Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 1
Grasalæknir í karate Benedikt Erlingsson leikstýrir Moliére í Malmö | Listir Jón Einarsson grasalæknir kominn með svarta beltið | Daglegt líf Vill gera Stoke að betra liði Tony Pulis segir árangurinn betri en búast mátti við | Íþróttir Hæðst að leikhúsinu STOFNAÐ 1913 114. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is MEHMET Ali Talat, for- sætisráðherra Kýpur- Tyrkja, sagðist í gær hafa farið þess á leit við ráðamenn Evrópusam- bandsins að þeir slægju gildistöku aðildar Kýpur að sambandinu á frest unz tekizt hefði sam- komulag um sameiningu eyjarinnar. Lokatilraun Samein- uðu þjóðanna til að fá slíka sameiningaráætlun samþykkta áður en samn- ingar um stækkun Evr- ópusambandsins taka gildi 1. maí, fór út um þúfur um helgina er áætl- unin var felld af Kýpur- Grikkjum í atkvæða- greiðslu sem haldin var um hana á báðum eyj- arhlutum. Lýðveldi Kýpur-Grikkja er eina alþjóðlega viðurkennda ríkið á Kýpur og það hefur samið um að fá aðild að ESB nú um mánaðamótin, ásamt níu öðrum ríkjum. Um það fá Kýpur-Tyrkir væntanlega engu breytt, þrátt fyrir að þeir hafi sam- þykkt áætlun SÞ. ESB hefur hins vegar verið mjög áfram um að inn- ganga Kýpur í sambandið verði nýtt sem tækifæri til að binda enda á 30 ára skiptingu eyjarinnar. ESB fresti aðild Kýpur Nicosiu. AP, AFP. Mehmet Ali Talat YFIRVÖLD í Jórdaníu greindu frá því í gær að þau hefðu komið upp um samsæri hryðju- verkamanna al-Qaeda, sem hefðu áformað að fremja hryðjuverk í höfuðborginni Amman, sem hefði getað kostað um 80.000 manns lífið. Sex hinna meintu hryðjuverkamanna voru handteknir en fjórir féllu í nokkrum áhlaupum öryggissveita, þeirri síðustu 20. apríl sl. Eftir því sem fulltrúar jórdönsku öryggis- lögreglunnar sögðu í sjónvarpi var ætlun mannanna að nota 20 tonn af sprengiefni og eiturgas til að eyðileggja höfuðstöðvar leyni- þjónustunnar, svo og skrifstofur forsætisráð- herrans og bandaríska sendiráðið í Amman. Í jórdönsku sjónvarpi voru í gær sýndar myndir af flutningabílunum, sprengiefninu og af hinum handteknu þar sem þeir gangast við því að hafa ætlað að fremja stórfelld hryðju- verk. Forsprakki þeirra, Jórdaninn Azmi al- Jayussi, sagði í upptökunum að aðalmaðurinn að baki áformunum væri Ahmed Fadel al-Kha- layleh, öðru nafni Abu Mussab al-Zarqawi, en hann er háttsettur innan al-Qaeda og er sagð- ur hafa stýrt fjölda árása á hernámsliðið í Írak. Bandarísk stjórnvöld hafa sett tíu milljóna dala verðlaun til höfuðs honum og fyrir skemmstu var hann fjarverandi dæmdur til dauða í Amman vegna morðs á bandarískum stjórnarerindreka í október 2002. Hryðjuverki afstýrt í Jórdaníu Amman. AFP, AP. EINN mest umtalaði óútgefni doðrantur um stjórnmál á seinni árum, æviminningar Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, kemur út síðla júnímán- aðar, að því er útgefandinn greindi frá í gær. Byrjunar- upplag bókarinnar verður ein og hálf milljón eintaka. Sonny Mehta, aðalrit- stjóri Alfred A. Knopf-út- gáfunnar, tjáði fjölmiðlum að Clinton drægi ekkert undan í lýsingunni á for- setatíð sinni og svipti hul- unni af mörgu. Clinton skrifaði af hreinskilni um jákvæða og neikvæða hluti, bæði í einkalífi og opinberu starfi. Titill bókarinnar verður „Líf mitt“ (My Life). Hermt er að Clinton hafi fengið tíu milljónir dollara, andvirði 730 millj- óna króna, í fyrirframgreidd höfundarlaun. Minningar Clintons í millj- ónaupplagi New York. AFP. Bill Clinton ÓHEIMILT verður að veita fyrirtæki sem hef- ur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri leyfi til útvarps- eða sjónvarps- reksturs, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnar- innar