Pressan - 21.10.1993, Síða 14

Pressan - 21.10.1993, Síða 14
SKOÐAN I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 PRESSAN Utgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sieurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Fréttir af framkomu ráðamanna Stærsti prentmiðill landsins, Morgunblaðið, hefur lagt til að Alþingi ræði leiðir til að koma böndum á það sem blaðið kallar óvandaðan fréttaflutning íslenzkra fjölmiðla. í framhaldinu hafa stjórnmálamenn gert að umræðuefni hvernig þeir geti komizt hjá fréttaflutningi sem þeim þykir ósanngjarn eða óþægilegur. Hvor tveggja umræðan en tímabær, en vitlausar spurningar sem spurt er. Dæmi: Kemur það íjölmiðlum við ef ráðherra í ríkisstjórn Is- lands verður sér til skammar á opinberum vettvangi, hvort held- ur er vegna almenns skorts á mannasiðum eða vegna áfengis- neyzlu? Á að segja frá því hvernig ráðamenn koma ffarn við er- lenda gesti, þótt í lokuðum samkvæmum sé? Svarið við hvoru tveggja er já, að því leyti sem það kemur störfum þeirra við. Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á reglu, sem fylgt er á Bretlandi, að framferði opinberrar persónu á opinberum stað eigi að vera opinbert umræðuefni. Honum þykir sem vel- sæmi ráðamanna sé ábótavant og ástæða sé fyrir fjölmiðla að taka það til urnfjöllunar með brezku regluna í huga. Það væru stórtíðindi í íslenzkri fjölmiðlun. Brezka reglan þýðir í reynd að til dæmis þegar ráðamenn fara út á meðal fólks geta þeir vænzt þess að athafnir þeirra fái sömu athygli og það sem þeir gera í vinnutímanum. Ef þeir gera vel- sæmi og góða siði að tíðu umræðuefni mega þeir búast við að fylgzt verði með hvort þar fylgi athafnir orðum. Þetta er nokkuð sem fylgir starfinu sem þeir hafa valið sér. Ef þeir þola það ekki ættu þeir að fá sér aðra vinnu. Fréttir af því, sem hér er kallað einkahagir ráðamanna, eru daglegt brauð vestan hafs sem austan. Og það er ekki hin svo- kallaða gula pressa ein sem telur slíkt skipta máli, heldur virtir fjölmiðlar og vandaðir blaðamenn. Því er oftast borið við, þegar þvíumlíkt kemst til umræðu hér, að íslenzkt þjóðfélag sé svo fá- mennt og nálægð milli fólks slík að hér þurfi að gilda aðrar regl- ur um fréttaflutning en annars staðar á Vesturlöndum. íslenzkir fjölmiðlar koma þó þessum erlendu fréttum á ffarn- færi og eru með því að segja fréttir af erlendum ráðamönnum sem þeir myndu aldrei treysta sér til að segja af sínum eigin vald- höfum. í því er fólginn tvískinnungur sem engin leið er að verja, nema með vísan til fámennis og hefðbundins þýlyndis fjölmiðla gagnvart ráðamönnum. Valdhöfum er oft gerður bjarnargreiði með þögninni. I slíku andrúmslofti þrífast gróusögur sem aldrei fyrr og saklaust fólk verður fórnarlömb rætinna sögusagna af því að fjölmiðlar þora ekki að lýsa staðreyndum máls. Þessa eru nýleg sorgardæmi af íslenzkum ráðamönnum og fjölskyldum þeirra. Með þögninni verður einnig til tvenns konar sannleikur: hinn raunverulegi og hinn opinberi, sá sem allir þekkja en enginn þorir að lýsa og sá sem valdhafar vilja að sé skráður. Það er aust- ur-evrópskt fyrirbæri sem Morgunblaðið í slagtogi við ráða- menn