeir hafi m.a. tekið upp blóðsýrumælingar. „Annars gengur liðinu vel og þá gengur manni sjálfum oft vel.“ Haukarnir misstu Kon- ráð Olavsson, sem reyndar spilaði aðeins í úrslitakeppn- inni, og markmanninn Leif 1 Dagfinnsson. Hins vegar fengu þeir markmanninn Bjarna Frostason úr HK, sem hefur spilað mjög vel, og línu- manninn Erling Richardsson írá Vestmannaeyjum, en línu- spilið var ákveðinn h ö fu ð - verkur á síðasta tímabili. „Ég er alltaf að til hvernig haustið kemur út næsta ár, hvernig maður kem- ur undan sumri! Annars er mótið bara rétt að byrja og það verður að koma í ljós hvað maður heldur þetta lengi út. Ég er í fínu formi núna, kannski í það þyngsta, en maður seiglast þetta áfram.“ PÁLL ÓLAFSSON. Haukar hafa unnið FH, Stjörnuna, Val og KA og gamli maður- inn hefur spilað manna best. það í mörg Ég spila þ e t t a tímabil og svo ætla að t i Maður

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.