Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 22
22 PRESSAN DEILURNAR UM DOP Fimmtudagurinn 21. október 1993 HVORT ER VERRA EDA SEM RANNA HANA? Erlendis er þaö nú rætt í alvöru að afnema bann við neyslu kannabisefna'og færð fyrir því sannfærandi rök. Lögregluaðgerðir og refsi- löggjöf virðast ekki hafa tilætluð áhrif. Gilda önnur lögmál á íslandi? Gerir bannið saklaust fólk að giæpamönnum? Á að líta á vímu- efnaneyslu sem glæp eða heilbrigðisvandamál? Er skaðsemi kannabisefna ofmetin í umræðunni? Þægileg og smekklega inn- réttuð íbúð við ofanverðan Laugaveg. Það er föstudags- kvöld og þeir eru saman komnir félagarnir Stefán, Reynir og Þorvaldur í íbúð Reynis til að slappa af, ræða málin og deila rauðvínsflösku. Ég fæ að fljóta með, þar sem ég hef þekkt Reyni í nokkur ár en aldrei hitt þá félagana sam- an undir þessum kringum- stæðum. Þeir eru allir á þrí- tugsaldri, þokkalega efnaðir og tveir þeirra eiga konu og börn. Stefán er stjórnmála- fræðingur, Reynir tölvufræð- ingur og Þorvaldur er kvik- myndatökumaður. Flestir mundu bara kalla þá hassista. Þessir þrír félagar hafa reykt kannabis frá því þeir voru tví- tugir. Á köflum hafa þeir allir verið dagreykingamenn en Stefán tjáir mér að það sé liðin tíð. „Fólk verður ferlega leið- inlegt ef það reykir of mikið og maður lætur sér núna bara - nægja eina og eina jónu á kvöldin til að slaka á,“ segir hann um leið og hann klárar að rúlla jónu og kveikir í henní. Þeir eru allir sammála því að of mikið hass sé slæmt og fullyrða að flestir í sínum kunningjahópi noti efnið í ' *' hófi. Reyndar minnist Reynir á félaga sinn sem lenti í rassíu hjá fikniefnalögreglunni þegar hann var að heimsækja díler- inn sinn til að kaupa hass fyrir nokkra vini sína. „Hann fékk dóm, missti vinnuna og þegar hann var búinn að afplána dóminn á Litla-Hrauni hafði hann kynnst vægast sagt vafa- sömu gengi þar inni. Hann er orðinn spíttfrík núna,“ segir Reynir og hristir hausinn. Eftir að þetta henti vininn fór Reynir að rækta marijú- anaplöntu heima hjá sér og getur nú séð fyrir eigin neyslu án þess að eiga samskipti við dílera, sem hann segir að séu upp til hópa frekar tæpt lið og oft í neyslu harðra fíkniefna eins og amfetamíns eða kóka- íns. Enginn félaganna hefur komist í kast við lögin og þeir hafa aldrei fúndið sig knúna til að leita sér hjálpar vegna reykinga sinna. Nema Þor- valdur, hann hætti að reykja tóbak fyrir nokkrum árum og þurfti að fara á námskeið hjá heilsugæslunni til að geta hætt. Þeir eru allir löghlýðnir bofgarar og sinna skyldum sínum jafn vel og aörir. En í augum lögreglunnar og margra íslendinga eru þeir einfaldlega glæpamenn. Það gcrir kannabisneyslan. Þegar ég spyr hvort einhver þeirra sé til í að koma frarn „Lausleg könnun PRESSUNNAR leiddi í Ijós að fíkniefnasalar og -kaupendur hafa í það minnsta haidið þjóðarsátt betur en ÁTVR, því verð á hassiog amfetamíni hefur haldist óbreytt í mörg ár. “ undir nafni og tala um reynslu sina hrista þeir bara hausinn og horfa á mig eins og ég sé eitthvað skrítinn. „Ertu eitthvað verri?“ spyr Þorvaldur. „Ég er í vel laun- uðu starfi, á konu og tvö börn og það er ekki séns að ég fari að fórna því til að verða ein- hver málsvari hassins á ís- landi. Ég yrði undir eftirliti hjá fiknó og gæti ekki lengur reykt mitt stuð í friði. Það er bara ekki þess virði að fara í slíka krossferð." Auðvitað hefur hann rétt fyrir sér. Enginn virkur neyt- andi ólöglegs vímuefnis á Is- landi er tilbúinn að stíga á stokk og berjast fýrir rétti sín- um til að vera í vímu. Al- menningsálitið og núverandi fíkniefnalöggjöf sjá til þess. En eru það ekki bara ábyrgðar- lausir dópistar sent hafa engu að tapa sem inæla með lög- jjeyfingu kannabisefna hvort som er? Er það ekki sjálfgefið að kannabis eigi að vera ólög- legt áfram? „Ekki endilega," fúllyrðir kór efasemdaradda sem