má ekki komast upp með að innleiða. BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaóur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur. PENNAR Stjórnmát: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Telkningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Rlmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJ0RNMAL Vandinn bakvið jeppana Nú er öldurnar farið að lægja eftir jeppafárið, fjölmiðl- ar og þjóðarsálin farin að ein- beita sér að næsta máli, spila- kassastríðinu. Hinir nafnlausu subbuþættir ljósvakamiðlanna eru komnir í sitt gamla horf; nú eru það rjúpnafriðun og spilakassar sem skapa ógn í huga fastagesta þjóðarsálanna síðdegis. Ef svo heldur fram sem horfir koma viðtöl við einhverja ríkisforstjóra eftir nokkrar vikur eða mánuði, þar sem þeir kvarta yfir óábyrgri fféttamennsku og öf- undarhjali og að því loknu fá fjölmiðlarnir móral og ekkert heyrist meira af sjálfstæðum ríkisstofnunum fyrr en næsta sukksaga kemur, einhvern tima á næsta ári. Málið er bara ekki svo ein- falt. Jeppavitleysan er dæmi um annað og verra; skort á aga og aðhaldi jafnt í opinber- um rekstri og einkarekstri. hluta fjárlaga og að Ríkisend- urskoðun fari yfir rekstur fýr- irtækja sem ríkið á hlut í til að tryggja hámarksarðsemr al- mannafjár. Með þessu mundi Ríkis- endurskoðun tryggja eðlilegt eftirlit með sjálfstæðum ríkis- stofnunum, sem yrði svipað og eftirlit stofnunarinnar með þeim ríkisstofnunum sem heyra beint undir fram- kvæmdavaldið. Þegar kæmi að eftirliti með fyrirtækjum sem ríkið á hlut í þyrfti Rílds- endurskoðun hins vegar að nota svipuð vinnubrögð og umboðsmaður hluthafa í einkafyrirtæki. t.d. verið a.m.k. til skamms tíma hjá þeim fjölmiðlafyrir- tækjum sem að ofan eru nefnd. Annað vandamál er að tækis? Það er að mínu viti fúll ástæða til að fara á ný yfir reglur um frádráttarbæran kostnað, svo tryggt sé að þær reglur séu til að létta fyrirtækj- alltaf á endanum. Samt er þetta allt okkur að kenna. Spéhræðslukerfið í launamálum á Islandi, þar sem aldrei má greiða al- „Er nokkuð athugavert við að einkafyrirtœki setjijeppa undir forsvarsmenn sína? Er ekki eðlilegt aðforstjóri Stöðvar 2 og ritstjórar DVfái dýra bíla til umráða, fyrst fyrirtœkin ganga vel? Útfrá prinsíppinu er einfalt að svara báðum þessum spurningum játandi. “ Ríkisstofnanirnar í’að er athyglisvert að þrátt fýrir allt tal um spamað í rík- isrekstri hefur sáralítið áunnist í sparnaði hjá sjálfstæðum stofnunum. M.ö.o.: Allt frá 1989 hafa ráðherrar staðið sig með ágætum, en þeir geta bara skorið niður hjá þeim stofnunum sem heyra undir þá beint. Stofnanir á A-hluta fjárlaga sýna því mestan sparnað. Sjálfstæðu stofnan- irnar lifa að meira og minna leyti sjálfstæðu lífi og lúta litlu sem engu eftirlitsvaldi löggjaf- ar- eða framkvæmdavalds. önnur sérstök fyrirbæri eru fyrirtæki eins og Landsvirkj- un, sem ríkið á hlut í og hefur í gegnum árin sólundað fé af sérstakri hugkvæmni. Það er full ástæða ti! að hvetja fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis til að gangast fýrir lagabreytingum sem tryggja að Ríkisendur- skoðun endurskoði bókhald sjálfstæðra ríkisstofnana