Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 15
F R E TT I R PRESSAN 15 Fimmtudagurinn 21. október 1993 Dómur Siðanefndar Blaðamannafélagsins í Amtmannshússmólinu Myndbirting og fynirsögn talin brot á siðareglum Hér fer á eftir nýfallinn dómur Siðanefndar Blaða- mannafélagsins í kærumáli sem reis vegna fréttar PRESS- UNNAR um deilur setts þjóð- minjavarðar og annarra um eignarhald og ráðstöfunarrétt á Amtmannshúsinu á Snæ- fellsnesi: Málið var kært með bréfi dags. 7. júlí 1993 án þess að leiðréttingar væri leitað hjá Pressunni. Siðanefnd tók það fyrir 13. júlí, en vísaði því frá 20. júlí vegna þessa formgalla. Leiðréttingar var síðan leitað, en málið kært á ný 22. júlí. Ritstjóri Pressunnar fór síðan ffarn á að kærunni yrði vísað frá vegna þess að alvara hefði ekki fýlgt leiðréttingarbeiðn- inni. Þeirri kröfu hafnaði nefhdin með þeim rökum að það væri ekki í verkahring Siðanefndar að meta með hvaða hugarfari menn biðji um leiðréttingu. Málið var síðan tekið til umfjöllunar í nefndinni. Greinargerð frá Karli Th. Birgissyni ritstjóra barst 21. september, 26. sept- ember barst greinargerð frá Þórami Eldjárn. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður var fenginn til að koma á fimd nefndarinnar 27. september til að gefa frekari upplýsingar um málsatvik. Loks kom svo Karl á fund nefndarinnar 1. októ- ber til að gera betur grein fýrir afstöðu blaðsins. Önnur gögn eru grein Þórarins Eldjárns um byggingamál Þjóðminja- safnsins frá 25. maí sl., grein Hjörleifs Stefánssonar í Morg- unblaðinu 3. júlí og grein Guðmundar Magnússonar um málið sem birtist í Morg- unblaðinu 6. júlí sl. MÁLAVEXTIR; Fimmtudaginn 1. júlí birtist í Pressunni grein um ágrein- ing sem komið hafði upp milli Þjóðminjasafrisins og Hjörleifs Stefánssonar vegna endurbóta á svonefndu Amtmannshúsi á Snæfellsnesi. Á forsíðunni birtist mynd af Guðmundi Magnússyni og önnur minni af Þórami Eldjám ásamt fýrir- sögninni: Sakar böm forsetans um misnotkun á opinberu fé. Fyrirsögn greinarinnar var: Valdabarátta innan Þjóð- minjasafhsins — Guðmundur sakar niðja forsetans um mis- notkun á opinbem fé. í grein- inni er sagt frá því að harðar deilur séu innan Þjóðminja- safnsins vegna eignarhalds á Amtmannshúsi. Hjörleifur Stefánsson, sem var ráðgjafi Húsffiðunarnefndar, og Sig- rún Eldjárn fluttu húsið til Reykjavíkur, endurbyggðu það og fluttu síðan vestur á Amarstapa þar sem það upp- haflega stóð. Húsið var tekið á fornminjaskrá og fengust styrkir frá Húsfriðunarnefnd til endurbótanna. Segir í greininni að skiptar skoðanir séu meðal aðila málsins um hvort Þjóðminjasafnið hafi einnig styrkt verkefnið. Hjör- leifur lýsti þvi hins vegar yfir að Þjóðminjasafnið mundi eignast hlut í húsinu sem næmi opinberum ffamlögum. Nú hefur sú breyting orðið að sjö nýir aðilar vom þinglýstir eigendur hússins ásamt þeim Hjörleifi og Sigrúnu, en þeir eru: Stefán Örn Stefánsson, Ólöf Eldjám, Gunnar St. Ól- afsson, Guðrún Gunnarsdótt- ir, Stefán Thors, Þorsteinn Haraldsson og Lára V. Júlíus- dóttir. Vegna þessa og svo hins að talið sé að Hjörleifur ætli ekki að standa við orð sín að fullu segir í greininni að Guðmund- ur hafi ritað Hjörleifi bréf fyrir hönd Þjóðminjaráðs þar sem aðferðum hans og skilningi á málinu sé harðlega mótmælt. Síðan segir að mikil innan- hússátök hafi verið innan Þjóðminjasafnsins og einn angi þeirra tengist byggingar- sögu safnsins, en Hjörleifur hafi verið aðalhöfundur að til- lögu bygginganefhdar