Pressan - 21.10.1993, Page 6

Pressan - 21.10.1993, Page 6
MENN 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Það er ekki víst að allir séu á viðeigandi tæki FarartæUð Efbílar og önnur farartæki gegna öðrum þræði sálfræðilegu hlutverki, hvers konar farartæki henta þessu fólki best? VlGDÍS FlNNBOGADÓTTIR Vöm- bíll. Undir allar orðumar sem Vigdís úthlutar af mikilli sam- viskusemi, þrátt fyrir að hafa gefið annað í skyn. Hvenær var það aftur? JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR Ráðherrabfll. Það er það eina sem gæti orðið til þess að sannfæra okkur um að hún sé mannleg eins og strákamir. DAVÍÐ ODDSSON Svört lím- ósína, skotheld með myrkvuðum rúðum. Svo hann geti setið þar inni og plottað með einkavinun- um og sagt skál í friði. ÓLAFUR SKÚLASON Harley Dav- idson með hliðarkerru. Til að færa kirkjuna nær nútímanum á ameríska vísu. I hliðarkemmni gæta' setið Guð almáttugur. SlGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Mót- orhjól. Það gæti kitlað hana og orðið tal þess að hún brosta af einhverju öðm en uppgerð. Matthías Bjarnason alþingismaður Ldvarður dn lávarðadeildar GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Jarðýta. Svo hann geti jarðað Einar Kára- son næst þegar þeir hittast. Hannes H. Gissurarson Vespa. Til samræmis við suðið í honum. Guðmundur A. Stefánsson Flugyél. Svo hann geti flúið af landi brott áður en það er um seinan. ÖGMUNDUR JÓNASSON Hrað- skreiður sportbíll. Það gæti eytt leiðindunum sem alitaf em í kríngum hann. Kristín ÁSTGEIRSDÓTT1R Sendrferðabíli. Þar getur hún geymt áhyggjur heimsins og hvflt sig í herðunum. Matthías Bjarnason er lif- andi sönnun þess að okkur vantar lávarðadeild á íslandi. Þar ættu sæti aldraðir stjóm- málaskörungar sem hafa enn svo rnikla vinnuorku að þeir fást ekki til að sitja heima og skrifa endurminningar sínar. Þess í stað finnst þeim þeir enn eiga eftir að afreka eitt- hvað á sviði stjómmálanna — þó helst að reisa sér minnis- varða — en eins og allir vita eru minnisvarðar stjómmála- manna bölvun skattgreið- enda. í lávarðadeildina mætti þegar setja um það bil tuttugu þingmenn og tuttugu hátt- setta embættismenn, sem bæði gæti stuðlað að fækkun á þingi og fækkun ríkisstofnana. Lávarðadeilin fengi síðan hefðbundin þrætumál til meðferðar, s.s. kjördæmamál og fiskveiðistjómun, sem hún gæti rifist endalaust yfir. Gald- urinn er að tryggja að um- hverfið skaðist ekki og því má undir engum kringumstæð- um veita þeim löggjafar-, fjár- veitinga- né framkvæmdavald eða yfirhöfuð nokkurt vald. Aðalatriðið er að þeir séu á vísum stað og rífist um skað- laus efhi. Matthías er mannvits- brekka og veit flesta hluti öðr- um betur. Á tyllidögum geng- ur hann undir nafninu Vest- fjarðagoði. Matti var orðinn sjóaður í stjórnmálunum þeg- ar Davíð og Þorsteinn voru enn með vaxtarverki. Þess vegna þarf hann ekki að taka strákana allt of alvarlega. Það er hins vegar verst að hlutirnir hafa ekki þróast eins og Matti vildi helst. Vissulega varð hann langlífari í pólitík en Þorvaldur Garðar, en það telst varla afrek. Má vera að hann hafi séð eftir framhaldssetu sinni þegarhann var byrjaður að læra á takkakerfið á Al- þingi. Fyrirgreiðsla Matta við Árna Johnsen, þegar hann ýtti á takkann fyrir hann, er ein- mitt dæmigerð fyrir góð- mennku Matta. Hann vill rétta öllum hjálparfingur og Árni er hvort sem er aldrei í þinginu. Hann er upptekinn við að lifa nokkurs konar Indiana Jones-lifi á þingfarar- kaupi. En það er önnur saga. Matti er enn að reyna að hjálpa fólki. Því miður eru sjóðir Byggðastofnunar hálf- ræfilslegir, en það er fyrst og fremt því að kenna að ekki rennur jafngreiðlega í þá og áður. Með öðrum orðunt; þetta er aðstreymisvandi en ekki frástreymis. Það er eins „Sem beturfer hefur Matti getaðfundið sér ný viðfangsefni. Hann er orðinn rödd and- streymisins: Hann kemur utan úr eyði- mörk Byggðastofnun- ar með reglulegu millibili ogsegir að þetta gangi ekki leng- ur. Ogauðvitað er það alveg rétt hjá honum.“ og menn hafi ekki lengur skilning á að sjóðastreymið er landsbyggðinni lífsnauðsyn- legt. Þannig að lífið hefúr ver- ið Matta ffemur andsnúið að undanfömu. Það er langt síð- an hann hefur getað hringt heim í hérað og sagst vera bú- inn að bjarga togaranum eða tryggja kaup á nýjum. Sem betur fer hefur Matti getað fúndið sér ný viðfangs- efni. Hann er orðinn rödd andstreymisins: Hann kemur utan úr eyðimörk Byggða- stofnunar með reglulegu millibili og segir að þetta gangi ekki lengur. Landsbyggðin geti ekki tekið við þessari vitleysu lengur. Og auðvitað er það al- veg rétt hjá honum. Hvenær sem ríkisstjórnin finnur sér nýja aðferð til að opinbera getuleysi sitt er Matti fýrstur til að benda á vandann.