Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 27
Fimmtudagurinn 21. október 1993 TVOFA LDU R TIM PRESSAN 27 ’tyífncióvef't a/f látw Sýningar Leikfélags Reykjavíkur á ádeiluverkinu Englum í Ameríku eftir Bandaríkjamanninn Tony Kushner, í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur, hefur veriS beSiS meo nokkurri eftir- væntingu, en leikritiS hefur vakiS gif- urlega athygli beggia vegna Atlants- ála frá því þaS var frumsýnt í Bqnda- ríkjunum fyrir tveimur árum. Árni Pétur Gu&jónsson er einn leik- enda í Englum í Ameríku og kveSst hann sannrærSur um aS sýning Borg- arleikhússins eigi eftir aS verSa mjög umdeild. „Þetta er geysilega magnaS verk sem hefur hvarvetna slegiSj gegn og vakiS mikiS umtal," segir Arni Pétur. „VerkiS segir frá nokkrum ólíkum per- sónum, sem tengjast innbyrSis er pær kynnast sjúkdómnum alnæmi af eigin raun. ViS erum fimm karlmenn sem tökum þátt í uppfærslunni og leikum allir homma. Tveir ver&a fyrir þvi aS veikjast af alnæmi og leikritiS fjallar um átökin sem eiga sér staS í kjölfar- iS á milli persónanna; annars vegar alnæmissjúklinganna oq hins vegar aSstandenda þeirra. Englar i Ameríku jalla fyrst og fremst um ástir, svik og órdóma; nauSsyn þess aS vera trúr 3ví sem maSur elskar og hversu erfitt 3aS reynist í nútimaþjóSfélagi aS vera hreinn og beinn í samskiptum viS annaS fólk." Árni Pétur segir Engla í Ameríku vera geysileqa mikilvægt verk sem eigi erindi tií allra, ekki síst okkar Islendinga. „ÞaS er löngu orSiS tímabært aS viS látum af tepru- skapnum varSandi homma og al- næmi. Sjúkdómurinn er orSinn aS stóru vandamáli hér sem annars staSar,og ekki seinna vænna fyrir okkur Islendinga a& horfast i augu viS þaS. ÞaS vill svo til aS viS sem tökum þátt í sýningunni höfum öll misst góSa vini úr alnæmi og því stendur efnj verksins okkur ákaf- lega nærri. I rauninni má segja aS þátttaka okkar í uppfærslunni sé viss yfirlýsinq frá okkur um aS viS stySjum viS oak þeirra sem glíma vio alnæmi og fordómana því fylgj- andi." Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Engla í Ameríku annaS kvöld, fþstudagskvöld, en lei.kendyr auk Árna Péturs eru Elva Osk Olafs- dóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson,, Maanús Jónsson, Stejnunn Ólafsaóttir og Margrét Olafsdóttir. ARNIPÉTUR GUÐJÓNSSON. Leikur einn homm- ann í ádeiluverkinu Englum í Ameríku. LEIKLIST Afturgöngur kveðnar niður AFTURGONGUR FRÚ EMILl'A ★ MARTIN REGAL Ef Brúðuheimili er um konu sem gefst upp og fer ffá eiginmanni sínum, þá er Afturgöngur um konu sem gefst upp og kemur aftur heim til hans. Eins og Ibsen sagði sjálfur: „Á eftir Nóru varð Frú Alving nauðsynlega að koma,“ enda sá hann Brúðuheimili sem eins konar inngang eða undirbúning íyrir Afturgöngur. í báðum verkum snýst harmleikurinn um þjáningu eiginkonunnar. Sýningin á Afturgöngum hjá Frú Emilíu, í leikstjórn Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur, virðist þó ekki geta gert upp við sig hvað harmleikurinn snýst um og fellur í gömlu gildruna að túlka öll leikrit Ibsens sem klassísk (og þess vegna dauð) verk sem skipta okkur engu máli nema kannski á söguleg- an hátt. Til hvers að velja leik- rit eftir Ibsen ef svona er farið með það? Er þetta kannski dæmi um að leyfa textanum að tala fyrir sig með engri túlkun? Þeir sem halda að slíkt sé hægt ættu frekar að lesa Ibsen en reyna að setja upp sýningu. Þröstur Guðbjartsson leik- ur prestinn af miklum krafti og húmor en er ekki Séra