Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 21. október 1993 DEILURNAR UM DÓPIÐ Bannið býr til undir- heimamarkað Eitt er víst að núverandi stefna yfirvalda hefur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar. Það þarf ekki hagfræðigráðu eða íyrirlestur ffá frjálshyggju- postulum á borð við Milton Friedman til að átta sig á því að með því að banna vöru sem almenningur sækist eftir skapa yfirvöld forsendur fyrir undirheimamarkað sem þrífst eingöngu í skjóli slíks banns. Eitt stærsta vandamálið sam- fara kahnabisneyslu er ekki efnið sjálft heldur sú stað- reynd að það er hægt að græða hressilega á ínnflutn- ingi þess og sölu. Og þegar möguleikinn á slíku svarta- markaðsbraski er fyrir hendi er ofbeldið sjaldan langt und- an. í fyrrnefndu viðtalí við Mannlíf upplýsti Björn Hall- dórsson að ofbeldi í tengslum við fíkniefni fylgdi fyrst og ffemst neyslu á amfetamíni óg kókaíni: „En svo verðum við „Ég er í vel laun- uðu starfi, á konu og tvö börn og það er ekki sétts að égfari að fórna því til að verða einhver málsvari hassins á íslandi. “ að líta á það að auðvítað myndi ofbeldi líka fylgja manni sem væri að flytja inn eitt tonn af hassi og það of- beldi fylgir þeim hagsmunúm sem eru santfara slikum ínn- flutningi. Hins vegar fylgir ekki mikið ofbeldi neyslu á hassi,“ segirBjörn. Bann á vímuefnum hrindir einnig af stað ískyggilegri þró- un sem er viðtekið lögmál meðal sérffæðinga urn vímu- efnavandann. Vímuefnabann leiðir til þess að sala og neysla færast í vaxandi mæli ffá veik- ari vímuefnum yfir í harðari og hættulegri efni. Þegar áfengi var bannað hérlendis voru fáir bruggarar sem stÓðu í því að brugga bjór sem inni- hélt minna alkóhólmagn og var erfiðari í framleiðslu og flutningi en sterkt áfengi. Þessi þróun í áfengissölu hérlendis heldur áfram. Þegar ÁTVR verðleggur vöru sína upp úr markaðnum hlakkar í sprútt- sölum um allt land. Og þeir eru ekki að gutla í einhverjum bjór; gróðinn er allur í sterku áfengi. Þetta lögmál gildir um ólögleg vímuefni í dag. Inn- flytjendur eiga mun auðveld- ara með að smygla hassi til landsins en marijúana vegna þess að minna fer fýrir því og það er erfiðara að finna það. Þess vegna er hass uppistaðan í þeim kannabisefnum sem eru á boðstólum hérlendis þótt það sé yfirleitt sterkara vímuefnið. Lögmálið á enn betur við um innflutning á amfetamíni, sem er bæði ódýrt í innkaupum erlendis, auðveldara til innflutnings og gefur af sér mtm meiri hagnað en kannabissala. Rökin fyrir breyttri löggjöf Það er deginum Ijósara að ofneysla vímuefna er eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans. Um þetta eru allir sammála, hvort sem þeir áð- hyllast strangt bann eða eru hlynntir því að allt bann verði afhumið. Fyrsta skreflð, að mati þeirra sem krefjast breyttrar stefnu i vímuefnamálum, er að viðurkenna að sumt fólk muni alltaf kjósa að flýjá veru- leikann á vit vímuefna. Til þess að koma í veg fyrir stór- felldan flótta þýði lítið að ráð- ast á ffamboð vímuefna þegar eftirspurnin er eftir sem áður sú sama. Það verði einfaldlega að horfast í augu við þá stað- reynd að hvers kyns vímuefhi verða alltaf á boðstólum á meðan fólk er tilbúið að borga fyrir þau. Öllu árangursrikara sé að beina kröftum samfé- lagsins að því að minnka eftir- spumina. En raunveruleg barátta gegn slíkri eftirspum, sem er aukin og trúverðug fræðsla um skaðsemi vimuefna, með- ferð fyrir fíkla og vísindalegar rannsóknir á vandanum, er erfið, kostnaðarsöm og gefúr engin fyrirheit um endanlega lausn á vímuefnavandanum. Reynsla okkar af baráttunni gegn áfengis- og tóbaksneyslu sannar