Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 26
26 PRESSAN T F-ST U Ð Fimmtudagurinn 21. október 1993 MYNDLIST • Jón Óskar hefur opnað sýningu á verkum sínum í Galleríi Sólon fslandus. • Auguste Rodin; á laug- ardag opnar borgarstjóri formlega á Kjarvalsstöðum _ vfirlitssvninau á verkum \Transka myndhöggvarans. Sýningin kemur frá Rodin- safninu í París og hefur auk 62 höggmynda að geyma 23 Ijósmyndir af listamanninum og um- hverfi hans. • Finna B. Steinsson sýnir í Gerðubergi. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22 og föstudaga til sunnudaga kl. 13-17. • Ása Ólafsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Galleríi Úmbru. Opið þriðjudaga til laugar- daga kl. 13-18 og sunnu- daga kl. 14-18. • Berglind Sigurðardótt- ir hefur opnað sýningu á olíumálverkum í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Zacharias Heinesen, listamaðurinn færeyski, sýnir málverk í Galleríi Borg. Lýkur á sunnudag. • Pétur Magnússon sýnir skúlptúra á efri hæðum Nýlistasafnsins. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga kl. 14-18. • Elisabet Norseng á verkin í forsal Nýlistasafns- ins. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga kl. 14-18. • Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir sýnir skúlptúra í Gryfjunni í Nýlistasafninu. Lýkur á sunnudag. Opið alladaga kl. 14-18. • Guðbjörn Gunnars- son, Bubbi, með högg- myndasýningu í Listagall- eríi, Listhúsinu við Laugar- dal. Lýkur á laugardag. • Sigurjón Ólafsson. Sýningin Hugmynd-Högg- mynd — Úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar stendur nú yfir í Listasafni hans. Úrval verka frá ólík- um tímabilum í list Sigur- jóns. Wl • Birgir Björnsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Síð- asta sýningarhelgi. • Guðbjörg Guðjóns- dóttir sýnir olíu- og akrýl- myndir í kaffistofu Hlað- varpans. • Skagen; úrval listaverka frá Skagensafninu á Jót- landi til sýnis í Norræna húsinu. Úm er að ræða málverk, vatnslitamyndir og og teikningar. Lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14-19. • Erna Guðmarsdóttir sýnir myndir málaðar á kínverskt silki. Lýkur á 1 *Haugardag. Opið mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. • Bragi Ásgeirsson sýnir grafíkverk á efri hæð Lista- safns íslands. • Ásgrfmur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ás- grímssafni á vatnslita- myndum eftir listamann- inn. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. • Arngunnur Ýr sýnir ol- íumálverk á Hulduhólum, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í Ásmundar- safni við Sigtún í tilefni ald- arminningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. Sýningar • Bill Dobbins er höfund- ur Ijósmynda af líkams- ræktarkonum sem hengd- ar hafa verið upp á Mokka- kaffi. X Pá Osf X ar i s tuSi Enn rís frægðarsól Páls Oskars Hjálmtýssonar. Ekki nóg með að Milljónamæringarnir njóti óþrjótandi vinsælda eftir að Palli tók við af Bogomil heldur er fyrsta sólóplatan nú á leiðinni. Það fer hver að verða síðastur að fá inni í jólaplötuflóðinu. Á Bræðraborgarstígnum i nýju hljóðveri Sveins Kjartanssonar hafa um nokkurt skeið staðið yfir upptökur á plötunni ,,Stuð“, sólóplötu Páls Óskars. Ég mæti á svæðið, plássið er takmarkað en samt getur Palli æft diskóskakið við