um eignarhald á fjölmiðlum. Veittur er tveggja ára frestur til að laga sig að þeim kröfum sem frumvarpið gerir ráð fyrir frá gildistöku laganna og er útvarpsréttarnefnd veitt heimild til að afturkalla útvarpsleyfi þeirra sem hún telur ekki uppfylla skilyrðin að þeim tíma liðnum. Útvarpsréttarnefnd eru fengnar víðtækar heimildir til að krefjast hvers kyns upplýsinga um umsækjendur um útvarps- leyfi. Þá getur nefndin afturkallað útvarpsleyfi, ef breytingar verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum sem sett eru. Fimm viðbótarskilyrði Frumvarpið kveður á um breytingar á út- varpslögum og samkeppnislögum og verði það að lögum er bætt fimm skilyrðum í útvarpslög til viðbótar þeim skilyrðum sem umsækjendur ef á milli fyrirtækja eru önnur náin tengsl en samstæðutengsl sem leitt geti til yfirráða og segir í greinargerð að þar sé vísað til þess að á milli fyrirtækja geti verið margvísleg tengsl, sem þó séu ekki með þeim hætti að þau teljist mynda fyrirtækjasamstæðu. Engin andstaða í þingflokkunum Frumvarpið var samþykkt í þingflokkum beggja ríkisstjórnarflokkanna í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að algjör sátt hefði verið um samþykkt þess. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði eftir fund þingmanna Framsóknarflokksins að enginn í þingflokknum hefði lagst gegn frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist þegar gildi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er reiknað með að frumvarpinu verði útbýtt á Al- þingi um miðja þessa viku og að fyrsta umræða fari fram næstkomandi mánudag. um útvarpsleyfi þurfa að uppfylla til að fá út- gefin leyfi til útvarps hljóðvarps og sjónvarps. Útvarpsréttarnefnd verður óheimilt skv. frumvarpinu að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 25% eignarhlut í því. Jafnframt verður óheimilt að veita fyrir- tæki útvarpsleyfi ef fyrirtæki í sömu fyrir- tækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 25% eignarhlut í því. Lagt er bann við því að veita fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæðu í markaðs- ráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta út- varpsleyfi og óheimilt verður að veita fyrirtæki slíkt leyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrir- tækjasamstæðu eiga hlut í útgáfu dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyr- irtækis eða fyrirtækjasamstæðu. Verður Samkeppnisstofnun falið að meta hvort fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæða er í markaðsráðandi stöðu og er í greinargerð vísað til almennra sjónarmiða í samkeppnisrétti um mat á því. Tekið er fram að þessi skilyrði eigi einnig við Fá ekki útvarpsleyfi sé ann- ar rekstur meginmarkmið  Fyrirtæki fær ekki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á yfir 25% hlut í því  Heimilt að afturkalla útvarpsleyfi eftir tvö ár séu skilyrðin ekki uppfyllt  Samkeppnisstofnun falið að meta hvort fyrirtæki er markaðsráðandi  Fjölmiðlafrumvarpið/2/4/26/28–29 AUSTURSTRÆTI verður lokað bílaumferð út vikuna vegna viðgerða á hellulögn. Verk- takar hreinsuðu hellurnar af götunni í gær og hófu lagningu nýrra. „Við ætlum að klára umferð er um Austurstrætið. Sums staðar voru steinarnir komnir ofan í hitalögnina og gert verður við hana í leiðinni. Sighvatur segir verkið ganga hratt og vel fyrir sig. þetta fyrir fyrsta maí og erum byrjaðir að leggja nýja steina,“ segir Sighvatur Cassata hjá verktakafyrirtækinu Hellum og grasi ehf. Hellulögnin hafði sigið í hjólförum, en mikil Morgunblaðið/Júlíus Austurstrætið lokað í viku ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.