Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 24
AFRAM VALUR 24 PRESSAN Fimmtudagurínn 21. október 1993 HATIÐ I BÆ Bubbleflies og Jreahu RealisMc Valsheimilib vettvangur ómældrar gleói ó föstudaginn Það er eitthvað að íslensku grámyglunni. Aldrei þessu vant eru bara erlendar hljóm- sveitir hérna með tónleika mánuð eftir mánuð. I september skemmtu hinir frá- bæru Dog Faced Hermans og annað kvöld kemur enska bandið Freaky Realistic og heldur eina tónleika í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Bæði hafa böndin vakið vænt- ingar og bæði eru þau að gefa út sína fyrstu plötu. Ég fékk Kidda kanínu í Hljómalind- inni og Dabba til að segja mér meira. Kiddi stendur á bakvið tónleikana og útgáfu Bubbleflies-plötunnar en Dabbi spilar á gít- ar í Bubbleflies. Bubbleflies: Ekki úti i móa með peiastikk Það er langt síðan hljómsveit hefur verið peppuð upp með loforðum um ferskan tón og frískari tíma. Hljómsveitin Bubbleflies, sem spratt upp á þessu ári, hefúr það orð á sér að vera frískari en önnur bönd og hafa eitthvað nýtt til íslensku poppmálanna að leggja. Fyrsta plata sveitarinnar, hin nýút- komna „The World is still alive“, er próf- steinn á yfirlýsingarnar. Hvað hefur Bubbleflies nýtt fram að færa? „Við blöndum saman danstónlist og rokki,“ segir Dabbi. „Það er kannski ekki mjög nýtt, en hérna heima hefur ekkert verið gert af því.“ Er íslensk tónlist stöðnuð? „Maður verður að passa sig þegar þessu er svarað. Ég persónulega er orðinn mjög þreyttur á henni. Það góða sem hefur verið að gerast hefur aldrei komist almennilega upp á yfirborðið. Það er búið að vera að blóðmjólka sömu kýrnar alltof lengi.“ „Þótt við séum ekki að gera neitt nýtt þá komum við að minnsta kosti með nýja strauma inn í íslenska tónlist,“ segir Kiddi. „Bubbleflies eru að færa íslenska dægur- tónlist að því sem er að gerast erlendis. Danstónlistin er að koma inn alls staðar. Nú er fönk og dansbít allsráðandi. Það er því ekki fráleitt að segja að þetta sé tíma- mótaplata fýrir íslenska tónlistarsögu, burt- frá því hvort þetta er gott efni eða vont. Við erum búnir að opna nýja hurð.“ En er þessi tónlist eitthvað ísletisk? Er þetta ekki bara stœling á ensku dansrokki? „Er blús eitthvað íslenskur? Við höfum fengið krítík fýrir að við séum að stæla út- lenska tónlist. Við hlustum á útlenska tón- list en það er ekki eins og við séum að reyna að gera tónlist eins og Ameríkanar eða Englendingar. Við fáum kannski þenn- an stimpil því ekkert íslenskt efni hefur hljómað svona áður. Hvað er íslensk tónlist svo sem? Við gætum setið úti í móa ein- hvers staðar með pelastikk og fiðlur...“ „Bubbleflies eru að taka skref fyrir ís- lenska tónlist sem ætti að taka tíu ár. Það hafa verið léttar tilraunir eins og „Icerave" og „Núll og nix“, en þetta er fýrsta platan sem gerð er sem heil dansplata. Hún ein- kennist af ofsafengnu fálmi í stílum og stefnum." „Þetta bít (Dabbi lemur á lærið á sér), sem Stone Roses komu með fyrir sirka þremur árum, er komið inn í allt; jafhvel lög hjá íslenskum böndum eins og Sól- inni.