á sama hátt og hún fer yfir rekstur stofnana á A- og B- Einkafyrirtækin Þá kemur að næsta þætti málsins. Er nokkuð athuga- vert við að einkafýrirtæki setji jeppa undir forsvarsmenn sína? Er ekki eðlilegt að for- stjóri Stöðvar 2 og ritstjórar DV fái dýra bíla til umráða, fýrst fýrirtækin ganga vel? Út frá prinsíppinu er einfalt að svara báðum þessum spurningum játandi. Þær varpa hins vegar ljósi á tvennt sem máli skiptir í þessu sam- bandi: Reglur um kostnað sem er frádráttarbær frá skatti og eftirlit hluthafa með arð- semi hlutafjár. Byrjum á hluthöfúnum. Er- lendis sér virkur hlutabréfa- markaður um að veita stjórn- endum aðhald og koma í veg fyrir bruðl í rekstri. Hér á landi eru fá fyrirtæki með dreifða hlutafjáreign og hluta- bréfamarkaður varla til. Því er það svo í flestum fýrirtækjum að rekstur þeirra og hlutafjár- eign er í höndum nokkurra vildarvina sem skipta með sér kökunni. Þannig hefur það þrátt fýrir að hlutabréfamark- aður gæti þróast hér kann að vera að virkni hans mundi alltaf líða fýrir fámennið hér. Eru margir Islendingar sem geta séð það fýrir sér að standa einir upp á hluthafafúndi í ís- lensku fyrirtæki og gera at- hugasemd við hækkun launa stjórnarmanna? Ég veit um nokkra sem hafa guggnað á því. Skattareglurnar ýta svo aft- ur undir sóun og bruðl. Af hverju er ekki sett hámark á verð bifreiða sem fyrirtæki geta keypt og notið skatt- hlunninda út á? Af hverju er boð í laxveiðiferð ekki fram- talsskylt sem laun hjá þeim sem fer í veiði á kostnað fýrir- um eðlilega starfsemi en ekki til að opna fýrir óeðlilegt bruðl. Skipta jeppar máli? Það er ljóst að jeppakaup fyrir stjórnendur sem aldrei þurfa að fara af mölinni er dæmi um brenglað verð- mætamat og sýnir hversu langt við eigum enn í að njóta ábatans af frjálsum viðskipt- um. Óhófleg yfirbygging einkafyrirtækja í skjóli klíku- eignar á hlutabréfum leiðir einungis til þess að neytendur borga reikninginn. Yfirbygg- ing bankanna er fjármögnuð af vöxtum þeirra sem borga af lánunum sínum. Við töpum mennileg laun, leiðir til þess að fela þarf launagreiðslur. Feluleikurinn eykur svo hætt- una á bruðli, því enginn hefúr í raun yfirsýn yfir það sem greitt er. Þjóðin sýndi, svo ekki varð um villst, að hún vill áfram þennan feluleik þegar hún lét fallerast af lýðskrum- urunum sem kröfðust laga- setningar til að eyðileggja nið- urstöðu Kjaradóms í fyrra- sumar. Með þeim gjörningi tókst enn um sinn að fram- lengja tíma pukurs með launagreiðslur og búa til nýjar hryllingsmyndir tvískinnungs í launamálum, eins og dæmin sanna._________________________ Höfundur er lögfræðingur. FJÖLMIÐLAR Var þetta það sem Hrafn vildi? Jæja. Þá höfum við séð rjómann af því sem boðið verður upp á af innlendri dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu í vetur. Ég beið nolckuð spenntur af því að ég var í grundvallaratriðum sammála því sem Hrafn Gunnlaugsson boðaði í örlagaríkum sjón- varpsþætti í marz: annað fólk, nýjar hugmyndir, líf, meiri tengsl við mannlífið — allt saman uppskxift að góðum sjónvarpskokteil. I reynd virðist tvennt það fýrsta hafa orðið að veruleika, en sú blanda er bæði bragðvond og