Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Fúll út íStöð 2. PÁLL MAGNÚSSON. Einn fárra Stöðvarmanna sem Jón Baldvin talar við. Íón Baldvin með anghund við Stöö 2________________ Eins og tæpast hefur farið framhjá hlustendum Bylgj- unnar og áhorfendum Stöðv- ar 2 forðast utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, fréttamenn stöðvanna beggja eins og heitan eldinn og kem- ur sér ítrekað undan því að svara spurningum þeirra. Ráðherrann heldur því enn til streitu samskiptabanni sínu við fréttamenn stöðvanna tveggja, sem hann tók upp í kjölfar umíjöllunar Stöðvar 2 og Bylgjunnar um skinkumál- ið ífæga í sumar. Síðan hefur Jón Baldvin alfarið neitað að ræða við fréttamenn stöðv- anna; er ætíð vant við látinn ef hringt er í hann og svarar eng- um skilaboðum. I örfáum tU- vikum hefur fréttamönnum tekist að ná tali af ráðherran- um á opinberum vettvangi, en hann hefur þá jafnan verið þurr á manninn og stuttur í spuna. Eina undantekningu gerði ráðherrann þó frá regl- unnni, ef ffá eru talin hnökra- laus samskipti hans við dag- skrárgerðarfólk Bylgjunnar, þegar Páli Magnússyni, sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, tókst á dögunum að fá hann til að koma ffam í fféttaþættinum Á slaginu. Hilmar sýslar í sjóöum________________ Enn frekari töf er orðin á því að upptökur geti hafist á mynd Hilmars Oddssonar kvikmyndagerðarmanns um Jón Leifs tónskáld. Hilmar sótti um framlag úr Norræna kvikmyndasjóðnum en var ekki meðal hinna útvöldu við síðustu úthlutun úr sjóðnum, sem fór ffam í byrjun október. Hilmar hefur nú endurnýjað umsókn sína og hefiir að sögn ástæðu til að ætla að hann fái leiðréttingu sinna mála og verði veitt framlag úr sjóðn- um þegar næst verður úthlut- að í desember. Þangað til hef- ur tökum verið frestað, enda um að ræða þýðingarmikinn fjárstyrk sem mun ráða nokkru um framhald mynd- arinnar. Framlag Norræna kvikmyndasjóðsins mun nema um 20 milljónum ís- lenskra króna, en heildar- kostnaður við gerð myndar- innar er áædaður rúmlega 100 milljónir. Hilmar hefur þegar hlotið 23 milljóna króna framlag úr Kvikmyndasjóði íslands, auk framlags frá Rík- isútvarpinu, sem hefur tryggt sér sýningarrétt á myndinni. Hilmar hefur fengið erlenda samstarfsaðila til liðs við sig, bæði frá Þýskalandi og Sví- þjóð, en heildarframlag ís- lendinga til myndarinnar verður um 40 milljónir. Fyrstu drög að handriti myndarinnar um Jón Leifs voru samin af Hilmari og Hjálmari H. Ragnarssyni tónskáldi, en á síðari stigum málsins bættist Sveinbjöm I. Baldvinsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, í hóp handrits- höfunda. Þröstur Leó Gunn- arsson leikur Jón Leifs en annað aðalhlutverk verður í höndum Rutar Ólafsdóttur. Enn hefur ekki verið gengið ffá því hver verður á bak við myndatökuvélarnar, en heyrst hefiir að Hilmar hafi borið ví- umar í ffægan erlendan kvik- myndatökumann. Hilmari flaggað á síðustu sfundu Evrópska kvikmyndaaka- demían kynnti Felixverðlaun- in hér á landi um síðustu helgi í samvinnu við Háskólabíó. Kvikmyndaverðlaun þessi hafa sem kunnugt er einu sinni fallið Islendingi í skaut er Hilmar Örn Hilmarsson