það. Rökin fyrir lögleyfingu kannabis sem lið í þessari bar- áttu eru margvísieg. Frjáls- hyggjumfenn eins og Mrlton Friedman og ritstjórar tíma- ritsins The Economist hamra á því að fólk eigi að hafa ffelsi til að velja sína dægrastvtt- ingu, vimuefni ef svo ber und- ir, svo lengi sem það skaði ekki aðra í löingum sig. Þessar skoðanir eiga rætur að rekja til breska heimspekingsins Johns Stuart Mill, sem fyrstur setti fram þessi rök á nítjándu öld. Heimspekingar geta svo rök- rætt þetta ffam og til baka en það eru önnur rök, bæði læknisffæðileg og hagffæðileg, sem em óumdeilanlega meira knýjandi. Ef kannabis væri löglegt gæti ríkið haft umsjón með sölu þess, skattlagt vömna og tryggt gæði efnisins. í einni svipan mundi umfang undir- heimamarkaðarins rýrna til muna með tilheyrandi fækk- un ofbeldisverka, sem eru samfara honum. Tekjur af skattlagningu kannabiss gætu nýst til forvarnarstarfa og meðferðar fyrir þá einstak- linga sem komast við illan leik að því að hamingjuna er kannski ekki að finna í hass- inu þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrir hina mundi af- nám banns væntanlega beina neyslunni inn á heilbrigðari brautir í stað þess að reka hana inn í undirheimamark- aðinn, þar sem óhrein efni, ónákvæmir skammtar og fxaraboð á hörðum vímuefn- um ef fyrir hendi. Fíkniefna- logreglan gæti beint kröftum sínum að innflutningi og dreifingu hættulegri efna á borð við amfetamín, LSD og kókaín. Reynsla Hollendinga Hvað sem öllum umræð- um um lögleyfingu kannabis- efha líður eru litlar sem engar líkur á að þau verði lögleg í nánustu framtíð. Þótt ætla mætti að margir þeirra stjóm- málamanna sem nú eru að komast til valda í þjóðfélaginu hafi komist í tæri við hass og jafhvel prófað að taka kanna- bisreykinn ofan í sig (ólíkt Bill Clinton), er afskaplega hæpið að búast við því að fulltrúar ’68-kynslóðarinnar í íslensk- um stjórnmálum láti að sér kveða í þessu máli. Það er lík- lega ekki efst á stefnuskrá neins þingmanns, sem vill haldi sæti sínu í næstu kosn- ingum, að afnema bann við neyslu kannabisefna. Og það em svo sem engir þjóðkunnir einstaklingar nema Bubbi Morthens sem koma fram á opinberum vettvangi og mæla hassinu bót. Hinir eru flestir alræmdir hasshausar, frjáls- hyggjumenn í stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins eða bara blaðamenn. Og hver tekur mark á þeim? Annars gætu íslendingar ekki leyft kannabisefni þótt okkur klæjaði í skinnið að gera það. ísland er nefnilega aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um alþjóðlegt bann við fikniefn- um, þ.á m. kannabisefni. En það kemur ekki í veg fýrir að við getum hugleitt að fara bil beggja í þessum málum líkt og Hollendingar gera. Þeir tóku einmitt þessa stefnu á sínum tíma þegar þeir tóku þá ákvörðun að hætta að fram- fylgjá refsilöggjöf sinni um kannabisefhi. Það er útbreidd- ur misskilningur að sala og neysla kannabis sé lögleg í Hollandi. Vegná sáttmála Sameinuðu þjóðanna gátu þeir ekki gengið svo langt. Hollensk yfirvöld kusu hins- vegar að sýna umburðarlyndi gagnvart neyslu kannabis. Hollendingar höfðu það að leiðarljósi að skiíja markaðinn fyrir háss og marijúana frá undirheimamarkaði harðra efna. í framkvæmd þýðir þetta að sala og neysla kanna- bisefna fer fram á forsendura yfirvalda en ekki 4 forsendum fíkniefnasala undirheimanna. Kannabisefni eru seld á sér- stökum kaffihúsum þar sem algengur „matseðill“ býður upp á um sextári mismunandi tegundir kannabisefha. Kaup- endur geta valið efnin eftir styrkleika og eigin smekk. Neysla efnisins fer fram þar eða í heimahúsum, en það er illa séð