áhrifin lítil. Ég hef áður lýst fýrstu við- brögðum mfnum við Dags- ljósi, þætti sem hugmynda- leysið var farið að leka af strax fyrstu dagana. Á súnnudag bættist í leiðindaframleiðsl- una eitthvað sem heitir Gestir og gjörningar. Sú uppákoma var vandræðalegri en tárum taki, bæði stjómun og efnisat- riði. Hugmyndin er í sjálfu sér ekki alvitlaus, bara svo sem ári of seint á ferðinni. Kaffihús og barir hafa notið vinsælda í Reykjavík nokkuð lengi, en það tæki engan „Kajfihús og barir hafa notið vin- sœlda í Reykjavík nokkuð lengi, en það tceki engan nema Sjónvarpið og kannski Sunnudagsblað Moggans heilt ár aðfatta það og bregðast við því. “ nema Sjónvarpið og kannsld sunnudagsblað Moggans heilt ár að fatta það og bregð- ast við því. Og hverjir em þá gestirnir þegar Sjónvarpið fer á stúfana að skoða næturlífið? Jú, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Beggi Páls og Hannes Hólmsteinn. Og Jói barþjónn sem hristi brennivín í fjórar mínútur. Þriðji kaflinn er SPK, spurningaþáttur fýrir krakka. Þar hefur minn gamli skóla- bróðir Jón Gústafsson, tekið að sér að stæla þann amríska David Letterman, en með vænni slettu af vandræðaleg- um hallærisskap sem Jón ætl- ar seint að losna við. Það er rétt hugsanlegt að krökkun- um sem taka þátt þyki þessi framleiðsla skemmtileg og rétt hugsanlegt að hægt sé að hlæja tvisvar — jafnvel tíu sinnum — þegar sama græna gumsið hellist yfir fólk með sama hætti. En ekld viku eftir viku effir viku eftir viku — tvisvar í viku. Umræðuþáttur á sunnu- dögum hefur tapað í sam- keppninni við Stöð 2. Þegar Sjónvarpið fór af stað með látum virðist hafa runnið upp fyrir stöðvarfólld að þar var ekkert að gerast nema kaup á tug- milljónainn- réttingum. Þá var gamla kanónan Páll Magnússon dregin fram í fréttatengda þætti á sunnudögum sem hefur alveg tekizt að jarða umræðuþætti Sjónvarpsins á svipuðum tíma. I saman- burði verða þeir eins og mál- fundir í menntaskóla — enda umræðuefnin eldd ósvipuð — og líða ýmist fýrir þátttak- endúrna eða stjórnandann. Hemmi Gunn er bara Hemrni Gunn og verður það áfram. Johnny Carson hélt áfram í áratugi án þess að þreytast verulega og Hemmi hefúr alla burði til hins sama. Þá er komið að gimsteinin- um í þessum haug: þegar þetta er skrifað er aðeins séð- ur einn þáttur með Ingó og Völu (af hverju skellir fólk alltaf upp úr þegar nafnið á þættinum er nefrit?), en þeir lofa góðu. Vala er þekkt stærð, en Ingólfur þyldr mér hafa komið verulega á óvart. Það er eins og hann hafi aldrei gert annað en að stjórna þáttum í beinni út- sendingu — hann er afslapp- aður og yfirvegaður, en samt einbeittur. Eins og hann veit er mér eldd ljúft að segja það opinberlega, en þetta er með betra sjónvarpsefni sem sézt hefúr lengi. Nú veit ég eldd hvursu mildð af þessu efni er runnið undan rifjum Hrafns Gunn- laugssonar, en grunar þó að hann ráði flestu því sem hann vill ráða í slíku efnisvali hjá Sjónvarpinu. Ef þetta er nið- urstaða byltingarinnar sem hann boðaði þá undrar mig ekld að hann vilji hætta í vor og snúa sér að einhverju meira skapandi. Karl Th. Birgisso

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.