Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 12
F R ETT I R 12 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Þensla í heilbrigðiskerfi flutt yfir á einstaklinga HEILBRIGÐISÚTGJÖLD HEINIILANNA HÆKKA Hlutur heimilanna í heilbrigdisútgjöldum fer úr 4.167 milljörðum 1991 í 5.870 milljarða á þessu ári GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSON. Enn á eftir að ákveða hvert gjaldið verður fyrir sjúkrahúsvist ef heilsukort hefur ekki veríð borgað. Það gæti þó orðið á Samþykkt Félags íslenskra heimilislækna frá í síðustu viku, þar sem þeir lýsa and- stöðu við heilsukort og lýsa ábyrgð á hendur núverandi ríkisstjórn sem í tilraunum sínum til að ná tökum á halla ríkissjóðs varpi íyrir róða um- hyggju fyrir hinum sjúku, hef- ur vakið athygli. Ekki aðeins vegna þess að hér er um að ræða sjaldgæfa tegund af borg- aralegri þátttöku í íslenskum stjórnmálum, þar sem athygli er vakin á þeim sið stjómvalda að kroppa í grundvallarrétt- indamál borgaranna með mörgum en smáum aðgerðum þar til fátt stendur eftir af upp- runalegum markmiðum ann- að en naínið eitt. Það sem ekki síður vakti athygli var að mót- mælum læknanna við aukinni hlutdeild hinna sjúku í kostn- aði við heilbrigðisþjónustu fýlgdu engar tölur sem sýndu hvernig sú hlutdeild hefur aukist. Sem er ekki undarlegt, því samkvæmt athugun PRESSSUNNAR hefur engin stofnun innan heilbrigðisgeir- ans slíkar tölur tiltækar. Framlög einstaklinga hækk- að um 1.703 milljónir síðustu tvöár Ef stuðst er við tölur úr síð- ustu Neyslukönnun Hagstof- unnar og vísitöluhækkanir á heilbrigðisliðum hennar kem- ur í Ijós að útgjöld heimilanna til heilbrigðismála hafa hækk- að úr 4.167 milljónum króna 1991 í 4.892 m.kr. 1992. Það er hækkun um 725 milljónir, sem þýðir 17,4 prósenta hækk- un milli ára. Hækkunin á þessu ári, ffá áramótum ffam til fyrsta október, nemur 978 milljónum króna. Það jafn- gildir 20 prósenta hækkun, sem setur heilbrigðisútgjöld heimilanna upp í 5.870 millj- ónir. Hlutfall heilbrigðisút- gjalda heimilanna af heildarút- gjöldum, sem í mörg ár hefúr haldist stöðugt í um 13 pró- sentum, hækkar um 2 pró- sentustig milli áranna 1991 og 1992, í 15 prósent. Það verður hins vegar að setja fyrirvara um hversu nákvæmar þessar tölur eru, þar sem þær eru eðli sínu samkvæmt nálgun, en fullyrða má að þær sýni þróun- ina í réttu ljósi. Fyrstu bráða- birgðatölur sem verið er að vinna í Þjóð- hagsstofnun þessa dagana eru nokkru lægri, hækkunin milli 1991 og 1992 nemur um 620 milljónum eða um 15 pró- sentum og kann það að skýrast af að ekki eru ná- kvæmlega sömu hlutir lagðir til grundvallar í heilbrigðishug- takinu hjá þess- um stofnunum. Hagstofan hefur víðtækari grunn í útreikningum sínum, sem innifelur ein- staka liði eins og nudd, gleraugu, skóinnlegg og fleira sem ekki er að finna í út- reikningum Þjóðhagsstofn- unar. Endanleg rétt tala kemur því væntanlega til með að liggja á milli þessara útreikninga. 30 prósenta raunhækk- un á þremur árum Árið 1990 eyddi vísitölufjöl- skyldan 60.886 kr. í heilbrigð- isútgjöld og ef sú upphæð er færð að núvirði skv. fram- færsluvísitölu Hagstofunnnar jafngildir hún 71.473 kr. í dag. Það má því segja að ef stjóm- völd hefðu ekki gripið til sér- stakra ráðstafana varðandi aukna kostnaðarhlutdeild ein- staklinganna frá árinu 1990 væri þetta upphæðin sem meðalfjölskyldan gæti búist við að eyða í heilbrigðisút- gjöld. En ef þessar 60.886 krónur eru uppfærðar skv. hækkunum á heilsuútgjalda- liðum vísitölunnar eingöngu kemur í ljós að meðalfjöl- skyldan borgar í dag um 92.996 kr. til heilbrigðismála. Raunhækkun á heilbrigðisút- gjöldum fjölskyldunnar er samkvæmt þessum útreikn- ingum 30 prósent umffam al- mennar verðlagshækkanir ffá 1990 til 1993. Sé miðað við ffamreiknaðar tölur ffá Þjóð- hagsstofnun nemur hækkunin rúmlega 26 prósentum. Margt smátt gerir eitt stórt Þetta eru afleiðingar nokk- urra „smáhækkana“ sem ríkis- stjómin hefúr beitt sér fýrir og eru þá „fímm krónurnar á dag“ fyrir heilsukortin — sem veita eiga skattgreiðendum að- gang að heilbrigðiskerfinu án sekta — ekki meðtaldar. Heilsukortin eiga að kosta 2.000 kr. eða 2.200 kr. stykkið, samkvæmt upplýsingum Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, og verða 200 þúsund íslendingar rukkaðir um það gjald. Sam- tals 400 eða 440 milljónir króna til viðbótar sem lands- menn borga fyrir heilbrigðis- þjónustuna, utan við skatta. En hvar hafa hin smáu skref verið tekin — hvar leggja landsmenn ffam sinn skerf til heilbrigðisþjónustunnar? 