Manders fyrir fimmaura. Hvað er þessi fáránlega figúra (nánast trúður) að gera í leik- ritinu? Hræsni og hugleysi eru einkenni hans, ekki gamansemi. Ari Matthíasson, sem leikur Ósvald, er reiður og sorgmæddur til skiptis, en virkar oftast einum of hress fyrir ungan mann sem bíður dauðans. Ef ég þekkti ekki hún þarf endilega að syngja einhverja bamavísu yfir deyj- andi syni sínum, af hverju þá „Það var gömul kona sem gleypti mý“? Hvernig væri „Allir krakkar“ eða „Gamli Nói“? Leikmyndin og húsið sjálft endurspegla tómleikann í þessu verki. í upphafi leikrits- ins sjáum við Regínu skera hausinn af einhverjum blóm- um, en þegar blómin eru far- „En það er ekki nógað setja uppfrœg verk í nafni menningarinnar. Það þarf einnig að takast á við þá erfiðleika sem þessi verk skapa á sviði, annars ganga þau aldrei upp. “ leikritið mundi ég halda að þessi Ósvald gæti náð mjög háum aldri. Jóna Guðrún Jónsdóttir, sem leikur Re- gínu, byrjar ágætlega sem stúlka sem gerir sér of miklar vonir, en það vantar samt smákynþokka í hlutverkið til að Regína verði trúverðug. Sigurður Skúlason leikur Jak- ob Engstrand (föður Regínu) mjög vel, enda er rödd hans sú eina sem nær lengst út í sal. Ég hef ekkert á móti því að leikarar snúi í okkur baki, en við verðum að geta heyrt í þeim! Margrét Ákadóttir leikur Frú Alving af mikilli dýpt framan af, en þessi mikilvæga persóna virðist nánast gufa upp í ofleik einmitt á þeirri stundu sem hún á að hafa sem mest áhrif á okkur. Ef in er lítið annað að horfa á en borð, sófi og nokkrir stólar. En þessi táknræna leikmynd er ekki nóg tíl að lýsa kuldan- um og hræðslunni sem eru ríkjandi í verkinu. Frú Emilía virðist vilja ráð- ast í stórverkefni með því að sýna leikrit eftir Ibsen, Tsjekov, o.fl. og hefúr ýmis- legt gert mjög vel hingað til. En það er ekki nóg að setja upp ffæg verk í nafhi menn- ingarinnar. Það þarf einnig að takast á við þá erfiðleika sem þessi verk skapa á sviði, ann- ars ganga þau aldrei upp. Draumur á Lúkasarmessunótt DRAUMUR A JONSMESSU- NÓTT NEMENDALEIKHÚSIÐ ★★★ Draumur á Jónsmessunótt er mjög gott dæmi um „tvö- faldan tíma“ (double time) í verkum Shakespeares og þess vegna ekkert verra að setja það upp á vitlausum árstíma. Okkur er sagt í upphafi leik- ritsins að atburðarásin standi yfir í fjóra daga en henni er í rauninni lokið eftir rúmlega tvo tíma. Guðjón Pedersen notar ýmis brögð til að „hraða“ tímanum í þessari sýningu og í flestum tilfellum tekst honum mjög vel upp. Hann og Grétar Reynisson leika sér einnig að rýminu með því að breyta Lindarbæ í langan mjóan sal, þannig að allir áhorfendurnir sitja í betri sætunum. En Guðjón virðist ekki vilja láta þar við sitja. All- ir leikendurnir skipta um hlutverk tvisvar (sumir þrisv- ar) og nokkrir karlar verða að kvenmönnum í þessari upp- setningu. Allt gerir þetta mál- in bæði flókin og skemmtileg og sannar það einu sinni enn hversu marga möguleika leik- rit Shakespeares bjóða upp á. Það væri ósanngjarnt að nefna ákveðna leikara í sýn- ingunni. Sá sem leikur Spóla (eða sú í þessu tilfelli) fær oft- ast meira lof en hinir, enda býður þetta hlutverk upp á svo margt skemmtilegt og fyndið. En allir leika vel og hressilega og mikið byggist upp á frábæru samspili þeirra. Það eina sem mér fannst ekki takast nógu vel var samband Óberons og Bokka. Það er snjöll hug- mynd að breyta Bokka í per- sónu sem er hálfur karlmað- ur og hálfur kvenmaður, en það hefði verið betra að láta Bokka hreyfa