ef fólk neytir efhisins á almannafæri. Þeir sem kjósa að forðast vímuefnaneytend- urna velja sér einfaldlega kaffi- hús sem selur ekki dóp. Þessi stefnubreyting Fíol- lendinga hefur bylt eðli vímú- efhaneyslu í landinu, þar sem hollenskir kannabisneytendur líta efnið sömu augum og kaffi eða vín. Neysla harðra vímuefna hefur farið stöðugt minnkandi eftir að kaffihúsin komu til sögunnar á meðan neysla harðra efha, t.d. á Bret- landi, heldur áfram að aukast. Lögregluyfirvöld og stjórn- málamenn í Hollandi eru sannfærðir um að þessi þróun sé afleiðing þess að skilja sölu kannaþisefha ffá sölu sterkari vímuefiia. Með því að umbera sölustarfsemi kaffihúsanna hafa yfirvöld einhverja stjórn á markaðnum. Þau benda á að í öðrum löndum, þar sem allt framboð kapnabisefna er bannað, hafa yfirvöld alls enga stjórn á þessum markaði. Vandlega er fýlgst með starfs- háttum kaffihúsanna og ef starfsmenn þeirra verða upp- vísir að því að selja eitthvað sterkara en kaffi og kannabis, t.d; kókain eða alsælu, missa staðirnir umsvifalaust veit- ingaleyfið og lögunum er beitt til hins ýtrasta. Þannig geta Hollendingar reykt sitt hass eða marijúana án þess að komast nokkru sinni í tæri við sterkari vímuefni. Reynsla Hollendinga hefúr valdið miklum úlfaþyt meðal annarra þjóða. Þjóðverjar og Frakkar hafa þrýst á hollensk stjórnvöld um að framfylgja lögunum unt kannabis, en Bretar virðast hægt og rólega vera að þokast nær Hollend- regluyfirvöld flestra stórborga í Bretlandi framfylgja þeirri yfirlýstu stefhu að láta áminn- ingu nægja þegar þeir finna ólögleg fíkniefiri í fórum ein- hvers, svo fremi sem þeir hafi ekki komið við sögu lögreglu áður og efhið sé til einkanöta. Sir Robert Mark, fyrrum lög- reglustjóri Lundúnaborgar, hefur lýst því yfir að hann sé fýlgjandi því að hætt verði að framfýlgja refsilöggjöf varð- andi kannabisefni, aðallega vegna þess að hann telur lög- reglu landsins hafa í nógu öðru að snúast en áð eltast víð og handtaka fólk sem neytir kannabisefna. Þess má svo geta að nefnd Evrópuþingsins/ sem fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefna- smygl, sendi frá sér ályktun árið 1991, þar sem mælt var með því að ekki yrði lengur litið á það sem sakamál að hafa undir höndunt smávægi- legt magn ólöglegra vímuefna, svo lengi sem þau væru ætluð til einkaneyslu. Er neyslan orsök eöa afieiðing vanda? Stuðningsmenn núverandi fyrirkomulags, þ.e. algers banns, láta gjama í veðri vaka að efnahagsleg og félagsleg vandamál þjóðfélagsins séu ekki stór hvati að vímuefna- misnotkun einstaklinga. Þeir telja að hörð vímuefni og veiklyndi einstaklingsins séu undirrót vandans. Fíkniefni eru líka hinn ákjósanlegasti blóraböggull því þegar maður notar þau til að útskýra hin ólíklegustu vandamál samfé- lagsins er sjaldan hætta á því að nokkur dragi það í efa. Af hverju ætturn við að reyna að kenna einhverju flóknu og erfíðu ferli eins og upplausn fjölskyldunnar eða efnahags- stefnu stjórnvalda um glæpi, ofbeldi og fátækt þegar vjð getum skellt skuldinni á vímuefnin? Hér er afleiðing vandans oftar en ekki mistúlk- uð sem orsök hans. Það getur enginn sagt fýrir um það með vissu hvaða áhrif breytt stefna yfirvalda í vímu- efnamálum gæti haft. Menn geta með talnaleik leitt líkur að því að ástandið muni batna, versna eða bara standa í stað. Það eina sem er nokkuð ömggt er að á meðan fólk vill vímuefni þá verður ávallt nægilegt framboð. Spurningin er sú hvort við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að minnka eftirspurn eða leyfa henni að aukast í skjóli þess að við séum að „gera eitthvað“ í málinu með því að henda fjölga tollvörðum á Keflavík- urflugvelli. Og á meðan kom- ast stjórnvöld upp með að skera við nögl öll framlög til fbrvarnarstarfs og meðferðar- stofnana landsmanna. Kamtski ættum við að ein- beita okkur að því að komast að því hvað það er við samfé- lag okkar sem knýr svo marga titað flýja raunveruleikann í faðm vímunnar, hvort sem hún kemur innpökkuð í smekklegar umbúðir frá ÁTVR eða í smokkum sem leynast í maga þeirra fjölda- mörgu „múldýra“ sem sleppa reglulega í gegnum öryggisnet islenskra yfirvalda.