ffá 1990 sem gerði ráð fyrir viðbygg- ingu við núverandi safn, en þeirri tillögu hafi verið hafnað af Guðmundi og mennta- málaráðuneytinu og ný bygg- inganefnd skipuð. Þá segir að Þórarinn Eldjám hafi ritað harðorðar greinar gegn Guðmundi Magnússyni. Rakin eru fjölskyldutengsl þeirra sem nefndir em í grein- inni við Kristján Eldjárn og þess minnst að hann hafi látið af störfum þjóminjavarðar þegar hann varð forseti árið 1968. Kært er fyrir hönd Hjörleifs Stefánssonar, Sigrúnar Eld- járns, Stefáns Arnar Stefáns- sonar, Ólafar Eldjáms, Þórar- ins Eldjárns og Ingólfs Eld- jáms. Kæruefhin em í nokkr- um liðum: 1. Birting myndar af Þór- ami Eldjárn á forsíðu við hlið fýrirsagnarinnar hljóti að telj- ast brot á 1. og 3. gr. siða- reglna blaðamanna. Hann tengist málinu ekki á annan hátt en þann að vera bróðir og mágur málsaðila. Hann sé hins vegar best þekktur af bömum Kristjáns Eldjáms og tilgangurinn sé því að auka sölugildi blaðsins. Þar með sé reynt að ata blásaklausan mann auri til þess eins að græða á því fé. 2. Fyrirsagnir blaðsins bæði á forsíðu og með greininni: Sakar börn forsetans... og Sakar niðja forsetans... gefi tilefhí til að öll böm forsetans, og jafnvel barnabörnin líka, séu sökuð um óhæfuverk. í greininni komi hins vegar ffarn að einungis dætur Krist- jáns Eldjáms tengist hinu um- deilda húsi, en hvomgur sona hans. Hinn raunverulegi ágreiningur sé í raun aðallega milli Hjörleifs Stefánssonar og setts þjóðminjavarðar. Þetta telur kærandi vera brot á 1. og 3. gr. siðareglna blaðamanna. 3. Fyrirsagnir Pressunnar um málið og aðdróttanir um að Hjörleifur Stefánsson hafi notið tengsla við Kristján Eld- járn þegar hann fékk verkefhi á vegum Þjóðminjasafnsins telur kærandi aðför að æru hins látna forseta. Kært sem brot á 1. og 3. gr. siðaréglna. 4. Þá telur kærandi að 1. og 3. gr. siðareglnanna hafi verið brotnar gagnvart Hjörleifi með framangreindum að- dróttunum og eins því að ýjað sé að því að hann mundi ganga á bak orða sinna og hafi ætlað að meina Þjóðminja- safninu afnot af húsinu. UMFJÖLLUN: Við skoðun málsins kom ekkert það fram sem bendir til þess að Þórarinn Eldjárn hafi komið að því máli sem um er fjallað í þeirri grein Pressunn- ar sem hér er tfl umfjöllunar. I grein Pressunnar var vísað til gagnrýni Þórarins á Guð- mund Magnússon í Morgun- blaðsgrein 25. maí 1993 um byggingarmál Þjóðminjasafns- ins. Sú grein hlýtur þó að telj- ast heldur veigalítil ástæða til að tengja persónu Þórarins við „ásakanir um misnotkun á opinberu fé“. Almennt virðist Siðanefnd að erfitt sé að draga ályktanir um „valdabaráttu innan Þjóð- minjasafhsins“ af þessari grein eða fjölskyldutengslum Þórar- ins við fyrrverandi arkitekta Þjóðminjasafnsins. Ritstjóri Pressunnar gaf til kynna á fundi sínum með Siðanefnd að fleiri heimildir væru fýrir þessari valdabaráttu, en þeirra var ekki getið í hinni kærðu blaðagrein. Hann kvaðst sjálf- ur bera ábyrgð á fýrirsögnum og myndbirtingu. Hvergi var í grein Pressunn- ar sýnt fram á að Þórarinn Eldjárn eða Ingólfur Eldjárn tengdust Amtmannshúsinu. Fyrirsagnimar eru því augljós- lega rangar, þar sem talað er um „böm og niðja“ forsetans, þegar deilan stendur fýrst og ffemst milli tengdasonar for- setans og þjóðminjavarðar. Reyndar virðist Siðanefnd að annað orðalag fýrirsagnanna sé líka í ósamræmi við það sem kemur ffarn í sjálffi grein- inni. Þar er hvergi minnst á ásakanir um misnotkun á op- inberu fé, heldur aðeins um ágreining og að skilningi