“ Er þá ekki stutt í að þetta verði staðnað fyrirbceri? „Það er hætta á því, nema ný element komi inn í tónlistina. Straumarnir eru að færast frá sixtís-filingnum yfir í seventís- fílinginn. Fyrir nokkrum árum voru allir með Rickenbackerinn, dinglum-danglandi eitthvað, en nú er seventís-fönkið komið mikið inn í þetta.“ Lýsið plötunni. Er þetta þroskað byrjenda- verk Dabbi?“ „Nei. Bílskúrsáhrifin eru allsráðandi á þessari plötu hjá okkur. Hún kemur úr öll- um áttum. Það skín í gegn að þetta eru bara fjórir strákar að prófa sig áfram. Ég var hræddur við að hún yrði alltof geðklofa, en þegar hlustað er á hana er einn geisli sem skín í gegnum hana alla; þessi fílingur í okkur. Ég man eiginlega ekkert eftir að hafa gert þessa plötu þvf þetta gerðist svo fljótt og var svo gaman. Við fórum af stað með nánast ekk- ert í höndun- um, bara grunna að þremur lögum, en þetta vatt ótrú- lega vel upp á sig.“ „Bubblefli- es rúmar hug- myndir þeirra allra,“ segir útgefandinn. „ F r a m t í ð Bubbleflies er algjörlega opin, ég sé fýrir mér karlakór. Þeir eru opn- ir fýrir öllu, þeir eru vísir til alls.“ Bubbleflies er þá stúdíóband? „Nú erum við orðnir læfband. Við höf- um verið að æfa með tveimur trommurum og bassaleikara og það verður ekkert mæmað.“ „Það er helvíti grúfí hvað þeir hafa FREAKY REALISTIC. Hafa fengið fré- bæra dóma fyrir tónleika sína. smollið saman. Á þriðju æfingu var komið þetta pjúra grúf og bara góð hljómsveit, en samt eru svona margir aðilar í dæminu. Bandið er orðið mjög góð heild og fsland þarfnast nýrra poppstjarna. Ég held að Bubbleflies sé málið.“ Glöð og gröð sveimhátið Það er óhætt að bóka mikið fjör í Vals- heimilinu annað kvöld. Freaky Realistic hafa vakið mikla eftirtekt á Englandi upp á síðkastið með smáskífum. Sérstaklega hefur lagið „Koochie Ryder“ gert það gott, enda frábært popplag. Hljómsveitin hrærir, líkt og Bubbleflies, saman danstaktinum alls- ráðandi og rokki og poppi og hefur mjög gott vald á að h n o ð a s a m a n grípandi laglínum. F y r s t a breiðskífan, „Frealism“, er vægast sagt þétt v e r k , s ö n n partíplata sem virk- ar sterkt á lappirnar og heilabúið. Stuðið hefst kl. 19.30 og munu Bubbleflies, T- World og ýmsir diskósnúðar, þ.á m. DJ Shakra sem hingað hefur komið áður, hita mannskapinn upp fýrir Freaky. Kiddi, tjáðu þig nú um tónleikana með stórum lýsingarorðum. „Þetta verður risastór og glæsileg sveim- hátíð þar sem þtjú bönd munu trylla lýð- . - . inn og leysa úr læðingi þau óskilgetnu öfl sem trylla okkur í dagsins amstri. Fólk mun koma út annað og betra.“ Segðu okkurfrá Freaky Realistic. „Þetta er sirka eins og hálfs árs enskt band. Þau eru þrjú í bandinu. Nýlega lentu rapparinn Michael Lord og aðalmaðurinn Justin Anderson í slagsmálum og var Lord rekinn í kjölfarið. f staðinn kom Ricky gít- arleikari sem ku vera tvífari Adams Ant. Aki Omori er söngkona og seiðandi dans- ari en hingað koma einnig bassaleikari og trommari. Þau virka mjög sterkt á mann, maður verður kátur og hamingjusamur og vill dansa. Bandið hefur fengið frábæra dóma í bresku pressunni og þá sérstaklega fýrir tónleika. Þetta er einfaldlega band sem gerir mann glaðan og graðan. Hingað kem- ur breska pressan — NME, Melody Maker, Select — og bandið lofar góðum tónleik- um.