lagið „TF- STUГ, sem verið er að leggja síðustu hönd á. Höfimdar efn- isins eru auk Palla þeir Jóhann Jóhannsson og Sigurjón Kjart- ansson og efnið er eins og búast mátti við algjört diskó. Þre- menningarnir hittust í New York í sumar og kviknaði snemma hugmynd um að gera almennilegt diskó. Jóhann og Sigurjón hafa fengist við svip- aða hluti með hljómsveitinni Funkstrasse og Palli er mikill diskóáhugamaður eins og þeir vita sem hlustuðu á diskó- og slorþáttinn „Sætt og sóðalegt“. Þremenningarnir benda rétti- lega á að almennilegt diskó hafi ekki heyrst hérlendis síðan Gunnar Þórðarson sló í gegn með „Þú og ég“-kombóinu. I virðingarskyni er lagið „Ljúfa líf ‘ á plötunni. „Stuð“ verður níu laga og rúmlega fimmtíu mínútur. Ég fæ að heyra nokkur lög. Platan hefst á áðurnefndu „TF- STUГ. Þar eru hlustendur búnir undir stuðflugið fram- undan. Palli er flugstjórinn en Magga Stína stuðfreyjan sem leiðbeinir: „Ef vart verður við fjörskort falla niður stuðefnis- grímur sem setja skal yfir nef og munn.“ Stuðgellurnar Eva og Erna sjá svo um bakraddir, og gera það í sex lögum á plötunni. Einnig koma stuðnaglar eins og PÁLL ÓSKAR HJÁLMTYSSON OG MEÐHJÁLPARAR. Ein partívænasta plata ársins á leiðinni. Gummi Jóns og Jóhann Ás- mundsson við sögu, að ógleymdum Prófessor Pimp, sem finnst í laginu „Leitin að prófessomum“. Eftir nokkur lög verður ljóst að hér er ein partívænasta plata ársins komin. Lög eins „Stans- laust stuð“ og „Partídýr“ bjóða eldci upp á aðra möguleika en gleði og glaum. Hér er ekta gamaldags diskó með strengja- vélum, sumt nýtískulegra í „house“-stíl, en allt fjörugt og æsandi, nema lagið „Mmm...“, sem er eina ballaðan. Palli er í skýjunum; „Þetta er heillandi fögur stuðplata, ferðalag í gegn- um gleði og dans. Platan er svo máttug að þú heyrir ljósasjóið, þú heyrir glamúrinn!" Sigurjón og Jóhann em með nefið niðri í tæknilegu hliðinni: „Þetta er fyrsta níu laga dans- platan sem er tekin upp algjör- lega stafrænt á íslandi. Platan var tekin upp á myndbands- spólu, yfir gamla Derrick-þætti, svo Europop-áhrifin em afger- andi.“ Búast má við „Stuði" um miðjan nóvember. Myndbönd verða notuð til kynningar og einnig mun Palli koma fram með nokkrum fimmtán ára ffí- stælpíum á ýmsum skemmtun- um, þ.á m. á nokkmm kvenna- kvöldum. Einnig er líldegt að Palli sjái um upphitun á tón- leikum Bjatkar í desember. Far- ið að búa ylckur undir stuðið! Gunnar Hjálmarsson Kaffiþyrstum komið í opna skjöldu Lisfahátíð ungs fólks í Reykjavík hefur staðið yfir í höfuðstaðnum þessa vik- una og lýkur á morgun, föstudag. Listahátíðin er nú haldin í annað sinn en skipulegajandi hennar er Hitt húsio, Menningar- og listamiðstöð ungs fólks, jem starfrækt er á vegum Í>rótta- og tómstundaráðs eykjavíkurborgar. Meðal þess sem er a dagskrá Listahátiðarinnar nú er óvenjuleg leiksýning sem fer fram a kaffihúsum bæj- arins, þar sem leikendur koma hinum kaffiþyrstu í opna skjöldu. „Leikhópar Kaffileikhúss- ins eru þrír og þátttakend- ur eru nemendur fram- haldsskólanna í Reykja- vík," segir Markús H. Guðmundsson, aðstoð- arforstöðumaður Hins hússins. „Hóparnir bjóða hver upp á sína leiksýn- inguna og koma kaffihúsa- gestum á óvart með ýms- um uppátækjum. Sýning- arnar hafa allar ákveðinn ramma en öðru leyti er um spuna að ræða. Þannig