Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 17
Fimmtudagurínn 21. október 1993 FELIX B A R N U M PRBSSAN 17 Frabœrt undur Tvær kvikmyndir hafa verið útnefnd- ar fyrir íslands hönd tO Felixverðlaun- anna, sem afhent verða í sjötta sinn í Berlín í byrjun desember. Aðra þeirra, Sódómu Reykjavík, eftir Óskar Jónas- son þekkja ýmsir en hina vita færri um. Hún neínist Hið ffábæra undur og er heimildamynd um Sæmund Valdi- marsson myndhöggvara, eftir þá Sigur- björn Aðalsteinsson og Baldur Hrafiikel Jónsson. Felixkvikmyndaverðlaunin, sem oft eru nefnd evrópsku Óskarsverðlaunin, hafa einu sinni fallið Islendingi í skaut, en Hilmar Örn Hilmarsson hreppti Felixinn fyrir tónlistina í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúr- unnar, árið 1991. Að þessu sinni eru íslenskar myndir tilnefndar í tveimur flokkum; annars vegar flokknum yfir leiknar myndir og hins vegar flokki heimilda- mynda. Að sögn Sigurbjarnar ! Aðalsteinssonar, annars höf- undar Hins ffábæra undurs, gerir hann sér engar vonir um að hljóta verðlaunin í Berlín, hins vegar telur hann Óskar Jónasson eiga mikla möguleika á Felixnum fyrir Sódómu Reykjavík. Uppistaða Hins ffábæra undurs er myndhöggvarinn Sæmundur Valdi- marsson og verk hans. Jafn- ffamt er í myndinni fjallað um þennan eina nytja- skóg sem við íslendingar eigum, rekaviðinn. Sig- urbjörn og Baldur Hrafnkell skrifuðu sam- an handritið að Hinu ffá- bæra undri og önnuðust báðir leikstjórn. Tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Mynd- j in, sem er 28 mín- útna löng, er fjár- mögnuð af Ríkis- útvarpinu annars vegar og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðn- um hins vegar. Framleiðandi er Baldur Hrafnkefl. I |S|l Sæmundur Valdimarsson MYNDHÖGGVARI. Heimildamynd um listamanninn útnefnd til Felix- \ verðlauna fyrir íslands hönd. ASDÍS SlF GUNNARSDÓTTIR. Lík- lega allra óreyndasti leikarinn í kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar. „Mér finnst húmorinn betri í þessari rnynd," segir hún. Þegar er búið að taka upp þriðjung nýrrar myndar eftir Jóhann Sigmarsson, annan höfunda Veggfóðurs. í mynd- inni eru tvö stærstu hlutverk- in í höndum ólærðra leikara, þeirra Ásdísar Sifjar Gunnars- dóttur og Jóns Sæmundar Björnholt. Jón Sæmundur er ekki með öllu óreyndur leik- ari því hann hefur leikið lítil hlutverk bæði hér heima og einnig í Frakklandi og þykir óhemju fótógen (kannski nýr Baltasar). Lítið hefur hins veg- ar farið fyrir Ásdísi Sif, sem þó hefur leikið eilítið í skóla og stundað fyrirsætustörf. Um þessar mundir stundar hún nám á myndlistarbraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. „Ég stefni að minnsta kosti að því að snúa mér að ein- hverju skapandi, hvort sem það viðkemur leiklist, mynd- list eða tónlist," segir Ásdís, sem kippir í kynið, því hún er systir Þorsteins Högna Gunn- arssonar, ritstjóra Núllsins. Nú sló Veggfóður í gegn, kvfðirðu ekki útkomu þessar- ar myndar? „Ég reyni bara að gera mitt besta, svo kemur allt hitt í Ijós. Maður getur aldrei tap- að á þessu. Þetta tækifæri gæti að minnsta kosti opnað manni nýja möguleika." Myndin segir frá ungu pari sem býr heima hjá foreldrum stúlkunnar. Þau eiga gnægð fjár og strákurinn vinnur kauplaust hjá tengdaföður sínum. „Týpan sem ég leik er bæði frek og rík. Hún fær allt sem hún girnist. Ekki get ég sagt að hún sé flókinn per- sónuleiki. Jonni vill undir- strika vondu hliðarnar á henni. Það má segja að hún sé svo vond við kærastann sinn að það endar með því að hann gefst upp." Ásdís segir myndina ekkert í líkingu við Veggfóður. „Mér finnst húmorinn öðruvísi í þessari mynd og söguþráður- inn er allt annar. Ég hef mikla trú á myndinni, annars tæki ég ekki þátt í þessu." Þótt flest andlitin í aðal- hlutverkunum séu óþekkt koma margir atvinnuleikarar fyrir í myndinni, til að mynda þeir Þorsteinn Bachmann og Björn Ingi Hilmarsson, en þeir eru báðir í aukahlutverkum. Þá hefur heyrst, án þess að það hafi fengist staðfest, að samningar við leikkonurnar Guðrúnu Gísladóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur séu í burðarliðnum. Þá munu einnig þekkt and- lit sjást í aukahlutverkum, til dæmis leikur Sigurður Páls- son skáld pípara í myndinni og Gunnar Smári Egilsson rit- stjóri leikur afbrýðisaman eig- inmann. Að sögn Evu Lísu Ward, framleiðanda myndarinnar, er vonast til þess að tökum á myndinni verði lokið um miðjan nóvember ef næst í nægilegt fjármagn, en svo