Jilaut Felixinn fyrir tónlistina í mynd Friðrilcs Þórs Friðriks- sonar, Börnum náttúrunnar, árið 1991. Með framlagi Hilmars Arnar komst Island endanlega á kortið hjá Evr- ópsku kvikmyndaakadem- íunni og því hefði mátt ætla að menn myndu eftir verð- launahafanum við kynningu á Felixverðlaununum hér heima á dögunum. Sú varð þó ekki raunin. Samkvæmt hefð var fjölda menningarblysa boðið að vera við opnun Fel- ix- kvikmyndahelgarinnar, en af óskiljanlegum ástæðum gleymdist að bjóða Hilmari Emi. Skömmu fyrir opnunina uppgötvaðist þó að hann var ekki með á boðslistanum og náðu Felix-menn að koma til hans boðum og bjarga sér fýr- ir horn á elleffu stundu. „Þriggja milljóna króna sérhönnuð lúxusskrifstofa“ Miklar tröllasögur hafa geng- iö um hömlulaust bruöl Eggerts Þorsteinssonar, fráfarandi for- stjóra Tryggingastofnunar. A „- allra vitoröi" hefur verið aö Eggert lét þekktan innanhúss- arkitekt hanna fyrir sig glæsi- lega skrifstofu á þriðju hæö Tryggingastofnunar, í gangin- um milli heilbrigðisráöuneytis- ins og Tryggingastofnunar. Full- yrt var aö innréttingin á þessari lúxusskrifstofu kostaði samtals að minnsta kosti þrjár milljónir króna og mahóní og marmari væri þar í hólf og gólf. Sagan barst eins og eldur í sinu um bæinn og ábyrgir aðilar í stjórnmálum fullyrtu a& hér væri á ferb eitthvert versta bruðl og óráðsía sem sögur færu af. Meðal annars var rætt meðal stjórnmálamanna að taka mál- ið upp á hinu háa Alþingi. Fregnin barst vitanlega inn á ritstjórn PRESSUNNAR og bar heimildamönnum saman um óráðsíuna. Fyrstu viðbrögð í heilbrigðisráðuneytinu voru þau að annaðhvort sögð- ust menn ekki þekkja mál- ið eða alls ekki vilja tala um það. Á endanum náð- ist í Eggert Þorsteinsson, sem gaf góðfúslegt leyfi til að skoða salarkynnin. I Ijós kom 15 fermetra kompa og berstrípaðir veggir. Skrifstofan hafði áður verið notuð af lög- fræðingi sem var í tíma- bundnu starfi og eina nýja húsgagnið var skrifborð, stólarnir voru gamlir og ritvélin fengin úr geymslu- kompu. Það sem kom mönnum mest á óvart við tröllasöguna var að Egg- ert hefur verið þekktur fyrir allt annað en íburð þau fimmtán ár sem hann hef- ur setið sem forstjóri og því hljómaði það undar- iega að hann innréttaði nú lúxusskrifstofu fyrir þær fáu vikur sem eftir eru. Hann lætur af störfum 1. febrúar. „Þriggja milljóna króna lúxusskrifstofa“ Eggerts Þorsteinssonar, fráfar- andi forstjóra Tryggingastofnunar, reyndist berstrípuð 100 þúsund króna kompa. Myndin er tekin með gleiðlinsu vegna smæðarinnar. Óskcxr úr bíó í leikhús Óslcar Jónasson virðist vera að detta úr bíóinu í leilchúsið. I Borgarleildiús- inu eru að hefjast æfingar á Evu Lúnu, en Óskar er skrifaður fyrir leikmynd og sem einn höfunda leikgerðar. Herranótt MR telur sig einnig hafa not fyrir lcraffa Óskars. Nú er í þýðingu leilcritið „Sweeney Todd - The Demon Barber of Fleet Street“ (Morðóði rak- arinn í Hafnargötu) eftir C.G. Bond. Herranótt byrjar að æfa það milli jóla og nýárs og Óskar leikstýrir verldnu. Leikritið gæti flokkast undir „splatter“- kómedíu og fjallar um hroðalega at- burði sem eiga að hafa átt sér stað við upphaf 