Pressan - 21.10.1993, Side 34

Pressan - 21.10.1993, Side 34
FJOLMIÐLAR 34 PRESSAN Fimmtudagurínn 21. október 1993 SJÓNVARP Sjáið: • Óstýrilátu stúlkuna ★★★ Das schreckliche Mádchen á RÚV á fimmtudagskvöld. Silfurbjöminn í Berlín (hvað sem það nú segir). Öllu skárra en AA-umræða á Stöð 2. • Daga víns og rósa ★★★★ Days of Wine and Roses Á Stöð 2 fimmtudagskvöld. Jack Lemmon er fín fyllibytta og fékk Óskar fyrir vikið. • Fiðring ® Tickle Me á Stöð 2 á fimmtu- dagskvöld. Já, bíddu! Hér er verðug þjóðlífsstúdía: Þegar kóng- urinn dillar sér skvampar í skóm kerlinga þessa lands af tómri fysn. Hvers vegna? • Kristínu Þorsteinsdóttur Er hún eins góður ff éttamaður og af er látið? • New York-sögur ★★★ á Stöð 2 á föstudags- kvöld. • Samferðamann ★★★ á Stöð 2 á laugardags- kvöld. • Baker-bræður ★★★★ á RÚV á laugardagskvöld. Frábær mynd með bræðmnum Bridges og Pfeiffer. Várist: • Hermann Gunnarsson & Sigrúnu Stefánsdóttur. Sam- kvæmt úttekt PRESSUNNAR í síðustu viku. • Bamaleik 3 ® Childs’s play 3 á Stöð 2 á föstudagskvöld. Vara sig á númeruðum myndum — oftast vont dæmi. Smella sér á barinn, grípa bók eða fara að sofa. • Roxette á tónleikum. á RÚV föstudagskvöld. Nú er ekki vit- að hvort þetta hljómleikadæmi á miðnætti á RÚV er hugsað til að halda unglingum ffá miðbænum — ef svo er, þá verður að gera betur en vera með sænskan poppdúett. 9 Kokkteil ® á Stöð 2 laugardagskvöld. Æi, hann Tom Cruise. KVIKMYNDIR Möst: 9 Píanóið ★★★★★ The Piano Það sem gerir þessa mynd betri en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efnistök, handrit og frábær leikstjórn ungrar konu, Jane Campion. Myndin fjallar um ólæsi liinna læsu og málleysi þeirra tal- andi um leið og henni tekst að segja hið ósegjanlega. Regnboganum # Flóttamaðurinn ★★★ The Fugitive Áhorfandinn stendur allan tímann með flóttamanninum, sem verður einskonar sambland af greifanum af Monte Christo og Jósep K. Ofsóttur af glæponum og hinu opinbera. Flóttamaðurinn er m.ö.o. í svipaðri stöðu og almenningur. Mynd- in er ótrúlega spennandi og kemur manni hvað effir annað á óvart eins og vera ber í góðri spennumynd. Bíóhöllinni # Indókína ★★★★ Þessi kvikmynd er ótrúlega vel gerð. Leik- ur er yfirleitt ffábær, myndataka stórkostleg, sviðsetning og leik- munir aðdáunarverðir. Hvað ætli þurfi að líða mörg ár þar til Hollywood verður fær um að gera mynd af þessari stærðar- gráðu um ffamhaldið? Háskólabíói # í skotlínunni ★★★1/2 In the Line of Fire Myndin er afar vel gerð og vel leikin. Flest atriði í myndinni eru trúverðug og eykur það vitaskuld á spennuna, þessi saga gæti gerst. Myndin fjallar um hina afskræmdu mannveru sem ekld er lengur þörf og ekki lengur hægt að réttlæta. Stjömubíói # Júragarðurinn ★★★ jurassic Park Þetta er spennandi ævin- týramynd sem ætlað er nákvæmlega sama Jilutverk og hinum „raunverulega“ Jurassic Park, að græða peninga. Hæstiréttur um gæði þessarar myndar eru börnin. Þegar hasarinn fór að færast í aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og stelpur hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöllinni og Háskólabíói - Ekki mæta: • Tina - What’s love got to do with it? ★★ Annaðhvort er þessi mynd hrein glansmynd, sem sleppir öllum dekkri dráttum í persónugerð Tinu og gerir eiginmanninn miklu verri en efiii standa til, eða Tina er í raun og veru svona ómerkilegt gauð að týna sjálffi sér í klónum á Turner þar til hún tumast til Búdda. Sögubíói • Hinir óæskilegu ★ Menace to Society í rauninni heldur myndin því ffam að fyrirlitlegir morðhundar og glæpahyski séu bestu skinn þegar allt kemur til alls, þjóðfélagið sé