sig aðeins hrað- ar. Raddbeiting og hreyfingar Bokka eru oft bæði of hægar og tilgerðarlegar, en það sýn- ist mér ekki vera þessum ágæta leikara að kenna. „Ein afbetri sýn- ingum í Reykjavík um þessar mundir.a Talið sem stendur yfir á meðan „harmleikurinn“ Pýr- amus og Þispa er fluttur var kannski fyndið á tíma Shake- speares en er það ekki lengur. Að mínu mati hefur leikstjór- inn alveg rétt fyrir sér í að sleppa stórum hluta af þessu tali og bæta endinn á annan hátt. En að sleppa lokaatrið- inu líka, þar sem Bokki og Óberon leggja blessun sína yfir mannheima, finnst mér vera mistök. Sýningar hjá Nemendaleik- húsinu eru oft mjög góðar þar sem leikararnir vilja sanna sig og leikstjórar þora að taka áhættu. Draumur á Jónsmessunótt er engin und- antekning. Ein af betri sýn- ingum í Reykjavík um þessar mundir. KLASSIK FIMMTUDAGURINN 21 . OKTÓBER FOSTUDAGURINN 22. OKTÓBER • Englar í Ameríku. Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýnir hið fræga verk Tonys Kushner í leikstjórn Hlínar Agnarsdótt- ur. Leikritið fjallar um alnæmi, fordóma, ástir og svik. Leik- endur eru Árni Pétur Guð- jónsson, Elva Ósk Ólafsdótt- ir, Ellert A. Ingimundarson, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Magnús Jónsson, Margrét Ólafsdóttir og Stein- unn Olafsdóttir. Borgarleik- húsinu kl. 20. • Kjaftagangur. Gamanleik- ur Neils Simon. Leikstjóri er Asko Sarkola en meðal helstu leikenda eru Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Örn Árna- son, Tinna Gunnlaugsdóttir og Pálmi Gestsson. Þjóðleik- húsinu kl. 20. • Astarbréf. Tvíleikur A.R. Gurneys í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Sögð er áhrifamikil ástarsaga tveggja einstaklinga, eins og hún birt- ist í ævilöngum bréfaskiptum þeirra. Leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjóöleikhúsinu, litla sviöinu, kj. 20.30. • Coppelía. íslenski dans- flokkurinn sýnir þennan klassíker í uppfærslu Evu Evdakimovu. í aðalhlutverk- um eru Lára Stefánsdóttir, Eldar Valiev, Paola Vijlanova og Mauro Tambone. Islenska óperan. • Afturgöngur. Leikhúsiö frú Emilia. Héðinshúsinu kl. 20. • Afturgöngur. Leikfélag sýnir verk Henriks Ibsen i leikstjórn Sveins Einarsson- ar. Leikendur eru Sigurður Karlsson, Sunna Borg, Krist- ján Franklín Magnús, Þráinn Karlsson og Rósa Guðný Þórsdóttir. Akureyri kl. 20.30. • Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur þrjú verk; Sig- urð Jórsalafara eftir Edvard Grieg, Píanókonsert nr. 2 eft- ir PjotrTsjakofskíj og Kale- vala-svítu eftir Uuno Klami. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari, einleikari Pascal De- voyon. Háskólabíói kl. 20. LEIKHÚS • Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög athyglisverð. Leikritið er sterkt og tilfinn- ingaríkt, snjallt í uppbyggingu og fullt af skemmtilegum at- riðum. Mæli með, hiklaust, segir Martin Regal í leikdómi. Þjóðleikhúsinu, smiðaverk- stæði, kl. 20.30. • Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkrar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elín Helena alls ekki sérstakt leik- rit. Án þess að lýsa atburða- rásinni leyfi ég mér að segja að sagan sjálf sé langt frá þvf að vera merkileg og upp- bygging hennar bæði fyrirsjá- anleg og langdregin. Borgar- leikhúsinu, litla sviðinu, kl. 20. • Býr íslendingur hér? ★★★ Þegar ég fór heim var mér heist í huga mikil eftirsjá eftir Leifi Muller, sem mér fannst ég hafa kynnst vel þar á sviði. Þessi sýning er ekki fyrir alla, en