á yfirlýsingu sé mótmælt. Það kom líka fram í viðtali nefnd- arinnar við Guðmund Magn- ússon að hann hefði engar ásakanir borið ffam. Þetta tel- ur nefndin rétt að komi hér fram, þótt þetta orðalag sé ekki meðal kæruatriða. Siðanefnd tekur ekki undir það að með þessari grein sé ráðist gegn æm Kristjáns Eld- járns forseta. I greininni er ekki gefið í skyn að forsetinn hafi beitt áhrifum sínum til að tengdasonur hans fengi verk- efni hjá Þjóðminjasafninu, og í sjálfu sér er ekkert athugavert við að sögð séu deili á mönn- um, til dæmis með ættfærslu, ef hún er talin skipta máli, eins og lengi hefur tíðkast í fjöl- miðlum um allan heim. I greininni segir að Þór Magn- ússon hafi ekki látið Hjörleif gjalda tengslanna við Kristján. Það þarf engan veginn að þýða að Hjörleifur hafi notið tengsl- anna. Hvað varðar síðasta kæmat- riðið virðist Siðanefnd ljóst að ágreiningurinn snúist einmitt um það að með þinglýsingu nýrra eigenda að húsinu hafi vaknað ótti um að Hjörleifur ætlaði ekki að standa við fýrri yfirlýsingu um eignaraðild Þjóðminjasafhsins að húsinu. Siðanefnd litur því svo á að önnur atriði í þessu máli en fýrirsagnir og myndbirtingar Pressunnar stangist ekki á við siðareglur blaðamanna. Með röngum fýrirsögnum og villandi myndbirtingu hef- ur Pressan liins vegar ekki uppfyllt reglur um vandaða úrvinnslu og ffamsetningu og þar með valdið saklausu fólki óþarfa sársauka og vanvirðu. ÚRSKURÐUR: Kærðu, Pressan og Karl Th. Birgisson ritstjóri, teljast hafa brotið ákvæði 3. greinar siða- reglna Blaðamannafélags Is- lands. Brotið er mjög alvarlegt. Pálmi Jónasson blaðamaður hefur ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Islands. Vegna dóms Siðanefndar Ég hef ekki í hyggju að deila um efhislega niðurstöðu Siða- nefndar. Ég hef á öðrum vett- vangi gert grein fyrir sjónar- miðum PRESSUNNAR varð- andi efhisatriði þessa máls, til dæmis hvemig myndbirting af Þórarni Eldjárni kom til (meðal annars vegna opin- berra blaðaskrifa hans um stefnu setts þjóðminjavarðar í húsnæðis- og byggingamálum Þjóðminjasafns). Ekki er ástæða til að endurtaka það hér, en tvennt í þessum dómi Siðanefndar er tilefhi alvar- legrar umhugsunan Hið fýrra er fordæmisgildi dómsins varðandi tilraun kær- anda til að leita leiðréttingar. Siðareglur blaðamanna gera ráð fýrir að þeir, sem á sig telja hallað, leiti leiðréttingar hjá viðkomandi fjölmiðli áður en máli er vísað til Siðanefndar. Það var ekki gert í þessu tilfelli fýrr en Siðanefhd hafði vísað málinu frá einu sinni og þá var það með þeim hætti að ^PRESSAN fór ffarn á að kær- unni yrði vísað frá, m.a. með þessum rökum sem fram komu í greinargerð: „... hringdi Gunnar Jóns- son [fulitrúi kærenda] loks í ritstjóra og kvaðst vera að sinna þeirri óljúfu skyldu að leita leiðréttingar áður en mál- ið kæmi til meðferðar siða- nefndar. Það var auðheyrt á máli hans að þetta var forms- atriði, en ekki tilraun til að fá leiðréttingu sinna mála, enda margítrekaði Gunnar í samtal- inu að hann hefði hvorki tíma né áhuga á því að tala við rit- stjóra PRESSUNNAR. I samtalinu fór ritstjóri fram á að Gunnar skýrði nákvæm- lega hver þau efnisatriði væru sem kært væri út af og hvaða greinar siðareglna hann teldi hafa verið brotnar í umfjöllun blaðsins. Þetta var að mati rit- stjóra alls ekki ljóst í skriflegri kæru Gunnars. Með eftir- gangsmunum tókst að fa upp úr Gunnari þrjú atriði sem hann og umbjóðendur hans voru ósáttir við: myndbirtingu af Þórarni Eldjárn, meinta