blanda leikendur sér a meðal gesta á kaffihúsum og byrja allt í einu að leika, þegar minnst varir. Sýningarnar standa í um hálftíma og þátttakendur leynast ekki aðeins á með- al kaffihúsagesta heldur einnig þjónustufólksins." Að sögn Markúsar er reynt af fremsta megni að fá viðstadda til að taka þátt í sýningunum. „Uppá- komurnar koma mjög flatt upp á fólk enda taka leik- endurnir upp á ýmsu óvæntu, svo sem hella nið- ur drykkjum, henda gest- um út eða rukka mörg pús- und krónur fyrir einn kaffi- bolla. Þetta eru stór- skemmtilegar leiksýningar og þeim nefur verið mjög vel tekið af þeim sem sótt hafa kaffihúsin, enda þótt fæstir séu undir slíkt bún- ir." Kaffileikhúsið verður með ííðustu sýningu á Sól- on Islandus í kvöld, fimmtudagskvöld. Meðal annars sem er á dagskrá Listahátíðar ungs folks í Á Reykjavík í dag og á morgun má nefna rokktón- leika, sjónhverfingar, kvik- 4 myndasýningar, Ijós- myndasyningu og stutt- myndbandakeppni. KUMIWD Þegar Jóhann Hjartarson var sautján ára lét hann sér nægja að glotta um leið og hann gaf andstæðingnum náðarhöggið. Nú hlær hann upphátt að óförum þeirra, kannski af því að til- efnin eru færri núna en áður. MYNDLIST Guðfaðirinn GUNNAR ÁRNASON BRAGI ASGEIRSSON LISTASAFNIÍSLANDS Það væri kannski að bera í bakkafullan lækinn að bæta við enn einni umíjöllun um yfirlitssýningu á grafilcverkum Braga Ásgeirssonar í Lista- safni íslands. Fáar sýningar hafa fengið jaínviðamikla um- fjöllun, með fjölda litprent- aðra mynda á síðum Morgun- blaðsins. Listasafhið hefúr líka lagt sitt af mörkum til að leggja áherslu á hvað það telur Braga mildlvægan listamann. í kynningu fyrir sýninguna var hann kallaður Guðfaðir ís- lenskrar grafiklistar. En það er líka eins gott að gæta að hvað maður segir, eins og Ólafur Engilbertsson, myndlistargagnrýnandi Dag- blaðsins, fékk að reyna. Bragi veitti honum tiltal á síðum Morgunblaðsins (28. sept.) fyr- ir að hafa stigið yfir mörkin og ekki talað af nægri andakt um sýninguna. Bragi var svo vin- samlegur í þeirri grein að benda kollegum sínum á hvernig þeir ættu að skrifa um sýninguna: „Þegar fjallað er um yfirlitssýningar ytra er venjan að slcrifa vandaða um- fjöllun um listamanninn og list hans, en ekki almenna listrýni og á það einnig við um hinar viðameiri sýningar í virtum sýningarsölum.“ Þar sem mér leyfist eldd að skrifa „almenna listrýni", þá ætla ég mér þess í stað að gera listaakademíunnar í Kaup- mannahöfn. Á sex mánaða tímabili, frá nóvember ’55 til maí ’56, vinnur hann þrjátíu steinþrykksmyndir. Aðal- steinn Ingólfsson listfræðing- ur, sem stjórnað hefur sýning- unni og slcrifað um hana bæði í sýningarskrá og í Morgun- blaðið, segir að þetta hafi verið „ffjóasta tímaskeið“ í grafíldist Braga og „eitt merkasta tíma- bil íslenslcrar grafildistasögu“. Á öðrum stað kallar hann myndirnar „tímamótaverk í íslenskri grafíklist, þrungnar klassískri rósemd og innri „Ekki tók ég þeitn tíðindum neitt sérstak- legafagnandi að Bragi hefði aldrei upp frá því skapað grafíkverk sem jöfnuðust á við þau sem hann skapaði sem byrjandi. “ að umtalsefni nolckur atriði sem komið hafa fram í um- fjöllun um líf og list Braga. Bragi var strax á námsárum sínum (fyrst í Osló 1952) áhugasamur um grafík og gerði megnið af grafikmynd- um sínum á sjötta