bara svo gasa- lega vont. Laugarásbíói Ekki er það efnilegt Núir shjámenn—glataO dæmi PRESSAN gerði úttekt á besta og versta sjónvarpsfólkinu í síðasta blaði. Álitsgjafar áttu í mesta basli með að nefna góða sjón- varpsmenn en létu dæluna ganga þegar vont sjónvarpsfólk var annars vegar. Þó tók steininn úr þegar spurt var um efnilegasta sjónvarpsmanninn: Flestir gripu til þess ráðs að setja ó fyrir framan efnilegasta og svör- uðu síðan. Hvað er að gerast? Er ekkert fram- boð á góðu fólki sem vill vera í sjónvarpi? Er smekkur þeirra sem ráða nýtt fólk í sjónvarp svona gersamlega á skjön við smekk ann- arra? Reyndar getur ýmislegt annað komið til: Fólk hefur sáralítið umburðarlyndi gagnvart nýjum andlitum á skjánum. Áhorfendur eru -eins og kjósendur, ákaflega íhaldssamir: Það er erfiðara að komast af þingi en á það. Eins er erfiðara að komast af skjánum en á hann. Það er þetta með lýðinn sem er heimskur og gleyminn og getur vanist öllu. Bjarni Fel. er lifandi dæmi um þetta. Þegar hann tók við af Ómari Ragnarssyni sem íþróttafréttamaður á Sjónvarpinu var hann líklega jafnhataðasti maður á fslandi; þótti ótalandi, óalandi, óferjandi — stirðbusalegur og hrútleiðinleg- ur. Núna er Bjarni einn ástsælasti sjónvarps- maðurinn! Þetta gæti verið þeim huggun sem hér eru taldir til og þykja með afbrigð- um óefnilegir. Nöturlegir nýliðar Þeir sem lofa góðu Heimdellingarnir hans Hrafns eru allir nefndir til sögunnar: Gunniaugur Jóns- son: „Gæti gengiö þegar hann hættir a snuöi — þaö er eftir 25 ár.“ Gísli Mar- teinn Jónsson: „Þaö er þessi nefmælta morfísrödd." En Ragnar ber af. Þaö jaörar viö aö verið sé aö bera í bakka- fullan lækinn aö tala um hann sem óefnilegan, sjónvarp hefur einfaldlega reynst honum illa. Þaö er rolluþátturinn sem afiífar Ragnar og spurning hans, sem var eitthvaö á þessa leiö: „Þegar kindin bítur grasiö, kemur þá ekki gat á jöröina?“ alias Anna Hinriksdóttir. Stjórnmálaum- ræöur höföa meira til barna en hún. „Þyrfti aö komast í terpentínu. Kæmist þessi þumbaralega stúlka inn á teppi nema hafa einhver sambönd? Eins fjarri því aö geta talist barnagæia og ég veit ekki hvaö.“ Góöar barnagælur voru reyndar meö hrollvekjandi ívafi, saman- ber „úti bíöur andlit á glugga“. Dagsljósiö státar ekki af efnilegu fólki og foringinn Siguröur þykir verstur: „Hræöilegt aö sjá hann ámóta hressan og plötusnúð á Aöalstööinni. Svipaö og ef Thor Vilhjálmsson settist í sófann meö hinum vælukjóunum í Dagsijósi. “ Og þaö er eins og hann viti af því aö þaö eru ekki allir ánægöir með hann í sófanum: „Maöur bíöur alltaf eftir því aö hann segi: Fyrirgefiö aö ég skuli vera hérna. “ Efnin eru einkennileg samsetn- ing: Helgi E. Helgason og Bogi Ágústsson þykja í stöðugri fram- för og teljast enn efhilegir! Þá eru bundnar miklar vonir við Ingólf Margeirsson og Brynju X. Vífils- dóttur: „Hún fær mann til að fyr- irgefa innlendri dagskrárdeild og innkaupa- og markaðsdeild nán- ast hvað sem er.“ Það eru sem sagt þulan og gömlu mennirnir sem þykja lofa bestu. KVIKMYNDIR Raddir hjartans „Arkitektinn býðurgamalli vinkonu út að borða og er þar lýst vel vandræða- ganginum ogspennunni semfylgir til- dragelsi afþví tagi. Helsti galli mynd- arinnar er meðferðin á þeirri konu, sem látin er hlœja skelftlegum hýenuhlátri. Það hefði dugað að henni var ekki um son arkitektsins gefið. “ SVEFNLAUSí SEATTLE SLEEPLESS IN SEATTLE STJÖRNUBÍÓI ★★★ Merkilegt er hvernig kvik- myndasmekkurinn breytist með aldrinum. Hér áður fyrr vildi maður ekkert sjá nema útpældar, krítískar myndir, sem báru gáfum og gjörhygli höfúnda sinna fagurt vitni. Þá voru