flekkun á mannorði Kristjáns Eldjárns og meintar aðdrótt- anir um útMutun verka á veg- um Þjóðminjasafhs til Hjör- leifs Stefánssonar vegna tengsla hans við fýrrum þjóð- minjavörð. Ritstjóri tjáði Gunnari að myndbirtingin af Þórami gæti verið til þess fallin að valda misskilningi og sjálfsagt væri að ræða við hann og kærend- ur um leiðréttingu hennar vegna. Hinum tveimur atrið- unum var hins vegar hafnað, enda byggð á algerum mis- skilningi og mislestri á því sem í fréttinni stóð og engin efiiis- rök til að leiðrétta neitt hvað þau snerti. Gunnar neitaði að ræða þessa tillögu ritstjóra og fór fram á að beðizt yrði af- sökunar á fréttinni í heild sinni. Það taldi ritstjóri fráleitt og lauk þar samtalinu. Af þessum samskiptum tel- ur blaðið augljóst að Gunnar ætlaði aldrei að fá fram leið- réttingu sinna mála hjá blað- inu, heldur sá sig til neyddan að hringja effir að siðanefhd vísaði kæru hans frá. Hann hafhaði boði um leiðréttingu umsvifalaust og svaraði með kröfu um afsökunarbeiðni vegna greinarinnar í heild sinni, sem hvergi hafði áður komið fram og vitað var að ekki væri hægt að fallast á. Þetta voru með öðrum orðum málamyndakröfur og hreinn leikaraskapur af hálfu Gunn- ars. Siðanefnd hlýtur að gera þá kröfu til kærenda að þeir taki fýrirmæli siðareglnanna alvarlega og hafi aðila málsins ekki að leiksoppum með málamyndagjörningum og marklausum kröfum. Með vísan til þessa hlýtur blaðið að krefjast þess að kær- unni verði vísað frá þar sem aldrei hefur verið í alvöru leit- að leiðréttingar eins og siða- reglur gera ráð fýrir. Þegar þeirri skyldu hefur verið gegnt er PRESSAN vita- skuld reiðubúin að ræða efnis- atriði fréttarinnar og taka af- stöðu til krafna kærenda, hvort heldur þeirra sem eru tilgreindar í kærunni eða þeirra sem Gunnar Jónsson nefndi í samtali við ritstjóra blaðsins." Svar Siðanefhdar var að það skipti ekki máli hvort kærandi meinti það sem hann sagði þegar leiðréttingar var leitað. Nóg væri að formsatriðinu væri fullnægt. Með öðrum orðum: það virðist vera nóg að viðkomandi nái sambandi við ritstjóra, en hvað hann segir í því samtali skiptir engu máli. Hann gæti samkvæmt þessu farið með Gilsbakka- þulu og það teldist fullnægj- andi tilraun til að leita leiðrétt- ingar. Ég á erfitt með að taka alvarlega slíkar siðareglur og Siðanefnd sem túlkar þær á þennan hátt. Hitt atriðið er lítilvægara, en lýtur þó að samræmi í dóm- um nefhdarinnar. Brot á siða- reglum geta verið þrenns kon- ar: ámælisverð, alvarleg og mjög alvarleg. Siðanefnd mat brot PRESSUNNAR í þessu máli mjög alvarlegt. I nýlegum dómi sínum komst þessi sama Siðanefnd að því að tímaritið Mannlíf hefði brotið siðareglur með því að taka sér dómsvald og segja að nafngreindur maður hefði framið kynferðisglæp gagnvart syni sínum. Efnislega var dómurinn hæpinn, en endanlegur dómur engu að síður. Þetta brot Mannlífs (uppkvaðning dóms yfir nafn- greindum manni í kynferðis- glæpamáli) var metið „alvar- legt“, þ.e. einu stigi skárra en brot PRESSUNNAR. Um samræmið í þessum niður- stöðum leyfi ég lesendum að dæma. Karl Th. Blrglsson „Það virðist vera nóg að viðkomandi nái sambandi við ritstjóra, en hvað hann segir íþví samtali skiptir engu máli. Hann gœti samkvæmtþessufarið með Gilsbakkaþulu ogþað teldist fullnœgj- andi tilraun til að leita leiðréttingar. Ég á erfitt með að taka alvarlega slíkar siðareglur og Siðanefnd sem túlkarþœr á þennan hátt. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.