______ ÁS Valgerður Matthíasdóttir Bleikt þríhjól. I stfl við rósrauða skýið sem hún svffur um á. Svo getur það veríð þroskaleikfang. HEIMIR STEINSSON Hestakena af aldamótakynslóðinni. Svo hann komist örfítið nær nútím- anum. ÞORSTEINN PÁLSSON Volvo. Hannaður með Þorstein í huga. Hugmyndasnauður og traustur en unifram allt leiðinlegur. JÓN SlGURÐSSON Þyría.Svo hann geti veríð fljótur í vinnuna en samt haldið áfram að Irta nið- ur á þjóðina. Ossur Skarphéðinsson Fjallajeppi. Svo hann getí skoðað landið og hætt að vera fyrír okk- ur hinum í umferðinni. ALIT JÓN BALDURSSON Einar Kárason Ingi Björn Albertsson Guðjón Pétursson Helgi JÓHANNSSON Á að leyfa spilavíti á íslandi? Jón Baldursson, fyrrv. heims- meistari i brids: „Ég held það væri réttast að leyfa spilavíti á íslandi, en þá með þeim formerkjum að það væri ríkisrekið eða af opinber- um aðilum og þá undir ströngu eftirliti. Þetta er hvort eð er til staðar út um allt og enginn stór munur á spilakössum og kasín- óum. Því getum við alveg eins leyft spilavíti og þessa kassa. Og það má alveg koma ffam að ég er á móti kössunum sem slík- um; þeir eru klárt fjáröflunar- tæki og vonlaust að vinna í þeim. Menn geta dælt þessum fræga 150 kalli eins oft í kass- ana og þeim sýnist.“ Einar Kárason rithöfundur: „Ég kom einu sinni í spilavíti í Seoul í Kóreu. Þar var opið all- an sólarhringinn, alla daga, all- an ársins hring og hafði verið síðan það var opnað árið 1962 — þar var ekki einu sinni lokað á jólanótt. Það kostaði ekkert inn og menn gátu dmkkið ffítt eins og þeir vildu. Þangað komu allir ríkustu menn Aust- ur-Asíu til að eyða peningun- um sínum. Ég get vel ímyndað mér að svona fyrirbæri gæti gagnast okkur hér á landi í öllu klandrinu." Ingi Bjöm Albertsson alþing- ismaður: „Ég hef í sjálfú sér ekkert á móti því að skrefið sé stigið til fulls og spilavitisrekstur leyfður eins og hann er úti í hinum stóra heimi — með þeim reglum og skyldum sem því fylgja. Það vita allir sem vita vilja að hér er víða um borg og land spilað með þeim hætti sem gert er í spilavítunum. Rekstur spilavita tel ég að væri best kominn í höndum einkaaðila, sem þá mundu borga gjöld í samræmi við annan sambærilegan rekst- Guðjón Pétursson, veitinga- maður á Bíóbamum: „Ég vil ganga alla leið og banna alla spilakasssa á landinu. Ég hef séð að þetta gerir ekkert annað en slíta fé af þeim sem minna ntega sín, ég spila aldrei í þessu sjálfúr. Þetta er ffeisting sem ætti ekki að sjást. Þessi starfsemi bitnar á lítilmagnan- um og gerir þeim, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, erfið- ara fyrir. Þeir gefa aldrei gróða; þetta er líkindaspilamennska sem lýtur að því að spilarinn er alltaf í tapi. Fólk fellur fyrir þessu, í örvæntingu reynir það að ná sér í aukaaur en tapar að sjálfsögðu alltaf. Það ætti að banna þetta allt saman. Ég er á móti spilavítum. Ég er með Rauðakrosskassa á Bíóbamum vegna þess að þeir eru allt um kring og litið á þá sem þjónustu við kúnnann. En það hefur hvarflað að mér að henda hon- um út í kjölfar umræðunnar. Það er í raun eini rétti leikurinn í ljósi fégræðginnar sem þessi starfsemi stjómast af.“ Helgi Jóhannsson, framkvstj. Samvinnuferða-Landsýnar: „Ég hef séð marga fara illa út úr spilavítisástundun, þeir hafa fengið illa meðferð og í ljósi þess er ég á móti spilavítum. Það er verið að spila á tilfinn- ingar manna sem oft ráða ekki við spilalöngunina. Þeir eru ekki eigin herrar þegar þeir Slagurinn um spilakass- ana vekur spurningu um hvort ekki eigi aö ganga koma í kasínó. En ég hefði ekk- ert á móti því að hér væri rekið spilavíti sem eingöngu væri fyr- ir útlendinga og þá sem þáttur af ferðaþjónustu. Þarna væru menn sem kæmu með ákveðna upphæð og fæm síðan en væm ekki fastir í þessu neti. Slíkt spilavíti gæti verið rekið af ein- staklingum sem mundu greiða hlutfall af afkomunni til ríkis- sjóðs. Það eru einu spilavítin sem ég vil sjá hér á landi: Rekin af okkur en notuð sem aðdrátt- arafl fyrir útlendinga. Það gæti bætt við ferðamönnum á þeim tímum sem okkur sárvantar ferðamenn, þ.e. á veturna og vorin.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.