19. aldar. Skilagjald á kratana Gárungar í Sjálfstæðisflokknum segja að krötum hafi alveg yfirsést einn skattstofn í baráttunni við fjárlagahall- ann. Er vísað til þess að Jón Baldvin Hannibalsson hafi skilað skinkunni, Guðmundur Árni Stefánsson hafi skilað biðlaununum og Jón Sigurðs- son hafi skilað jeppanum. Þarna sýnist mönnum að sé kominn tilvalinn skatt- stofn og mætti hafa ágætar tekjur af því að leggja á krata skilagjald. Sjóskíðabraut í Reykjavík Fyrir borgarráði liggur nú allsérstök umsókn. Sigurður S. Bjarnason úr Hafnarfirði hefur sótt um að fá að- stöðu fyrir vatnaskíðabraut. Afgreiðslu á umsókninni hefur verið frestað enda um miklar ffamkvæmdir að ræða og Sigurður þarf svæði sem jafnast á við tvo fótboltavelli. Sigurður vill að vamaskíðabrautin verði í nágrenni við íþrótta- eða tómstundamannvirki og þarf aðgang að miklu magni af raf- magni og heitu vatni. Gera þarf stærð- arsíki sem verður að vera um 1,5 metra djúpt og fullt af 25 gráða heitu vatni. Meiningin er að tólf geti skíðað í einu, en þeir eiga að snúast í hringi á þar til gerðum skíðum. Stærðin er þó slík að 16 metrar verða á milli skiða- mannanna og hraðinn er mikill því þeir eiga að geta náð 45 kílómetra hraða á kluldcustund. Mikil starfsemi er fyrirhuguð í tengslum við vatna- skíðabrautina, því gert er ráð fyrir búningsklefa, afgreiðslu, stjómtumi og veitingasölu. I heild eru þetta tveir hektarar sem svæðið á að þekja. Ljóst er að kostnaðurinn er gríðarlega mikiU en Sigurður er hvergi smeykur og hugsar sér þetta sem framtíðarfjárfest- ingu. Hann hefur þegar gert útlits- teikningu og loftmynd að fyrirhuguðu íþróttasvæði. HlLMAR 0DDSS0N. Á milli sjóða með Jón Lerfs. SVEINBJÖRNI. BALDVINSS0N. Semur handritið með Hilmari og hefur tryggt sér sýningarréttinn. ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON. Vonandi leikur hann tón- skáldið Jón Le'rfs. HlLMAR ÖRN HlLMARSSON. Munaði minnstu að sjálfur Felixhafinn gleymdist við „Felixprómóið". ÓSKAR JÓNASS0N. Leikstýrir á Herranótt. JÓN SlGURÐSSON. Stendur í „skilum" eins og aðrir toppkratar. UMMÆLI VIKUNNAR „Núverandi ríkisstjórn er nógu mennt- uð en hefur ekkert vit á að stjórna þjóð- arbúinu. Núverandi ráðherrar hefðu verið betur undir það búnir að stjórna landinu efþeir hefðu mátt vinna við atvinnuvegi þjóðarinnar á sínum sokkabandsárum. “ Regína Thorarensen fréttahaukur. Mælskusnillingurinn „Þetta var arfaléleg sending í orðsins fyllstu merkingu.11 Valtýr Bjöm íslenskufræðingur. Bjartsýnn borgarflokkur „Ef Alþýðuflokkurinn tekur eldd þátt í sameiginlegu framboði fær hann ekki einn mann inn í borgar- stjóm.“ Ingvar Sverrisson ungkrati. / „Það er fullkomlega raunsætt að gera ráð fyrir að með nýju álveri á Keilis- nesi og frekari framkvæmdum í Straumsvík og Gmndartanga megi þre- falda orkusölu til stóriðju á næstu tíu árum.“ Jóhannes Nordal draumóramaöur. Fólkið. það er ég! „Alþingismenn em aui „Dómsmálaráðherra hlustar ekki á fólkið í þau eru aðhlátursefni “ landinu.“ Guðjón Magnússon kúgari. Kom, sáogfór unarverðir fyrir launakjör sín, Ellert B. Schram, fyrrum þingmaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.