660 prósenta hækkun á sér- tekjum heilsugæslustöðva í Reykjavík Árið 1990 var þjónusta bilinu 20 til 30 þúsund krónur. vegna heilsugæslu og heimilis- lækna ókeypis, en ffá áramót- um 1992 fóm almennir greið- endur að borga 600 króna gjald fyrir komu á heilsu- gæslustöð og lífeyrisþegar og börn 7-15 ára borguðu 200 kr. Frá áramótum 1993 er krafist 200 króna aðgangseyris fyrir böm upp að sex ára aldri. Þá kostar sjúkravitjun 1.000 kr., en 600 kr. með afsláttar- korti og 400 kr. fýrir lífeyris- þega. Þegar litið er í ríkisreikninga fyrir árin 1991 og 1992 sést hvaða áhrif þetta hafði fýrir sértekjur heilsugæslustöðva. Sértekjur heilsugæslustöðva í Reykjavík hækkuðu um 660 prósent milli ára, eða úr 4,7 milljónum í 35,8 milljónir. Hundrað prósenta tekjuaukn- ing varð hjá Heilsugæslunni á Akureyri, 134 prósenta aukn- ing í Kópavogi, 284 prósenta aukning í Hafnarfirði, 330 prósenta aukning í Keflavík og 381 prósents aukning á Sel- tjarnarnesi. Samtals hækkuðu sértekjur heilsugæslustöðva um 160 prósent og tekjur juk- ust um ríflega 200 milljónir. Gjöld fyrir sérfræðiþjón- ustu hækka Hér hækkuðu gjöldin úr 900 kr. árið 1991 í 1.500 kr. 1992. Þann 25. janúar sl. var gjaldtöku affur breytt þannig að stofngjald er 1.200 kr. og síðan borga sjúklingar 40 pró- sent af umframkostnaði. PRESSAN hefur ekki ffekar en aðilar í heilbrigðiskerfinu töl- ur um hvað þessi liður hefúr hækkað í heild, en sem dæmi má nefúa algenga aðgerð, svo sem þegar rör em sett í eyru barna með eymabólgu. Áður þurffi að greiða sérffæðingi og svæfmgalækni hvorum sínar fimmtán hundmð krónurnar eða þrjú þúsund alls. f dag mun þessi aðgerð kosta 6.000 kr., sem jafngildir 100 pró- senta hækkun. Kvenfólk sem þarf á svokallaðri „skröpun" að halda greiðir nú 7.000 kr. í stað 3.000 króna áður. Sam- FAGOR 3 FAGOR FE-83 Magn af þvotti 5 kg. Þvottakerfi 17 Vinduhraði 850 sn/mín Sér hitastillir *-90°C Ryðfrí tromla 42 I Sparneytin Hraðþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Hljóðlát RONNING SUNDABORG !5 SÍMI 68 58 68 kvæmt bæklingi heilbrigðis- og tryggmgaráðuneytis munu þó 70 prósent sjúklinga greiða minna en 2.000 kr. fýrir sér- ffæðingsaðstoð, en hámarks- greiðsla þar sem þörf er á svæfingalækni getur numið 22 þúsundum króna. 10 prósentum færri til sérfræöinga Samkvæmt upplýsingum Landlæknisembættisins hefúr aðsókn til sérffæðinga minnk- að um 10 prósent í kjölfar þessara aðgerða. Var það talin jákvæð þróun þar sem ekki hefðu allir þörf á þjónustu sér- fræðinga sem til þeirra leit- uðu. Þar á ofan væri fjöldi sér- ffæðinga orðinn það mikill að sumir þeirra hefðu orðið lítið að gera. Læknir sem hefði lítið að gera væri hættulegt fýrir- brigði í sjálfú sér, því þá ykist hættan á „oflækningum". Hækkunin á sérffæðingsgjald- inu væri því fyrst og fremst stjórnunartæki innan heil- brigðisgeirans. Rannsóknargjöld sem greiða þarf fýrir rannsóknir og vegna röntgenmyndatöku hækkuðu úr 600 kr. í 900 kr. fýrir almenna greiðendur og úr 200 kr. í 300 kr. fýrir lífeyr- isþega. í stað þess að tann- læknakostnaður sé ókeypis fýrir böm yngri en sextán ára greiða foreldrar nú fjórðung kostnaðar. Sé um krónu- og brúargerð að ræða eða gull- fyllingu greiða foreldrar þó aldrei minna en helming kostnaðar. 36 prósenta Qölgun á afsláttarkortum milli ára Fyrir nokkrum árum var örorku- og lífeyrisþegum veittur kostur á svokölluðum „fríkortum“ og fengu hand- hafar þeirra ffía læknisþjón- ustu efúr að þeir höfðu greitt þijú þúsund krónur í læknis- þjónustu. Síðar var almenn- ingi gefinn kostur á þessum kortum, en þá var þröskuldur- inn settur við tólf þúsund króna markið. Þeir sem ætla

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.