leyn- ast í víixandi mæli mcðal vís- indamanna, lögreglu, stjóm- málámanna og almennings. í þessum hópi erlendis eru meðal annars hagfræðingur- inn og Nóbelsverðlaunahaf- inn Milton Friedman, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, George Schultz, Kurt Schmoke, borgarstjóri í Baltimore, lögregluyfirvöld i Hollandi og ritstjórar breska tímaritsins The Economist. Þeir benda á að ófremdar- ástand í fíkniefnamálum krefjist þess að stjómvöld og alraenningur endurskoði af- stöðu sína til fíkniefnavand- ans. Þessi krafa um breyttan hugsunarhátt ógnar áratuga- stefnumótun í löggæslu, for- vömum og meðferðarmálum. Andstaða við tilslökun í vímu- efnamálum eínkennist af svo harðri sannfæringu um skað- semi fíkniefna, af hálfu þeirra sem berjast gegn útbreiðslu þeirra, að hætt er við því að tilfinningahiti útiloki allar skoðanir og staðreyndir sem stríða gegn núverandi fyrir- komulagi. Hversu skaöleg eru efnin? Hingað tíl hafa ýmsar upp- lýsingar um baráttuna gegn ólöglegum vímuefnum sem almenningur ætti að hafa vitneskju um ekki legið á lausu. Eru öll ólögleg vímu- efni jafnhættuleg? Hvaða af- leiðingar mundi breytt stefna yfirvalda gagnvart vímuefúa- vandanum hafa í för með sér? Þótt fiknin, sem oft fýlgir í BUBBIMORTHENS Einn fárra þjóðkunnra einstaklinga sem koma fram á opinberum vett- vangi og mæla með afnámi bannsins. kjölfar ólöglegrar vímuefna- neyslu, sé í eðli sínu sjúkdóm- ur, þá lita flestir á hana sem glæp fremur en heilbrigðis- vandamál. James K. Stewart, forstöðumaður Institute For Justice í Washington DC, bendir á að „þegar glæpír eru annars vegar þykist fólk vita hvað blífur. Það vill ekki láta þvæla málið með nýrri innsýn í vandann“. Ef áfengi og tóbak er und- anskilið eru kannabisefni efst á vinsældalista vímuefnaneyt- enda hérlendis sem annars staðar. Mestur tími fikniefha- lögreglunnar fer í að hefta innflutning og neyslu á hassi og marijúana og í augum alls þorra almennings er kannabis hættulegt fikniefni sem skaðar heilsu og hugarfar þeirra sem þess neyta. Óttar Guðmunds- son læknir lýsti viðtekinni af- stöðu til kannabisefna þegar hann fullyrti í PRESSUNNI í síðustu viku að kannabis væri stórhættulegt og gæti haft langvinnar skaðlegar afleið- ingar á heilastarfsemi neyt- andans. „Skaðleg einkenni kannabisreykinga eru minnis- leysi, léleg einbeiting, almennt áhugaleysi og doði,“ sagði Óttar. Aðrir hafa m.a. fullyrt að kannabis skaði efnaskipti lík- amans, að það skaði litninga og auki hættu á fæðingargölí- um hjá nýburum. Ennfremur að það skaði ónæmiskerfið og raski hormónajafnvægi, sem gæti leitt til minni framleiðslu sæðisfrumna og eggja með til- heyrandi getuleysi. Aðrir benda á að kannabis sé vana- bindandi og stuöli að fram- taksleysi neytandans með þeim afleiðingum að hann haldist ekki í vinnu og detti fljótlega út úr „kerfinu". Margir telja fullvíst að neysla kannabisefna leiði til neyslu harðarí fikniefna. Staðréýödin er hinsvegar sú að margar þessara fúllyrðinga standast ekki þegar betur er að gáð. Sú var niðurstaða um- fangsmikilla rannsókna sem fóru fram að tilstuðlan banda- rískra heilbrigðisyfirvalda. Milljónum dollara var eytt í rannsóknir sem áttu að taka af öll tvímæli um skaðsemi kannabisefna en reyndin varð önnur. Niðurstaða þessara rannsókna var sú að kannabis er tiltölulega skaðlaust efni. Þess eru engin dæmi að nokk- ur hafi látist af ofneyslu kannabis. Talið er að maður þurfi að reykja tæplega fjögur kíló af efninu á einum sólar- hring til að týna lífi. Jafnvel hörðustu dagreykingamenn mundu sofna værukærum svefni áður en þeim tækist að svæla í sig slíku magni. Fjöldi rannsókna víðs vegar um heim hafa staðfest þá nið- urstöðu að kannabisreyking- ar, jafnvel í gífurlegu magni, valda sjaldnast neinum varan- legum skaða. Þó eru allir sam mála því að kannabis fari illa með lungun, sérstaklega þegar