Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 7
F R ÉTT I R Fimmtudagurinn 21. október 1993 pressan 7 Guðmundur Tulinius hjú Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri FRAMKVÆMDASTJORITVEGGJA SAMKEPPNISFYRIRTÆKJA Stjórnarformaður Slippstöðvarinnar segir hagsmuni fyrirtækjanna skarast „ákaflega sjaldan“ MAGNÚS GAim GAUTASON. Hann og aðrír stjórnarmenn í Slippstöðinni Odda ákváðu að veðja á framkvæmdarstjóra samkeppnis- fyrirtækis. Óánægju gætir nú meðal nokkurra starfsmanna Slipp- stöðvarinnar Odda hf. á Akur- eyri með ráðningu stjórnar fé- lagsins á nýjum ffamkvæmda- stjóra, Guðmundi Tulinius. Ástæða þessa kurrs er sú að Guðmundur er talinn eiga persónulegra hagsmuna að gæta vegna fyrirtækis síns í Þýskalandi, G.T.-Hamborg, sem ekki fari saman við hags- muni Slippstöðvarinnar Odda, enda sé um samkeppn- isaðOa að ræða. Guðmundur er ráðinn í 75% starf hjá Slipp- stöðinni Odda, en er að öðru leyti frjáls samkvæmt ráðning- arsamningi að því að sinna hagsmunum eigin fýrirtækis á sama tíma. Hagsmunaárekstrar Dæmi um slíkan hags- munaárekstur sé að fýrirtæki Guðmundar í Þýskalandi hafi þar umboð fyrir Hempel- skipamálningu og Slippstöðin hafi umboð fýrir sömu máln- ingartegund. Hafi Guðmund- ur á ráðningartíma sínum sem ffamkvæmdastjóri Slippstöðv- arinnar gert samning við Snorra Snorrason, útgerðar- mann á Dalvík, um sölu á málningu fýrir togarann Bald- ur. Þennan samning hafi hann gert fýrir hönd eigin fýrirtæk- is, GT-Hamborg, en ekki fýrir Slippstöðina. I tilefni þessa birtist í dagblaðinu Degi í gær fyrirspurn frá starfsmanni Slippstöðvarinnar, Smára Árnasyni, til stjórnar Slipp- stöðvarinnar um hvort hún teldi eðlilegt að Guðmundur nýtti ferð til Danmerkur á vegum Slippstöðvarinnar til að mæla upp skipið svo hann gæti gert tilboð vegna máln- ingarsölunnar fýrir hönd síns eigin fýrirtækis. Svar stjórnar var stutt og sagði aðeins að þetta væri í fullu samræmi við starfssamning Guðmundar. Guðmundur, sem er fyrr- um skrifstofustjóri hjá Slipp- stöðinni, var ráðinn til Slipp- stöðvarinnar undir lok ágúst- mánaðar. Hann hefur undan- farinn áratug starfrækt ráð- gjafar- og eftirlitsfyrirtæki f Hamborg, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við íslenska út- gerðarmenn sem hafa þurft eða viljað senda skip sín utan til viðgerða. Hefur hann starf- að sem umboðsmaður ís- lenskra útgerðarmanna er- lendis og segja gagnrýnisradd- ir á Akureyri það óeðlilegt að Guðmundur fái nú fiillan að- gang að öllum innri upplýs- ingum fyrirtækisins. Ekki sé óeðlilegt að ætla að hann nái að nýta sér þessi tengsl til að taka til sín viðskipti, sérstak- lega ef Slippstöðin fer endan- lega á hausinn, en fyrirtækið hefur nýverið fengið fram- lengda greiðslustöðvun til 22. nóvember. Guðmundur hefur lýst því yfir að hann muni hætta störfum hjá fýrirtækinu þegar greiðslustöðvun rennur út. Formaöurinn: Hags- munir skarast „sjald-^ an“ Slippstöðin Oddi hf. varð til við samruna Slippstöðvarinn- ar og Vélsmiðjunnar Odda um síðustu áramót. Er fýrir- tækið að stærstum hluta í eigu þriggja aðila, Akureyrarbæjar, KEA og ríkisins, og eiga þeir nokkurn veginn sinn þriðj- unginn hver. Formaður stjórnar er Knútur Karlsson, sem situr fýrir hönd Akureyr- arbæjar, en aðrir í stjórn eru Magnús Gauti Gautason KEA-stjóri og Þorsteinn Már Baldvinsson í Sam- herja, sem er fulltrúi ríkisins. Knútur Karls- son sagði í samtali við PRESSUNA að vissu- lega væru fyrirtækin á svipuðu sviði í rekstri. Það væri hins vegar ekki óeðlilegt að ráða aðila frá samkeppnisfýrirtæki til að fara með fram- kvæmdastjórn fýrirtæk- isins, þar sem það væri ákaflega sjaldgæft að hagsmunir þessara tveggja fýrirtækja skör- uðust. Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegra að fram- kvæmdastjóri fýrirtækis- ins starfaði í þágu þess, og seldi þarafleiðandi málninguna frá Slippstöðinni en ekki frá eigin fyrirtæki, sagði Knútur að það væri sjaldgæft að málning væri keypt hérlendis til nota er- lendis. Aðspurður um hvort ekki væri einfalt mál fyrir Slippfélagið að gera samning um málningarsöluna, hringja eitt símtal til údanda og fá að minnsta kosti umboðslaun, játaði Knútur því. Hann sagði hins vegar að eigandi togarans Baldurs, Snorri Snorrason, út- gerðarmaður á Dalvík, hefði leitað beint til Guðmundar um málningarkaupin og ekki talað við Slippstöðina. Þess má geta að Slippstöðin vinnur nú að endurbótum á kælibúnaði og vinnslusal togarans úti í Danmörku fyrir Snorra, en þaðan fer togarinn til Póllands í klössun. „Vinn ekki gegn hags- munum fyrirtækisins" Guðmundur Tulinius sagði í viðtali við PRESSUNA að hann væri ekki að selja neina málningu sem Slippstöðin Oddi mundi annars selja. „Slippstöðin Oddi selur ekki málningu til útlanda. Ég er ekkert að vinna hér sem er andstætt hagsmunum Slipp- stöðvarinnar Odda,“ sagði Guðmundur. Þá sagði hann ekki rétt að hann hefði farið út á kostnað fýrirtækisins, svo sem haldið væri fram í skrif- um Smára Árnasonar í Degi. Annað vildi hann ekki tjá sig um varðandi þetta mál. PRESSAN leitaði upplýs- inga hjá málningarframleið- anda hér í borg um hvernig sölu á málningu fyrir svona verkefni væri háttað. Þar feng- ust þau svör að algengt hefði verið, þegar íslendingar létu gera við eða smíða skip er- lendis, að íslensk fyrirtæki sendu reikninga fyrir máln- ingu, jafnvel þótt það hefði ekki kostað nema örfá símtöl að koma slíku í kring og málningin hefði aldrei til Is- lands komið. Að öðrum kosti hefði íslenska fýrirtækið getað sent reikning fýrir umboðs- launum. Þá hefur PRESSAN heimild- ir fyrir því að Slippstöðin Oddi hafi unnið ýmis verk til útflutnings og ætti fýrirtækinu ekki að verða skotaskuld úr að „selja nokkrar dollur af máln- ingu úr landi, þegar tækifæri er til“, eins og það var orðað. Páll H. Hannesson Sérkennileg uppákoma hjá Tilraunastöðinni á Keldum FORSTÖDUMAÐURINN Staða forstöðumanns við Til- raunastöðina á Keldum og með- fylgjandi prófessorsstaða við læknadeild Háskóla íslands hefur nú verið auglýst laus til umsóknar. Tildrög málsins eru með nokkrum ólíkindum, en nýr forstöðumaður var ráðinn til starfa 1. júní síðast- liðinn. Það var dr. Kári Stefáns- son, sem síðan sagði starfi sínu lausu í síðustu viku með símbréfi til menntamálaráðherra. Staðfesti Þórður Harðarson, stjórnarfor- maður Tilraunastöðvarinnar, uppsögnina. Engar skýringar hafa borist á þessu skyndilega brott- hvarfi. Kári stoppaði í raun stutt við í starfi, því eftir tvo mánuði, um mánaðamót ágúst/september, hvarf hann af landi brott án skýr- inga og svaraði engum fýrirspurn- um sem reynt var að koma til hans. Hann hefur ekki komið aft- ur til landsins og hvarf hans hefur vakið mikla furðu á Keldum. Heimildir eru fyrir því að for- ráðamenn Tilraunastöðvarinnar hafi gert miklar og ítrekaðar til- Bandaríkjunum þar sem hann tllkynnti uppsögn sína. raunir til að hafa samband við Kára, en hann hunsað allar slíkar tilraunir. Ráðning Kára var reynd- ar umdeild á sínum tíma, en hann hefur áður leikið þann leik að mæta ekki til starfa eftir að hafa verið ráðinn. Það var fýrir nokkru er hann var ráðinn sem dósent við læknadeild Háskóla íslands en mætti síðan ekki. Þá þykir hann erfiður í umgengni. Það sem hins vegar ýtti á eftir ráðningunni var að hann á að baki óvenjuglæsilegan feril sem vís- indamaður og hefur prófessors- stöðu við háskólann í Chicago auk rannsóknarstöðu í Kaliforníu. Því til viðbótar hafði hann fengið vinnutilboð í Harvard. Þá hafði hann mjög góð meðmæli erlendis frá. Kári hafði hugmyndir um að fá að samræma öll þessi störf. Hann mun hafa þegið laun all- an tímann en ekki er ljóst hvort honum verður gert að endur- greiða eitthvað af þeim. Siguröur Már Jónsson Húsbréf Innlausnaiverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. október 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 1.320.071 100.000 132.007 10.000 13.201 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 1.174.609 500.000 587.304 100.000 117.461 10.000 11.746 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 5.784.488 1.000.000 1.156.898 100.000 115.690 10.000 11.569 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 5.693.709 1.000.000 1.138.742 100.000 113.874 10.000 11.387 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.