__________ Þorsteinn Högni Gunnarsson Helstu heimildir: Scientific Americ- an, The Economist, Science, The Face, The Milbank Quarterly, Mannlif, Annals of Internal Medic- ine, Journal of the National Cancer Institute, British Journal of Addic- tion, Village Voice, Gjallarhorn. ÓTTflR GliÐMUNDSSON. Lýsir þeirri viðteknu afstöðu til kannabisefna að neysla þeirra sé stórhættuleg. Þó eru engin dæmi þess að fólk hafi látist vegna ofneyslu þeirra. ingum í þessum efttum. Lög- fleiri hassistum í steininn eða PENNUSAGA I FREMSTU ROÐ Höfundur Blóðfjötra hefur skipaS sér í fremstu röð spennusagnahöfunda heims og hafa fyrri bækur hans náð miklum vinsældum hér á landi. Sagan gerist í framandi umhverfi á Seychell- eyjum austan við Afríku og segir frá tveimur einmana og reynslulitlum manneskjum sem sannarlega öðlast nýja sýn á lífið. Á sjó og landi eiga sér staö spennuþrungnir atburðir, ástarævintýri og flókin samskipti ólíkustu persóna. PRESSAN 23 Gullkorn ástvina Þegar ástvinur fellur frá vilja þeir sem eftir sitja minn- ast hans á viðeigandi hátt með því að birta eftirmæli í Morgunblaðinu. Þar leynast mörg gullkomin, enda emm við jú heimsþekkt söguþjóð. Ein minningargreinin endan „... en dauðinn sigraði íýrr en vonir stóðu til.“ I annarri minningargrein eru Guð- mundi ekki vandaðar kveðj- umar: „Oft var beðið eftir því að Guðmundur væri allur, en hversu oft hann reis upp frá dauðum er óskiljanlcgt." Gefðu lifendum líkin „Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem Iifa,“ segir í einni grein-^ inni og lesendum látið eftir að ráða í þetta textakorn. I annarri minningargrein er sagt frá einstaklega sterkri konu sem ekki lét neitt raska ró sinni: „Hún hafði það sterka skapgerð að smávegis rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvægi.1' Næsta dæmi þarfnast ekki skýring- ar: „Hún var hamslaus vinur vina sinna.“ Kindur hjá Tóta dauða „Bréf barst að heiman, það færði mér fréttina: Tóti frændi er dáinn. Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsunum hans Tóta frænda.“ Erfitt er að ráða í þennan texta en kannski ekki síður í þann sem fer á eftir: „Bergur var vandaður maður, sem gott- var að drekka með kaffi, því hann var hafinn yfir það smáa. Þú gekkst inn í nýjan heim og fékkst þér sæli við borð. Bergur var andstæðan sjálf, félagsvera, en gekk þó aldrei í neitt félag_“ Sigraði dauðann og dó! „Jafnvel dauðann, sem alla leggur, sigraði hún á sinn hátt, með brosi á vör,“ segir eftirlifandi ástvinur um kjarnakonu af landsbyggð- inni. I annarri grein virðist höfúndur vera að gefa í skyn að eigin híbýli hafi dregið fjölda manns til dauða: „Ag- nethe og Jón era nú bæði lát- in, enda var fyrsta heimilið sem Jón kom á heimili mitt er hann kom ungur piltur hingað til Reykjavíkur suður úr Strandasýslu.“ En menn láta sér ekki nægja að lyfta harmþrungnum penna til að minnast fallinna hálfguða: „Eftir að Björn lést árið 1965 hefur Jóhann staðið á hönd- um á legsteini hans þann 17. júní ár hvert til að heiðra minningu kennara síns.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.