“ Hvað á svo að gera við bresku pressuna? „Þau koma með okkur í Bláa lónið og svona, éta með okkur pítsur og drekka með okkur bjór. Síðan göngum við þannig frá þeim að þeir skrifi eitthvað fallegt um okk- ur, bæði Bubbleflies, Freaky og Bláa lónið. Og náttúrlega íslenska æsku, sem kann svona vel að skemmta sér.“ Hvemig kom upp á að Freaky vildu koma hingað? „Þetta byrjaði með því að þau hittu Björk í einhverjum sjónvarpsþætti. Eftir þáttinn vindur Björk sér að þeim og segir að þau séu band sem gæti orðið vinsælt á íslandi, þau spili þannig músík. Þau líta náttúrlega stórt á Björk og þeim finnst þetta sniðugt. DJ Shakra, sem býr í sama hverfi og þau úti í London, kemst að því að ég er mikill Freaky-aðdáandi og „Koochie Ryder“ er búin að vera ein söluhæsta tólf- tomman í Hljómalind. Hann segir þeim að þau eigi aðdáendur uppi á fslandi og þau hafa samband og finnst kjörið að starta stóru plötunni hér.“ Hvað standa tónleikamir lengi? „Til sirka eitt. Síðan getur fólk sveimað um öskjuhlíðina og heimsótt kanínumar. En það verður að passa sig á flössurunum!" Gunnar Hjálmarsson BUBBLEFLIES. Komnir úr stúdíóinu, tilbúnir á sviðið. i i ! i 1 i TÓNLIST í millivigtinni „Síðustufimm lögplötunnar gœtu þess vegna verið með Chris Rea eða Magnúsi Eiríks; miðaldra ogvcerukœrt millivigt- arpoppfyrir skrifstofufólk. “ ORRI HARÐARSON DRÖG AÐ HEIMKOMU JEPSEN/JAPIS ★*1/2 Eina blaðið sem Orri Harð- arson brýtur í íslenskri tónlist- arsögu með fýrstu plötu sinni er að vera yngstur til að gefa út plötu með frumsömdu efni. Hann er tvítugur, en það heyr- ist ekki á plötunni. Hér skín ekki í gegn kraftur og æsingur æskumanns. Hér er ffekar eins og lífsreyndur og sigldur mað- ur sé á ferðinni. Kannski er það * í lagi, en persónulega hefði ég viljað heyra meiri æsing, kraft og nýjungagimi. Það er eins og Orri hafi sætt sig við að koma lögum sínum á framfæri í ágætum poppbúningi. Og það hefúr honum tekist. Lögin tíu sem Orri setur hér ffam rista ekki djúpt þótt þau séu ágæt. Þetta er notaleg kertaljósatónlist, margflutt popp eftir bókinni. Orri hefur samið lögin á kassagítar og hef- ur ekki stórkostlegar hug- myndir um útsetningar. Jón Ólafsson var fenginn til að pæla í hverju mætti bæta við og eins og við mátti búast úr þeirri áttinni varð yfirbyggingin smekkleg en ekki ýkja fersk. Lögin koma aldrei á óvart en hér er margt þokkalegt. „Dauðir dagar“, „Jólalag" og „Hamingjusöm á ný“ eru engir killerar, þessi lög fljóta án sýni- legrar áreynslu að endapunkti og melódían í þeim er ekki nógu sterk til að vekja mikla effirtekt. Það leynist þó margt gott í þessum lögum og þau sýna lagahöfund sem er til margs líklegur með ffekari pæ- lingum. „Lítið sætt popplag11 er nákvæmlega það, og gott sem slíkt, og í „AUt sem er“ víkur fágun atvinnupoppmennsk- unnar fyrir frískandi gusti hrárra gítara með góðum ár- angri, enda lagið vel samið og grípandi. Eftir