því er blandað saman við tób- ak. Og auðvitad er ofneysla aldrei af hinu góða þegar til langs tíma er litið. Mikil neysla hefur áhríf á persónu- leika fólks. Það verður leiðin- ® sem aldrei Og of núkil neysla til langs tíma leiðir til ofsóknaróra. Þetta vita allir þeir sem um- gangast dagreykingafólk eða Stööugleiki á mark- aði þratt fyrir lög- regluaögeröir Spurningin er hinsvegar sú hvort þjóðfélaginu sé stætt á því að banna kannabis sem, þótt vanabindanði sé, veldur engurn sannanlegum lang- tímaskaða méð „venjulegri“ neyslu. Áfengi og tóbak eru hinsvegar vímuefni sem skaða heilsu einstaldingsins og valda samfélaginu ómældu tjóni. Tóbak er talið jafnvanabind- andi og heróín og ekkert ólög- legt vímuefni leiðir til ofbeldis á jafnótvíræðan hátt og neysla s áfengis. Samt dettur engum alvarlega í hug að banna þessi vímuefni. Einhver mundi kalla slíkt hræsni. En er neysla kannabis þá til- tölulega hættulaus? Ekki al- deilis. Núverandi löggjöf sér til þess að einn alvaríegasti fýlgikvilli kannabisreykinga er fangelsi. Ef þú hefur undir r w m í DJORF OG OVENJULEG SKALDSAGA í Frönskum leik er fjallað á hispurslausan hátt um sérstakt kynferðislegt samband karls og konu. Höfundurinn, Vigdis Hjort, er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna og tekst hún hér á við athyglisvert efni sem margir hræðast. hnrf lesenda pN.fJru einung1* f‘"sin"1í*wíu°*,ss°°' ~ ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF höndum eitthvert magn af hassi og til þín næst lendir þú á sakaskrá og gætir jafnvel fengið að dúsa á Litla-Hrauni. Spurningin er hinsvegar sú hvort refsilöggjöf sé árangurs- ríkasta leiðin til að takmarka neyslu almennings. Það veit enginn með vissu, því engar kannanir hafa verið gerðar á neyslumynstri landsmanna þegar ólögleg vímuefni eru annars vegar. Engar tölur eru til um neyslu þessara efiia á Is- landi. Bjöm Halldórsson, yfir- maður fíkniefnadeildar Íög- reglunnar, benti á þetta vandamál í viðtali við Mannlíf í fýrra. Hann taldi það mikil- vægt fýrir yfirvöld að hrinda slíkri könnun í ffamkvæmd, því „fyrr en niðurstöður liggja fyrir er ekki li;egt að tala um vandamálið af neinu viti“. Ýmislegt bendir til þess að barátta^lögreglunnar gegn ólöglegum vímuefnum skili ekki tilskildum árangri. Er- lendar rannsóknir benda til þess að tilraunir til að hefta framboð vímuefna með refsi- löggjöf og ötulu starfi lögreglu skili sér ekki í takmörkun framboðs. I besta falli standi framboð fikniefna í stað. Hér- lendis gefur verðlag ólöglegra vímuefna ekkert tilefni til að ætla að starf lögreglunnar hafi niinnkað framboð. Ein grundvallarkenning hagfræð- innar er sú að þegar framboð á tiltekinni vöru minnkar hækkar verð hennar í kjölfar- ið. Lausleg könnun PRESS- UNNAR leiddi í ljós að fíkni- efnasalar og kaupendur hafa í það minnsta haldið þjóðarsátt betur en ÁTVR, því verð á hassi og amfetamíni hefur haldist óbreytt í mörg ár. Grammið af hassi kostar fimmtán hundruð krónur og amfetamíngrammið fimm þúsund krónur. Þegar lækningin virkar ekki getur verið freistandi að auka lyfjaskammtinn. For- svarsmenn fikniefnadeildar lögreglunnar hafa margoft bent á nauðsyn þess að auka fjárframlög til deildar- innar eigi hún að skila til- ætluðum árangri. Ef það er gert þarf um leið að auka Qárframlög til fangelsis- mála, sem eru nú í ólestri eins og flestum er kunnugt Allt kostar þetta peninga, sem stjómvöld eiga ekki tiL Enda bendir fátt til þess að aukin harka í löggæslu og þyngingu refsingar vegna fíkniefhaafbrota sé pening- anna virði. Flestir sérfræð- ingar eru í dag sammála um að árangur þessa harð- vítuga stríðs gegn fikniefn- um hafi ekki verið í neinu samræmi við þá gífurlegu fjármuni sem til þess var varið. Gefúr sú niðurstaða nokkurt tilefni til að ætla að reynsla okkar verði önn- ur?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.