ofarlega á vinsældalist- anum myndir eins og Clockwork Orange og If, boðberar miskunnarlausrar þjóðfélagsgagnrýni og gáfu- legrar umræðu. Ef tO vill var þetta andi tímans fyrir tutt- ugu til þrjátíu árum, sem hafði óbilandi trú á því að skynsemi mannsins væru engin takmörk sett, öll mannleg mein mætti leysa með gáfúlegu þjóðfélagskerfi, vitrum ríkisstarfsmönnum og sprenglærðum stjórnmála- mönnum. Eða var þetta bara blinda hinna ungu á þau verðmæti sem ekki sjást fyrr en í ljósi reynslunnar? Hvort heldur sem er, þá hefðu væmnar kellingamyndir á borð við Svefnlaus í Seattle ekki átt upp á pallborðið hjá manni fyrir nokkrum árum. Nú bregður svo við að manni þykir þessi mynd ágæt. Það kallar á skýringar. Svefnlaus í Seattle fjallar um ástina og með hve miklum ólíkindum hún getur verið. Arkitekt, sem á ungan son, missir konuna. Dauði hennar er honum mikið harmsefni og á hann erfitt með svefn. Hann ákveður að flytja til annarrar borgar þar sem dag- legt umhverfi minni hann síður á konuna. Sorgin fylgir honum samt til nýrra heim- kynna og sonurinn ungi hef- ur af því áhyggjur og hringir í útvarpsþátt til að ræða þessi mál. Fyrir tilviljun heyrir kona nokkur þessa útsend- ingu. Hún er í merkingarlitlu og tilgerðarlegu sambandi, en heillast af ariatektinum sem hún þekkir ekkert. Myndir íjallar nú um samdrátt þessa fólks þar sem sonurinn kem- ur mjög við sögu. Trúlega þykir ungu fólki harmurinn yfirstíganlegri en þeim sem eldri eru, hvort sem hann er vegna ástvinna- missis eða ástarsorgar. Þeir eldri vita flestir af eigin reynslu að djúpur harmur setur mark sitt á hugsun manns það sem eftir er. Á sama hátt gerir ungur maður sér ekki grein fyrir mikilvægi ástarinnar í lífinu, hann veit ekki að dálítill ilmur, örsmá snerting og andartaks augna- kast getur átt eftir að fylgja honum í minningunni hvert einasta fótmál lífið á enda. Ætli það sé ekki þess vegna sem ungdómurinn hlustar stundum með léttúð á rödd hjartans, hann veit ekki hve grátt hin myrku öfl tilfinning- anna geta leikið hann. Það er ekki fyrr en við förum að eld- ast að sumir okkar eru menn til að veita ilminum, snerting- unni og augnakastinu við- töku í fullri alvöru, þegar Drottinn gefur okkur tæki- færi öðru sinni. Þess vegna er það nokkurt tilhlökkunarefhi að verða gamall. En fleira kemur til, að manni skuli þykja þessi mynd góð. Hún er prýðilega leikin og leikstjóm er með ágætum. Myndataka er undir stjórn Svens Nykvist, sem ekki hefúr þótt loppinn í þeim efnum. I myndinni er vitnað í eldri kvikmyndir og lýst mismun- andi viðbrögðum kynjanna við hinum ýmsu myndum, eitt af því besta sem fram kemur í þessari mynd. Arki- tektinn býður gamalli vin- konu út að borða og er þar lýst vel vandræðaganginum og spennunni sem fylgir til- dragelsi af því tagi. Helsti galli myndarinnar er meðferðin á þeirri konu, sem látin er hlæja skelfilegum hýenu- hlátri. Það hefði dugað að henni var ekki um son arki- tektsins gefið. Breyttir tímar eiga sjálfsagt einhvern þátt í því að nú þyk- ir manni þessi mynd góð. Gáfaðir asnar mundu sjálf- sagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvik- myndir um hið eilífa par vin- sælar. Miklu líklegra er að hrun hinnar þröngsýnu skyn- semishyggju eigi hér hlut að máli. Menn nenna ekki leng- ur að sjá kvikmyndir sem ástunda gáfúlega boðun ein- hverrar heimspeki- og/eða stjómmálastefnu. Menn vilja sjá kvikmyndir um fólk, ástir þess og hatur, gleði þess og sorgir, dyggðir þess og lesti. Þetta er andi tímans og Guð gefi að hann nái um síðir inn í islenskar bókmenntir.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.