þetta sýnishom af hráum Orra — þeim Orra sem hagar sér eins og hann sé tvítugur — tekur hinn bráð- þroska rauðvíns-Orri aftur til starfa og síðustu fimm lög plöt- unnar gætu þess vegna verið með Chris Rea eða Magnúsi Eiríks; miðaldra og værukært millivigtarpopp fyrir skrifstofú- fólk. Gott sem slíkt en of vana- fast og margendurtekið til að eiga mikinn séns í yfirvofandi flóði. Rödd Orra er frekar gufúleg. Hann tjáir sig ekki af mikilli til- finningu en kemst svo sem þokkalega ffá sinu í því tónlist- arumhverfi sem hann hefur valið sér. Margreyndir atvinnu- menn sjá um undirleikinn. Þar gengur allt eftir áætlun og lítil áhætta tekin til að brjóta upp lögin með stælum. Hin sautján ára Valgerður Jónsdóttir syng- ur með Orra í velflestum lög- unum og er örugg og efnileg. Textamir em þokkalegir og passa svo sem ágætlega í þessa millivigt. Þetta em nánast allt mansöngvar í þátíð, um horfh- ar ástir sem gengu ekki upp. Það er oftast leiðinlegt að Jilusta á menn væla um fyrr- verandi kærustur og stundum fellur Orri í þann pytt að væla yfir sig á ljóðrænu klisjunótun- um. Orri er þó heiðarlegur og opinn og það þarf kjark til að deila jafnpersónulegum tilfinn- ingum með hlustandanum. I heild er platan ágætt inn- legg og nauðsynlegt. íslensk tónlistarflóra er að verða ansi litlaus og því er það gott mál þegar nýir menn koma og bæta smááburði á engið. Þótt Orri sé ekki byltingarkennt framlag er hann þó efnilegur og á vonandi effir að láta heyra í sér aftur í nánustu ffamtíð. POPP FIMMTll DAGU R I N N 21 . OKTÓBER • Haraldur Reynisson, trúbadorinn lífseigi, heldur útgáfutónleika á Tveimur vinum. Undir hömrunum háu heitir geisladiskurinn sem inniheldur frumraun kappans. • Sniglabandið heldur annálaða hausttónleika sína á Hressó. Auk pilt- anna prúðu koma fram Gary Snider, Kanadamað- ur sem kýs að búa í Dan- mörku og ætlar að leika listir sínar á gítar. Ekki er allt búið enn, því margir fleiri troða upp, þar á með- al einettinn Panik og Einar, hevimetalsveitin Blóðmör og dansbandið Júdó og Stefán. • Siggi Björns, trúbador- inn góðkunni, sest niður með gítarinn sinn á Kaffi Amsterdam. Þetta er síð- asta helgin hans hér heima áður en hann fer til Köben og engin von til að heyra aftur til hans eða sjá fyrr en næsta vor. • Tregasveitin tekur á í Djúpinu í kvöld. Þeim nota- lega stað í kjallara Horns- ins. Þar verður hún og að viku liðinni. • Gildran, eina hevírokk- grúppan af eldri kynslóð- inni, verðurá Gauki á Stöng. Eini gallinn er sá að þeir mættu vera síðhærðari og sætari. • Borgardætur, Ellen Kristjánsdóttir, Berglind Jónasdóttir og Andrea Gylfadóttir, hverfa aftur til fortíðarinnar með tilheyr- andi söng á Cancun. • Einar Jónsson trúbador á Ijúfu nótunum á Dans- barnum. Þar bjóðast mönn- um jafnframt afnot af „opna míkrófóninum", en hann gerir fólki með sýniþörí kleift að stíga á stokk og segja brandara, flytja vísur nú eða taka lagið. Exhibi- sjónistar sameinist. • Páll Óskar og Milljóna- mæringarnir draga sjálf- sagt heilmarga á Ommu Lú í suðræna sveiflu. Við vit- um lítt um hvort Palli er