áratugn- um. Hann náði skjótum árangri. Árið 1955 fékk hann danskan styrk til að vinna á grafíkverkstæði Konunglegu krafti“. Þetta er enn merki- legra ef haft er í huga að Bragi var „byrjandi“ (eða „lista- spíra“ eins og Bragi kallar það) og var að gera sínar fýrstu steinþrylcksmyndir. Þetta vakti strax athygli mína og nokkra furðu, ef fjörutíu ára ferill Braga sem myndlistarmanns er hafður í huga. En þegar sýningin er skoðuð þá kemur í ljós að Að- alsteinn hefur að öllum lík- indum rétt fýrir sér, að þetta hafi verið frjóasta skeið Braga í grafík, og hann hafi verið að gera sín bestu grafilcverk (eins og Aðalsteinn bendir á í Morgunblaðinu 17. sept.). Ekki tók ég þeim tíðindum neitt sérstaldega fagnandi að Bragi hefði aldrei upp ffá því skapað grafíkverk sem jöfn- uðust á við þau sem hann slcapaði sem byrjandi. Þau eru vissulega lofsverð sem byrj- andaverk og sýna að hann var ótrúlega fljótur að tileinlca sér tæknina, en þau bera þess líka merki að þar er ekld fúllmót- aður listamaður á ferð. Þau bera vott um að listamaður- inn hafi notið þess að upp- götva miðilinn og verið næm- ur á blæbrigðin sem hægt er að kalla ffam. Hann byggir á þeirri módelteikningu sem hann var þrautþjálfaður í og fléttar saman við hana ýmsum þeim listrænu áhrifum sem leituðu á hann úr umhverf- inu. En eins og Bragi bendir oft á í sinni eigin listrýni þá er það einn áfangi á þeirri leið að finna sér sinn eigin fan'eg að vinna með og leysa úr öllum þeim fýrirmyndum sem sækja á mann. Seinni seríur, ffá ’83 og ’88, búa yfir mörgum af þeim kostum sem er að finna í fyrstu seríunni, en engum ótvíræðum yfirburðum. Það er aldrei að vita hvemig ffam- haldið hefði orðið eftir ’56 ef hann hefði áffam haff aðgang að góðu grafíkverkstæði. Hvort steinþrylcksmyndir Braga ffá 1956 séu tímamóta- verk og eitt merlcasta tímabil í íslenskri grafílcsögu tel ég mig ekld færan að dæma um. Með því er líklega átt við að þær séu meðal albestu mynda sem íslensldr grafíldistamenn hafa skapað. Væntanlega munum við fá úr því skorið ef ffam- hald verður á kynningu á grafíksögu og grafíklista- mönnum. En það er ljóst að með sýningunni er þessu tímabili stillt upp sem vendi- punkti í íslenslcri grafíksögu og steinþryldcsmyndirnar em settar fram sem ákveðin mælistilca innan þeirrar sögu. Bragi Ásgeirsson hefur ver- ið einn aðalmyndlistargagn- rýnandi þjóðarinnar í tuttugu og fimm ár, umtalaður og stundum umdeildur maður, sem liggur ekki á skoðun sinni og hefur oft beint skeytum sínum að listfræðingum og miðstýrðum menningarappa- rötum. Þeir sem hafa fylgst með skrifum hans þekkja hugsunarhátt hans mætavel. Það getur því verið erfitt að skoða myndlist hans á hlut- lægan hátt, án þess að sjá hana sem myndlist myndlistar- gagnrýnandans. Okkur Is- lendingum er einmitt mjög tamt að skoða myndlistina sem myndskreytingu við per- sónuna og lífshlaup hennar. Það er talað um Braga sem brautryðjanda, guðföður og lærimeistara í sömu andrá og talað er um myndlist hans. En við verðum að vara okkur á þessari tilhneigingu, því verk hans verða eJckert betri þótt okkur finnist hann merkileg- ur og fýrirferðarmikill karakt- er, né verri þótt okkur líki ekki þau viðhorf sem koma fram í myndlistargagnrýni hans. i 4 I I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.