samt fyrir fleiri en hafa lesið samnefnda met- sölubók. íslenska leikhúsið. Tjarnarbíói kl. 20. • Draumur á Jónsmessu- nótt. Nemendaleikhúsið sýnir verk Williams Shakespeare í leikstjórn Guðjóns Pedersen. Leikendur eru Guðlaug Elfsa- bet Ólafsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigrún Ólafsdótt- ir, Þórhallur Gunnarsson, Katrín Þorkelsdóttir, Benedikt Erlingsson, Halla Margrét Jó- hannesdóttir og Margrét Vil- hjálmsdóttir. Lindarbæ kl. 20. • Afturgöngur. Leikhúsið Frú Emilía sýnir verk Henriks Ibsen í leikstjórn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Leikendur eru MargrétÁka- dóttir, Ari Matthíasson, Þröst- ur Guðbjartsson, Sigurður Skúlason og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Héðinshúsinu kl. 20. LAUGAR DAG U RIN NI 23. OKTÓBER • Ronja ræningjadóttir. Barnaleikrjt Astrid Lindgren í leikstjórn Ásdísar Skúladótt- ur. Með aðalhlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir og Gunnar Helgason. Borgar- leikhúsinu kl. 14. • Spanskflugan. ★ Ég vona að sýningin batni verulega sem fyrst svo einhverjir geti haft gaman af þessu, en ég efast samt um að Spansk- flugan eigi eftir að lifa mjög lengi. Borgarleikhúsinu kl. 20. • Elín Helena. ★ Borgarleik- húsinu, litla sviðinu, kl. 20. • Þrettánda krossferðin. ★★ Perlurnar eru margar, en bandið,á milli þeirra er alit of langt. A þessari löngu sýn- ingu missti ég þó sjaldan áhuga og aldrei þolinmæð- ina. Þjóðleikhúsinu kl. 20. • Ástarbréf. Þjóðleikhúsinu, litla sviðinu, kl. 20.30. • Býr íslendingur hér? ★★★ íslenska leikhúsið. Tjarnarbíói kl. 20. • Fiskar á þurru landi. Skondið og vel sniðið leikrit. Annar leiksigur Árna Ibsen og Andrésar Sigurvinssonar. Missið ekki af þessu. Nú eru síðustu forvöð. islensku óperunni kl. 20.30. • Draumur á Jónsmessu- nótt. Nemendaleikhúsið. Lindarbæ kl. 20. • Afturgöngur. Leikfélag Akureyrar. Akureyri kl. 20.30. SUNNUDAGURINN 24. OKTÓBER • Ronja ræningjadóttir. Borgarleikhúsinu kl. 14. • Englar í Ameríku. Borgar- leikhúsinu kl. 20. • Elín Helena. ★ Borgarleik- húsinu, litla sviðinu, kl. 20. • Ferðalok. ★★★ Þjóðleik- húsinu, smíðaverkstæði, kl. 20.30. • Dýrin í Hálsaskógi. Sýn- ingar hafnar að nýju á barna- leikriti Thorbjörns Egner. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir en með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Þjóðleikhús- inu kl. 14 og 17. • Coppelía. Islenski dans- flokkurinn. íslensku óperunni. • Draumur á Jónsmessu- nótt. Nemendaleikhúsið. Lindarbæ kl. 20. • Standandi pína. ★★★ Er það ekki einmitt það sem litlu ieikhúsin hafa stundum fram- yfir þau stóru, að geta leyft sér að koma aðeins nær áhorfendum og draga þá bet- ur inn í atburðarásina og andrúmsloftið? Spennandi og athyglisverð sýning. Frjálsi leikhópurinn. Tjarnarbíói kl. 20. • Júlía og Mánafólkið. Leik- hópurinn Augnablik sýnir barna- og fjöiskylduleikrit eftir Karl Aspelund og Friðrjk Er- lingsson. Leikstjori er Asta Arnardóttir en leikendur Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Erling Jó- hannesson, Harpa Arnardótt- ir og Kristín Guðmundsdóttir. Héðinshúsinu. • Ferðin til Panama. Leikfé- lag Akureyrar sýnir barnaleik- rit byggt á sögum eftir þýska barnabókahöfundinn Jano- sch. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikendur eru Að- alsteinn Bergdal, Sigurþór Al- bert Heimisson, Dofri Her- mannsson og Arna María Gunnarsdóttir. Samkomuhús- inu Akureyri kl. 14 og 16.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.