jafnhrifinn af babes og for- veri hans Bogomil Font. • Vinir vors og blóma halda enn í þetta eina lag sem þeir hafa gert vinsælt. Eitthvað hafa nöfn meðlim- anna skolast til því nú heita þeir Bæks, Gúnmark, Stöneveld og Nílsmaster. Fremur hallærislegt en engu að síður á Gauknum. • Snæfríði og stubbana þekkja allir á skírskotuninni í Mjalihvíti og dvergana sjö. Alúðleg sveit sem verður á Fógetanum. • Paparnir færa sig nú um set og troða upp á Cancun. • Sssól-drengirnir enn við sama heygarðshornið á Tveimur vinum. Skyldi Helgi fara úr að ofan? • Jökulsveitin bræðir stúlknahjörtun á Blúsbarn- um. • Siggi Björns trúbador spilar rassinn úr buxunum á Kaffi Amsterdam. Fáum ekki að heyra aftur til hans fyrr en næsta vor. Nú er það Köben sem blífur. • ET-bandið fær menn til að tjútta á Dansbamum. Nú er lag að ná úr sér hausthrollinum. LAUGARDAGU R I N N 23. OKTÓBER • Saga Class og Er það satt sem þeir segja um landann; sýningin sem byggist á léttri úttekt á ís- lenska smáborgaranum enn og aftur á Hótel Sögu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir heldur sýningunni uppi; stúlkan er óborganlega fyndin. Mælum með henni. • Vinir vors og blóma aft- urá Gauknum. • Ungt fólk með hlutverk hefur upp raust sína í há- tíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Alls munu heyr- ast þar 28 frumsamin lög úr smiðju menntskælinga, sem reyna allt til þess að slá við Söngvakeppni fram- haldsskólanna og ekkj síst Júróvisjónkeppninni. Óneit- anlega mikil gróska. Hátíð- in er öllum opin. Hve glöð er vor æska. • Paparnir enn og aftur á Cancun. • Snæfríður og stubb- arnir frá Þorlákshöfn. Allt að því væmnir á Fógetan- um. • Jökulsveitin aftur og nýbúin á Blúsbarnum. • Siggi Björns kveður landann á Kaffi Amsterdam og snýr aftur til baunans. Nú er að bíða eftir vorinu. • ET-bandið boðar dans- skemmtun á Dansbarnum. Fram með tjútttútturnar. • Combó Ellenar Kristjáns leikur bæði á sunnudag og mánudag á Gauki á Stöng. SVEITABÖLL • Kjallarinn, Akureyri. Hljómsveit Rúnars Þórs mætir í öllu sínu veldi. • Inghóll, Selfossi. Hljómsveitin Spark spilar með Óla Óla og félögum, sem flestir Sunnlendingar ættu að kannast við. • Sjallakráin, Akureyri. Hljómsveit Rúnars Þórs aft- urog nýbúin. • Hótel Valaskjálf, Egils- stöðum. Stjórnin, með Siggu Beinteins hina bros- mildu fremsta í flokki, skemmtir unga fólkinu. Þið komist inn sem eruð orðin sextán. LAUGAR DAG U R I N N 23.OKTÓBER • Inghóll, Selfossi. Todmobile kemur færandi hendi alla leið til Selfoss þar sem sveitin á miklu fylgi að fagna. Bónusball, þvi það kostar ekki nema 999 krónur inn. Kreppukjör. • Þotan, Keflavík. Sssól- sveinarnir láta Ijós sitt skina, nú suður með sjó. • Sjallinn, Akureyri. Hljómsveitin Karma frá Sel- fossi nú mætt til leiks norð- an heiða. Kjallarinn, Akur- eyri. Hljómsveit Rúnars Þórs lætur ekki deigan síga. • Hótel Valaskjáif, Egils- stöðum. Stjórnin skemmtir fullorðna fólkinu. Vínveit- ingaleyfi og því neyðast táningarnir sem ekki fengu nóg á föstudeginum til að snua sér annað.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.