bíða menn spenntir eftir út- hlutun úr kvikmyndasjóði í nóvember. Áætluð frumsýn- ing er 20. ágúst að tæpu ári. Á Felixverðlauna-kampa- vínssullinu á föstudagskvöld í Háskólabíói voru þeir félagar Einar Öm Benediktsson og HilmarÖrn Hilmarsson tónlistar- menn, I ThorVil- hjálmsson rithöfund- ’ ur, Bára L. Magnúsdóttir leikari, Sigurður Sverrir Páls- son kvikmyndatökumaður, Jóhanna van Steege leikkona og Halldóra Friðjónsdóttir. Það sama kvöld sást til þeirra Salvarar Nordal, fram- kvæmdastjóra íslenska dans- flokksins, og Bjöms Inga Hilmarssonar leikara á Bíó- barnum og reyndar víðar í bænum. Þeir voru margir sem sáust á bjórhátíðarrölti í vikunni. Þar á meðál vom þeir Guð- mundur í Fönn og sonur hans Ingi Víkingur, sem var með glóðarauga. Á ferðinni var einnig Jana í Naustkjallar- anum, Einar Vilhjálmsson spjótkastari, Jói Ara og Ás- laug, Sigurður Sigurjónsson leikari og margir, margir, margir fleiri. Cafe Ópera er ekki dautt úr öllum æðum. Sigurður Páls- son skáld var þar og Edda Heiðrún ! Backman I ásamt Þór 1 Tulinius. ' Að ógleymdum þeim hjónum Magnúsi Ketils- syni og Brynju Nordquist. Besta skemmtunin á föstu- dagskvöldið í miðbænum fékkst á tónleikunum með hinni umdeildu hljómsveit Ham. Þá sóttu meðal annarra Guðmundur Jónsson, hinn nýskipaði gítarleikari Rokka- billýbands Reykjavíkur, semeflaust er farinn , að sakna Sálarinar, og Dóra ' Takefusa rokk- drottning. Veitingastaðurinn 22 virðist alltaf halda sínu striki hvað sem á gengur. Föstudags- kvöldið var með ágætasta móti en þar sást meðal annars til Níelsar, framkvæmdastjóra Nýlistasaínsins, Birgis Andr- éssonar myndlistarmanns og félaga hans og Heimis Más Pétursson- ar, frétta- manns á Stöð 2 og barflugu. Laugardags- kvöldið var enn betra á 22 en þangað sóttu skemmt- an sína þessa helg- ina þær Bima Þórð- ardóttir blaðamað- ur og Róska myndlist- armaður, Erlingur Gíslason leikari og Bergþór Pálsson söngvari leit meira að segja örstutt inn. Þar var og Harald G. Haralds sem skemmti sér manna best og flestir meðlima stórsveitarinn- ar Júpíters fylltu upp í stóran hluta barsins. Þeir héldu fast í Einar Kristján Einarsson og Bjami Þór- arinsson var meira að segja áberandi þótthann sé ein af mublum stað- við mælum með ... fáeinum reyklausum vinnustöðum fyrir þá hraustu svo þeir geti leitað þangað og gefið hinum sem reykja kærkomið frí frá röflinu! ... karlmönnum á míníum eða þaðan af minni bflum, ef eitthvað er hæft í því að bflar komi upp um karlmenn. ... kjúklingabringunum í pestósósunni á Písa þær gætu næstum verið heimatilbúnar af eldheitum áhugakokki, eins og svo margir aðrir réttir á þeim bænum. mni Sjóliðajakkar. Þessir tví- hnepptu sem hafa tölur alla leið upp í háls en er sjaldnast hneppt alla leið. Nema ef vera skyldi í kulda og trekki á Is- landi. Hinir dökkbláu rasssíðu sjóliðajakkar með vösum sem er svo gott að hanga í eru ná- kvæmlega þeir hinir sömu og íslenskar konur hafa ekki mátt sjá í breiðum í miðbæ Reykja- víkur án þess að kvittur færi á kreik. Nýjasta sjóliðajakkatískan er í þetta sinn laus við einkenn- isbúningsstílinn þótt grunn- hugmyndin sé sótt þangað. Nú er þessa jakka að finna í öflum litum og þeir eru jafnvel síðari en áður. Jeppar. Einkum og sérílagi séu þeir samtvinnaðir ákveð- inni tegund karlmanna. Þeim sem íklæðast grámuskulegum jakkafötum, eru með skærlitt bindi og hafa skjalatöskuna æt- íð innan seflingar. Eru semsagt allt að því uppar, en svona fremur kerfisuppar. Sé jeppa- blikkdósin hugsanleg framleng- ing á smánarlegum miðfæti verður að segjast eins og er að karlmenn eru með ólíkindum útreiknanlegar verur. Einkum þeir sem komist hafa í álnir. Má ég þá heldur biðja um eigendur gamla sæta mínísins eða jafnvel um bfllausa karlmenn, hvað svo sem þeir kunna að standa fyrir. Sambærilegur hópur þekkist vart meðal kvenna nema ef vera skyldi í flugffeyjuflotanum, þar sem megnið notar sama ilm- vatnið, gengur í sömu merkjun- um... Það eru nokkrir hlutir sem konur geta gert betur en karlar. Versl- að, grenjað móðursjúkt og tekið til á heimilinu. Þetta gera jiær snilldarlega Og við kariamir eigum því að fara á pöbbinn og leyfa þeim að sinna sínu. En drykkja er ekki fyrir konur. Drykkja er eins og bartar — Kemur vel út á körium en hryllilega hjá konum. Dtykkja gerir fólk hávært, væmið, andstyggi- legt, aumkunarvert og heimskt og það eru konur hvort eð er þegar þær em bláedrú.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.